Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Blaðsíða 1
Föstudagur 15. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 219. tölublað ÞAR SEM LÍFIÐ ER SÍLD Austur á fjörðum snýst h'fið þessar vikurnar um sfld. Það er stutt á miðin og bátarnir eru fljótir að fylla sig. Stundum tekur túrinn ekki nema 6 til 7 tíma. Við hafnirnar er ys og þys og dag hvern er landað þúsundum tonna af „silfri hafsins“, sem malar gull í þjóðarbúið. Sfldin fer nánast öll til manneldis. Það er saltað flakað og fryst í hverju plássi norðan frá Vopnafirði suður til Hornafjarðar. Sfldarvertíðin kallar á marg- ar vinnufúsar hendur. Fólk í atvinnuleit, flest imgt að árum, er komið víðs vegar að af landinu til að taka þátt í ævintýrinu og um helgar leggja skóla- krakkarnir skruddunum og bregða sér í sfld. Þrátt fyrir mikla vinnu finnst flestum gaman að vinna í sfldinni, segja að það fylgi henni sérstök stemmning. Þeir sem eldri eru og muna fyrri tíma, þegar saltað var undir beru lofti, á stundum um bjartar sumarnætur, finnst þó h'tið til koma og segja að rómantíkin sé með öllu horfin. Vosbúðin, stritið og slorið, sem oft og tíðum fylgdi sfldarvinnunni fyrr á tíð, virðist vera löngu gleymt. Eftir lifa minningar um sólríka daga og líflegar landlegur þar sem síkát- ar sfldarstúlkur og sjóarar áttu sín ævintýri. En hvernig gerst ævintýrin í sfldinni, nú þegar tæknin er allsráðandi? Tekið var á púlsinum hjá Sfldarvinnslunni í Nes- kaupstað þar sem sfldarvinna fór í gang þegar í byrj- un vertíðar. Þar fer öll vinna fram innan dyra í stór- um vinnslusal. Ilmur af kryddi kitlar vitin þegar komið er inn. Á gólfi standa ker með sfldarflökum í kryddlegi sem eiga eftir að kitla bragðlauka frænda okkar á Norðurlöndum. í öðrum enda salarins er verið að heilsalta sfld fyrir Rússlandsmarkað. Hávaðinn er ærandi því vélar og færibönd sjá um stóran hluta vinnslunnar, mannshöndin er þó aldrei langt undan, því þrátt fyrir vélvæðinguna eru þau mörg handtökin sem vinna þarf. Það þarf að hræra í flakakerum með reglulegu millibili, lyftarar eru á fleygiferð fram og aftur og eixuú og einni tunnu er ekið með gamla laginu á trillubörum. Gömiu tré- tunnurnar heyra sögunni til, plastið hefur tekið yfir- höndina þar eins og svo víða annars staðar. Miklu skiptir, að sem minnstar tafir verði við vélavinnuna. Eftir því sem afköstin verða meiri hækkar í budd- unni og fólkið við færiböndin lítur ekki upp. Allir eru með eyrnahlífar, sem flestar eru með innbyggðu út- varpi. Notendurnir minna svolítið á geimverur með loftnet beint upp úr höfðinu. Þrátt fyrir annríki og uppsafnaða þreytu eftir langa vinnutörn er létt yfir mannskapnum og flestir eru með gamanyrði á vör- um. Já, það er ekki um að villast, það er enn „sjarmi“ yfir sfldinni. Myndir og textv Arndís Þorvaldsdóttir. í„denn“ voru það síldarstúlkurnar sem söltuðu. Nú er öldin önnur og tœknin komin til skjalanna. Síldin kemur krydduð á fœribandi og er síðan lögð niður í tunnur. Piltarnir heita Elvar Grettisson og Friðrik Pétursson. Tvö á tali. Reynir Hrafn Stefánsson af Jökuldalnum og Berglind Þyrí Guðmundsdóttir sem kemur úr Reykjavík. Jón Egill Sveinsson frá Egilsstöðum er kryddblöndunarmeistari í dag. Þegar forvitnast er um uppskriftina er svarið: „Svona eins og kíló pipar, “ sem sagt að hœtti bakarasveinsins. Jón Egill er íflugnámi og verður því tœpast í vandrœðum með að koma síldargróðanum í lóg. Þrátt fyrir annríkið er slegið á léttari strengi. „Nú er þetta allt unnið í vélum. Engin hrópar lengur: „vantar tunnu, vantar salt“, og svo vantar alveg rómantíkina. í gamla daga var ég oft beðinn um að taka með mér harmonik■ una og svo var spilað og dans- að ef hlé varð á söltun", segir Karl Hjelm, sem man tímana tvenna í síldinni. Hún Sigurrós Jakobsdóttir er hins vegar nýliði sem kom að sunnan í haust til að taka þátt í síldar- œvintýrinu. Henni líkar vinnan vel en slefnir á að fara í Fjölbrautaskólann í Breiðholti eftir áramót.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.