Dagur - Tíminn - 19.11.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 19.11.1996, Blaðsíða 5
llagur-CEmtmrt Þriðjudagur 19. nóvember 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Athyglin á ekki að beinast að því sem er að Ingibjörg Eyfells, deildarstjóri leik- skóladeildar Akur- eyrarbæjar, er ný- komin frá Lúxem- borg þar sem vinnu- hópur á vegum Evr- ópusambandsins hittist og lauk við gerð framkvæmda- áætlunar til aðstoð- ar fötluðum. Framkvæmdaáætlunin hef- ur staðið frá árinu 1993 og heitir Helios. Markmið- ið með þessu verkefni er að gera fötluðum kleift að lifa sjálfstæðu lífi í opnu samfélagi. Fjallað var um menntamál, ferlimál, atvinnumál, búsetu- mál, tölvumál og margt fleira en vinnuhópur eitt sem Ingi- björg tók þátt í íjallaði um fyrstu viðbrögð við fæðingu fatl- aðs barns og fyrstu árin í skóla- kerflnu, þ.e. leikskólana. „Ég kem inn í þetta sem sér- fræðingur í leikskólamálum. Leikskólinn gegnir mikilvægu hlutverki því í leikskóla eru börnin í mótun og þar myndast fyrstu viðhorfin. Par er lagður grunnur að áframhaldandi menntun og þátttöku í samfé- laginu." Nú, þegar vinnufundunum er lokið, hefur verið gefln út ítar- leg skýrsla á sjö tungumálum þar sem ijallað er um fyrstu að- gerðir eða inngrip þegar for- eldrar eignast fötluð börn. „Hvað gerist þegar barn fæðist fatlað eða hver eru fyrstu við- brögð gagnvart fötluðu barni?“ Ingibjörg segir að það sé nauðsynlegt að sjá hvaða stefnu önnur lönd hafa tekið og að vinnufundirnir hafi aukið sam- skiptin milli landanna og aukið á umræðuna um málefni fatl- aðra. „Þegar ég byrjaði var minn hópur búinn að starfa í tvö og hálft ár. ísland og Noreg- ur komu inn í þetta verkefni í vor og þá sem áheyrnarfldltrú- ar.“ Stöndumst samanburð Á Akureyri eru 29 börn sem þurfa stuðning á leikskólum. Ingibjörg segir að ísland og Norðurlandaþjóðir almennt standi sig vel í blöndun fatlað- ara og ófatlaðra í leikskólum og séu þar langt á undan mörgum Evrópuþjóðum. „Sumir virðast halda að blöndun sé náð þegar barnið er komið á almennan leikskóla enda þótt það eyði megninu af deginum í sér- þjálfun. Með slíku fer barnið á mis við það sem leikskólinn hefur upp á að bjóða.“ „Á sviði leikskólamála þá byrjaði t.a.m. blöndun fatlaðra barna inn á leikskóla fyrir 20 árum hér á Akureyri. Sum stað- ar í Evrópu og reyndar víðar í heiminum eru sérskólar fyrir fötluð börn enn ríkjandi en nú er mikill áhugi fyrir því í Evr- ópu að innleiða blöndun í menntakerfinu og það er eitt aðal markmiðið í þessari áætl- un.“ Og Ingibjörg segist tiltölulega sátt við það sem er að gerast í þessum málum hér heima. „Ég er ekki að segja að við séum búin að ná þeim árangri sem við þurfum að ná því auðvitað þarf frekari hugarfarsbreyting að koma til. Fordómar eru langt frá því að vera úr sögunni þótt mikill árangur hafi náðst á undanförnum árum. Blöndun er ekki bara það að setja barnið inn á leikskóla með einhvern sérfræðing til aðstoðar. Blöndun er að barnið taki þátt og sé með hinum börnunum og það sé ekki verið að beina athyglinni að því sem er að, heldur hinu sem barnið getur gert og haft gaman af. Sumir virðast halda að blöndun sé náð þegar barnið er komið á almennan leikskóla enda þótt það eyði megninu af deginum í sérþjálfun. Með slíku fer barnið á mis við það sem leikskólinn hefur upp á að bjóða.“ -mar Már Karlsson skrifar Merkisdagur í sögu Djúpavogs 13. nóvember 1996 Miðvikudaginn 13. nóv- ember s.l. var efnt til formlegrar opnunarhá- tíðar á Ráðherrastofu Eysteins Jónssonar í Löngubúð á Djúpa- vogi. Hátíðarhöldin hófust kl. 16:00 og báru upp á 90 ára af- mælisdag Eysteins Jónssonar. Um það leyti sem gesti bar að garði braust miðdegissólin fram úr þunnum skýjabökkum og varpaði litskrúðugum geislum sínum yfir spegilsléttan Beru- íjörðinn. Búlandstindurinn var klæddur léttum vetrarbúningi og varpaði mildri orku yfir byggðina. Engu líkara var en þeir bræður séra Jakob og Ey- steinn frá Hrauni væru komnir til metorða hjá æðri máttar- völdum, sem gerðu hina ytri umgjörð þessarar hátíðarstund- ar jafn tilkomumikla og raun bar vitni. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, formaður Fram- sóknarflokksins og arftaki Ey- steins Jónssonar í pólitík, ílutti ávarp. Hann bauð gesti vel- komna og þakkaði aðstandend- um Eysteins og frú Sólveigar Eyjólfsdóttur fyrir þá rausnar- legu gjöf og þá tryggð sem þeir sýna íbúum Djúpavogshrepps og öðrum Austfirðingum með þessu mikla framtaki sínu með opnun Ráðherrastofu Eysteins Jónssonar í Löngubúð. Aðstandendur Eysteins og frú Sólveigar ijölmenntu austur á Djúpavog við þessa virðulegu athöfn, þrátt fyrir lokun hring- vegarins á Skeiðarársandi. Eyj- ólfur Eysteinsson flutti ávarp fyrir þeirra hönd. Hann rakti aðdraganda þessa máls og kynnti myndskreyttan upplýs- ingabækling prentaðan í lit, sem ber yfirskriftina „Ráð- herrastofa Eysteins Jónssonar". Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans, frú Guðrún Katrín For- bergsdóttir, voru viðstödd at- höfnina. Forsetinn flutti ávarp og minntist athafna- og stjórn- málamannsins Eysteins Jóns- sonar og þeirrar traustu vin- áttu, sem ríkt hafði alla tíð milli konu sinnar, Guðrúnar Katrín- ar, og fjölskyldu þeirra hjóna Eysteins og Sólveigar. Vilhjálmur Hjálmarsson, f.v. bóndi, alþingismaður og ráð- herra frá Brekku í Mjóafirði, lét sig ekki vanta við þetta tæki- færi. Hann steig í ræðustól hress að vanda og flutti skemmtilegt mál um vin sinn og samferðamann, Eystein Jóns- son. Að ávörpum loknum var Ráðherrastofan formlega opnuð af forseta íslands og Sigríði Ey- steinsdóttur. Kirkjukór Djúpa- vogs söng milli atriða og lesnar voru upp kveðjur og árnaðar- óskir í tilefni dagsins. Þessari vel heppnuðu athöfn, sem um 170 manns sóttu, lauk með kaffisamsæti í Löngubúð í boði Djúpavogshrepps. Kvenfélagið Vaka á Djúpavogi sá um kaffi- veitingar. Um klukkan 19:00 fóru gest- ir að tygja sig til brottfarar. Framundan var langt og strangt ferðalag hjá þeim sem lengst voru komnir, bæði í rútu- bflum og flugvélum. Fyrir stafni Löngubúðar hékk íslenski fán- inn í kvöldhúminu, logni og 5 stiga hita. Langabúð liafði náð sínum gamla sjarma með nýtt hlutverk í framtíðinni. 13. nóv- ember verður skráður merkis- dagur í sögu Djúpavogs.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.