Dagur - Tíminn - 19.11.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 19.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Þriðjudagur 19. nóvember 1996 |Dagur-'3lTOttrat w Bréfleiðis... Heimilisfangið er: Dagur-Timinn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Er manneskjan orðin Helgi Haraldsson umdœmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins á Akureyri skrifar Kannski svo sé. Kannski erum við frekar hönnuð til að lifa eins og við gerðum á öldum áður heldur en að sitja á afturendanum allan daginn eins og margir gera í dag. Það lífsmunstur sem við eig- um að venjast hentar okkur ekki að mörgu leyti, enda höf- um við þróast við aðrar aðstæð- ur en þær sem við lifum við í dag. Við erum hönnuð til ann- arra hluta. Margt í okkar um- hverfi hefur þess vegna óæski- leg áhrif á okkur því mannslík- aminn kann ekki að bregðast rétt við, þetta er honum fram- andi. Eftir nokkrar aldir verð- um við kannski orðin það þró- uð, (ef við verðum þá ekki út- dauð eins og risaeðlurnar) að mannslíkaminn kann að bregð- ast við þeim þáttum í umhverfi okkar sem valda okkur í dag óþægindum. Við verðum búin að aðlaga okkur nýjum aðstæð- um. Ólíklegt er þó að þetta jafn- vægi náist nokkurn tíma því þróunin utan mannslíkamans er mun hraðari en þróun hans, sem þýðir að við verðum sífellt úreltari. Aðlögun okkar er mjög hægfara öfugt við t.d. bakteríur og sýkla sem hafa stuttan líf- tíma og geta því aðlagað sig t.d. nýjum lyfjum á stuttum tíma á okkar mælikvarða þó það taki nokkra mannsaldra (eða kannski frekar sýklaaldra) á þeirra mælikvarða. Dæmi um það hvað við erum úrelt eru viðbrögð líkamans við hávaða. í gamla daga voru við- brögðin nauðsynleg. Hávaðinn (öskrin í óargadýrunum) gerði m.a. það að verkum að adrena- línframleiðslan jókst. Þá varð hjartsláttur og andardráttur örari, háræðar drógust saman m.a. til að minnka blóðtap ef við særðumst, augasteinar þöndust út, við urðum ógnvæn- leg til augnanna og viðbragðs- flýtir varð meiri. Allt mjög nauðsynlegir þættir þegar verið var að slást við risaeðlur eða önnur óargadýr hvort sem var af tegundinni Homo sapiens eða af öðrum tegundum. Nú eru risaeðlurnar löngu útdauð- ar (voru það reyndar löngu áð- ur en maðurinn kom til sögunn- ar) og nútímamaðurinn lendir sjaldnast í þeirri aðstöðu að þurfa berjast fyrir lífi sínu. Sem betur fer hefur heimurinn víð- ast hvar þróast í friðsamari átt. En þessu er líkaminn ekki bú- inn að venjast því viðbrögðin við hávaða eru enn þau sömu og það oftast að nauðsynja- lausu. Reyndar meira en að nauðsynjalausu því viðbrögðin eru af hinu illa. Adrenalínið, stundum kallað streituhormón, hleðst upp í okkur meðan við erum í hávaðanum, t.d. á okkar vinnu- stað. Það hleðst upp vegna þess að við erum ekki að berjast, á flótta eða í einhverjum þeim átökum að við brennum adr- enalíninu. Uppsafnað adrena- línið veldur þreytu og streitu, menn verða yfir spenntir og geta ekki einbeitt sér. Hver kannast ekki við af eigin raun, eða eftir sambýli við aðra, að menn (konur eru líka menn) koma pirraðir og þreyttir heim úr vinnunni, slökkva á útvarp- inu, þagga höstuglega niður í krökkunum og ætla að leggja sig. Þeir sofna ekki, eru áfram pirraðir og þreyttir. Reyna að lesa dagblöðin en festa ekki hugann við neitt, ná rétt að halda einbeitingunni meðan verið er að lesa fyrirsagnirnar. Þarna geta orsakirnar fyrir streitunni verið nokkrar en mögulega er hávaði á vinnu- staðnum allavega hluti af or- sökinni ef ekki aðal orsökin. Aðrir streituvaldar og þá ekki síst erfið samskipti geta einnig verið orsökin, en fyrir einstakl- ing í þessarri stöðu er bara eitt að gera, hreyfa sig. Þó er ekki nauðsynlegt að berjast eða leggja á flótta, góður göngutúr dugar. Við hreyfinguna náum við að brenna adrenalíninu og losnum því úr þessu ástandi. (Ef hreyfingin er nægileg fram- leiðum við einnig endorfín, sem fyllir okkur vellíðan svipað og morfín, en það er önnur saga.) Síðan þarf að taka á orsökinni fyrir þessu öllu saman þannig að við hjökkum ekki í sama far- inu, við fyllumst ekki aftur af adrenalíni. Fjarlægja eða minnka hávaðann og/eða þá aðra streituvalda sem eru í um- hverfinu, t.d. að bæta samskipt- in við þá sem við umgöngumst. Þróunin sem við stöndum fyrir hefur þannig kallað yfir okkur aðstæður sem eru okkur í raun framandi. Við verðum því að aðlaga þessar nýju og framandi aðstæður að okkar hkams- og sálarkerfi sem er úr- elt miðað við aðstæður nútím- ans. Kostirnir við þróunina eru að sjálfsögðu til staðar. Núna t.d. sprikla menn frekar við bestu aðstæður undir stjórn þjálfara í stað þess að vinna erfiðisvinnu eða einhæf störf stundum við aðstæður sem ekki voru þær bestu. Hreyfingunni og álaginu er núna dreift yfir líkamann og stýrt þannig að það verði okk- ur til góðs. í stað óargadýranna erum við núna að berjast við skaðlausa hluti í vernduðu um- hverfi Ukamsræktarstöðvanna. Eftir stendur þó að við erum úrelt og jafnvel úreltari en við úrelt? gerum okkur grein fyrir. Allt í okkar umhverfi hefur áhrif á okkur til lengri eða skemmri túna. En þekkingin á ýmsum þáttum í umhverfinu er ekki nægileg. Hver getur t.d. fullyrt hvaða áhrif rafsvið, rafsegul- svið, ójafnvægi jóna í lofti o.fl. hefur á okkur til lengri tíma litið. Þetta er ekki nægilega þekkt í dag. Þarna er um að ræða þætti sem eru nýir og okk- ur framandi. Líklega kemur í ljós á næstu árum að við erum úreltari en við í dag gerum okk- ur grein fyrir, fram koma af- leiðingar sem við í dag ekki þekkjum. Ættum við þá kannski að hætta þessu nútímabasli, finna okkur góðan helli til að búa í og hverfa aftur til þeirra lífshátta sem likaminn þekkir frá gamalli tíð. Ah... ég held varla. Hinkrið eftir mér „Staðreynd málsins er nefnilega sú, hvort sem baráttukonum líkar það betur eða verr, að þegar kona verður möðir breyt- ast allar áherslur í hugsun og tilfinningum kvcnna." Vitaskuld gæti það hafa ver- ið móðursjúk villisjón örvita umskiptings þegar ég lá á sín- um tíma í adrenalínsjokki fæð- ingarinnar og þóttist greina fín- legan víbring í andliti þess er gat barnið nokkrum mánuðum fyrr. Ekki svo að skilja að mér dytti í hug að þar væri á ferð tákn um fæðingu nýrra kennda í nýorðnum föður. Ég, eins og Friðrik Erlingsson, geri mér fulla grein fyrir því að það skiptir „í raun engu máli hversu elskulegur, skilningsríkur og hjartagóður eiginmaðurinn er,“ því móðirin ein þáði frá guði hendur sérstaklega lagaðar til skeininga og hjarta sem hneig- ist til væntumþykju. Óþarfir feður Því Friðrik þekkir konur sem vinna heima og „eru hæst- ánægðar með sitt hlutskipti", hugsa um börnin og elda mat- inn „fyrir manninn sinn sem vinnur LANGAN vinnudag" [letbr. mín]. Það er öllum ljóst sem til þekkja að sá skaði yrði aldrei bættur fengi barn að kynnast föður sínum fyrir fimm ára aldur. Ég skal ekki rengja þekking- arheim Friðriks Erlingssonar. Ég hef aldrei efast um að til séu heimavinnandi og hæstánægðar konur. En einhverra hluta vegna kom ég því ekki alveg heim og santan hví „baráttu- konum væri nær aö huga að sjálfsmynd dætra sinna" og að vandinn liggi nefnilega „hjá ungum stúlkum" og að „þetta [= þ.e. vandamálið sé að:] Þær [dætur baráttukvennal verða barnshafandi á aldrinum fimmtán ára til tvítugs, þær detta út úr skóla, lenda í lág- launavinnu, flækjast úr einu sambandinu í annað...“ sé vandi framtíðarinnar. Mannvinur Mannvinur er hann Friðrik. Elsku á hann ómælda fyrir ótót- legum kvensálum sem eru „í stöðugri leit að viðurkenningu.“ Hann hefur feikilega samúð með unglingsdætrum baráttu- kvenna, þessum ungu stúlkum sem „eru upp til hópa ósáttar við sjálfar sig og óöruggar, sjálfsmyndarlausar og líða fyrir skort á gildismati.“ Eru það kannski eftirköst móðurharð- indanna, því varla eru það langir vinnudagar feðranna, að margfalt fleiri drengir en stúlk- ur fremja sjálfsmorð, eiga í erf- iðleikum í skóla, lenda í glæp- um, verða alkóhólistar o.s.frv. En það var líka annað sem móðurheili minn skildi ekki fyllilega Friðrik og það er hve- nær konur ætla að „skilja það að það voru ekki karlmenn dagsins í dag sem sköpuðu körl- um forréttindi á kostnað kvenna?" Hvaða forréttindi eru það vinurinn? Er frelsi karlmanna til að velja þá allt í einu forrétt- indi? Auto-seifið lilýtur að hafa klikkað hjá þér, ég hlýt að hafa misst af einhverju sem flögraði um huga þinn þegar þú pikkað- ir Umbúðalaust. Svo óg spyrji nú bara hreint út, hvað viltu? Eigum við að hinkra enn, bara eina kynslóð enn? Er kannski barn á leiðinni? Og langar þig kannski til að halda áfram að skrifa? Og eiga konur að sjá til þess að þú fáir næði til þess í einhver ár onn. Á meðan geta þær þá dundað sér við að „stofna til verkefnaáætlunar innan framhaldsskólanna sem upplýsi stúlkur um að þær hafi allan rétt til að vera frjálsar manneskjur með sjálfsvirðingu, sterka sjálfsmynd og persónu- legt gildismat." Umsjón: Uóa Aldísardóttir. Enn einu sinni ætla blessaðir kaupmennirnir með ódrepandi stuðningi auglýsingastofa að eyðileggja fyrir meinhorninu allan jólaundir- búning með því að byrja að kynda undir jóla- væntingar um miðjan nóvember með tilheyrandi auglýs- ingaflóði. Með sama áframhaldi verða jólin búin um miðjan desember. Góðærinu sem allir tala um en fáir hafa kynnst af eigin raun hefur verið reistur minnisvarði í stækkaðri Kringlu sem hefur bólgnað út um þriðjung. Mammon sér um sína en enginn um okkur hin. Dæmigert eða hvað? Góðan varning vantar sjaldan kaupanda, er máltæki meðal kaupmanna. Það fylgir hins- vegar ekki sögunni hvort sá sem girnist ein- hverja vöru þurfi að eiga fyrir henni. Það er kannski ekki aðalatriðið eins og skuldirnar bera vott um.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.