Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Síða 2
14- Fimmtudagur 5. desember 1996
jDagur-'tDummt
Pakkarnir og kortin...!
Einhvern veginn finnst manni að
gólfin á pósthúsum séu alltaf renn-
blaut rétt fyrir jólin. Fólk sem
aldrei kemur í pósthús stendur þarna
hímandi í röðum eða bograndi úti í
einhverju horninu að merkja pakka til
útlanda og oft er luntur í mönnum því
pakkinn kemst kannski ekki á leiðar-
enda og enn er verið að senda alltof
mörg jólakort. Auðvitað er slabb úti!
Gólfin eru enn þokkalega þurr á póst-
húsum landsins enda er jólavertíðin rétt
að skríða af stað. íslendingar eru
heldur ekkert að æsa sig of
mikið yfir auglýstum frest-
um að því er virðist, því t.d.
er runnin út fresturinn fyrir
ódýrustu sendinguna til
Ameríku. Því miðm-! Þú
verður að setja pakkann í
A póst eða taka sénsinn á B
póstinum.
Drífðu þig í
pósthúsið
Sénsinn er nú kannski ekki svo mikill,
reynslan hefur kennt okkur að yfirleitt
komi þetta kappduglega póstfólk jólun-
um á sinn stað í tíma.
Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi
Pósts og síma, segir að 2ja kílóa pakk-
arnir séu farnir að berast núna. Það var
Sumir hafa komið sér upp
sérstökum myndaalbúm-
um þar sem gefur að líta
myndir af börnum vina
frá fæðingu til stúdents!
skilafrestur til 2. desember ef meirn
vildu vera öruggir með B-póstinn til Am-
eríku. Til Evrópu og Norðurland-
anna er miðað við 6. desem-
ber. A-pósturinn til
Ameríku þarf helst að
vera komin strax eftir
helgi ög gott væri að sjá
þá sem senda til Evrópu
fyrir föstudaginn 13. des-
ember. Vinir á Norður-
löndum fá sinn jóla-
glaðning ef pakkinn er
kominn á pósthúsið fyrir 18.
desember. Og Hrefna gaukar því
að okkur að auðvitað sé pósturinn alltaf
afgreiddur en þessar dagsetningar séu
svona til að hafa allan varann á.
3 milljónir Gleðilegra jóla
Dagsetningarnar eiga líka við um lítil og
létt jólakort. Einu sinni heyrðist talan 3
milljónir þegar giskað var á magn jóla-
1
■i 1 B & -
Ætla mætti að allt fjörið væri í pósthúsunum rétt fyrir jólin. Þangað streymir fólk með pakka
og kort og sumir ábúðarfullir enda kannski með seinni skipunum.
korta sem pósturinn flokkar og dreifir.
Hrefna segir að þessi tala sé hklega enn
í gildi því þótt einhverjir hafi ákveðið að
draga saman í jólakortasendingum eru
alltaf að spretta upp nýjar fjölskyldur
sem taka ótrauðar upp siðinn. Og viti
menn, myndir af börnum eru alltaf jafn
vinsælar. Sumir hafa komið sér upp sér-
stökum myndaalbúmum þar sem gefur
að líta myndir af börnum vina frá fæð-
ingu til stúdents!
En víkjum aftur að lífinu og íjörinu og
bleytunni á pósthúsum. Allur póstur ís-
lendinga fer í gegnum póstmiðstöðina í
Ármúla. Þar eru menn þegar komnir á
aukavaktir og eins mæta þar til leiks
skólakrakkar. En það er ekki fyrr en
svona 14.-15. des. sem allt fer á fullt og
slabbið fer verulega að segja til sín á
gólfum pósthúsanna. Bögglamagnið er
gífurlegt, 30 tonn á dag, enda þótt um sé
að ræða léttari pakka en á venjulegum
pósthúsdegi. -mar
Sjónvarpsbindindið heldur
Walt Disney eða
saumaklúbbur
s
Ameðan barnaefni var í sjónvarpinu í
gærkvöld fór ég með stelpurnar í
göngutúr. Áður en þær fóru að sofa las
ég fyrir þær söguna Jól á Norðurpólnum
eftir Walt Disney. Þegar blundur hafði
fest á þeirra brá fór ég svo í sauma-
klúbb til vinkvenna minna. Þá var mað-
urinn minn, Sigurður Óli Þórsson, ný-
lega kominn heim og fram eftir kvöldi
sat hann og las blöðin. Ég kom seint
heim og við sofnuðum fljótlega," segir
Kristín Haraldsdóttir, Akureyrarhús-
móðir.
„Ég finn ekki merkjanlegan mun á
heimilislífinu. Við horfum ekki það mik-
ið á sjónvarpið að þetta breyti miklu. Við
erum bara með Sjónvarpið, höfum ekki
Stöð 2. Það gerum við ekki, að minnsta
kosti ekki þangað til stelpurnar eru
komnar til valda á heimilinu,“ segir
Kristín.
Bamagæsla og
þjóðhagfræði
Síðdegis í gær, þriðjudag, voru strák-
arnir mínir, þeir Stefán Ólafur og Sig-
urjón Þór, að gæta systursona sinna,
eins og þeir gjarnan gera. Litlu strák-
arnir vildu ólmir horfa á sjónvarpið, en
barnagæslumenn sögðu að slíkt væri
bannað. Því til staðfestingar sýndu þeir
myndina af sér í Degi-Tímanum, þar
sem frá þátttöku þeirra í þessu verkefni
var sagt. í staðinn fóru þeir að tefla,“
segir Sigurlaug Gunnarsdóttir.
Nú í vikunni hefur Sigurlaug setið við
próflestur - og í gærkvöld gekkst hún
undir próf í þjóðhagfræði við VMA. „Ég
hef setið yfir bókunum mínum á kvöldin
og strákarnir við sinn lærdóm eða eru
að leika sér í tölvunni. Hér á þessu
heimih höfum við eiginlega gleymt því
að sjónvarpið sé til,“ segir Sigurlaug
sjónvarpslausa.
Akureyri
Heilsufarið er
gott
Heilsufar íjölskyldunnar í sjónvarpsleys-
inu er gott, nema hvað dóttirin er með
flensu,“ segir Margrét Ríkharðsdóttir á Ak-
ureyri, en hún og eiginmaður
Akureyri hennar, Jón Baldvin Hannes-
son og dóttirin Kristjana eru
sjónvarpslaus þessa vikuna. Á
þriðjudagskvöld var Margrét á
fullu í jólabakstri, Jón Baldvin
fór á sundæfingu. „Samskipti
innan ijölskyldunnar eru lík-
lega meiri núna, það er ekki sí-
fellt sagt: Bíddu bíddu,“ segir
Margrét. Hún bætir við að eitt
kvöldið í vikunni hafi eiginmað-
urinn straujað þvottinn sinn
„fyrir sig“.
„Það eina sem ég sakna í
sjónvarpinu eru breskir saka-
málaþættir og síðan Gaui litli í
Dagsljósi," segir Margrét Rfk-
harðsdóttir. -sbs.
Jólasálmar og rit-
stjómarviima
IKirkjubóli í Bjarnadal hefur allt gengið
venju samkvæmt síðustu dagana, enda þótt
sjónvarpsins njóti ekki við. Dæturnar Kristín
Guðný, 13 ára, og Ólína, 10 ára, taka sjón-
varpsleysinu með stóískri ró.
ureyri Amma 1 Bolungarvík sér um að
. taka Jóladagatal Sjónvarpsins
[ upp. Sonurinn, Finnbogi Dagur,
sem er íjögurra ára, spyr hvers
vegna sjónvarpið sé bilað.
Á þriðjudagskvöld undirbjó
Halla Signý útgáfu ísfirðings,
blaðs vestfirskra framsóknar-
manna. Eldri dæturnar lærðu
sálminn Nóttin var sú ágæt ein,
sem þeim var sett fyrir. Pabbinn á
heimlinu, Sigurður Sverrisson, fór
manna fyrst í háttinn enda þurfti
hann á vakt hjá ísafjarðarlöggunni
snemma á miðvikudagsmorgni.
áfram
„Ég finn ekki
merkjanlegan
mun á heimilis-
lífinu, “
Barnagœslu-
menn sögðu að
bannað vœri að
horfa á sjón-
varpið.
Sonurinn, Finn-
bogi Dagur, sem
er fjögurra ára,
spyr hversvegna
sjónvarpið sé
bilað.
„Heilsufar fjöl-
skyldunnar í
sjónvarpsleys-
inu er gott,
nema hvað dótt-
irin er með
flensu. “