Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Qupperneq 8
20 - Fimmtudagur 5. desember 1996
jOagra-'SJúmrat
JÓLABÆKURNAR
Alvöru
súkkulaði
ólík trúnaðarstörf
Ekki er rétt að skilja við
Gunnar Ragnars þótt at-
vinnusagan hafi verið
sögð. Við skulum forvitnast að-
eins um önnur trúnaðarstörf
hans, áhugamál og loks framtíð-
aráætlanir. Byrjum á stjdrn
Fjórðungssjúkrahússins. Gunn-
ari finnst gaman að rifja upp
formennskuár sín í stjórninni.
„Það var lærdómsríkt eftir
kosningarnar 1978 að vera sett-
ur varamaður í stjórn FSA. Stef-
án Stefánsson hafði lengi verið
formaður og var það áfram og
ég var varamaður hans. Undir
árslok 1980 veiktist Stefán og
varð að hætta í aukastörfum að
læknisráði. Ég kom þá inn og
Ólafur Sigurðsson yfirlæknir
beitti sér fyrir því að ég yrði for-
maður. Ekki voru allir sáttir við
það, því D-listinn var í minni-
hluta.
Á þessum tíma var allt í lofti
út af ákveðnum lækni þarna og
við bættist að ekki var hægt að
greiða út laun á Þorláksmessu.
Hvílík staða þegar ég kom
þarna inn! Allt í hers höndum.
eins og alla samkeppni, og hann
sagði ekki skynsamlegt að sam-
eina félögin eins og oft hefur
verið rætt um. Sjálfur er hann
stimplaður KA-maður þótt ekki
vilji hann gera upp á milli félag-
anna.
„Ég lenti óvart á skrá hjá KA
þegar ég tók þátt í Akureyrar-
móti í skíðagöngu. Ég varð víst
Akureyrarmeistari í flokki 45-50
ára, en keppendur voru aðeins
tveir. Hinn var starfsmaður í
Slippnum og menn sögðu að
hann hefði ekki þorað að vera á
undan framkvæmdastjóranum.
Þegar ég kom í mark og henti
mér flötum kom starfsmaður
aðvífandi og sagðist verða að
skrá í hvaða félagi ég væri. Ég
nefndi KA og komst þar með á
skrá félagsins.“
[...]
Víkjum þá að laxveiðunum.
Það sport hefur gjarnan verið
tengt forstjóratitlinum og Gunn-
ar er árlegur gestur í Laxá í Að-
aldal.
„Annað sumarið sem ég var á
Akureyri, 1970, bauð Sverrir
föðurbróðir minn mér með sér í
Laxá í Aðaldal. Ég hafði gaman
af veiðitúrnum og ekki síst öllu í
kringum veiðina, útiverunni og
náttúrunni. Þetta varð til þess
að ég gekk í Laxárfélagið
Straum og fór með Sverri í veiði
á hverju sumri. Hann byrjaði að
veiða í Laxá 1943 en hætti 1993
á 50 ára veiðiafmæli sínu.
Það var virkilega gaman að
vera með þessum körlum. Þeir
höfðu fasta reglu á öllu, meira
að segja óreglunni líka. Menn
voru með pela en aldrei var
drukkið meðan á veiði stóð.
Ákveðinn vökvi í ákveðnu magni
var drukkinn þegar komið var
inn í hádeginu og hliðstæð regla
höfð á kvöldin. Ég er svo sem
lítill veiðimaður í mér en maður
þarf ekki að hafa veiðieðli til að
hafa gaman af því að renna fyr-
ir lax.“
Sverrir Ragnars, föðurbróðir
Gunnars, var ræðismaður Nor-
egs á Akureyri frá 1950. Árið
1977 spurði hann Gunnar hvort
hann vildi ekki taka við embætt-
inu af sér og það varð úr, bæði
vegna þess að Gunnar hafði
kynnst Norðmönnum að góðu
einu í dvöl sinni þar og einnig
vegna mikilla samskipta Slipp-
stöðvarinnar við Norðmenn.
Þessu embætti hefur Gunnar nú
gegnt í 19 ár.
„Ég get ekki sagt að ég hafi
svitnað mikið í ræðismanns-
starfinu en ég hef kynnst mörgu
fólki í gegnum það, ekki síst
sendiráðsfólki. Einnig hef ég
þurft að greiða götu ferða-
manna og taka á móti tignar-
fólki, svo sem Noregskonungi og
ráðherrum.
Þótt ég hafi aldrei litið á
embættið sem sérstaka upphefð
fann ég þó einu sinni til þess. Þá
var ég staddur úti í San Franc-
isco á hóteli þar. Ég þurfti að
fara niður og senda símskeyti og
þar sem ég vænti svars lét ég af-
greiðslustúlkuna líka fá nafn-
spjaldið mitt. Þar kom fram að
ég væri ræðismaður. Skömmu
síðar hafði hótelstjórinn sam-
band við mig og sagði ófært að
svo tiginn gestur væri í venju-
legu herbergi. Hann vildi endi-
lega flytja mig í svítu en ég taldi
enga þörf á slíkum fyrirgangi.
Bandaríkjamenn eru sjálfsagt
meira fyrir svona titla en við ís-
lendingar.“
Það verður að segjast eins og
er að það fór gríðarlegur tími í
vandamál sem lutu að mann-
legum samskiptum, svo og ijár-
málin. Víða var pottur brotinn í
rekstrinum, sumir vildu keyra
áfram í nafni miskunnsemi en
aðrir héldu sig á jörðinni og
reyndu að halda sig innan
rammans. Þetta vafstur tók
mikinn tíma og eftir einn
stjórnarfund sagði ég í gríni:
„Jæja, nú fer ég niður í Slipp
að hvíla mig.“
Að mörgu leyti var fróðlegt
að kynnast þarna nýju fólki,
skipulagi, valdsviði og árekstr-
um. Ég hafði gaman af þessu.
Mig langar að segja frá því að
ég kynntist Gauta Arnþórssyni
vel og ræddi oft lengi við hann.
Þá ókum við gjarnan fram í
fjörð og fengum okkur kaffi í
Steinhólaskála. Hann er ágætur
maður en vann allt of mikið og
unni sér aldrei friðar. Starfið
var líf hans og hobbí, en ég
kynntist nýrri hlið á honum.“
[...]
Mörg önnur trúnaðarstörf
Gunnars mættu fá nánari um-
fjöllun en aðeins fárra verður þó
getið sérstaklega hér. Árið 1989
tók hann við formennsku í
íþróttabandalagi Akureyrar eft-
ir að þáverandi formaður, séra
Pálmi Matthíasson, var kallaður
suður til starfa. Leitað var til
Gunnars og hann sló til.
„Menn hafa sjálfsagt talið að
ég hefði ríflegan tíma fyrst ég
var hættur í bæjarpólitíkmni og
byrjaður hjá Útgerðarfélaginu,"
segir Gunnar glottuleitur. Hann
var þó enn formaður menning-
armálanefndar bæjarins til
1990 en þrýstihópar menningar
og íþrótta hafa einmitt löngum
togast á um peninga og athygli
á Akureyri. Gunnar kveðst þó
ekki hafa lent í neinni togstreitu
á milli þessara hópa og honum
finnst óþarfi að tefla þeim hvor-
aðildarfélaganna fóru út í vinnu
við að skilgreina hlutverk og
markmið félaganna sem ég tel
að hafi verið gott starf. Þunga-
miðjan í umræðunni var að
skapa Akureyri nafn sem alhliða
íþróttamiðstöð, bæði í ímynd og
raun. Við réðum síðan fram-
kvæmdastjóra til bandalagsins,
Stefán Þór Sæmundsson, sagnfræðingur og Gunnar Ragnars með bókina
Þeir vörðuðu veginn.
um gegn öðrum. Það sé nauð-
synlegt að rækta bæði líkama og
sál og menningarstarfsemi og
íþróttir séu hvort tveggja drjúgir
þættir í heilbrigðu, frjóu og
skapandi uppeldi.
„Ég kynntist mörgu skemmti-
legu fólki í starfi mínu hjá ÍBA.
Stjórn bandalagsins og stjórnir
Þröst Guðjónsson, sem tók við af
mér sem formaður 1994.
Stjórn ÍBA lagði áherslu á að
heimsækja öll félögin og ráðin
og það var afar lærdómsríkt að
kynnast starfsemi þeirra innan
frá. Þá verður manni fyrst ljóst í
raun og veru hve mikið starf er
unnið þar. Unglingastarfið er til
að mynda gífurlega öflugt og
mér fannst gaman að kynnast
því. Þá er í félögunum margt
fólk sem vinnur ótrúlega mikið
án þess að almenningur geri sér
grein fyrir því, enda er þetta
fólk ekki endilega mikið í íjöl-
miðlunum.
Ég get ekki látið hjá h'ða að
minnast á þátt Hermanns Sig-
tryggssonar í uppbyggingu
íþróttamála í bænum. Hann hef-
ur unnið gríðarlega mikið starf
og einnig má nefna menn á borð
við Þröst Guðjónsson," sagði
Gunnar.
Margir hafa séð ofsjónum yfir
kröfum íþróttafélaganna og íjár-
stuðningi við þau en Gunnar
sagði slíka gagnrýni ekki eiga
rétt á sér. Um það bil helmingur
bæjarbúa tæki þátt í starfi
íþróttafélaganna og með öflug
félög á borð við KA, Þór og Golf-
klúbb Akureyrar innanborðs
væri ekki óeðlilegt þótt íþrótta-
hreyfingin hefði töluverð áhrif.
Hvað hinn forna ríg milli KA
og Þórs snertir þá taldi Gunnar
hann geta verið af hinu góða,
jOlJQIsna
pmkmtm
S>l4s«lning: Planfan þílú aS njéla góðfar
m,'
Wk’tm Há# catek
ifeiféafBéfíHWá
«aiáHW«|4Wé»|yiiW'
tinwnimi.
AtllHgiði PbMM «viMvsm Nf
éssvápi Hittís., því «•
aaiifeetegt ú
í' iÁ.i btmj vsi íhh y r
viMiptavy
BttóM ÁMIÖSIÁÍÖIN
Mörg