Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Qupperneq 12
Unnur
Ólafsdóttir
veðurfrœðingur
Þjáfíaramenntun og íþrótta-
iðkun barna ofarlega á baugi
Iþróttþing ÍSÍ, það 63. í röð-
inni, verður haldið á Akra-
nesi um næstu helgi. Nítján
mál liggja fyrir þinginu sem
hefst á laugardaginn. Helstu
mál þingsins eru tillaga um
sameiningu ÍSÍ og Ólympíu-
nefndar íslands, sem þegar hef-
ur verið ijallað mikið um í ijöl-
miðlum, tillaga um stefnuyfir-
lýsingu um þjálfaramenntun,
auk þess tilllaga um tilhögun
íþróttauppeldis æskufólks innan
hreyflngar. Gera má ráð fyrir
því að þessi þrjú ofangreindu
málefni verði fyrirferðarmest á
þinginu, en auk þeirra liggur
fyrir tillaga um bann við
tóbaksnotkun í íþróttamann-
virkjum og félagsheimilum. Alls
sitja 149 fulltrúar þingið, frá
sérsamböndum, héraðssam-
böndum og íþróttabandalögum.
Það er Framkvæmdastjórn
ÍSÍ sem leggur fram ályktunina
um þjálfaramenntun. Inntak
hennar er það að auknar kröf-
ur verði gerðar um menntun
þjálfara hjá íþróttafélögunum.
Gert er ráð fyrir því í tillögunni
að stefnt verði að því að koma á
fót fræðslukerfi, þar sem þjálf-
unarstörfum verði skipt í stig
eftir eðli þeirra og gerðar verði
mismiklar kröfur til þjálfara
eftir því hvaða tegund af flokki
þjálfunin fellur undir. Sem
dæmi má nefna að líklegt er að
meiri kröfur verði gerðar til
þjálfara afreksfólks, heldur en
þeirra sem leiðbeina börnum. í
tiillögunni er gert ráð fyrir því
að þjálfarar hafi fullnægjandi
menntun fyrir þjálfun hvers
stigs og íþróttafélögum beri að
taka mið af menntun og reynslu
þjálfara, þegar samið er um
launakjör.
Málefni barna skipa stóran
sess á þinginu, en vonast er til
að hægt verði að samræma
stefnu í íþróttum barna. Helsta
markmiðið með tilllögunni er
að stefnt er að því að minnka
keppni hjá yngstu aldursflokk-
unum. Gert er ráð fyrir því að
börn átta ára og yngri taki að-
eins þátt í minni mótum, til að
mynda innanfélagsmótum eða
keppni við nágrannafélög og
áhersla lögð á að hörnin verði
ekki dregin í dilka eftir getu.
Lagt er til að börn fari fyrst að
keppa á íslandsmótum í 11-12
ára flokki.
KÖRFUBOLTI • Urvalsveild
Kæru GríndvHdnga
vísað frá dómi
Dómstóll íþróttabanda-
lags Ilafnaríjarðar
hefur vísað kæru
UMFG gegn Haukum frá
dómi. Grindvíkingar kærðu
Hauka fyrir að hafa notað
bandaríska leikmanninn
Shawn Smith í leik sínum
við UMFG, áður en hann
fékk keppnisleyfi hér á
landi.
Dómstóllinn fellst á að
leikmaðurinn hafi verið
ólöglegur en vísar kærunni
frá vegna formgalla, þar
sem hún barst ekki til hans
innan kærufrestsins, sem er
72 klukkustundir.
Grindvíkingar hafa þeg-
ar tekið ákvörðun um að
áfrýja málinu til dómstóls
KKÍ. gþö
|Dagur4Etmttm
Á morgun verður norðaustanátt og
rigning norðvestanlands en suð-
austan- og austanátt annars staðar,
með skúrum eða súld sunnanlands
og með austurstöndinni en lengst af
þurrt á Norðaustur- og Norður-
landi. Hiti á bilinu 3-10 stig.
Fram undir helgi verða suðlægar
áttir ríkjandi með vætutíð en frem-
ur hlýju veðri, en um helgina snýr
hann sér smám saman til norðaust-
lægrar áttar og kólnar enda kominn
vetur samkvæmt almanakinu.
Fimmtudagur 24. október 1996
Línuritin sýna fjögurra
daga veðurhorfur á
hverjum stað. Línan sýnir
hitastig, súluritið 12 tíma
úrkomu en vindáttir og
vindstig eru tilgreind fyr-
ir neðan.
á innimálningu
gljástig 10
Verb:
1 lítri 499
4 lítrar 1996
10 lítrar 4990
Þúsundir lita í bobi
KAUPLAND
Sími 462 3565 • Fax 461 1829
Mél sem tengjast íþróttaiðkun barna og unglinga verða ofarlega á baugi á Iþróttaþinginu, sem haldið verður á
Akranesi um næstu helgi. Mynd gs
Reykjavík
15
10
- 5
0
SSA 4 SSA 2 NNA 3 NNA 3 NNA 2
SSA 3 NA 3 NNA 3 NNA 3
Stykkishólmur
Jg F°s Lau Sun Mán mm_
s
SA 4 ANA 2 NNA 4 NNA 5 NNA 4
ASA 3 NA3 NNA 4 NNA 4
Bolungarvík
NA 4 NA 4 NA 4 NA 4 NNA 3
NA 4 NA 4 NA 4 NA 3
Blönduós
ASA 2 N1 NA2 NA2 ANA 1
NNA1 NNA2 NA2 NA2
Akureyri
SA3 VNV2 NA3 NA 3 A2
VSV2 NNA3 NA3 NA3
Egilsstaðir
10- -10
SS4 3 VSV3 NA2 NNA4 NNA 3
SV2 A2 NA3 NNA3
Kirkjubæjarklaustur
°9 Fös Lau Sun Mán mm
15 -j ----- '1-15
S 3 SSV2 ANA3 NNA3 NA3
S 3 A 3 NA 4 NNA 3
Stórhöfði
,\
.EEM
S 5 SSA 2 NA 4 NNA 4 NA 3
S 3 ANA 3 NNA4 NNA3
ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ Á AKRANESI
KA-menn fá
Bosníumann
til reynslu
Knattspyrnudeild KA hefur
ákveðið að fá Bosníu-
manninn, Radko Nikolic,
til reynslu í vetur. Nikolic er
þrítugur varnarmaður og leikur
með liði frá Sarajevo.
„Ég geri ráð fyrir því að
hann komi hingað í mars og
verði hjá okkur í hálfan mánuð.
Eftir þann tíma munum við
gera það upp við okkur hvort
við viljum fá hann til okkar. Við
errnn að leitast við að styrkja
liðið, en aðalmálið er samt að
halda þeim KA-mönnum sem
fyrir eru í liðinu og ég get ekki
séð annað en að það sé að
ganga upp, því flestir leikmenn
eru komnir með nýja samn-
inga,“ sagði Sigurður Lárusson,
hinn nýi þjálfari 2. deildarliðs
KA.
Nikolic lék í júgóslavnesku 1.
deildinni, áður en landinu var
skipt upp, en hefur í ár leikið /
með 2. deildarliði í Sarajevo. Pá
bendir flest til þess að varnar-
maðurinn Róbert Skarphéðins-
son, sem lék undir stjórn Sig-
urður Lárussonar hjá Völsungi í
fyrra, gangi til liðs við KA-
menn, en Róbert er að flytja til
Akureyrar.
GOLF
Golikúlur
úr títaníum
Notkun títaniummálmsins
hefur óneitanlega valdið
byltingu í golfíþróttinni.
Málmurinn er harður og stökk-
ur, með litla eðlisþyngd og það
hafa golfkylfuframleiðendur
notfært sér á síðustu tveimur
árum með góðum árangri.
Sportvörufyrirtækið Wilson hef-
ur nú gengið skrefi lengra, en
fyrr í þessum mánuði kynnti
fyrirtækið nýja tegund af golf-
boltum, þar sem innviðurinn er
úr títaníumblöndu. Fyrsti bolt-
inn af þremur sem fyrirtækið
hyggst framleiða er þegar kom-
inn á markað og verður sendur
út í almennar verslanir í des-
ember.
Wilson hefur unnið að gerð
þessara bolta í þrjú ár og próf-
anir hafa komið mjög vel út.
Talsmaður fyrirtækisins sagði
boltann fljúga mjög vel og hægt
sé að ná betri snúningi með
boltanum, en áður hafi þekkst.
KNATTSPYRNA