Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Síða 8

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Síða 8
8 - Laugardagur 23. nóvember 1996 iDagur-ÍÍIímtmT PJOÐMAL ®agur- Œímítm Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavtk og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Frumkvæði hrifsað r í fyrsta lagi Það er ekki tilviljun að sjá mátti hálfvolgan fram- sóknarmann brosandi úti í banka í gær með gíró- seðil í höndum. Hann var loksins búinn að gera það upp við sig að borga félagsgjöldin. Sagðist ætla að vera í vinningsliðinu. Eftir opnunina á flokksþingi í gær á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að uppfylla væntingar þessa félags- manns og verða vinnmgslið í íslenskum stjórnmál- um. Halldór Ásgrímsson hrifsaði þar til sín og flokksins frumkvæði í þjóðfélagsumræðunni með því að varpa út nokkrum pólitískum sprengjum, ekki síst í sjávarútvegsmálum. í öðru lagi Formaður Framsóknarflokksins teflir djarft með útspili sínu. Að ríkið sjálft leigi á kvótamarkaði þær veiðiheimildir sem nú eru að bætast við og slái þannig á hið háa markaðsverð veiðiheimilda, er eitt og sér gríðarlegur eldsmatur. Þrátt fyrir að Halldór geri sér far um að hafa fast land undir fót- um með því að undirstrika réttilega gildi og árang- ur kvótakerfisins, eru skrefin sem hann tekur það stór að þau verða stórpólitísk. Þau eru líka það stór að þau skila flokknum að framlínu stjórn- málaumræðunnar. Það á enn eftir að koma í ljós hvort þau voru rétt. þriðja lagi Með miðjulægan Sjálfstæðisflokk til hægri og markaðssinnaða(r) jafnaðarmannasamfylkingu(ar) af einhverju tagi til vinstri, verður pólitísk staða miðjunnar sjálfkrafa sterk. Takist frjálslyndum miðjuflokki auk þess að vera stórstígur dráttarklár stjórnmálaumræðunnar þarf ekki að koma á óvart þó gíróseðlar flokksins séu borgaðir. Áttræð fram- sóknarmaddaman er á bullandi séns á afmælisár- mu. Birgir Guðmundsson. Sp Hefurðu áhyggjur af stöðu grunnskólanema á fslandi samanborið við aðrar þjóðir? Sigurður Grétar Guðmundsson nemandi í 10. bekk Síðuskóla á Akureyri Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Ég held að krakk- ar á íslandi séu latari að læra og svo er oft lítill friður fyrir þá sem vilja læra og einbeita sér í skólanum. Erla Malen Óskarsdóttir nemandi í 10. bekk Síðuskóla á Akureyri Einhver verður neðst. betra að kennslu og bekkjunum meiri athygli kennarans og til að láta kennarann hjálpa sér í tfmum. þjóðin að vera baö væri fá meiri fækka í til að fá Arnar Birgir Jónsson 8. bekk i Iléttarholts- skóla, Reykjavík Eg held að ailir nemendur séu á móti því að lengja skóladaginn eða stytta sumarfríin, en það mætti vel auka kennslu í stærð- fræði og ýmsum raun- greinum. Ýmislegt af því sem við erum að læra, eins og prímtöluruglið held ég að verði aldrei notað, stærðfræðin mætti vera praktískari en hún er í dag, og sama má segja um ýmislegt annað sem mætti bæta. Nína Hjördís Þorkeisdóttir 2. bekk K í Granda- skóla í Reykjavík Það er mjög gaman í stærðfræði og óg er á undan öllum krökkunum og er núna með Viltu reyna, rauðu bókina. Mér þætti gam- an að fá miklu meira af reikningi í skólanum. Núna er ég að setja sam- an trémöppu, allt um trén, mér finnst það nú ekkert ofboðslega gam- an. En mér finnst skól- inn skemmtilegur. I I 5 wL msM \ucvu- Sparifatajafnrétti „Kvartanir nokkurra kvenna í þjóðfélaginu um kynjamisrétti heyrist nær eingöngu, þegar ver- ið er að velja fólk í störf þar sem krafist er snyrtifegs fatnaðar." - Jón Arnar Sigurjónsson í Morgunblað- inu í gær. Egill nútímalegur „Stjórnarformaður Byggða- stofnunar telur fréttaflutning DV af lánveitingum til barna manna, sem sitja í stjórn stofn- unarinnar furðu gamaldags og hallærislegan og að ekkert sé óeðlilegt við þær.“ - DV í gær. Það munar um núll „Ég er nokkuð viss um að liðið í Garðastrætinu léti ekki viðgangast lengi að launin lækkuðu þar á bæ, svo sem næmi því að eitt núll yrði tekið aftan af launaupphæðinni. Ætli launin væru þá ekki nokkuð nærri því sem þeir ætla þorra launafólks að hfa af.“ - Guðmundur Þ.B. Ólafsson í Dagskrá, Vestmanneyjurn. í lagi að láta sig dreyma „Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að dagdraumar um kynh'f eru eðlilegur hluti af mannlegu eðli og umfjöllun um slíkt, hvort sem er í formi skemmtun- ar eða fræðslu, á fyllilega rétt á sér.“ - Ágúst Borgþór Sverrisson í DV í gær. T óbaksbyrlarar ✓ takanlegar fréttir bárust um ljós- vakann fyrir skömmu og sögðu frá tóbaksbyrlun. Fyrir nokkrum áratugum fengu tóbaksbyrlarar heifa kynslóð ungra kvenna til að ánetjast reykingum með ísmeygilegum auglýs- ingum um vöruna. Árangurinn er að koma í ljós núna löngu seinna með vax- andi lungnameini hjá þessum konum. Þetta er skelfilegur vitnisburður og menn verða að hugsa sig um tvisvar, þegar framleiðendur söluvöru geta skot- ið niður heilar kynslóðir af iifandi fólki eins og endur í skotbakka. Fólk Iokar bæði augum og eyrum fyr- ir ógnunum sem fylgja tóbaksffkninni og lætur gott heita að tóbaksbyrlun sé bara einkamál þeirra sem selja og kaupa vör- una. Mönnum er nokk sama hvort tóbaksfólk kýs að reykja sig í hel eða veðja á annan dauðdaga. Alþýða manna stendur lémagna frammi fyrir tóbaks- fíkninni og stjórnvöldum tekst mun bet- ur að venja fólk á fíknir en hollustu með sjálfa Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í broddi fylkingar. Um leið vaknar sú spurning hvort þjóðfélagið eigi ekki kröfu á hendur þeim sem fíknum valda gegn betri vit- und og þar með talda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Hart er tekið á sölumönnum dauðans, sem flytja inn og selja fíkniefni á borð við kannabis, kókaín og jafnvel amfetamín. Læknadóp hefur hins vegar aldrei verið tekið al- varlega og þykir svona heldri manna sport á borð við golf. En það er nú önn- ur saga. Stjórnvöld sem reka tóbaks- einkasölur verða ekki tekin alvarlega á málþingi um tóbaks- ógnir og því síður á dómþingi. Það kemur því í hlut fólksins að fá úr því skorið hvort tóbaksbyrlun sé vernduð með lögum. Umheimurinn er óðfluga að breytast og fólk er hætt að ganga að hlutunum sem gefnum. Ekki þykir lengur sjálfsagt að konum og börnum sé nauðgað í styrjöldum án eftirmála. Helstu níðing- amir á Balkanskaga verða senn dregnir fyrir dóm og fá vonandi makleg mála- gjöld. Mörg önnur teikn eru á lofti um betri tíð með blóm í haga og ekki er lengur sjálfsagt mál að lifandi fólk sé áfram ódýr skotmörk hjá tóbaksbyrlur- um. Fylkisstjórnir í Bandaríkjunum höfða nú dómsmál á hendur tóbaksbyrl- urum og kreíja um greiðslur á sjúkra- kostnaði vegna þeirra íbúa sem stéttin hefur örkumlað. Yfirvöldin segja að tóbaksbyrlarar haldi áfram að byrla fólki tóbak eftir að vísindin staðfestu að því fylgdi bæði mein og dauði. Þess vegna beri þeir fulla ábyrgð. Rökin eru einföld og ættu að duga íslendingum líka. í fyrstu umferð þarf að kanna hvort ís- lensk lög verndi tóbaksbyrlun frá upphafi til enda. Framleiðslu, dreifingu, kynningu og neyslu. Auglýsingar í fjölmiðlum og á al- mannafæri voru bannaðar með lögum á sínum tíma og víst er að margir lofa það núna sem löstuðu áður. Með því var dregin burst úr nefi tóbaksbyrlara, en betur má ef duga skal. Tóbakslausir eiga sama rótt til tóbaksleysis og tóbaksfólk til tóbaks. Eðli málsins sam- kvæmt er því sjálfsagt að tóbaksbyrlun komi til kasta dómstóla á íslandi ekki síður en í Bandaríkjunum. Á síðustu misserum létust nokkrir ástsælustu tónfistarmenn landsins úr lungnameinum án þess að hafa nokkurn tíma notað tóbak sjálfir, en eyddu allir starfsævinni í annarra manna tóbaks- lofti. Örlög þeirra hljóta að verða hvatn- ing til að veitingamenn verði látnir bera ábyrgð á andrúmsloftinu í húsum sín- um, ekki síður en á teppalögn á gólfum og lofthæð á salerni. En hlutur tóbaks- foreldra er eftir. Tóbaksfíkn er eins og annar ávani og kviknar aðeins við notkun. Fjöldi barna neyðist til að draga að sér daunillt tóbaksloftið heima hjá sér frá frum- bernsku og kynnist jafnvel nikótíni fyrst í móðurkviði. Spurningin er hvort tóbaksforeldrar séu ekki að leggja börn- um sínum þungan kross á herðar með því að venja þau við tóbaksloftið í barn- æsku og úr því verður að fást skorið. Yfirvöld hafa tekið börn úr umsjón for- eldra með áfengisfíkn og það er hrá- skinnaleikur að leyfa tóbaksfíklum að byrla börnum sínum tóbak á sama tíma. Œigeéí Matmeð

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.