Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Síða 11
jDctgur-CEímimt
Fimmtudagur 5. desember 1996 - 23
FINA FRÆGA FÓLKIÐ
Lagerfeld er sá sérvitrasti
g fór af stað með það í
|H huga að þreyta ykkur
-1__4 ekki með of löngum texta
í þessum pistlum mínum. En
maður getur hreinlega heillast
af dellunni í sumu fólki.
Franski tískuhönnuðurinn Karl
Lagerfeld er einn þeirra.
Lagerfeld er óumdeilt sá
áhrifamesti í tískuiðnaðinum.
Hann uppgötvaði ofurfyrirsæt-
ur eins og Claudiu Schiffer og
Nadju Auermann og hannar
fatnað fyrir nokkur stór fyrir-
tæki, frægust eru án efa Chanel
og Fendi. - Og nú er karlinn
farinn að vinna fyrir póstversl-
unina Quelle. Meðal-jónarnir
geta þess vegna eignast föt frá
keisaranum sjálfum.
Karl Lagerfeld er alveg
óhemju sérvitur og í marga
staði undarlegur náungi. Hann
er einrænn og forðast að vera
meira í sviðsljósinu er nauðsyn-
legt er. - En þegar hann gefur
færi á viðtölum þá er hann
miskunnarlaus í orðavali og
segir að fyrirgefning sé ekki til í
sinni orðabók. Ég valdi nokkur
gullkorn úr nýlegu viðtali við
keisarann þar sem hann m.a.
lýsir lífsháttum sínum.
Sveskjur og Pepsi í
morgunmat
Karlinn setur þurrsjampó í hár-
ið á sér á hverjum degi og litar
það þannig skjannahvítt. Að-
spurður segist hann sofa í hvít-
um náttserk með hárið slegið:
Ég lít út eins og draugur, segir
hann. Lagerfeld sefur undir
hreysikattarskinni á sumrin en
safalafeldi á veturna. í morgun-
mat fær hann sér sveskjur og
Pepsi Light (sem er nú alveg
jafn draugalegt að mínu mati).
Lagerfeld lét gera dýrasta kjól í
heimi, það tók 1280 vinnu-
stundir að sauma hann. Verð-
mæti kjólsins er áætlað a.m.k.
12,5 milljónir króna. Ef til vill
eru það bara smápeningar í
augum Lagerfeld, hann þénar
nefnilega ríflega 800 milljónir
króna á ári.
Áætlað er að í heiminum séu
aðeins u.þ.b. 300 einstaklingar
sem kaupa hátískufatnaðinn
(það allra dýrasta og fína). Lag-
erfeld segist nú ekki þekkja þá
alla. Oft panti þeir fötin símleið-
is og sendi síðan einkaþotu eftir
herlegheitunum til þess að geta
mátað. Lagerfeld sjálfur kaupir
sér föt tvisvar á ári, hjá
Yamamoto og Comme des Gar-
cons, og hann klæðist einungis
svörtu og hvítu.
Hermenn tískunnar
Það hefur verið talað um að
Lagerfeld sé ekki mikið fyrir
kvenfólk svona hinsegin, en
hann hefur skoðun á því hver
sé erótískasti hluti kvenmanns-
ins: Þar sem bakið og rassinn
mætast.
Lagerfeld hefur þótt óvæg-
Karl Lagerfeld ásamt Stellu Tennant, sem nú er aðalstjarna Chanel tískuhússins og Claudíu Schieffer, sem áður
var uppáhald Lagerfeld en hefur nú gert samning við keppinautinn Yves St Laurent.
Teitur Þorkelsson
skrifar
Leiðbeiningar
Þér skuluð ekki láta yður
bregða þó stúlka víki sér undan
kossi. Og jafnvel þó hún víki sér
undan og æpi skuluð þér ekki
kippa yður upp við það. Þér
skuluð meira að segja vera ró-
legir, þó hún víki sér undan,
æpi og reyni að standa upp.
Haldið henni hógværlega en
þéttingsfast og sefið ótta
hennar með sannfærandi orð-
um. Munið eftir því sem Shake-
speare sagði um „nei konunn-
ar“. En ef hún víkur sér undan,
æpir hátt eða rekur upp öskur
þá skuluð þér fara að gá að yð-
ur. Og ef hún fer að klóra fram-
an í yður og reyna að losa sig
þá megið þér fara að hugsa ráð
yðar og reyna að komast úr
þessu vandræðaástandi. Slíkar
stúlkur eru engin lömb að leika
sér við og þær láta ekki kyssa
sig. Þær eru oftast nær úr þeim
llokki kvenna sem trúir því enn
að árangur kossanna verði sá
að storkurinn komi fljúgandi
með barn til þeirra.
Þegar þér hafið svo komið
handleggnum þægilega fyrir um
herðar stúlkunnar og allt virðist
vera í himnalagi er næsta skref-
ið að skjalla hana á einhvern
hátt. Öllum konum þykir lofið
gott. Þeim þykir vænt um að
heyra að þær séu fallegar, jafn-
vel þótt spegillinn á móti þeim
endurvarpi lyginni beint fram-
an í ófrítt smettið á þeim. Bless-
aðir hælið þér henni. Segið
henni að hún sé falleg.
inn við þær stúlkur sem ekki
eru lengur í náðinni hjá hon-
um. Hann réttlætir það með
þessum orðum: Þessar stúlkur
verða að skilja að fyrirsætu-
bransinn er eins og stríð, - með
vígvöllum og íjöldagröfum.
Það er nefnilega það...
Vitið þið hvað Claudia
Schieffer hefur þénað á fyrir-
sætustörfum? - Ég skal segja
ykkur það: 3,5 milljarða króna!
- Ó, þetta er indælt stríð...
LEIÐALÝSING
LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJUGARÐUR
Hjálparsveit Skáta stendur fyrir leiöalýsinsu í
kirkjugarðinum eins og undanfarin ár.
Tekiö á móti pöntunum í síma 462 4752
fram til 8. desember.
Verö á krossi er kr. 1.200,-
Þeir sem vilja haetta, tilkynni þaö í sama síma.
... --"l- ' J.. ..... ......
útvinna . Alvinnu . Atvinna
Röskir starfskraftar
Garðræktarfélag Reykhverfinga h.f., Hveravöllum,
641 Húsavík, óskar að ráða röska starfskrafta,
helst hjón eða par ca. á aldrinum 20-40 ára.
Um framtíðarstörf getur verið að ræða. Æskilegt er að
umsækjendur hafi einhvern áhuga fyrir garðyrkju.
íbúð fylgir þessum störfum.
Allar nánari upplýsingar gefur Ólafur í síma 464
3900 eftir kl. 19 næstu daga.
—
AKUREYRARB4ER
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 9. desember 1996 kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Ásta Sigurðardóttir og Heimir
Ingimarsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir
því sem aðstæður leyfa.
Síminn er 462 1000.
Bæjarstjóri.