Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Blaðsíða 6
18 - Föstudagur 15. nóvember 1996 Jlítgur-'ðltttTmn MENNING O G LISTIR „í bróðemi vegur þar hver annan“ Á morgun kemur út nýjasta hjáverkabók Ólafs Jóhanns Ólafssonar: Lávarður heims. Bækur Ólafs verða þó í framtíðinni ekki unnar í hjáverkum enda maðurinn bú- inn að slíta sig lausan úr „brjálæðinu“ og er nú í 50% starfi á „nýjabrumssviði“ margmiðlunar og alnets á móti skriftum. Mynd: Pjetur „í bróðerni vegur þar hver annan,“ reit Grímur Thomsen í kvæði og greip Ólafur Jóhann til orða hans þegar hann var beðinn um að lýsa veruleikan- um í Lávarði heimsins sem kemur út á morgun. í fréttatilkynningu segir að nýja bókin sé nær höfundi sín- um en hans fyrri sögur. „Það segir nú svo margt í fréttatil- kynningum. Ég held að allar bækur séu persónulegar. Menn hafa að vísu spurt mig af hverju í fjandanum ég sé alltaf að skrifa um gamla karla. En aðal- persóna þessarar bókar er hins vegar í fyrsta sinn maður á mxnum aldri sem býr í New York, kona hans er í doktors- námi í Columbia, þau eiga ung- an dreng og lifa venjiúegu lífi. Síðan gerist ákveðinn hlutur sem kollvarpar þessu venjulega líil og hann er sviptur inn í heim sem ég þekki ansi vel frá mx'num störfum. Þetta er ekki viðskiptaheimur heldur sá heimur sem fólk þvælist í sem þykist hafa klifrað í ákveðin þrep á þjóðfélagsbríkinni." - Svona úttekt á þotxúiðinu? „Tja, þetta er saga manns sem þeytist úr einum heimi í annan sem lýtur öðrum lögmál- um en hann er vanur. Þetta er engin bisnessbók. Það er nóg að hafa verið að svakka í bisness síðustu ár þó maður fari ekki að skrifa um hann líka. En það er ýmislegt þarna úr þessum bissnessheimi, skoðanir mínar á honum og persónur sem mað- ur hefur kynnst. Maður notar svona augu úr einum, haus af öðrum, hönd af þeim þriðja og klessir þessu einhvem veginn saman.“ - Talað hefur verið um upp- gjör þarna við viðskiptaheim- inn. Fær bransinn slæma útreið hjá þér? „Uppgjör er óskaplega þung- lamalegt orð. Svona eins og menn sitji í sálarháska við að gera upp líf sitt. Ég myndi nú ekki kvitta upp á þá lýsingu. En þessi heimur er eins og skauta- svell, það er hægt að detta á hausinn þar ef menn kunna ekki fótum sínum forráð. Sjálf- ur skrifaði ég þetta ekki í nein- um sálarháska og vona nú heldur að það sé hægt að glotta aðeins yfir lestrinum." - Dettur aðalpersónan á hausiim? „Svellið reyxúst honum hált en spurmngin er hvort hann stendur upp að lokurn." Útgefendur óþreyjufullir Ólafur var ekki búinn að leggja lokahönd á þessa bók þegar út- gefendur vestra og í Bretlandi réðu þýðendur til að koma henni á enska tungu. „Það eru fimm ár síðan Fyrirgefning syndanna kom út og þeir voru orðrnr ansi óþreyjufullir. Þannig að það var verið að nuða í mér á meðan ég var að skrifa hana.“ Reglxúega fréttist af mikilli hrifningu erlendra gagnrýn- enda á bókum Ólafs. Færri sög- um fer af sölu þeirra en að sögn Ólafs hefur hún verið prýðileg og gengið m.a. mjög vel í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Til að bækur grípi athygli erlendra forleggjara og lesanda þarf núorðið oft einhverja ímynd eða sögu á bak við rit- höfundinn eða skáldskapinn til að selja hann. Skandinavískir höfundar hafa átt upp á pall- borðið, höfundar eins og Peter Hoeg og Jostein Gaarder, en Ól- afur hefur ekki verið settur í samhengi við skandinavísku bylgjuna. - Hvað þykir exótískast við þig? „Þessi kokteill; maður sem skrifar bækur og er að stússa í viðskiptum. Hann þykir skrýt- inn. Það þótti mjög furðulegt t.d. í Frakklandi að ég setti skriftir framar viðskiptum. Og svo kannski bækurnar sjálfar sem þykja ekki bera þess merki að höfundurinn hafi verið að vesenast í viðskiptum." Ólafur telur þó ekki þörf á að halda öðrum fæti í viðskipt- um til að halda athygli forleggjara enda dugi slíkar ímyndir vart nema í upphafi höfundaferils. Mikilúðlegir titlar Titlar bóka Ölafs eru nokkuð frábrugðnir titlum íslenskra kollega hans - og mikilúðlegri, sbr. Markaðstorg guðanna, Fyr- irgefning syndanna og Lávarð- ur heims. Þeir gefa jafnframt til kynna að bækurnar séu ekki ætlaðar fámennum hópi íslend- inga enda segist Ólafur leggja bækur sínar þannig upp að sem flestir geti lesið þær. „En þessi bók hét Lávarður heims frá upphafi og það er kannski svolítil íronía í því. Síð- ustu tveir kaflariúr gerast nú hér heima á jólum, „liggur í jöt- unni lávarður heims“. Svo er líka verið að gera svolítið grín að hugarástandi aðalpersón- unnar í hluta bókarinnar. Þegar hann hættir að vera það sem hann var og lyftist dálítið á kreik.“ Nýjabrumssviðið Það taldist til tíðinda fyrr á þessu ári þegar Ólafur Jóhann hætti hjá Sony þar sem hann hafði komið sér ári vel fyrir. Ár- ið 1991 var hann ráðinn fyrsti starfsmaður margmiðlunarfyr- irtækis Sonys sem hafði veltuna 0. Starfsmenn telja nú þúsundir og veltan 130-40 múljarða. „Þegar ég hætti hjá Sony ákvað ég að koma mér í fyrirtæki á þessu nýjabrumssviði sem ég hef verið á, gagnvirkri marg- miðlun og alnetinu." Ólafur kom sér því upp eignarhalds- fyrirtæki sem ijárfest hefur í íjórum bandarískum fyrirtækj- um í örum vexti og hann telur að muni hafa mikil áhrif í fram- tíðinni enda er hann sannfærð- ur um að alnetið breyti ansi mörgu á næstu árum. „Alnetið núna er hið mesta klúður. En það er mjög eðlilegt í upphafi tæknibyltingar. Það mun taka langan tíma að koma skikki á það allt saman en ég held það muni gerast.“ Ólafur sat ekki kjur hjá Sony enda segir hann valdið eitt og sér ekki höfða til hans. „Ég hef ekki gaman af því að stjórna fyrirtæki sem búið er að búa tú. Mín ánægja felst í smíðinni. Þegar fyrirtækin fara að rúlla og vaxa um 10-20% á ári þá hef ég lítið gaman af þessu. Það var gert grín að því hjá Sony að ég tolldi voðalega stutt á fundum þegar þeir voru orðnir fyrirsjá- anlegir. Það er galskapurinn við að búa þetta til með kláru og skemmtilegu fólki sem ætlar sér að breyta heiminum með nýjum leiðum sem er gaman.“ Annars fúll íslenskum rithöfundum hefur einmitt verið nokkuð legið á hálsi fyrir að þeim liggi ekkert á hjarta, séu ekki að reyna að breyta heiminum. Eftir áratug í bandarískum viðskiptum, liggur þér eitthvað á hjarta? „Ég hef þvælst ansi víða, séð ansi margt og verið slöngvað inn í heima sem ég bjóst aldrei við að taka þátt í. Mér hefur alltaf legið eitthvað á hjarta og ég held menn skrifi ekki öðru- vísi. Það má annaðhvort kalla það blessun eða plágu. Það væri kannski miklu þægilegra að liggja á meltunni eða spúa golf í stað þess að stússast í þessum ijanda. En ef ég ekki skrifa þá er ég fúll.“ LÓA

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.