Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Side 2

Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Side 2
Laugardagur 7. desember 1996 - II iDagur-®tmnm H U S I N B Æ N U M Bræðraborgarstígur 8 ur á milli Vestmanna- eyja og lands. Hjalti tók á það ráð að senda unnustunni flöskubréf. Eftir nokkurn tíma komst bréfið til skila. Á þessum árum var nokk- uð um það að bréf væru send í flösku frá Vest- mannaeyjum til lands. Þegar flaskan var sett í haflð, þótti best að vind- ur stæði af Eyjunum í átt að landi. Yflrleitt var sett eitthvað með bréf- inu í flöskuna, eins og tóbak eða annar munað- ur, handa þeim sem Hjalti Jónsson konsúll. Freyja Jónsdóttir skrifar Ioktóber 1897 fær Jafet Ó- lafsson skipstjóri útmælda lóð undir hús við Bræðra- borgarstíg, 25 x 18 álnir. Lóðin var næst fyrir norðan lóð Þor- láks Teitssonar. Ári síðar, í febrúar, fær Jaf- et leyfi til að byggja 10 x 11 álna húsi að grunnfleti, á lóð- inni að viðbættum skúr, 3x3 álnir. Fyrstu brunavirðingin var gerð 12. júlí sama ár og húsið var byggt. Þar segir að húsið sé byggt af bindingi, klætt utan borðum, pappa og járni. Þak er með járni á súð og pappa í milli. Niðri í húsinu eru þrjú herbergi og eldhús; allt þiljað. Tvö herbergi eru með pappa innan á þiljum og neðan á loft- um, aflt málað. Þar eru þrír ofnar og ein eldavél. Uppi á lofti eru þrjú her- bergi og eldhús, allt þiljað og málað. Þar eru tveir ofnar og ein eldavél. Kjalfari er undir öllu húsinu með einu herbergi, þiljuðu en ómáluðu. Inn- og uppgönguskúr er við vesturhlið hússins. í íbúaskrá frá árinu 1901 eru tvö heimili í húsinu. Á öðru heimilinu eru: Jafet Ófafsson skipstjóri, 28 ára; Margrét Jónsdóttir, kona hans, 29 ára; Ólöf Jónína, barn þeirra, 3 ára; Arnleif Hefga- dóttir leigjandi, vinnur ýmsa vinnu, 49 ára, fædd í Höskuld- arkoti í Njarðvík; Ólafur Ólafs- son vinnumaður, 19 ára, fædd- ur í Meiðastaðakoti í Rosm- hvalaneshreppi. Á hinu heimilinu voru: Ólaf- ur Jónsson húsbóndi, skrifari hjá landfógeta, 49 ára, fæddur á Hrísum í Nesjahreppi; Guð- björg Melchiorsdóttir, kona hans, 51 árs, fædd á Bjargar- steini í Stafholtstungum; Björgúlfur Aðalsteinn, sonur hjónanna, nemandi í Lærða skólanum; Grímóifur Her- manníus búfræðingur, sonur hjónanna, 22 ára, fæddur að Mávahlíð í Nesjahreppi; Sig- ríður Þorbjarnardóttir, að læra að sauma hjá húsmóðurinni, 22 ára, frá Svignaskarði í Borgarfirði. Jafet Ólafsson var fæddur 18. júní 1873 að Miðengi, son- ur Ólafs Jafetssonar, útvegs- bónda á Kálfatjörn, og Herdís- ar Magnúsdóttur, sem fædd var að Minnivogum. Kona Jaf- ets var Margrét Jónsdóttir, fædd 23. ágúst 1872. Dóttir þeirra var Ólöf Jónína, skrifari hjá Alhance. Jafet Ólafsson fórst með skipi sínu, „Sophie Wheatley", vorið 1906, en þá gerði ofsa- veður og fórust tvö skip við Mýrar. Talið er að skip Jafets hafi farist skammt frá Knarr- arnesi. „Sophie Wheatley" var þilskip og meðeigendur Jafets að skipinu voru Guðlaugur Torfason trésmiður og Thor Jensen. Hitt skipið, sem fórst við Mýrar í sama veðri, var Emilie í eigu Th. Thorsteins- sonar og er talið að það hafi farist skammt frá Ökrum. Hjalti Jónsson og Jón Páls- son kaupa húsið af Jafet Ólafs- syni, 30. nóvember 1901. Hjalti var þekktur undir nafn- inu Eldeyjar-Hjalti, en hann var fyrsti maður til að klífa Eldey. Hjalti fæddist 15. aprfl 1869 að Fossi í Mýrdal í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Faðir Hjalta var Jón Einarsson, en móðir Guðný Jónsdóttir. Faðir Guðnýjar var séra Jón Sig- urðsson, en við hann festist nafnið Bægiskálfur. Sagt var að viðurnefnið hafi hann hlotið vegna vísu sem séra Jón Þor- láksson þjóðskáld orti í tilefni fæðingar hans og er vísan á þessa leið: Á Bœgisá ytri borinn er býsna valinn kálfnr. Vœnt um þykja mundi mér ef mœtti eg eiga hann sjálfur. Afi Hjalta var Einar Jó- hannesson, sem bjó á Þóris- holti í Mýrdal. Hann þótti vel lesinn gáfumaður og góður smiður bæði á tré og járn. Ein- ar var guðrækinn og þótti fleirum en sveitungum hans gott að leita til hans, ef veik- indi eða aðra vá bar að hönd- um. Hann hafði með höndum svokallað húsapótek og þótti Iagtækur við meðalagjafir og lækningar. Einar var duglegur bóndi, mikill sjósóknari og hreppstjóri þeirra Mýrdælinga um margra ára skeið. Jón, faðir Hjalta, tók við húsapóteki föður síns að honum látnum. Hjalti var yngstur af fjórum bræðrum sem komust upp. Bróðir hans var Einar, sem nam teikningu í Kaupmanna- höfn og var á sínum tíma þekktur um allt land fyrir mál- verk sín. Einar átti heima á Skólavörðustíg 27, en lesa má mn hann og list hans í Tíma- blaði um Skólavörðustíg 27 þann 21. júní1996. Kona Hjalta var Guðrún Ólafsdóttir frá Vestari-Tungu í Ytri-Landeyjum, en henni kynntist Hjalti þegar hann haustið 1891 fór ásamt tveim- ur félögum sínum í Landeyjar til að kaupa áttæring sem Iljalti var síðan formaður á. Báturinn var skírður Farsæll og gerður út frá Vestmanna- eyjum. En áður en Hjalti fór til Eyja hafði hann borið upp bónorðið við Guðrúnu og hún tekið honum. Á þessum tíma voru fremur strjálar samgöng- fyndi hana. Það voru laun fyrir að koma flöskunni í hendur þess sem bréfið átti að fá. í brunavirðingu sem gerð var 17. nóvember 1923 segir að Hjalti Jónsson skipstjóri, Bræðraborgarstíg 8, hafi end- urbætt húsið mikið frá síðustu brunavirðingu 12. júlí 1898. Þá eru í húsinu íjórir ofnar, tvær eldavélar og vatns-, skólp- og rafmagnsleiðslur. Sár harmur var kveðinn að íjölskyldunni á Bræðraborgar- stíg 8 og öllum sem þekktu Guðrúnu Ólafsdóttur, kona Hjalta, þegar hún lést langt um aldur fram, 17. febrúar 1920. Seinni kona Hjalta Jónsson- ar var Sigríður Bergsteinsdótt- ir, fædd í Reykjavík 24. mars 1892. Hún var ættuð frá Torfa- stöðum í Fljótshlíð í móðurætt, en föðurættin frá Ökrum á Mýrum. Hjalti og Sigríður eignuðust Guðmund Jón, sem er látinn fyrir nokkrum árum, og Svövu húsmóður í Kópa- vogi. Árið 1925 byggir Hjalti Jónsson viðbótarbyggingu, bogadregið útskot úr steini, við suðurgafl hússins. í bruna- virðingu, sem gerð var sama ár, segir að hún sé með járn- þaki á borðasúð og pappa í milli. Innan á útveggjum eru korkplötur, kalksléttaðar með álímdu veggfóðri. Neðan á loftinu eru þiljur lagðar striga og pappír og loftið málað. Þá er þess getið að í húsinu sé miðstöðvarvél. Maður utan af landi, sem fékk á unglingsárum að búa um skeið hjá Hjalta og Sigríði á krepputímanum, segir svo frá að mjög gestkvæmt hafi verið á heimilinu. Átti Hjalti það til að bjóða mönnum í mat með skömmum fyrirvara og þurfti Sigríður oft að hafa snör handtök. Það vakti ómælda aðdáun unglingsins að Sigríð- ur þvoði ævinlega hvert ein- asta amboð, hvern pott og hvert fat jafnóðum, meðan hún fékkst við matseldina, þannig að aldrei sást blettur á neinu og eldhúsið var alltaf jafn tandurhreint. Mörg hús í gamla Vestur- bænum höfðu nafn og svo var um Bræðraborgarstíg 8. Fyrst var húsið yfirleitt kallað Hjaltahús, en síðar var það einnig stundum kallað Kon- súlshús, því að Eldeyjar-Hjalti var aðalræðismaður Póllands. Hjalti var í miklu vinfengi við Danaprinsana tvo, bræð- urna Knút og Friðrik, síðar konung. Hann kynntist þeim, þegar þeir komu oft til íslands kornungir menn í danska sjó- hernum og þótti gaman að sletta úr klaufunum í landi, að ungra sjómanna sið. Knútur mun einkum hafa fengið sér alloft í staupinu með pólska konsúlnum og var Hjalti, sem brotist hafði úr örbirgð til auðs, talsvert stoltur af þess- um kunningsskap. Sögð er sú saga af Hjalta, að hann hafi sagt við gesti og bent hróðug- ur út í eitt hornið á stofunni í Hjaltahúsi: „Hér pissaði prins- inn.“ Hjalti Jónsson lést 5. júlí 1949. Ekkja hans Sigríður bjó áfram í húsinu þar til hún seldi haustið 1959, Teiti Þor- leifssyni kennara og konu hans Ingu Magnúsdóttur kennara. Teitur og Inga áttu húsið til haustsins 1970. „Þetta er hús með sál og mig hefur dreymt þangað," segir Teitur Þorleifsson. Örnólfur Árnason rithöf- undur og kona hans Ilelga E. Jónsdóttir, leikari og leikstjóri, kaupa húsið haustið 1970. Þá voru tvö eldri börn þeirra fædd: Margrét Örnólfs- dóttir „Sykurmoli" og Jón Ragnar sellóleikari, sem þá var á fyrsta ári. Álfrún Ilelga, leikari og nemandi í MR, og Árni Egill, leikari og nemandi í grunnskóla, fæddust bæði eftir að fjölskyldan flutti í húsið. Arið 1972, þegar ljölskyld- an var erlendis, skemmdist húsið mikið af vatni. Vatn fraus og leiðslur sprungu og hlaust af mikið tjón. Allar vatnslagnir í húsinu voru þá endurnýjaðar og um leið var ýmislegt annað gert fyrir húsið og má segja að það hafi verið gert upp í hólf og gólf. Þá voru mörg lög af veggfóðri tekin af veggjum og mátti þar sjá tísku í veggfóðri gegnum árin allt frá aldamótum. Innanundir veggfóðrinu var panill (kúlu- panill), sem er frekar fáséður í húsum og þurfti að smíða sér- staka tönn í fræsara hjá Slippnum til að geta gert eins panil og var í húsinu. En eitt- hvað þurfti að kaupa, til að setja þar sem skipta þurfti um, og einnig voru bókaherbergi og fleiri vistarverur í húsinu klæddar með þessum sértilsniðna viði. Kristján Jónsson Fjalldal, listasmiður, vann þetta verk. í kjallara var gengið úr eldhúsi og hleri lagður yfir stigaopið. Þessu var breytt þannig að nú er gengið í kjallara frá inngöngu- skúrnum. Kjallari var dýpkaður um 30 cm, steypt í hann gólf og þar eru núna íbúðarherbergi með fullri lofthæð. Einnig létu þau Örnólfur og Helga gera kjallara undir steypta bogan- um sem Hjalti Jónsson lót byggja 1925 og gerðu þar geymslu. Árið 1975 létu þau hjónin byggja bíslag á húsið og tveim- ur árum seinna kvist og nutu við það aðstoðar Magnúsar Skúlasonar arkitekts, sem og við allar aðrar endurbætur og viðgerðir á húsinu í tíð Örnólfs og Helgu. Við húsið er garður með háum reynitrjám, sem talið er að Hjalti hafi gróðursett. f kringum garðinn er hleðsla úr grjóti með hvítmálaðri rimla- girðingu ofan á, sem fer vel við húsið og umhverfi þess. Svo skemmtilega vill til að séra Árni Þorsteinsson, langafi Örnólfs, núverandi eiganda hússins, var prestur á Kálfa- tjörn á Vatnsleysuströnd á sama tíma og Jafet Ólafsson, sem reisti húsið, var að alast þar upp. Yngsti sonur Örnólfs Árnasonar ber nafnið Árni, sem komið er frá séra Árna. Á veggnum í stofu Örnólfs og Helgu er stór mynd af Árna og kirkjunni á Kálfatjörn, þar sem fyrsti eigandi hússins var fæddur, þó ekki sé vitað um önnur tengsl milli núverandi eigenda hússins og hinna fyrstu. Heimildir frá Þjóðskjalasafni og Borgarskjalasafni.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.