Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 4
16 - Fimmtudagur 31. október 1996 iDagur-CEtmtnn ‘llmðúða£auat Biðlaun Skeiðarárhlaupara aJóhannes Sigurjónsson Biðin eftir Skeiðarárhlaupi er á vissan hátt táknræn fyrir endalausa biðina í íslensku þjóðfélagi. Vér íslend- ingar erum sem sé og höfum löngum verið hallir undir bið- ina. Það er ekki okkar háttur að fara að dæmi Alexanders og höggva á Gordíonshnúta, og yfirleitt reynum við ekki einu sinni að leysa þá. Við kjósum fremur að bíða eftir því að hnúturinn leysist af sjálfu sér eða einhver komi og leysi hann fyrir okkur. Nú er yfirvofandi Skeiðarár- hlaup náttúrlega ekki hliðstæða við Gordíonshnútinn og ekki á okkar færi að stjórna náttúru- öflunum og rjúfa þau höft sem til þarf, svo hlaupið geti runnið sitt skeið á enda þegar okkur hentar. En samt, okkur hættir til að bíða fremur en að taka frumkvæði. Hallgrímur Helgason, sem er frumlegasti stílisti landsins og um leið einhver skarpasti rýnir þjóðarsálarinnar íslensku, hitti naglann á höfuðið þegar hann gaf skáldsögu sinni heitið: Þetta er allt að koma. Þessi setning gæti verið einkunnarorð ís- lensku þjóðarinnar. í endalausri bið eftir Godot erum við ævin- lega fuflviss um að þetta sé nú allt að koma og auðvitað redd- ist málin fyrir horn, jafnvel þó við lyftum ekki fitla fingri sjálf. —eOGGi^^.96^ Enda megum við ekki vera að slíkum fingraæfingum, því við erum svo upptekin af því að bíða og vona, líkt og greifinn af Monte Cristo á sínum tíma. Dæmin um biðlund okkar ís- lendinga eru legíó. Stór hópur af listamönnum okkar eru í raun bið-listamenn, því þeir hafa hvorki frumkvæði né út- hald til þess að verða raunveru- legir listamenn. Landsbyggðin er alltaf að bíða eftir því að molar hrjóti af borðum skömmtunarstjóranna í Reykja- vík, í stað þess að hrifsa til sín heilu brauðin eða láta þau hreinlega ekki af hendi í upp- hafi. Lands-biðin er e.t.v. stund- um réttnefni yfir landsbyggð- ina. Marx-lenínistar og hvað við hétum nú allir, þessir innan- lærssósíalistar, biðum enda- laust eftir byltingunni, sem að sjálfsögðu kom ekki, því okkur hugkvæmdist aldrei að „brýna hm'fa og byssur fægja“. Allt ber þetta að sama brunni. Við vinnum verk okkar oftar en ekki með hangandi hendi, en sinnum hinni heilögu „bið-skyldu“ af fítonskrafti. Og það er auðvitað engin tilviljun að það eftirsóknarverðasta í at- vinnulífinu á íslandi er einmitt að komast á biðlaun. Bið er allt sem þarf. Og allt kemur til þess sem bíður nógu lengi. Sagði Búdda. Eða einhver íslenskur letihaugurinn. FuIIkominn íjandskapur að er söglegt tækifærið sem Jón Baldvin hefur gefið þjóðinni upp á síðkastið. Formaður Al- þýðuflokksins, sem brátt hyggst láta af formennsku, hefur nú úttalað sig vítt og breitt um íjölmiðla landsins og rauði þráðurinn - viðlag- ið - er eins og tekið beint upp úr kvæði Gríms Thom- sen um Goðmund á Glæsi- völl- um. Kal- inn á hjarta þaðan slapp ég- Það er einstakur menningar- sögulegur viðburður að tveir menn skuli með svo áberandi hætti velja sér sama útgönguversið úr pól- itík, þó svo að meira en öld skilji þá að. Kalkúnalappir ganga enn I leiðara í Alþýðublaðinu í gær gusast út uppsöfnuð vonbrigði Jóns Baldvins með Viðeyjarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Hann opnar hjarta sitt og leyfir tilfinningunum að flæða fram. Jón segir m.a.: „Sjálf- stæðisflokkur nútíðarinnar reyndist hvorki hafa leiðtog- ana, kjarkinn né hug- myndaþróttinn sem ein- kenndi Sjálfstæðisflokk fyrri áratuga. Forysta Sjálfstæð- isflokksins afskræmdi Gatt til að þóknast sérhagsmun- um Seljavalla allra kjör- dæma,“ segir Jón Baldvin á einum stað og tilfinningahit- inn leynir sér ekki. Hver segir svo að vakúmpakkað- ar kalkúnalappir geti ekki verið dramatískir örlaga- valdar í samskiptum stór- menna? Og það líður varla svo setning í leiðara for- mannsins að íjandskapur hans í garð Davíðs komi ekki í ljós. Jón Baldvin talar um „davíðska duttlunga" og að Davíð hafi með ræðu sinni á landsfundinum fært flokkinn frá „frjálslyndi yfir í fortíðar- hyggju, frá víð- sýni óðals- ins yfir í afdal- inn.“ „I love it!“ Biturleikinn er áður en yfir lýkur orðinn svo yfirþyrm- andi að hann er nánast tragíkómískur, sem er raun- ar það orð sem hann velur GATT eftir að Davíð komst í málið. Niðurstaða formanns Alþýðuflokksins er líka í samræmi við þetta: Hann er meira að segja tilbúinn að ganga inn í sjálft framsókn- aríjósið til Halldórs Ás- grímssonar. Hann virðist til- búinn að mæta þar með upp brettar ermar og mykju- skóflu, berja sér á brjóst og segja: „I Iove it“ eins og Siggi Sigurjóns gerði í myndinnu Dalalíf á sínum tíma. Það má til sanns veg- ar færa að Hriílu-Jónas eigi sér margfallt fleiri aðdáend- ur úr hópi framsóknar- manna en krata. Engu að síður efast Garri satt að seja um að Framsóknarflokkur- inn - sem á flokka flesta gít- arleikara á þingi - muni í heild sinni taka undir þó sungið væri dægurlagið: Jón er kominn heim! Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.