Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Qupperneq 15
jOagur-'cEtmmn Fimmtudagur 31. október 1996 - 27
Sjónvarpið kl. 21.30
Frasier
Sálfræðingurinn góðkunni, dr.
Frasier Crane, hefur nú feng-
ið nýjan samastað í dagskrá
Sjónvarpsins og verður eftirleiðis
klukkan hálftíu á fimmtudags-
kvöldum. Þættirnir um Frasier og
samskipti hans við bróður sinn og
pabba, ráðskonu og samstarfsfólk
einkennast af lúmskum og
ísmeygilegum húmor. Þeir þykja
sprengfyndnir og eru vinsælir eftir
því. Nýlega hlutu þættirnir Emmy-
verðlaunin sem besta gamanþátta-
röðin í bandarísku sjónvarpi. Aðal-
hlutverkið leikur Keísey Grammer.
Upp
Tftmli.
Lítið af
fréttum
af lands-
byggð-
inni
Kristján L. Möller
forseti bœjarstjórnar
á Siglufirði
Eg fylgist aðallega með
fréttum í fjölmiðlum. Ég
er alæta á allar fréttir
og horfi á báðar sjónvarps-
stöðvarnar en finnst þó að
það mætti vera meira um
fréttir af landsbyggðinni. Ég
hef sárah'tinn áhuga á að sjá
árekstra- og innbrotsfréttir af
höfuðborgarsvæðinu." Krist-
ján segist annars nokkuð
ánægður með fréttatímana en
breytingin á veðurfréttatím-
unum finnst honum slæm.
„Nú sér maður þær aldrei því
maður gleymir að passa upp
á það að mæta fyrir framan
skjáinn eða er að horfa á Stöð
2.“
Það eru ekki margir þættir
sem Kristján fylgist reglulega
með, hvorki í útvarpi né sjón-
varpi en hann fæst þó til að
nefna þátt Ingólfs Margeirs-
sonar og Árna Þórarinssonar
Á elleftu stundu og íþrótta-
þætti. „Síðan kemur auðvitað
fyrir að maður setjist niður og
horfi á góða bíómynd.“
Útvarp Norð-
urlands býð-
ur góðan dag
Rýnandi sofnaði aldrei
þessu vant yfir stríðs-
fréttastfluðum frétta-
tíma Stöðvar 2 um daginn en
hrökk þó upp með jöfnu
millibili við DÚNG DÚNG
stefið sem alia vekur, og ekki
með kossi. Fimmta upprifið
varð til þess að rýnandi
staulaðist til sængur án þess
að orka að slökkva á út-
varpstækinu sem suðaði á
náttborðinu. Og vaknaði síð-
an um morguninn í nýjum
heimi, reyndar frekar göml-
um og viðkunnalegum -
traustum. Allt var rólegt.
Mjólkurbíll hafði runnið í
hálku og menn voru varaðir
við nýföllnum snjó. Ekki með
umferðaráðvísi heldur af
heimilislegri umhyggju. Jú,
það var Svæðisútvarp Norð-
urlands sem fór þannig um
rýnanda, með svefnvænum
og vinalegum tónum. í norð-
lenskum fréttum var margt
áhugavert að vanda en það
er ekki eftirminnilegt frekar
en aðrar fréttir sem kássast
upp á rýnanda, vakinn og
sofinn. Það var áferðin sem
kristallaðist í mjólkurbílnum
og seinna í tilkynningunum.
Gular úlllpur (tungu rúllað á
ellinu) voru á útsölu einhvers
staðar og gott ef ekki ábryst-
ir líka. Höfum það. Rýnandi
var sæll þann morgun allan,
það voru engir stælar í upp-
lestri, kannski full miklar
„llugmaðurinn talar“ sveiflur
í tilkynningalestri hjá stúlk-
unni (aftur með rúlluðu elli)
en mjög fáar „pirrur“ þar.
Sem sagt, hlustið á Svæðisút-
varp Norðurlands, það er
eins og að skreppa til út-
landa, liggja og sóla sig í
vönduðu tungumáli í dálítið
gamaldags en traustum stól.
SJÓNVARPIÐ
10.30 Alþingi. Bein útsending frá
þingfundi.
16.45 Leiðarljós.
17.30 Fréttir.
17.35 Táknmálsfréttir.
17.45 Auglýsingatími - Sjónvarps-
kringlan.
18.00 Stundin okkar.
18.25 Tumi (Dommel). Hollenskur
teiknimyndaflokkur um hvuttann Tuma
og fleiri merkispersónur.
18.50 Leiöin til Avoniea.
19.50 Veður.
20.00 Fréttir.
20.30 Dagsljós.
21.05 Syrpan. Fjallaö er um íþrótta-
viöburöi líöandi stundar hér heima og
erlendis og kastljósinu beint aö íþrótt-
um sem oft ber lítiö á.
21.30 Frasier.
22.00 Ráðgátur (The X-Files). Banda-
rískur myndaflokkur um tvo starfs-
menn Alríkislögreglunnar sem reyna
aö varpa Ijósi á dularfull mál. Atriði í
þættinum kunna aö vekja óhug barna.
23.00 Ellefufréttir.
23.15 Þingsjá. Umsjónarmaöur er
Helgi Már Arthursson.
23.35 Dagskrárlok.
STOÐ 2
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn.
13.00 New York löggur (N.Y.P.D.
Blue)
13.45 Stræti stórborgar (5:20)
(Homicide: Life on the Street)
14.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
15.00 Glymur.
15.30 Hjúkkur (Nurses)
16.00 Fréttir.
16.05 Chris og Cross.
16.30 Sögur úr Andabæ.
17.00 Með afa.
18.00 Fréttir.
18.05 Nágrannar.
18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.00 19 20.
20.00 Systurnar (Sisters).
20.55 Seinfeld.
21.25 Isabelle Eberhart 1993.
23.00 Fjörkippir (Indian Summer).
Hópur ungs fólks, sem ekki er tilbú-
inn aö sleppa hendinni af æskunni,
heldur í útilegu til aö upplifa aftur
besta sumariö sem þau höföu nokkru
sinni átt. Leikstjóri er Mike Binder.
Framleidd 1993. Aöalleikarar eru Alan
Arkin, Matt Craven, Diane Lane, Bill
Paxton, Elizabeth Perkins og Kevin
Pollak.
00.35 Dagskrárlok.
STOö 3
08.30 Heimskaup - verslun um víöa
veröld.
17.00 Læknamiðstöðin.
17.20 Borgarbragur (The City).
17.45 Á tímamótum (Hollyoakes).
18.10 Heimskaup - verslun um víöa
veröld.
18.15 Barnastund.
19.00 Ú la la (Ooh La La). Hraöur og
skemmtilegur tískuþáttur fyrir unga
fólkið.
19.30 Alf.
19.55 Skyggnst yfir sviðið (News
Week in Review).
20.40 Kaupahéðnar (Traders)
21.30 Bonnie.
• 22.00 Strandgæslan (Water Rats II).
Innra eftirlitiö kannar mál sem
Blakemore virtist flækt í og þaö getur
haft áhrif á samband hennar og Anne.
Goldie trúir Harrison fyrir raunum sín-
um en kemst aö því sér til skapraun-
ar aö hann var ekki traustsins verður.
22.50 Evrópska smekkleysan
(Eurotrash)
23.15 David Letterman.
00.00 Geimgarpar (Space: Above &
Beyond) (23:23). Lokaþáttur þessa
bandaríska spennumyndaflokks.
00.45 Dagskrárlok Stöðvar 3.
SÝN
17.00 Spítalalíf (MASH).
17.30 Taumlaus tónlist.
20.00 Kung Fu.
21.00 Hr. Johnson (Mister Johnson).
Myndin gerist í Afríku á þriöja áratug
aldarinnar. Blökkumaðurinn Johnson
hefur hlotið menntun hjá breskum trú-
boðum. Hann dáir nýlenduherrana og
starfar fyrir yfirvaldiö á staönum. Aö-
alhlutverk: Pierce Brosnan, Maynard
Eziashi og Edward Woodward. Leik-
stjóri: Bruce Beresford. 1991. Bönn-
uö börnum.
22.40 Sweeney. Þekktur breskur
sakamálmyndaflokkur meö John Thaw
í aðalhlutverki.
23.30 Feigðarvon 5 (Death Wish 5).
Grjóthörð spennumynd meö Charles
Bronson. Stranglega bönnuð börnum.
01.00 Spítalalíf (MASH).
01.20 Dagskrárlok.
RÁS 1
9.00 Fréttlr. 9.03 Laufskálinn. 9.38
Segðu mér sögu, Ævintýri Nálfanna.
9.50 Morgunleikfimi með Halldóru
Björnsdóttur. 10.00 Fréttir. 10.03
Veöurfregnir. 10.15 Árdegistónar.
11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í
nærmynd. 12.00 Fréttayfirlit á há-
degi. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45
Veöurfregnir. 12.50 Auðlindin. 12.57
Dánarfregnir og auglýsingar. 13.05
Hádegisleikrit Útvarpsleikhússins.
Ástir og árekstrar. 13.20 Norrænt.
14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan,
Lifandi vatnið eftir Jakobínu Sigurðar-
dóttur (14). 14.30 Miðdegistónar.
15.00 Fréttir. 15.03 Heilbrigðismál,
mestur vandi vestrænna þjóða. 15.53
Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Tónstig-
inn. Umsjón: Einar Sigurðsson. 17.00
Fréttir. 17.03 Víösjá. 18.00 Fréttir.
Víðsjá heldur áfram. 18.30 Lesið fyrir
þjóðina: Fóstbræðrasaga. Dr. Jónas
Kristjánsson les. 18.45 Ljóö dagsins.
18.48 Dánarfregnir og auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar
og veðurfregnir. 19.40 Morgunsaga
barnanna endurflutt. - Barnalög.
19.57 Tónlistarkvöld Útvarpsins.
22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir.
22.15 Orö kvóldsíns. 22.20 Flugufót-
ur. 23.00 Sjónmál. 24.00 Fréttir.