Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Page 1
Eftirminnilega gott
BRAGA
KAFFI
íslenskt og ilmandi nýtt
JDagur-tEmram
LIFIÐ I LANDINU
Fimmtudagur 5. desember 1996 - 79. og 80. árgangur - 233. tölublað
Eftirtninnikga goti
BRAGA
Fl
íslenskt og ilmandi nýtt
VEL KÆST ER SKATAN
EF TÁRIN RENNA
AVestíjörðum er hefð fyrir
því að borða kæsta skötu
á Þorláksmessu. Lyktin af
skötunni er boðberi jólanna í
hugum flestra Vestfirðinga og
margir komast fyrst í jólaskapið
þegar þessa sérstöku lykt legg-
ur að vitum þeirra. En hvernig
skyldi verkun skötunnar vera
háttað?
Kæsing er ekki
hættuleg
Þann sið að borða kæsta skötu
segir Óskar hafa borist um allt
land með Vestfirðingum, enda
séu þeir búsettir í öllum lands-
fjórðungum. „Menn vilja yfir-
Hákarl, harðfiskur
og skata
Óskar Friðbjarnarson í Hnífsdal
þekkir þann galdur vel að
verka skötu, en hann hefur
verkað hákarl og harðfisk til
margra ára við góðan orðstír -
og skötuna nú seinni ár. Hann
segir auðvelt að verka skötu og
það kreijist ekki jafn mikillar
nákvæmni og verkun hákarls.
„Skorin eru af henni börðin,
sem svo eru kölluð, og þau síð-
an sett í kassa þar sem vatnið
lekur af. Þar liggur skatan í
tvær til þrjár vikur, við 8-10
gráðu hita. Þá er hún tekin og
þvegin upp, roðrifin og svo
lausfryst. Þetta er svokölluð
tindabykkja, sem er einnig oft
kölluð lóðskata hér á Vestíjörð-
um því alltaf kom mikið af
henni á línuna," segir Óskar.
Kæsta kötu sendir Óskar um
allt land. Suður til Reykjavíkur,
mikið til Akureyrar, á Austfirð-
ina, til dæmis á Höfn í Horna-
firði, og að sjáfsögðu um alla
Vestfirði. Hann telur að næst á
eftir Vestfirðingum í skötuáti
komi Suðurnesjamenn. Aust-
firðingar séu einnig miklir
skötumenn.
Guðmundur Páll við gám þar sem geymd eru skötubörð, sem liggja í kæsingu.
Myndir: Magnús Hávarðsson.
Óskar Friðbjarnarson og Guðmundur Páll, sonur hans, við kerru fulla af hákarli sem bíður verkunar.
leitt hafa skötuna mikið kæsta
og gömlu karlarnir vildu hafa
hana það mikið kæsta að tárin
rynnu úr augunum." - Margir
halda að mikil kæsing geti verið
hættuleg. Því hafnar ðskar al-
farið, og segir kæsta skötu vera
hollan og góðan mat sem óhætt
sé að borða jafnvel oft í viku.
Hann þekkir ekki söguna á bak
við þann sið að menn borði
skötu á Þorláksmessu en telur
hann vera ævagamlan. Kæsing
hafi verið aðferð við að geyma
fisk svipað því að menn hertu
fisk vegna geymsluþolsins.
Með hnoðmör og
kartöflum
Hvernig er svo skatan elduð og
framreidd? „Hún er soðin og
borin fram með hnoðmör, kart-
öflum og rúgbrauði og svo er
hún oft stöppuð en þá er
brjóskið Íjarlægt og skatan og
hnoðmörinn hrærð saman í
potti þannig að úr verður
skötustappa," segir Óskar. Að-
spurður segist Óskar telja að
allir Vestfirðingar borði kæsta
skötu hvar sem þeir séu staddir
og það sé jafn-
vel haft sam-
band við hann
frá Noregi og
Danmörku af
íslendingum
sem vilja
tryggja sér
Þorláksmessu-
skötu. Það sé
helst ungling-
unum sem líki
ekki skatan og
þá helst lyktin,
en það eldist
af þeim og
flestir verði að
lokum sannir
skötumenn.
Rauðleit skata
er ekki skemmd
Þegar Óskar er að lokum beð-
inn um ráðleggingar við kaup
og eldun skötu, segir hann: „Ég
myndi vilja ráðleggja fólki að
setja skötuna í volgt vatn og
elda hana við
vægan hita í
svona um það
bil stundar-
Qórðung. Ef
suðan er mikil
verður lyktin
meiri, og þar
að auki verður
hætta á að það
sjóði uppúr og
það getur ver-
ið slæmt mál.
Margir halda
að rauðleit
skata sé eitt-
hvað skemmd
en það er mis-
skilningur. Rauðleita skatan er
bara meira kæst og þess vegna
eiga þeir, sem vilja mikla kæs-
ingu, að velja hana.“
- Magnús Hávarðsson, Vestfjörðum.
Hnífsdælingurinn
Óskar Friðbjarnarson
kann manna best þá
list að kæsa Þorláks-
messuskötuna. Þeg-
ar skötulykt leggur
að vitum Vestfirðinga
eru komin jól í þeirra
ranni.