Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Blaðsíða 2
14 - Föstudagur 15. nóvember 1996 jDagur-Símutn H E L G A RLÍFIÐ í LANDINU, Á sveitaheimsókn nærist ég best Yflrleitt eru helgarnar skemmtilegar hjá mér. Best nærist ijölskyldan á að fara í heimsókn í sveitina og þar næ ég að gleyma öllum verkefnum og áhyggjum líðandi stundar,“ segir Sol- veig Pálmadóttir, hágreiðslumeistari í Hveragerði, aðspurð um draumahelg- ina. „Segjum nú sem svo að ég komi heim úr vinnunni um kvöldmatarleytið á föstudegi, þá finnst mér ágætt að halla mér síðla kvölds og horfa á einhverja hugljtifa bíómynd, sem maður fellir tár yfir. En auðvitað endar myndin vel. Á laugardegi sefur Solveig fram að hádegi. í eftirmiðdaginn fer öll fjöl- skyldan, mamma, pabbi og synirnir Auðvitað er Mundi minn sofnaður áður en mynd- in endar. tveir, Pálmi og Hannes, sem eru átta og tveggja ára, saman til Reykjavíkur. Byrjað er í Árbæjarlauginni og buslað þar, og síðan farið í heimsókn til skyld- menna. Synirnir tveir verða svo eftir hjá ömmu og afa um kvöldið, á meðan for- eldrarnir fara út að borða og í fram- haldi af því í kvikmyndahús eða leikhús. Síðla kvölds er svo brunað aftur austur fyrir íjall, heim í Hveragerði. Sunnudagurinn er sveitadagur. Þá er farið í heimsókn að Hvammi í Land- sveit, þar sem Solveig á ömmu eða afa, eða þá að Ósabakka á Skeiðum. Þar var hún í sveit frá átta ára aldri og fram á unglingsár. -sbs. Hjá bændum eru allir dagar jafnir Hjá mér sem bónda eru laugardagar virkir dagar, en sunnudagurinn er frídagur. Því vandist óg sem barn að á sunnudögum mætti til að mynda ekki stinga út úr haug- húsi eða slá tún. Hinsvegar var leyfilegt að bjarga heyi, ef rign- ing vofði yfir. En annars finnst mér verklagið í sveitum nokkuð gott, þegar allir dagar eru til- tölulega jafnir. Þá eru hlutirnir í nokkuð góðu samhengi," segir Atli Vigfússon, bóndi á Laxa- mýri í Aðaldal. „Þau helstu haustverk sem nú liggja fyrir hjá bændum um sveit- ir eru til dæmis sauðíjár- rúning- ur. Það sem liggur hinsvegar fyrir hjá mér á laugardaginn er til að mynda að losa hey og færa til, og þá er ég jafnframt að létta undir hjá mér fyrir næstu viku. Á sunnudag fer ég í skemmti- legt verkefni; að undirbúa kennslu í Borgarholtsskóla á Húsavík alla næstu viku - þar sem nemend- ur verða landbúnað og helstu þætti því viðvíkjandi," segir Atli, og held- ur áfram: „Á mánudag förum við með nemendur í heimsókn á bæi í Reykjahverfi og hyggjumst þar skoða flestar tegundir húsdýra og sem flest annað í sveitinni. Á þirðjudag tekur við í skólanum ýmiskonar verkefnavinna um þessi efni, s.s. með myndmennt, ullarvinnslu, sögu- og ljóða- gerð. í þessu verðum við út vik- una,“ segir Atli. - Talandi um skemmtanalífið þá segist hann hafa um síðustu helgi brugðið sér á ágætt harmónikkuball sem haldið var að Breiðumýri í Reykjadal og því verði helgin róleg á vettvangi skemmtana- lífsins hjá sér. -sbs. Solveig Sigurjónsdóttir. Lummur, pönnukökur og kleinur Hugguleg helgi í Uppskrift að góðri helgi? Ja, það fer nú fyrst og fremst eftir því hvaða árstíð við erum að hugsa um. Ef við miðum við haustið, sem nú er, þá get ég sagt fyrir mig að góð helgi felst í því að komast í kyrrð og ró út í sveit. Ég og konan mín værum þá búin að hafa samband við kunningjafólk og bjóða því til helgardvalar á Grund í Vesturhópi, sem er sveitasetur ijölskyldunnar," segir Skúli Þórðarson, bæjarstjóri á Blönduósi. „Á föstudagskvöldi myndi ég fara og kynda upp húsið og svo á laugardagsmorgni myndum við hitt- ast þar. Við færum í stutta gönguferð með börnin og fengjum okkur heitt kakó á eftir. Eftir hádegið fær- um við karlarnir í stuttan rjúpnatúr og kæmum svo dauðþreyttir heim síðla dags. Þá myndum við elda saman og borða góðan mat. Kvöldið væri svo nota- leg stund með léttum veitingum og rabbi um allt mögulegt." Skúli segir að á sunnudegi myndi mannskapur- inn áfram vera í afslöppun; með gönguferðum, spil- um og öðru skemmtilegu fyrir börnin. „Seinnipart- ] inn færum við að taka okkur til og huga að heim- Ijjf; ferð. Fyrir mér er þetta uppskrift að fullkominni Liíkfj helgi, ekki síst ef við gætum skotið nokkrar rjúpur í k /\ jólamatinn.“ -sbs. W33Bt þetta námskeið fram á laugar- dag. Þá tekur við aðalfundur 5. deildar Félags íslenskra leik- skólakennara, en sú deild innan félagsins starfar á Norðurlandi vestra,“ Segir Helga. Hún kveðst glöð vilja komast á skemmti- kvöld Sambands skagfirska kvenna, sem haldið verður í fólagsheimilinu Skagaseli á föstu- dagskvöldið. En áður- nefnt námskeið setur þar strik í reikning- inn og raskar áætlun- um. Væntanlegur sunnu- dagur er án mikilla fyrirætlana í lífi Helgu Sigurbjörns- dóttur. Samvera með íjölskyldunni eða eitt- hvað á slíkum nótum kemur þó vel til greina. - Um störf á vettvangi kvenfélags- ins segir hún að framundan sé í byrjun desember samverustund þeirra kvenna sem í fólaginu starfa, þegar þær koma saman og borða góðan mat og eiga notalega stund. Ónefnt er að um síðustu helgi sáu þær um kaffiveitingar á samkomu þar sem rithöfundsins Guðrúnar frá Lundi var minnst. I boði voru rúsínulummur, pönnukökur og kleinur, en slíkt bakkelsi var tíðum á borðum og í munni sögupersóna skáldkon- unnar. -sbs. Vesturhópi Námskeið og fundur á laugardag, en sunnu- dagur án fyrirætlana. skínandi fínt að safna orku fyrir amstur vinnandi daga,“ segir Helga Sigurbjörnsdóttir á Sauð- árkróki, leikskólakennari og for- maður Kvenfólags Sauðárkróks. „Á föstudag byrja óg á nám- skeiði um sorg barna og stendur Uppskrift að góðri helgi hjá mér er til dæmis að vera með íjölskyldunni eða fara eitt- hvað í gönguferð út í náttúruna. Með þeim hætti finnst mér alveg Helga Sigurbjörnsdóttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.