Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 6
18 - rimmiuáagur 31. októöer 1996 ÍUagur-atxnraTn MENNING O G LISTIR Súkkatog einmana manneskjur Leiksögurnar „Kíkir, súkku- laði, fylugufa og rusl“ og „Konan með löngu augnlok- in“ eftir Völu Þórsdóttur verða í Kaffileikhúsinu á laugardagskvöld. Vala stend- ur ekki ein að kvöldfagnaðin- um því saman við atriði hennar blandast tónleikar með hinni víðfrœgu hljóm- sveit Súkkat. „Þau lengdust það hratt að fljótt gat hún límt þau föst við ennið með plástri.“ Leiksagan um löngu augnlokin unnu þau Vala og Súkkat (Hafþór Ólafs- son og Gunnar Örn Jónsson) sam- an. Sagan er eins konar dæmisaga um einmana konu sem lendir í því að augn- lok hennar lengjast af því að hún getur ekki soflð. „Ég var stödd á Hótel Bjarkarlundi í sumar. Súkkat var þá með tónleika og ég bauðst til að vera með atriði á undan. Áhorfendur voru mjög ánægðir með þessa blöndu og við smullum vel sam- an,“ segir Vala og að sumarvertíð lokinni var þráðurinn því tekinn upp að nýju. „Hún situr þarna svona feit og skítug og reykir." Leiksagan með lengri titlinum er lengri. „Hún er um tvær einmana manneskjur sem hittast. Þær eru algerar andstæður í útliti en eru í raun alveg eins. Hann er mjög mjór og hún er rosalega feit. Hann er snyrtilegur og hún er mikil subba.“ Vala segist ekki hafa áttað sig á því þegar hún fór að vinna með Súkkat að hún væri með svona mikinn einmana- leika í hausnum en réttlætir efni sagn- anna með því að það sé jú til mikið af einmana fólki. Þrátt fyrir einmanalegan þráð sagn- anna er ekki við því að búast að ein- semdin verði sérlega þrúgandi í Kaffi- leikhúsinu á laugardaginn: „Við erum í rauninni bara að segja: Við skulum hafa það skemmtilegt. Ég held að við séum ekkert að setja á þetta einhvern heví boðskap." Leiksögurnar hennar Völu eru hvorki hefðbundnar sögur né einleikir. Stílinn má að vissu leyti rekja til Dario Fo sem Vala sótti námskeið hjá í vor. Upplegg kvöldsins: Frumsmíðuð tónlist Súkkats, leikin atriði og einmanalegar sögur, virðast heldur ekki ávísun á hefðbundna kvöld- skemmtun. Mynd. Pjetur AlýjsiT bj&jfh's Krár og sjúkrahús Dansinn dunar á Akureyri Ut er komið hjá Félaginu Ingólfi flmmta bindið í ritröðinni Landám Ing- ólfs, nýtt safn til sögu þess. í þessari nýútkomnu bók eru níu greinar um margvísleg sagnfræðileg efni. Kristján Sveinsson ritar um strand togarans Coots, sem var fyrsti togarinn sem íslendingar eignuðust, og þilskipsins Kópa- ness við Keilisnes árið 1908. Gufuketillinn og stýrið úr Coot eru varðveitt á Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Hrefna Róbertsdóttir segir frá áætluninni um allsherjar- viðreisn fslands 1751-52. í sagnfræðiritum má víða sjá að stofnun Innréttinganna 1751 er talin til stórtíðinda. Lesendum gefst kostur á að skoða á prenti áður óbirt skjöl um það efni, en þau eru mikilvægar heimildir um hvaða hugmyndir lágu að baki viðreisnarstarfinu. Einar E. Sæmundsen ritar um undirbúning og fram- kvæmdir við fyrsta nútíma lysti- garðinn á íslandi, sem er Al- þingishúsgarðurinn. Markmiðið með honum var að „... búa til ofurlítinn skemmtigarð fyrir Lýður Björnsson jjallar um fyrstu ís- lensku klúbbana, en fyrsta veitingahúsið var opnað að Aðal- strœti 16 íReykjavík í desember 1789. Segir Lýður frá starf- seminni, en þar virð- ist „hafa verið all- sukksamt eftir um- kvörtunum um óeirð- ir á götum úti að dœma. “ sunnan þinghúsið þar sem þingmenn geti setið og gengið sér til skemmtunar í.“ Halldór Baldursson færir rök fyrir að Holger Rosenkrantz höfuðsmaður hafi sýnt meiri herkænsku en íslendingar hafa talið hingað til við atlögu Tyrkja að Seilunni 1627. Sr. Þórir Stephensen birtir fyrstu samantektina um ábú- endatal Reykjavíkur, allt frá því er Ingólfur Arnarson og kona hans Hallveig Fróðadóttir sett- ust þar að um 874 til ársins 1753 er Innréttingarnar tóku við jörðinni. Bjarni Gunnarsson skrifar um drauginn á Vogastapa og vegferð hans á 20. öld, en draugur þessi hefur tekið á sig mismunandi myndir með breyttum samfélagsháttum. Magnús Þorkelsson greinir frá byggð í Viðey á fyrri hluta 20. aldar í greininni „Stöðin í Viðey — heimildir í hættu". Magnús Guðmundsson skrif- ar um skemmtilegar og fróðleg- ar ljósmyndir frá hernámsárun- um í Mosfellssveit. Hernámið hafði svipuð áhrif þar og annar- staðar, en Reykjalundur, sem upphaflega var byggður sem hersjúkrahús, hefur haft mest áhrif til frambúðar í Mosfells- sveit. Bókina prýðir ijöldi mynda og myndrita. Verð 2.100 kr, Akureyringar eru í farar- broddi í danskennslu," segir Heiðar Ástvaldsson hinn þjóðkunni danskennari. Hann segir að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að gera dans að skyldunámsgrein í 9 ára bekk, nú bætist 7 ára börnin við og á næsta ári tólf ára bekkur. Þetta sé til fyrirmyndar öðrum bæjar- félögum. Dansátak í skólum hófst sem tilraunaverkefni í hittiðfyrra og þótti takst vel þar sem reynt var. í Reykjavík er dansinn skylda fyrir 9 ára, einnig í Mos- fellsbæ, í Sandgerði bætir dans- inn upp skort á tónmennta- kennslu og á Dalvík er einnig allt að komast í gang, „þá var ég á Húsavík og þar verður framhald á“ segir Heiðar og sýnist dansinn eiga örugga framtíð í skólunum. „Auk dans- ins kennum við almenna kurt- eisi og tillitssemi, það þýðir ekki fyrir strákana að neita dansi og segja: „oj, hún er svo ljót.“ Annars eru þrjár ástæður fyrir því að strákar vilja ekki fara í dans: 1) þeir vilja ekki dansa við stelpu,. 2) þeir vilja ekki dansa við stelpu og 3) þeir vilja ekki dansa við stelpu. En eftir 3-4 tíma er þetta horfið - þesss vegna er svo mikilvægt að gera dansinn að skyldufagi," segir Heiðar. En hvernig er með jafnréttið í kennslunni, verða herrarnir alltaf að eiga frum- kvæðið? „Nei, nú er komið jafn- rétti - þau skiptast á að bjóða upp!“ Börnin á Akureyri sýna listir sínar í íþróttahúsi Glerárskóla, kl. 14 og 16 á laugardag.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.