Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Side 4

Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Side 4
16- Fimmtudagur 5. desember 1996 Mmíkíðafíauót 40agur-®ímtmt Gott kvöld með ömum sínum Jóhannes Sigurjónsson skrifar Smekkur manna er misjafn og sennilega jafn mismun- andi og menn eru margir. Af þeim sökum eru orð eins og smekkleysingi eða smekkmaður marklaus með öllu. Þctta skynj- uðu hinir skynugu Sykurmolar, þegar þeir völdu útgáfufyrir- eins og góður, vondur, fallegur, ljótur o.s.frv. marklaus, þ.e. þau hafa ekki algilda merkingu, heldur aðeins persónulega fyrir hvern og einn. En þarna erum við auðvitað komin inn á há- spekilegt svið og farin að nálg- ast frummyndakenningu Platós og óþarfi að fara nánar út í þá sálma hér. íslendingar eru svo miklir einstaklingshyggjumenn, að þeir ríghalda sér, hver og einn, í sinn forpokaða eða frábæra smekk og láta sjaldan aðra móta hann eða breyta. Þess- skili áliti fyrir dúk og disk. íslendingar eru sem sé að upplagi ósammála og með mis- vísandi smekk, og því mis- smekkvísir. En á engu einu sviði er upplifun okkar og afstaða jafn ósamhljóða eins og gagn- vart húmor og fyndni. Mæli- kvarðinn á fyndni er sem sé al- gjörlega einstaklingsbundinn, eins og viðbrögð manna að undanförnu við „skemmtiþátt- um“ á sjónvarpsstöðvunum sýna og sanna (T.d. setja sumir kverúlantar gæsalappir utan um orðið skemmtiþættir, þegar tæki sínu nafnið Smekkleysa. Flestir landar þeirra töldu þetta réttnefni á afurðum fyrirtækis- ins, en erlendis höfðu ýmsir annan smekk og hin íslenska smekkleysa varð ríkjandi smekkur þar ytra. Málið er að þegar við segjum um einhvern að hann sé smekkmaður, þá eigum við yfir- leitt við að viðkomandi hafi sama smekk og við sjálf. Og þegar við tölum um smekkleysu og að einhver sé með öllu smekklaus, þá erum við einatt að ijalla um smekk sem hneig- ist í aðrar áttir en okkar. Á sama hátt verða hugtök vegna eru íslendingar aldrei sammála um nokkurn skapað- an hlut þar sem smekkur er mælikvarðinn. Þar sem þrír sitja að áti næst aldrei sam- staða um mat á þeim mat sem á borð er borinn. Einum þykir hann góður, öðrum vondur og þeim þriðja bara svona slark- andi. Af þessum sökum ganga líka nefndarstörf verr á íslandi en víðast annars staðar, af því að við höfum aldrei viljað viður- kenna að allar nefndir í landinu eiga að sjálfsögðu að vera eins- mannsnefndir, þ.e. ef menn vilja á annað borð að viðkom- andi nefndir séu starfhæfar og þeir fjalla um þessi fyrirbæri). Þegar maður mætir í vinn- una á mánudagsmorgnum og heldur ekki vatni yfir því hvað Gísli Rúnar var frábærlega fyndinn í þætti sínum á Stöð 2 kvöldið áður, þá er það rekið öfugt ofan í mann af vinnufé- lögum sem þótti Gísli afspyrnu- leiðinlegur og sáu ekkert fyndið við það að sporðrenna sprikl- andi gervigullfiskum eða frussa hálftuggðu spaghettí yfir hálf- ítalskan viðmælanda spófugls- ins. Og þegar maður kemur í vinnuna viku síðar og heldur ekki heldur vatni yfir hárfínum húmornum í þættinum „Örninn er sestur“ (á kamarinn?) í Rík- issjónvarpinu, þá rísa upp and- mælendur og eru með heljar- mikinn hundshaus yfir aula- fyndni og fáránlegu kúk- og pissglensi þáttarins. Fyrstu viðbrögð manns eru þau að félagarnir séu bara svona gjörsneyddir húmor eða jafnvel einfaldlega svo heimskir eða vanþroskaðir að þeir skilji ekki gáfulega glensið hjá Gísla og fágaðan salernishúmor arn- arins sitjandi. En þar sem vinnufélagarnir eru upp til hópa glaðlegir og þingeyskir gáfumenn, þá stenst þessi kenning ekki. Þá dettur manni í hug að eitthvað sé eigin kímnigáfa á skjön við það sem gengur og gerist með þjóðinni, en það stenst heldur ekki, því sjálfur er maður jú einnig glaðlegur, þingeyskur gáfumaður. Þriðja kenningin er sú að gruna skemmtiþáttagerðar- mennina um að framleiða vís- vitandi efni sem er fúlt og fyndnisnautt, af því að fátt þyki þeim sjálfum fyndnara en að etja þjóðinni saman í karp og deilur um hvað sé fyndið og hvað fúlt. Og svo sitji atvinnu- grínistarnir heima og veltist um af hlátri yfir fáránlegum við- brögðum þjóðarinnar. Að þjóðin sjálf sé aðal brandarinn, en ekki skemmtiþættirnir. Þessi kenning stenst hugsan- lega. En líklegast af öllu er þó það sem vikið var að í upphafi, að misjafn sé smekkur manna. Of marg'ir állaxar Merkileg framfaraspor virð- ast vera í uppsiglingu á Grundartanga við Hvalfjörð. Stjórnarherrar landsins virðast sammála um að ál- ver muni rísa þar sem kæmi þá til viðbótar þeirri stækk- un sem fyrirhuguð er á Málmblendiverksmiðjunni. Þar með hefur Hvalfjörður- inn og sveitirnar sunnan Skarðsheiðar verið dæmdar úr leik landbúnað- arframleiðslu jafnt sem ferða- mennsku. í stað- inn mim bænd- um og búaliði gefast kostur á að gerast dag- launamenn stór- iðjunnar. Hvort það eru slæm býti eða ekki skal ósagt látið, en hins vegar kalla þessi umskipti á íjöldann allan af hliðarverk- unum sem menn eru þegar farnir að hafa áhyggjur af. Ríkisstjórnin er hins vegar búin að reikna það út að þjóðartekjurnar muni auk- ast svo mikið við það að byggja álverið að nauðsyn- legt verði að draga úr fram- kvæmdum á öðrum sviðum. Og ríkisstjórnin hefur nú þegar óskað eftir tillögum um hvar sé best að skera niður. í frétt í Degi-Tíman- um í gær segir að þingmenn í fjárlaganefnd hafi lagt áherslu á að tekið verði mið af því að Grundartangi til- heyrir því sem kallað hefur verið Suð-vestur hornið. Því verði fyrst og fremst skorið niður í framkvæmdum á þessu víðfræga Suð-vestur horni. Þær framkvæmdir sem verið er að skoða eru framkvændir í vegamálum, við flugvelli og hafnir og skóla- og sjúkrastofnanir. Suð-vestur hornið Sú skringilega staða er því komin upp, að vegna þess að menn vilja byggja álver í sunnanverðum Borgarfirði þá þarf að skerða hressilega fjárfestingarframlög til ým- issa þjóðþrifamála í Reykja- vík og á Reykjanesi. Spurn- ingin er hvort það verði framhaldið á Elliðaár- brúnni, sem verður frestað eðá hvort það verður við- haldið á Reykjavíkurflug- velli sem bíður. Báðir stað- irnir eru þó á mörkum þess að geta talist brúklegir eins og þeir eru vegna slysa- hættu. Pólitískt vandamál Álversfram- kvæmdir á Grundartanga eru því komnar á það stig að vaida ekki einvörðungu sveitamönnum sunnan Skarðsheiðar (og raunar handan fjarðarins l£ka) áhyggjum, yfir í það að verða verulegt áhyggjuefni fyrir höfuðborgarbúa og Reyknesinga sem nú eiga yfir höfði sér niðurskurð á fjárfestingarframlögum. Ál- versráðherrann, Finnur Ingólfsson, stendur nú frammi fyrir því skringilega ástandi að vera svo dugleg- ur að landa állöxum að til hreinna vandræða horfir. Hann þarf að standa frammi fyrir kjósendum sín- um í Reykjavíkurkjördæmi og útskýra hvernig honum detti í hug að setja efna- hagskerfið svo úr skorðum með endalausri stóriðju að það bitni stórlega á þeim sem síst skyldi - kjósendum hans. Vegna þess að Garri er þrátt fyrir allt ótrúlega greiðvikinn maður er hann tilbúinn að leysa vandamál álráðherrans af sinni ein- stöku snilld fyrir hann. Ráð- herrann segir kjósendum sínum einfaldlega að öll þessi álver séu „gott vont“, eins og þegar verið er að nudda úr mönnum vöðva- bólgu og streitu. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.