Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Side 6

Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Side 6
6 - Föstudagur 22. nóvember 1996 FRETTASKYRING |Dagur-®œróm tÉMHgjgBi Framsóknar- maddaman áttræð og em Valgerður Jóhannsdóttir skrifar Flokksþing Framsóknar- flokksins hefst í dag, en Framsóknarmenn í Reykjavík tóku smá forskot á sæluna í gær og héldu opinn fund um kvótakerfið og veiði- leyfagjald. Þetta var gert til að hita upp fyrir flokksþingið, að því er sagði í fundarboði, en það er viðbúið að þar verði nokkuð tekist á inn sjávarút- vegsstefnuna. Framsóknar- menn af Reykjanesi koma með ályktun sem er hæpið að renni mjög ljúflega niður í flokks- menn. Þar segir m.a. „Veiði- leyfagjald er ekki rétt að setja á sjávarútveg að óbreyttu. Eðli- legt er hins vegar að endur- skoða þá afstöðu, þegar greinin hefur náð að laga sig að bætt- um aðstæðum. Auðlindagjald getur t.d. verið ígildi virðis- aukaskatts á allar féseldar aflaheimildir." Einnig er bent á þann möguleika að „úthlutun aflaheimilda í þorski umfram t.d. 220.000 lestir verði hagað með þeim hætti að nýliðar í greininni fái hluta og hluti verði seldur á uppboðsmarkaði.“ Þá segir í ályktuninni að það verði að gera úttekt á umfangi við- skipta með kvóta og það verði að eyða þeirri leynd, sem yfir þeim hvíli. Því er lagt til að „allt framsal aflaheimilda verði látið fara um opinbera nefnd, sem í eigi sæti fulltrúar útvegsmanna og samtaka sjómanna," eins og segir orðrétt í ályktun sjávarút- vegshóps Reykjanesanga Fram- sóknarflokksins. Hún nýtm- þó tæpast stuðnings allra fram- sóknarmanna á Reykjanesi, því samkvæmt heimildum Dags- Tímans náðist ekki samkomu- lag um þetta mál á kjördæmis- þingi þeirra á dögunum og því var vísað til sjávarútvegshóps- ins. Það er ólíklegt að tillögurn- ar nái fram að ganga, en hins vegar hefur spurst út meðal framsóknarmanna að formaður Framsóknarmenn eiga eftir að takast á um sjávarútvegs- mál á flokksþingi sínu um helgina og er jafnvel búist við að formaður flokks- ins boði breytingar á stefnu hans. flokksins, Halldór Ásgrímsson, ætli að boða breytingar á sjáv- arútvegsstefnunni í ræðu sinni á flokksþinginu. Lánasjóðsdeilan Framsóknarmenn hafa undan- fárið deilt hart við Björn Bjarnason, menntamálráðherra Sjálfstæðisflokksins, um Lána- sjóð íslenskra námsmanna. Þeim deilum á tæpast eftir að linna, ef drög að ályktun um sjóðinn verða samþykkt óbreytt á flokksþinginu. Áthygli vekur að ekki aðeins er hnykkt á kröfum um mánaðargreiðslur námslána og lækkun endur- greiðsluhlutfalls, heldur segir í drögunum að framsóknarmenn vilji að hætt verði að taka vexti af námslánum, enda séu mn framfærslulán að ræða. Menntamálaráðherra hefur til þessa ekki verið til viðræðu um að taka upp mánaðarlegar greiðslur lána, en hins vegar sagt að hann teldi rétt að létta endurgreiðslurnar. Forystu- menn Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks hafa undanfarna daga reynt að leysa þessa deilu, sem er sögð ein sú erfiðast sem á borð stjórnarflokkanna hefur komið, enda einstakir þing- menn Framsóknar ekki sparað stóryrði í málinu og mennta- málaráðherra ekki legið á sín- um skoðunum heldur. Ýmsir framsóknarmenn höfðu gert sér vonir um að búið yrði að leysa málið fyrir flokksþingið, enda lánasjóðurinn eitt helsta bar- áttumál flokksins í síðustu kosningum. Það er hins vegar á þessari stundu ekki útlit fyrir að það takist. Kynjakvóti 24.ílokksþing Framsóknar- flokksins er jafnframt afmælis- þing, því framsóknarmaddam- an er 80 ára á þessu ári. Útlit er fyrir er að á þessum tíma- mótum verði samþykkt jafnrétt- isáætlun flokksins til aldamóta. Samkvæmt tillögu að slíkri áætlun er gert ráð fyrir að sér- stakur jafnréttisráðgjafi starfi á vegum flokksins og vinni að stefnumótun í jafnréttismálum. Allar stofnanir flokksins, sér- sambönd, kjördæmastjórnir, þingflokkur og framkvæmda- stjórn verði að gera starfsáætl- un, um hvernig þær ætli að vinna að framgangi jafnréttis- áætlunarinnar. Einnig segir þar, að við skipan í nefndir og stjórnir á vegum flokksins, skuli leitast við að hafa hlutföll kynjanna sem jöfnust. Sérstaka athygli vekur að í tillögunni segir að við röðum á framboðs- lista skuli beita aðferðum, sem tryggja það að hlutur kynjanna verði sem jafnastur hjá flokkn- um á alþingi og í sveitastjórnum. Frá fundi framsóknarmanna á Hótel Borg f Reykjavfk í gær Mynd Pjetur Áliðnaður Dæmigerð flölmiðlabóla Talsmaður Lands- virkjunar gefur lítið fyrir „heimsendaspá" Financial Times um áliðnað heimsins Financial Times í London spáir mikilli dýfu í mark- aðsverði á áli á komandi árum. Spámenn blaðsins tala um verðlækkanir líkar þeim sem urðu fyrir nokkrum árum og ollu miklu tjóni í álfram- leiðslu heimsins. „Nú er vaxandi áhugi hjá ál- framleiðendum að auka fram- leiðslugetuna. Þá skiptir máli að vera snöggur til. Þeir fyrstu sem staðfesta áform sín gera hinum sem eru seinna á ferð- inni erfitt fyrir. Þetta sem fram kemur í Financial Times er enginn nýr sannleikur og nóg er nú af spámönnunum, sem ekki ber nú alveg saman. Þessi spá er svona, svo eru aðrar sem ganga í aðrar áttir,“ sagði Þor- steinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, í gær. Hann sagði að hér væri um að ræða dæmigerða fjölmiðlabólu. „Það er geysilega erfitt að spá svona langt fram í ti'mann um verð á áli á heimsmarkaði. Þessar upplýsingar, að álverðið geti sveiflast næstu áratugina á milli þúsund og þrjú þúsund dollara tonnið, eru ekkert sér- staklega merkilegar. Markaður- inn sveiflast mikið, en maður sér engar forsendur fyrir því að sveiflurnar breytist, ekkert sem eykur þær og raunverulega ekkert sem minnkar þær. Að jafnaði hafa menn verið að reikna með verði sem liggur einhvers staðar rétt fyrir neðan miðjuna,“ sagði Yngvi ILarðar- son, hagfræðingur og rekstrar- ráðgjafi, í samtali við Dag-Tím- ann í gær. Yngvi sagði að álnotkun í heiminum væri að aukast, en það væri framleiðslan líka. „Ég sé enga sérstaka ástæðu til svartsýni. Menn eru þarna með viss áform uppi um aukn- ingu á framleiðslugetu í heim- inum. Það er ekkert sem segir að þessi áform öll verði að veruleika," sagði Yngvi. Haft hefur verið eftir Dan Peterson, eiganda Columbia Ventures, um framtíðarhorf- urnar að hann gæti sagt það eitt að „markaðurinn sveiflað- ist.“ -JBP

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.