Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Page 5

Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Page 5
®ctgur-®mttvm Fimmtudagur 5. desember 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Húsvíkingar fá gjafirnar aftur Hannes Þ. Hafstein er einn þeirra sem nú flakkar um landið og áritar bók sína. En heima á Húsavík ákvað hann að færa safnahúsinu veglega gjöf í leiðinni. egar foreldrar mínir, Þór- unn og Júlíus Hafstein sýslumaður, áttu 25 ára hjúskaparafmæli, eða silfur- brúðkaup, þann 12. júlí 1937, þá gáfu Húsvíkingar þeim fal- legt málverk af bænum. Þetta er mynd frá höfðanum þar sem sést vel yfir Húsavíkurbæ og var málarinn Sveinn Þórarins- son mikill heimilisvinur fjöl- skyldunnar. Þarna blasa við framkvæmdaverk sem faðir minn stóð nú aðallega að eða bygging hafskipabryggjunnar og sfldarverksmiðjunnar. Margt hefur breyst á Húsavík og því er virkilega gaman að mynd- inni,“ segir Hannes. í gær færði Hannes Húsvflc- ingum þessa sömu mynd að gjöf. „Steinar Kristjánsson, sem var giftur Þórunni Kristjönu systur minni, en hún er látin, og dóttir þeirra Steinunn Júlía ákváðu að ánafna þessa mynd Safnahúsinu á Húsavík, og þá í minningu Þórunnar systur.“ Tveir silfurskildir „Um leið og ég afhenti þessa mynd í minningu systur minnar þá notuðum við tækifærið og fengum safninu til varðveislu tvo minningarskildi úr silfri sem Húsvfldngar gáfu þegar mamma dó í marsmánuði árið 1939. Annar skjöldurinn var frá Kvenfélagi Húsavíkur, en mamma var formaður þess í mörg ár. Hinn skjöldurinn var frá heimilisvinum á Húsavík og svo skemmtilega vildi til að við fundum líka skrautritaða ávarpið sem fylgdi þeim skildi, þ.e. undirskriftir heimilisvin- anna.“ Hannes fæddist á Húsavík árið 1925 og þar bjó hann þar til hann fór til Bandaríkjanna til náms í tvö ár, þótt hann hafi síðan búið í Reykjavík segir hann alltaf heima á Húsavík. „Mér líður alltaf vel heima á Húsavík og þar á ég góða vini bæði til sjós og lands.“ Þegar landsreisan til að árita nýja bók sína og Steinars J. Lúðvlksson- ar hófst blasti við að byrja á Húsavík. Á vaktinni Á vaktinni, heitir bókin sem Hannes áritar um þessar mundir. „Þetta eru lífsstiklur eða lífskrónika mín.“ Þar segir frá æskuárunum á Húsavík - en lífið í sýslumannshúsinu var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Júlíus sýslumaður, faðir Hannesar, var goðsögn í lifanda lífi og margt skemmtilegt sem gerðist á uppvaxtarárum sögu- manns. Síðar segir frá námi í Bandaríkjunum og „...þegar ég var hjá strandgæslunni þar vestra. Þá segir frá siglingum með Eimskip, ekki síst Gullfoss- árunum ævintýralegu, og loks Slysavarnafélagi íslands.“ Eins og alþjóð er kunnugt stóð Hannes í ströngu í harnær þrjá áratugi sem slysavarnamaður. í bókinni segir frá mörgum við- burðum, fræknum björgunum og sorgarstundum, og ekki síst hvernig það var að fá gleði- eða sorgarfréttir eftir erfiða baráttu með slysavarnafólki. Hannes var persónugervingur Slysa- varnafélagsins árum saman, því mun mörgum finnast áhugavert að lesa um það hvernig starfslok hans bar að, en þá var loft lævi blandið eins og í svo mörgu öðru sem snertir félagið undanfarin ár. Fátt hef- ur verið sagt af því þar til nú að Hannes leysir frá skjóðunni um það hvernig hann var hrakinn frá félaginu. -mar Jákvæðnin og óvinir hennar Kristján Magnússon skrifar að að vera jákvæður er stórkostleg dyggð. Líðanin til líkama og sálar verður sjálfkrafa góð og allir jákvæðir smita í kringum sig, efla vinnu- afköst samstarfsfólks og spýta gleði og sáttfýsi til allra sem þeir umgangast. Mín kenning er því sú, að menn eigi sem allra mest að horfa framhjá því sem þeim finnst leiðinlegt og heimskulegt, svo þeir eitri ekki andrúmsloftið í kringum sig, enda eykur umhugsun um nei- kvæða hluti bara eigið ergelsi og veldur vanlíðan. Um þetta var ég að hugsa eitt kvöldið og fannst kenningin býsna góð. En svo fór ég að hugsa um ýmislegt í sambandi við kjaramál og skattamál og þá hætti ég strax að geta lifað eftir kenningunni. Maður getur nefnilega ekki annað en orðið neikvæður, þegar slíkar hug- renningar sækja á mann. Ég get til dæmis ekki sagt að ég hugsi sérstaklega hlýlega til forsvarsmanna vinnuveitenda og stéttarfélaga fyrir þá breyt- ingu, sem þeir komu í gegn í nýlegum kjarasamningum, að iðgjald launþega í lífeyrissjóði væri aftur gert frádráttarbært til skatts. Að mínum dómi átti að hækka í staðinn persónuaf- sláttinn, en sú ráðstöfun hefði virkað eins og krónutöluhækk- un og því komið að meira gagni fyrir þá sem lágar tekjur hafa, en fyrir hina sem betur búa í því efni. Mér er sagt, að af hálfu stjórnvalda hafi sú leið alveg eins staðið til boða eins og sú sem valin var, en aðilar vinnu- markaðarins og þó ef til vill sérstaklega verkalýðsforingj- arnir, hafi viljað lífeyrisið- gjaldafrádráttinn. Mér býður í grun, að þægilegra hafi þótt að auglýsa það sem sigur fyrir for- ingjana, að ná þeim dráttarlið inn, heldur en þótt hækkim persónuafsláttar hefði náð fram að ganga. Þetta hins vegar sannar það rækilega, að aðilar vinnumark- aðarins meina afar lítið með tali sínu um það, að leggja þurfi mesta áherslu á að bæta kjör lágtekjufólks. Jafnframt sannar þetta það, að engir eru jafn af- kastamiklir í því að gera hiuti flókna, sem geta verið einfaldir. Þá er það Iflca staðreynd, að á fyrsta framtali eftir breytinguna gleymdu allmargir að tíunda þennan frádráttarlið og urðu því af skattafrádrættinum. í mörg ár hefur það viðgeng- ist, að einstaklingar í sjálfstæð- um rekstri hafa ekki mátt færa til gjalda á rekstrarreikningum sínum atvinnurekendahlutann af lífeyrissjóðsiðgjöldum vegna reiknaðra launa sinna. Þetta er í hróplegu ósamræmi við al- mennu regluna, að mótframlög í lífeyrissjóði séu gjaldaliðir í rekstri. Héraðsdómur hefur nú dæmt einum slflcum einstaklingi í vil í máli sem hann höfðaði, og eftir því sem ég best veit, er málið nú til meðferðar hjá Hæstarétti. Staðfesti Hæstirétt- ur ekki dóminn, verða stjórn- völd að breyta lögunum, svo að þessi augljósa mismunun verði úr sögunni. Nú sá ég að best var að venda sínu kvæði í kross og vera jákvæður aftur. Það eru hvort sem er engar líkur til að neinn taki mark á svona nöldri. í mesta lagi geta þessar stað- hæfingar og skoðanir farið í taugarnar á einhverjum, sem telja sér málið skylt. Ég gæti hvort sem er haldið áfram að tí- unda ýmis atriði í skattalöggjöf- inni, sem passa ekki við mínar prívat réttlætishugmyndir. Þess vegna dreif ég mig í badmintonið og átti þar létta stund með félögunum í tilþrifa- mikilli keppni. Slflcar stundir efla kroppinn og auka jákvæðn- ina um allan helming, jafnvel svo að eigin sturtusöngur eftir tímann hljómaði eins og engla- blús. Ekki spillti heldur að koma heim í ketið og borða sig pakksaddan. Allt þetta stuðlaði að áframhaldandi jákvæðni. Hún hélst alveg þar til daginn eftir, að mér varð það á að horfa á meintan skemmtiþátt í sjón- varpinu, sem nefnist „Örninn er sestur“. Slflc upplifun efldi ekki trú mína á framhaldslíf ís- lenskrar kímni. Er það virkilega skoðun þeirra, sem dagskrár- gerð ráða hjá þessum öflugasta fjölmiðli landsins, að ekki sé hægt að fá til starfa æskilegri höfunda og umsjónarmenn skemmtiþátta heldur en þarna ráða ferð? Ef svo er, hlýt ég annað hvort að vera dóm- greindarlaus á það hvað er húmor, eða þá að jarðarför ís- lenskrar kímnigáfu er á næsta leiti.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.