Dagur - Tíminn - 27.11.1996, Síða 2
14- Miðvikudagur 27. nóvember 1996
jDagur-ÍCtmhux
ATVINNULÍFIÐ í
L A N D I N U
Þolinmæði og þrautseigja eru lykilorð í
vatnsútflutningi frá íslandi. Aðeins tveir
aðilar af þrettán, sem hafa reynt fyrir sér,
hafa náð fótfestu á mörkuðum. Tíu ára bið
eftir hagnaði verða fjárfestar í þessum
geira að sætta sig við.
s
Asíðustu fimm árum hafa
íslensk fyrirtæki flutt út
um 32 millj. lítra af vatni
og gosdrykkjum fyrir um 1,3
milljarð kr. Á sama tíma er
heildarkostnaður vegna þessa
útflutningsstarfs, það er vegna
tapreksturs, gjaldþrota og
kynningarstarfs orðinn um 1,9
milljarðar kr. á núvirði.
A síðustu árum hafa alls
þrettán innlendir aðilar reynt
fyrir sér í útflutningi á vatni, en
fyrirtækin Þórsbrunnur og Akva
eru þau einu sem hafa náð fót-
festu á mörkuðum. Það fyrr-
nefnda, sem er í eigu Vatns-
veitu Reykjavíkur, Vífilfells og
Hagkaupa hf., býst reyndar við
nokkrum hagnaði af starfsemi
sinni eftir þetta ár - eftir mark-
aðsstarf í Bandaríkjunum und-
anfarin ár. Þetta kemur meðal
annars fram í niðurstöðum
skýrslu um útflutning á ís-
lensku vatni, sem Þórður H.
Hilmarsson rekstrarhagfræð-
ingur hefur gert fyrir Aflvaka
hf. Er tilgangurinn með skýrsl-
unni að meta stöðuna í þessum
málum, eins og hún blasir við á
þessari stundu, en einnig til að
bregða ljósi á framtíðarmögu-
leika.
IP
' y u t$r \
Græðlingar skyldu
ekki vanmetnir
„Þótt enn sé lítill árangur af
vatnsútflutningi íslendinga eru
fyrir hendi álitlegir græðlingar
sem ekki skyldu vatnmetnir.
Það sýnist ekki óraunsæ fram-
tíðarspá að ætla að vatn verði
orðinn einn megin burðarása í
íslenskum útflutningi á fyrri-
hluta 21. aldarinnar - eftir einn
mannsaldur eða svo,“ segir
Ragnar Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Aflvaka, í inn-
gangsorðum skýrslunnar.
Þórður Hilmarsson segir í
skýrslu sinni að sala á átöpp-
uðu vatni vaxi jafnt og þétt um
allan heim og í Bandaríkjunum,
sem sé stærsti einstaki markað-
urinn fyrir þessa vöru, hafi
neyslan verið um 11.200 millj.
lítra á síðasta ári. Þar af var
innflutt vatn þó ekki nema urn
4%. Skráð vöruafbrigði vatns á
Bandaríkjamarkaði eru farin að
nálgast 1.000 og segir skýrslu-
höfundur að markaðurinn verði
sífellt harðari.
Harðnandi samkeppni
„Þeir sem ekki náðu að skapa
sér fótfestu strax á níunda ára-
tugnum, eða í upphafi þess tí-
unda, verða að glíma við marg-
falt harðari samkeppni nú, en
áður,“ segir í skýrslunni. Þar
kemur einnig fram að markaðs-
og auglýsingastarf virðist ekki
endilega ráða úrslitum um
hvort útflutningur vatns frá ís-
landi lukkist, heldur miklu frek-
ar val á réttri dreifingarleið og
góður samstarfsaðili. Dæmi eru
um að fyrirtæki hafi allt að tvö-
faldað sölu sína eftir að eitt-
hvert stóru dreifingarfyrirtækj-
anna hefur veitt þeim aðgang
að dreifingarkerfi sínu.
í skýrslu sinni segir Þórður
Hilmarsson að vatnsmarkaður-
inn í Evrópu sé almennt þungur
og ekki fýsilegur til útflutnings
á;...sökum lágs verðs á vatni
á stærstu og rótgrónustu mörk-
uðum þar. Viðhorf Evrópubúa
til vatnsneyslu henta síður efn-
iseiginleikum íslenska vatnsins,
auk þess sem hann er víðast
hvar orðinn mettaður, þó
Þýskaland sé þar undantekn-
ing,“ segir Þórður Hilmarsson. -
Hann bætir því við að Japans-
markaður sé enn ónuminn að
mestu leyti - og í raun síðasta
óunna vígið á hinum alþjóðlega
markaði neysluvatns.
Á næstu öld ...
„Fjárfestar sem hyggjast taka
þátt í fyrirtækjum á sviði vatns-
útflutnings frá íslandi verða að
búa sig undir allt að 10 ára
tímabili án arðsemi, mikla
áhættu og að verja mun meira
íjármagni í markaðs- og kynn-
ingarmál - en í fjárfestingu
véla, tækja og húsnæðis. Al-
þjóðlega heilbrigðismálastofn-
unin (WHO) telur að vatnsskort-
ur sé fyrirsjánlegur í heiminum
á næstu 40 árum. Þessi spá, ef
rétt reynist, samhliða stigvax-
andi neyslu átappaðs vatns,
mun að óbreyttu skapa íslandi
sérstöðu og spennandi mögu-
leika á þessu sviði, þegar
skyggnst er inn í 21. öldina,“
segir Þórður Hilmarsson í
skýrslu sinni. -sbs.
Hálfur
Við höfum sett peninga í vatnsút-
flutning sem samsvara kannski
hálfum skuttogara. Við höfum af-
skrifað þessa peninga jafnt og þétt og nú
þurfum við að auka hlutaféð aftur um 7
til 10 milljónir dollara,“ segir Þórarinn
Egill Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri
KEA og einn af aðstandendum Akva hf.
á Akureyri. Fyrirtækið er sameign KEA
og bandarískra fjárfesta.
Vatnssala Akva hf. á Bandaríkjamark-
aði er talin verða 2,2 millj. lítrar á þessu
ári og hefur hún verið að aukast frá einu
ári til annars að undanförnu. Helsta
markaðssvæðið er New-England svæðið.
í dag hefur fyrirtækið um 30 dreifingar-
aðila í 14 fylkjum Bandaríkjanna. Mikl-
um fjármunum hefur verið varið í mark-
aðs- og kynningarstarf. Hagnaður af fyr-
togari
Þórarinn Egill Sveinsson.
í vatni
„Nú þurfum við að
auka hlutaféð um 7 til
10 milljónir dollara,“
segir Þórarinn Egill
Sveinsson.
irtækinu er enginn orðinn enn, en starf-
semi Akva hf. fór fyrst af stað árið 1982.
í skýrslu Þórðar Hilmarssonar segir
að ekki sé óeðlilegt að velta upp þeirri
spurningu hvort ekki sé fullreynt fyrir
forsvarsmenn Akva að ryðja sér braut
inn á vatnsmarkaðinn í Bandaríkjunum.
-sbs.