Dagur - Tíminn - 06.12.1996, Blaðsíða 11
4Uagnr-ÖItmtmt
Föstudagur 6. desember 1996 - 23
SKuað &c að genaat unt (keígina?
Húsavík
Dagskrá um engilinn
„Engillinn", fjöllistasýning í Deiglunni 30. nóv. tU 9. des. ’96
Föstud. 6. des. kl. 14-18. Sýningin opin. Kl. 20.30. „Himnesk tónlist á blásturshljóð-
færi“/Iitskyggniir eftir Jörgen og Evu Maríu Max.
Laugard. 7. des. kl. 14-18. Sýningin opin. Kl. 15. Barnadagskrá: Tónleikar fyrir h'til börn.
Almennur söngur. 2-4 ára nemendur undir stjórn Önnu Richards. sýna spunadans um engla.
Jacqueline Fitz Gibbon og nemendur hennar leika og syngja um engla. Kl. 16. Ævintýri á að-
ventunni eftir Iðunni Ágústsdóttur. Aðalsteinn Bergdal les.
Sxmnud. 8. des. kl. 14-18. Sýningin opin. Kl. 15. Tjarnarkvartettinn: Fjölskyldudagskrá.
Mánud. 9. des. kl. 14-18. Sýningin opin. í lok sýningarinnar verður hóphugleiðsla kl. 18
með Michael Willcocks. Þangað geta allir mætt!
Opið hús í vinnustofu
Ingu Arnar
Helgina 7. til 8. desember verður Inga Arnar, fatahönnuður, með
opið hús að Eikarlundi 21 á Akureyri, í tilefni opnunar vinnustofu
sinnar. Inga sýnir vesti, kjóla og handmálaðar silkislæður og er
sýningin hluti af sýningu Ingu í hornstofu Heimilisiðnaðarfélagsins
í Reykjavík í nóvember. Fötin á sýningunni eru öll til sölu og verður
Inga framvegis með sölu á fatnaði sínum í vinnustofunni sem og í
Galleríinu Sunnuhlíð. Hægt er að sérpanta fatnað hjá Ingu. Vinnu-
stofan er opin laugaraaginn 7. og sunnudaginn 8. des. frá kl. 14 til
18 og eru allir hjartanlega velkomnir.
áhuga á að fara á myndlistar-
námskeið geta notað tækifærið í
leiðinni og innritað sig á nám-
skeið á næstu önn.
Málstofa heilbrigðis-
deildar Háskólans á
Akureyri
Ákveðið hefur verið að bjóða
upp á mánaðarlega málstofu yf-
ir vetrartímann. Fyrsta málstof-
an verður föstudaginn 6. des.
kl. 12-13 í húsakynnum skólans
við Þingvallastræti. Dr. Mary
Farley, Fulbrightprófessor
deildarinnar flytur fyrsta fyrir-
lesturinn. Aðgangur er ókeypis.
Næstu málstofur heilbrigðis-
deildar verða föstudagana 7.
febrúar, 7. mars, 4. apríl og 2.
maí 1997 kl. 12-13 og verða
þær auglýst nánar síðar.
Myriam Bat Yosef í
Listasafninu
Laugardaginn 7. desember kl.
16 opnar Myriam Bat Yosef
myndlistarsýningu í miðsal
Listasafnsins á Akureyri. Mynd-
ir Myriam eru seiðmagnaðar og
gefa innsýn inn í óvenjulegan
og töfrandi hugarheim. Myriam
Bat Yosef er fædd í janúar 1931
í Berlín. Síðan 1980 hefur hún
aðallega búið í París og unnið
að list sinni og hugmyndum.
Hún hefur haldið yflr 60 einka-
sýningar víðsvegar um heim-
inn. Núna á bókamarkaði fyrir
jólin er komin út bók um lífs-
hlaup þessarar merku konu
sem Oddný Sen skráir.
Guðspekifélagið
á Akureyri
Jólafundur Guðspekifélags-
ins á Norðurlandi verður hald-
inn sunnudaginn 8. des. kl. 14
að Glerárgötu 32, 4. hæð. Séra
Gunnlaugur Garðarsson flytur
erindi um helgimyndir ikona og
verður með hugleiðingu. Ath.
breyttan fundartíma. Umræður,
tónlist og kaffi í lok fundar.
Ókeypis aðgangur. Allir vel-
komnir.
Síðdegisstund í
Skálholtsskóla
Síðdegisstund verður í Skál-
holtsskóla sunnudaginn 8. des.
nk. og hefst kl. 15. Fjallað verð-
ur um mannlíf í Skálholti á 17.
öld. Steinunn Jóhannesdóttir
rithöfimdur og Sigurður Péturs-
son lektor flytja erindi. Að því
loknu verður boðið upp á kaffi,
jólaglögg og smákökur. Síðan
verða fyrirspurnir og almennar
umræður. Verð er kr. 800 og
eru veitingar innifaldar í því.
Jólahlaðborð ömmu
og jólaglögg
Á laugardaginn verður boðið
upp á jólaborðið hennar ömmu
í hlöðunni á Öngulstöðum.
Gestir kvöldsins verða séra
Pétur og Inga á Laufási. Þau
munu flytja hugvekju og lesa
upp úr nýútkominni bók sinni.
Húsið er opnað kl. 19.00 og
jólaborðið kostar kr. 1.600.
Borðapantanir í síma 463-1380
og 463-1227.
í kvöld verður jólaglögg með
piparkökum og léttri tónlist í
umsjá Ingólfs Jóhannssonar.
Húsið er opnað kl. 21.00.
Laugardaginn 14. des. verður
síðan Áðventukvöld með
Tj arn ar kvarte ttinum.
Leikfélag Húsavíkur: „Sölumaður deyr“
Leikfélag Húsavíkur sýnir leikritið „Sölumaður deyr“ eftir Art-
hur Miller í leikstjórn Guðrúnar Alfreðsdóttur. Sýningar verða nk.
föstudags- og laugardagskvöld í Samkomuhúsinu á Húsavík kl. 20.
Miðaverð er kr. 1.500,- en 1.200,- með afslætti.
Teitur Þorkelsson
skrifar
Munnstærð
Enn vitna ég í hina frábæru
bók, Listin að kyssa, sem
Handbókaútgáfan gaf út í
Reykjavík árið 1946. Vafalaust
hefur bókin bætt úr brýnni þörf
og selst eins og heitar lummur
því karlpeningurinn hefur allt
viljað gera til að bæta sig í sam-
keppninni við bæði dáta og
aðra karlmenn.
Hvernig kyssa á hinar ýmsu
munnstærðir: Það er mjög áríð-
andi að gefa munnstærð stúlk-
unnar gaum. Þegar munnur
hennar er eins og ofurh'till rós-
rauður blómhnappur, þá er
vandinn vitanlega enginn. Þá
má fara eftir hefðbundnum að-
ferðum. En margar stúlkur
hafa varir, eins og t.d. Joan
Crawford. Þá er aðferðin allt
önnur. Ef þér þrýstið vörunum
á miðjan munn hennar og hafið
þær þar kyrrar, þá verður eftir
stórt svæði af vörunum sem þér
snertið aldrei. Þess í stað þarf
karlmaðurinn að lyfta vörunum
öðru hvoru svolítið frá munni
stúlkunnar, færa sig eftir vörum
hennar, nema staðar öðru
hvoru og kyssa hana fast. Þegar
hringferðinni er lokið á hann að
færa sig aftur á miðjan munn
hennar og nema þar staðar og
njóta sælunnar. Dreypið svo á
hunanginu. Eins og býflugan
sem sest á hinn örlitla frjó-
geymi blómsins og bergir á bik-
ar hunangsins, þannig eigið þér
að bergja á varabikar unnustu
yðar. Og það eru sannkallaðar
guðaveigar.
Aðventukvöld í Akur-
eyrarkirkju
Sunnudagskvöldið 8. desember
verður árlegt aðventukvöld í
Akureyrarkirkju. Þar ætlar
söfnuðurinn að safnast saman í
nánd jóla til að hlusta eftir
þeim sem í vændum er, frelsar-
anum Jesú Kristi.
Fjölbreyttur tónlistarflutn-
ingur verður á aðventukvöld-
inu. Jón Halldór Finnsson leik-
ur á básúnu og Sigríður Elliða-
dóttir syngur. Barna- og ung-
lingakór kirkjunnar kemur
fram. Félagar úr Æskulýðsfé-
lagi Akureyrar flytja helgileik,
en ræðumaður verður Trausti
Ólafsson, leikhússtjóri. Dag-
skráin hefst kl. 20.30.
FAASAN
Fundur verður haldinn hjá FA-
ASAN, félagi áhugafólks og að-
standenda sjúklinga með Alz-
heimersjúkdóm og skylda sjúk-
dóma á Akureyri og nágrenni,
laugardaginn 7. desember kl.
13 í Dvalarheimilinu Hlíð.
Fjallað verður um hvernig og
hvar hægt er að leita aðstoðar
fyrir Alzheimersjúklinga á Ak-
ureyri.
Myndlistaskóli
Arnar Inga
Nemendur í Myndlistarskóla
Arnar Inga munu um helgina
sýna afrakstur vinnu sinnar á
haustönn. Sýningin verður að-
eins opin á sunnudag frá klukk-
an 14-18 og verður til húsa í
Klettagerði 6. Alls sýna 14
manns myndir úr olíu og pastel
og er efnisval ijölbreytt. Allir
velkomnir og þeir sem hafa
Landið
Akureyri