Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Blaðsíða 7
JDagur-®tmirat Fimmtudagur 5. desember 1996 -19 íslenskir eskimóar Fyrir nokkrum vikum kom út seinni bók Böðvars Guðmundssonar um ís- lenska vesturfara. Híbýli vind- anna kom út í fyrra en nú er það Lífsins tré sem geymir framhaldið og lokin á þessari miklu frásögn. Böðvar sem hef- ur verið búsettur í Danmörku síðustu tíu ár er nú staddur á íslandi til að fylgja sögu sinni á jólamarkað. Bækurnar íjaila um flutning- ana vestur um haf á öldinni sem leið og í byijun þessarar aldar og í Tréi lífsins er fylgst með fyrstu kynslóðinni vestan- hafs og allt til Vestur-íslendinga nútímans. „Ég byrjaði að viða að mér efni í þessar bækur fyrir sex ár- um. Það var eins og hver önnur tilviljun að ég fékk brennandi áhuga á þessu efni. Ég var að kenna á sumarnámskeiði vest- ur við Kyrrahaf í borg sem heit- ir Victoria í Kanada og þá fór ég að hugleiða þetta með Vest- ur-íslendingana. Langafi og langamma fluttu vestur á sín- um túna og þegar ég kom heim fór ég að skoða og lesa mikið bréfasafn sem er til og þannig byrjaði þetta nú.“ Böðvar segist byggja söguna að einhverju leyti á sögu lang- ömmu sinnar og langafa. „Svona söguleg skáldsaga fylgir þó ekki persónum heldur skapar kannski eina úr fleiri en einni o.s.frv. En sögulegir atburðir eru réttir í bókunum." Og heimildavinnan mikil... „Ég las öll bréf sem ég komst yfir, bæði úr minni fjölskyldu og önnur. Síðan hefur heilmikið verið skrif- að um þetta, m.a. saga íslendinga í Vesturheimi. Þá las ég blöð og tímarit sem Vestur-íslend- ingar gáfu út og fór vestur og tal- aði við fólk.“ Menningin okkar merkilegri Kannski halda flestir sig þekkja sög- una bak við flutningana vestur en vita minna um dvölina í nýju landi. Er eitt- hvað sem þú heldur að komi fólki verulega á óvart í bókun- um? „Ég hugsa að almennt þekki fólk ekki vel sögu Vestur-íslend- inga. Það hefur eitthvað verið skrifað og ort en það er allt svona heldur í neikvæðum tón. Vestur-íslendingar hafa þar þótt skrítið fólk sem talar ekki „rétta“ íslensku eins og hrein- timguböðlarnir vilja láta tala hana. En þetta er náttúrulega sú íslenska sem var töluð fyrir 100 árum í landinu og besta ís- lenska sem til er, miklu fallegri en sú sem við tölum í dag. - Eins vissu Kanadabúar, þeirra ,En þetta er náttúru- lega sú íslenska sem var töluð fyrir 100 árum í landinu og besta íslenska sem til er. “ ára þegar íslendingar fluttu vestur, lítið mn ísland og sú skoðun rótgróin að íslendingar væru eskimóar. Þetta þótti ís- lendingum mjög niðrandi. Þeim hefur líklega fundist menning sín miklu fremri en menning eskimóanna.“ Var allt öðruvísi að skrifa sögulega skáldsögu? „Mér þótti mjög gam- an að vinna þetta verk. Það var skemmtilegt að hafa raunveru- legan ramma til að setja þessar myndir mínar inn í. Það hafa nú svo sem allir skáldsagnahöf- undar að einhverju leyti, því auðvitað skapar enginn persón- ur eða atburði úr engu.“ Ekki bækur á dönsku í bráð Böðvar segist ekki tilheyra bók- menntaelítunni í Danmörku og býst ekki við að breyting verði á. „Ég skrifa á ís- lensku fyrir það fyrsta og hef ekki hugsað mér að breyta því neitt. Það hefur tekið mig nógu langan tíma að læra íslensku nógu vel til að skrifa „Það hefur tekið mig nógu langan tíma að lœra íslensku nógu vel til að skrifa hana þannig að ég held ég hafi engan tíma til að lœra dönsku... “ hana þannig að ég held ég hafi engan tíma til að læra dönsku... Annars er gott að vera í Dan- mörku en ástæðan fyrir því að ég er þar er sú að konan mín er dönsk og það er alveg sama hvar ég skrifa mínar bækur.“ Hvað skrifarðu nœst? „Mig langar að gefa út safn af íslenskum Ameríkubréfum. Flestar siðaðar þjóðir eiga shk söfn og sum eru mjög vegleg og skemmtileg. Hér liggur fjöldi bréfa á söfnum og hjá fólki og ég yrði afskaplega hamingju- samur ef mér tækist að koma út einni bók með úrvali úr Amer- íkubréfum. Ég hef sjálfur safn- að töluverðu og síðan er bara að halda áfram að lesa og grúska.“ Áhugi á sogunm Vesturfarasafnið á Hofsósi var opnað í sumar og Böðvar er sammála því að það sé mikill áhugi fyrir sögu Vestur-íslend- inga í dag og fagnar því að viðtökurnar sem bækurnar fá séu angi af stærri áhuga. En er hann sjálfur ánægður með árangurinn? „Maður rennur nú sjálfur svo blint í sjóinn. Ég hugsa að ef ég lesi þær seinna þá sjái ég áreiðanlega margt sem ég hefði getað gert betur. Maður verður aldrei fullkomlega ánægður, - lík- lega er best að ég lesi þær ekkert aftur,“ segir Böðv- ar og hlær. -mar

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.