Dagur - Tíminn - 06.12.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 06.12.1996, Blaðsíða 10
22 - Föstudagur 6. desember 1996 jOagurÁEínrám SKuað Qft ad geftaót unt fkeígmct? Nýr hljómdiskur með lögum eftir Sigfús Halldórsson Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði hefur gefið út hljóm- diskinn Við eiginn samleið, með lögum eftir Sigfús Halldórsson tón- skáld. Þar á meðal eru tónverk sem hann hefir ánafnað Sjómanna- deginum. Höfuðborgar- svæðið Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað að Auðbrekku 17 (Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar) í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Hljómsveit Karls Jónat- anssonar spilar fyrir dansi. Húsið öllum opið. Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana-nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10. Ný- lagað molakaffi. Esperantistafélagið Auroro heldur fund í kvöld að Skóla- vörðustíg 6B og hefst hann klukkan 20.30. Kynntar verða nýjar bækur, flutt ferðalýsing frá Tékklandi með myndum og málhomið verður á sínum stað. Auk þess verða veitingar í boði. Happdrætti Bókatíðinda Útdregin númer föstudagsins 6. des., laugardagsins 7. des., sunnudagsins 8. des. og mánu- dagsins 9. des. eru, í réttri röð: 66.954; 83.009; 69.677; 21.763. Vertíðarskáld lesa í Akraborginni Á morgun, laugardag, ætla nokkur vertíðarskáld á siglingu í jólabókaflóðinu. Þau Bragi 01- afsson, Elísabet Jökulsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Össur Skarphéðinsson stíga þá á skipsfjöl og lesa úr verkum sín- um um borð í Akraborginni. Þá mun Hrafn Jökulsson lesa úr bók Illuga bróður síns, og þjóð- sögum Jóns Múla Árnasonar. Lesið verður í hálffjögur- ferðinni uppá Skaga og fimm- ferðinni til Reykjavíkur. Allir eru velkomnir svo lengi sem skipsrúm leyfir. Perlubandið heldur tónleika og danssýn- ingu í Ráðhúsinu Stórdanshljómsveit Karls Jónat- anssonar, sem hlaut nafnið Perlubandið þegar hún lék reglulega í Perlunni fyrir nokkrum árum, hefur nú hafið starfsemi á ný eftir nokkurt hlé. Nokkrir nýir hljóðfæraleikarar hafa gengið til liðs við hljóm- sveitina, og hefur hún æft reglulega í vetur. Perlubandið mun koma fram í Ráðhúsi Reykjavíkur með tónleika og danssýningu sunnudaginn 8. des. nk. Hinir vinsælu söngvar- ar Ari Jónsson og Mjöll Hólm munu syngja með Perlubandinu á þessum tónleikum. Tónleik- arnir hefiast í Ráðhúsinu kl. 4.30. Árlegur Jólahjóla góð- gerðardansleikur Hið árlega Jólahjólaball Bif- hjólasamtaka Lýðveldisins Snigla verður haldið í Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 7. des. Hljómsveitin K.F.U.M. & the AndskoDANS söngsystur ásamt upphitunarbandinu Can- dy Floss munu sjá um að halda uppi íjörinu og einnig verður boðið upp á ýmsa aðra afþreyt- ingu og skemmtun. Það er orð- in hefð fyrir því að allur ágóði af dansleiknum rennur til góð- gerðarmála. í ár munu Sniglar rétta börnum sem eiga um sárt að binda hjálparhönd og mun ágóðinn af dansleiknum renna til þeirra. Sýning Rögnu Róbertsdóttur í október opnaði nýtt mynd- listarhús í garði Hlaðvarpans að Vesturgötu 3. Þar hefur myndlistarkonan Ragna Ró- bertsdóttir sýnt undanfarnar vikur og ber sýning hennar nafnið Tehús. Nú er komið að lokum þeirrar sýningar og er komandi helgi síðasta sýningar- helgi. Myndlistarhúsið, sem dregur nafn sitt af sýningunni og heitir Tehús, verður opið á morgun, laugardag, milli 14 og 17 og tekur Ragna þar á móti gestum. Sýningunni lýkur svo á sunnudag. Nemendatónleikar Tónskóh Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tvenna nem- endatónleika um þessa helgi. Tónleikar forskóladeildar verða í Langholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 14. Þar koma fram u.þ.b. 150 nemendur í söng, leik og dansi og flytja m.a. tónverkið Árstíðirnar eftir John Speight. Sunnudaginn 8. des. verða svo tónleikar Suzuki- deildar kl. 14 í Fella- og Hóla- kirkju. Þar koma fram 70 nem- endur deildarinnar og flytja fjölbreytta efnisskrá. Allir eru velkomnir á þessa tónleika. Vignir Jóhannsson sýnir í SPRON Álfabakka 14 Nk. sunnudag, kl. 14, verður opnuð sýning á verkum eftir Vigni Jóhannsson í útibúi Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis að Álfabakka 14 í Mjódd. í fréttatilkynningu segir: „Myndsköpun Vignis einkennist af fjölbreytileik í efnistökum og útfærslu. Hann sækir innblástur sinn í frumöflin og baráttu mannsins við þau ásamt jafn- vægisleit. Áður fyrr börðust kraftar við hvern annan í myndum hans, en nú vinna þeir saman í leit sinni að tærum samhljóm." Sýningin mun standa til 11. apríl n.k. og verður opin á opn- unartíma útibúsins frá kl. 9.15 til 16 mánudaga til föstudaga. Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur Englakór frá himnahöll nefnast aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur sem haldnir verða í Hallgrímskirkju laugardaginn 7.12. og sunnudaginn 8.12. kl. 17 báða dagana. Stjórnandi er sem fyrr Margrét J. Pálmadóttir og eru þetta síðustu aðventu- tónleikar hennar með kórnum að sinni. Orgelleikari er Svana Vík- ingsdóttir og einnig koma fram Kammerkór Grensáskirkju, Kristján Þ. Stephensen óbóleik- ari og Domenica Cifariello hörpuleikari. Miðasala í dag kl. 17-19 í húsi Kvennakórs Reykjavíkur, Ægisgötu 7, hjá kórfélögum og við innganginn. Píanótónar og Ijúfar veitingar í Gerðubergi Sunnudaginn 8. des. heldur Nína Margrét Grímsdóttir kynn- ingu á nýútkomnum geisladiski sínum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Kynningin verður í formi stuttra, óformlegra tón- leika og spjalls um efni disks- ins. Nína Margrét er píanóleikari sem getið hefur sér gott orð fyr- ir hljóðfæraleik sinn víða um heim. Diskimnn, sem kynntur verður í Gerðubergi, er fyrsti geisladiskur Nínu Margrétar, en á honum leikur hún verk eftir Mozart og Mendelssohn. Dagskráin hefst kl. 15 og er aðgangur ókeypis. Gestum gefst kostur á að njóta veitinga með- an á kynningunni stendur. Einnig verður hægt að festa kaup á disknum á sérstöku kynningarverði. Aðventukvöld í Óháða söfnuðinum Sunnudagskvöldið 8. des. kl. 20.30 verður aðventukvöld/end- urkomukvöld í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Á dagskrá verður kórsöngur und- ir stjórn organista kirkjunnar, Pétiu's Máté. Fiðluleikarinn Zbigniew Dubik og flautuleikar- inn Martial Nardeau leika sam- an ásamt organistanum. Ræðumaður kvöldsins verður Ómar Ragnarsson, fréttamaður og safnaðarbarn í Óháða söfn- uðinum til margra ára. Að lok- inni dagskrá er kirkjugestum boðið upp á smakk á smákök- unum í Kirkjubæ, safnaðar- heimili Óháða safnaðarins. Aðventumessa Kvennakirkjunnar Aðventumessa Kvennakirkjunn- ar verður haldin í Dómkirkj- unni sunnudaginn 8. des. kl. 20.30. Umíjöllunarefni mess- unnar verður aðventan. Séra Hanna María Pétursdóttir préd- ikar. Lesin verða jólaljóð og íjallað um jólaundirbúninginn. Kristjana Stefánsdóttir syngur lög af nýútkominni jólaplötu Jasskvartetts Kristjönu Stefáns, Ég verð heima um jóhn. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng á jólalögum undir stjórn Bjarn- eyjar Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur og hljóðfæraleik Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Listhandverk á Aðventu Heimilisiðnaðarfélag íslands opnar laugardaginn 7. des. sýningu á íslensku listhand- verki, í verslun félagsins í Hafn- arstræti 3. Leitað var til hóps af metn- aðarfullum listamönnum og er ætlunin að sýna úrval af því besta sem gerist á mark- aðinum. Markmiðið með sýningunni er að vekja athygli á þeirri breidd og gæðum, sem íslenskt listhandverk býður uppá. Sýningin er opin á venju- legum verslunartímar. Aukasýning á „Hrólfi“ Vegna íjölda áskorana og mikillar aðsóknar á flutning Spaugstofunnar 4. nóv. sl. á „Hrólfi“, fyrsta íslenska leikrit- inu sem frumsýnt var hér á landi, hefur verið ákveðið að endurtaka leikritið nk. mánudag 9. desember kl. 21. „Hrólf- ur“ eða „Slaður og trúgirni" er eftir Sigurð Pétursson sýslu- mann og var hann frumsýndur 5. des. 1796 í Hólavallaskóla eða fyrir réttum 200 árum. Listaklúbbur Leikhúskjallarans opnar kl. 20.30 en flutningurinn hefst þar kl. 21. Aðgangur er kr. 600,- en kr. 400,- fyrir meðlimi Listaklúbbsins. Aðventusamkoma Kórs Átt- hagafélags Strandamanna Sunnudaginn 8. des. kl. 16.30 verður árleg aðventusam- koma Kórs Átthagafélags Strandamanna í Bústaðakirkju. Kórinn ásamt barnakór flytja jólalög undir stjórn Þóru Guð- mundsdóttur. Svanm- Valgeirsson syngur einsöng. Píanóleik- ari er Brynhildur Ásgeirsdóttir. Einnig verður leikið á þver- flautur og Sæunn Andrésdóttir segir frá jólunum í skáldskap Stefáns frá Hvítadal. Á eftir er veglegt kaffihlaðborð og er það innifalið í aðgangseyri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.