Dagur - Tíminn - 06.12.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 06.12.1996, Blaðsíða 6
18- Föstudagur 6. desember 1996 ID;igur-®tmmrt MENNING O G LISTIR Metnaðarfullt og dramatískt verk Sölumaður deyr er nú á Qölunum hjá Leikfélagi Húsavíkur. Hér í blaðinu hefur uppsetningin og frammistaða leikaranna fengið aíbragðsgóða dóma og hefur reisn leikfélagsins enn aukist við að tak- ast á við þetta viðamikla verkefni, sem er eitt af öndvegisverkum Arthurs Miller og þar með nútíma leikritagerðar. Um sjálft verkið þarf ekki að fjölyrða, því það er leikið oftar og víðar en flest leik- rit önnur og persónurnar eru drauma- verkefni hinna ágætustu leikara. Leikstjóri uppsetningarinnar á Húsa- vík er Guðrún Alfreðsdóttir leikkona, sem leikstýrt hefur víðar og hefur góða yfirsýn yfir leikhúslífið. Það hlýtur að vekja forvitni hvernig á því stendur að leikfélag áhugamanna ræðst í svo vandasamt verkefni, að setja Sölu- taldi að vel mætti setja Sölumanninn upp með góðu móti. Vel gekk að skipa í hlutverkin, leikar- ar voru fyrir hendi og í öllum hlutverk- um er reynt fólk og hæfileikaríkt. Sjálfri finnst mér, eftir að leikritið komst á íjal- irnar, árangurinn hafa verið samkvæmt björtustu vonum. Æfingar og undirbúningur tóku lang- an tíma, lengri en oft gerist. Yfirleitt eru leikrit æfð á sex vikum, þá sex daga vik- unnar og minnst fjóra tíma í senn, þann- ig að þetta er mikil tarnavinna fyrir fólk sem starfar að öðru allan daginn. Við tókum okkur þann tíma sem þurfti og æfðum í átta vikur.“ maður deyr á svið og hvort. leikhúsmanni eins og Guðrúnu hafi ekki óað við að taka leikstjómina að sér? Svarið var neitandi. „Leikfélag Húsa- víkur er sterkt leikfélag, sem hefur á að skipa reyndu fólki og mörgu sviðsvönu, þótt það stundi önnur störf meðfram leiklistinni. Aldursskipting fé- laganna er mikil, ungt fólk og áhugasamt og þeir eldri margir með áratuga reynslu af leik- hússtarfi. Félagarnir eru metnaðar- fullir og hafa gegnum tíðina sett á svið meiriháttar leikrit, sem önnur áhugafélög hafa kannski ekki lagt í. Þeir hafa styrk framyfir mörg önnur áhugafélög, er mér óhætt að segja, og er enda viðurkennt. Þegar farið var að athuga hvemig velja skyldi verkefni og skipa í hlutverk, kom í ljós að félagarnir vildu spreyta sig á góðu, dramatísku verki og kom þá náttúrulega margt til greina og var skoðað. Þetta endaði með því að allir viðkomandi hrifust af þessu verki, Sölu- maður deyr. Vissulega gerðum við okkur öll grein fyrir að flutningur verksins er vanda- samur, en verkefnið var ögr- andi. En ég vissi hvaða kröftum leikfélagið hefur á að skipa og Sviðsvanir leikarar „Það var í stórt ráðist og ég hlýt að við- urkenna að ég hefði ekki tekið að mér að leikstýra svona verki fyrir hvaða leik- félag sem var. Allir félagarnir eru auð- vitað áhugamenn, en á marga þeirra lít ég einnig sem sviðsvant kunnáttufólk, sem vel er treystandi til að taka að sér Guðrún Alfreðsdóttir leikstjóri. og skila vandasömum hlutverkum með sóma. En hjá öllum, sem koma nálagt svona sýningu, er það áhuginn og metn- aðurinn að gera sem best sem skilar ár- angri.“ En hvað um leikstjórann, þarf hann ekki líka að drífa verkið áfram af áhuga ogmetnaði? „Jú, eðlilega. Ég hef gert nokkuð af því gegnum árin, meira á árum áður, að setja upp á landsbyggðinni. Á þessu ári hef ég leikstýrt tveim verkum og hlýt að viðurkenna að ég hef geysilega gaman að þessu. Það er bæði lærdómsrxkt og Mynd: GVA skemmtilegt að vinna með áhugafólki og ekki síst með fólki sem er eins fært og félagar í Leikfélagi Húsavíkur." Fjölbreytt leikritaval En þarf ekki líka að huga að áhorfend- um? Kunna þeir að meta vandaðar upp- setningar á dramatískum verkum og eru þeir eins metnaðarfullir fyrir hönd leik- félagsins í heimabyggðinni og leikhús- fólkið? „Fólk á landsbyggðinni er ekkert öðruvísi en aðrir leikhúsgestir. Sum verk eru kölluð kassastykki og önnur eru líka sett upp sem vitað er að færri koma að sjá. Það er í góðu lagi að sinna þeim, sem vilja sjá létt- ari verk, eins og þeim sem gjarn- an vilja eyða kvöldstund í að njóta bestu verka leikbókmennt- anna. í fyrra sýndi leikfélagið Gauragang við frábærar undir- tektir og aðsókn. Það var góð sýning sem allir höfðu gaman af. Þegar Sölumaður deyr var valið, gerðu allir sér grein fyrir að það yrði ekki endilega kassastykki. En sýningin uppfyllir vissan metnað, sem ekkert leikhús get- ur verið án, og sem betur fer er það líka ósk margra áhorfenda að sjá kreíjandi leiksýningar, þar sem leikararnir leggja sig alla fram og eru gefandi í list sinni. Áhugamannafélag eins og Leikfélag Húsavíkur hefur ekkert síðra hlutverki að gegna en önn- ur leikhús, og hefur skyldur gagnvart sjálfu sér, bæjarfélag- inu og áhorfendum hvaðan sem þeir koma.“ OÓ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.