Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 3
JDagur-ÍÍImrám
Laugardagur 7. desember 1996 - III
ISLENDINGAÞÆTTIR
HAGYRÐINGAR
Mikið er um ljósbláar myndir á einni sjónvarpsstöðinni.
Við klámmyndanna kennslustig
kikna ég oft til hnjánna,
þó sjálfur hafi ég menntað mig
milli stóru tánna.
Pétur Stefánsson.
Kynferðisleg
óreitni að
Skaftafelli
Kynferðisleg áreitni og
brögð til að koma fram
vilja sínum eru ekki ný af
nálinni. Til voru galdrakúnstir
sem kræfir menn kunnu til að
fá kvenfólk til fylgilags, og þótti
ekki pent. Saga um það:
Einu sinni kom flökkumaður
að Skaftafelli og beiddist þar
gistingar, og fékk hann hana.
Var honum vísað þar í hús og
er ekki getið, að þar væru aðrir
inni en vinnukona ein. Sagði
húsfreyja henni að hún skyldi
vara sig á gestinum, því sér
sýndist hann heldur tortryggi-
legur. Vinnukonan lofaði því og
er ekki nefnt, hvað þau hafi tal-
ast við, en er honum var fært
að éta, tók hann bita og gaf
henni. Hún tók við og lést éta,
en laumaði honum svo í hund-
tík, er hjá henni var.
Bar svo ekki á neinu fyrr en
um nóttina, að gestur var lagst-
ur til svefns. Þá kom tíkin og
stökk upp í rúmið til hans. En
hann hratt henni jafnskjótt
fram úr aftur, og gekk það alla
nóttina, að tíkin kom hvað eftir
annað, þó hann væri alltaf að
hrinda henni frá sér, og gat
hann ekkert sofið.
Um morguninn er hann fór í
burtu, sagði hann til vinnukon-
unnar, að hún hafi gjört sér
ljótan hrekk, þar sem hún hafi
gefið tíkinni bitann, sem hann
hefði ætlað henni að eiga, og
yrði hann að hafa það svo búið,
en þó gæti það verið, að henni
lægi eins á að liggja með karl-
manni einhverntíma, eins og
sór hafi legið á kvenmanni í
nótt.
Er sagt, að það hafi ræst, því
vinnukonan þótti mikil karl-
mannaglenna eftir það. MB
Stúlkurnar í Grímsey
Fleiri ábendingar um stúlkurnar í Grímsey hafa borist og í ljós
er komið að fyrsta heimildin um hverjar þær eru er ekki alls
kostar rétt. Myndin er af ijórum prúðbúnum stúlkum í Gríms-
ey. Réttu nöfnin eru, talið frá vinstri: Bára Sigurbjörnsdóttir, hún
var búsett á Sveinsstöðum í Grímsey. Næst er Anna Matthíasdóttir,
þá Rannveig systir hennar og lengst til hægri er Jóhanna Kristins-
dóttir, sem Iíka átti heima í Grímsey. Samkvæmt áreiðanlegri heim-
ild voru stúlkurnar góðar vinkonur og hálfgerðar uppeldissystur,
einsog eðliiegt má teljast í svo litlu samfélagi sem Grímsey var.
Stúlkurnar í miðið eru dætur séra Matthíasar Eggertssonar, sem
tók myndina, en hann var ágætur myndasmiður og áhugasamur.
Myndin mun vera tekin árið 1927. Má þó vera að skakki ári til eða
frá.
Hinn sœli Þor
lákur oa selurinn
Selurinn tekur á sig ýmsar
myndir, enda býr hann
bæði í sjó og á landi. Oft
tekur skepnan á sig manns-
mynd og stundum er mann-
eskja í selslíki. Mennskir menn
ganga í hjónaband með selum
og selir ala kristnum körlum
börn. Kunn er sagan um kon-
una, eða öllu heldur kvení-
myndina, sem átti sjö börn í sjó
og sjö á landi og er ekki laust
við að gætt hafi lauslætis í
þeirri familíu. Svo hafa selir
gengið aftur og gert óskunda.
En yfirleitt hefur sambúðin við
þá verið góð og mikil hlunnindi
hafa löngum verið af selnum.
Skinn hans, spik og kjöt hafa
haldið lífinu í mörgum eybyggj-
anum, enda hefur nábýlið við
hann yfirleitt verið á þann veg
að mennirnir hafa notið góðs
af, en selurinn týnt afkvæmum
sínum og lífi til að viðhalda
mannlífi.
Fyrir nokkru var gerð í
þessu blaði samlíking á ham-
ingjusömum sel í værðum og
innanfeitum stjórnmálaflokki,
sem lætur fara vel um sig í
þjóðfélaginu og gerir svosem
engum mein og á sér enga nátt-
úrulega óvini fremur en selur-
inn. Hér er maðurinn ekki tal-
inn til náttúrunnar, sem er al-
geng skoðun og afstaða. Þetta
er líka rétt að því leyti, að síðan
ríkissjóður hætti að greiða fé
fyrir hreifa stafar selnum engin
hætta af mannskepnunni. Ann-
ars getur Framsókn vel við
unað að vera líkt við svo við-
kunnanlegt dýr sem selurinn er.
Kraftur í kerlu
Sögur og sagnir af sel eru ó-
teljandi eins og von er, eftir að
hafa deilt með honum landi og
fiskislóð í ríflega þúsund ár. Hér
skal tilfærð ein frásögn frá því
um 1200 og hún hlýtur að vera
sönn, þar sem hún er tilfærð í
jarteinabók Þorláks helga og
sýnir þann undramátt sem
hann bjó yfir lífs, en aðallega
liðinn:
„Kona ein fór snemma morg-
uns að kanna fjöru, því að
bóndi hennar var ekki heima.
Sá hún þá útsel mikinn liggja á
steini og svaf hann, en hún
hafði h'f hans ekki í hendi sér.
Fékk hún síðan lurk nokkurn er
lá í fjörunni og stillti að selnum
og laust í höfuð honum. En sel-
urinn reis uppréttur og var
hann miklu hærri en hún og hét
hún þá á hinn sæla Þorlák bisk-
up að hún skyldi sigrað fá sel-
inn. Þá féll selurinn að henni.
Þá laust hún hann annað högg í
svima. Þá komu menn út úr
bænum í því bili og kallaði hún
á þá síðan að þeir skyldu veita
henni fulltingi og komu þeir til
og varð þá sóttur selurinn. Varð
hún fegin, húsfreyjan, því að
þau voru fátæk en höfðu ómegð
mikla, var sumar fanglítið. En
þá dróst fram sumarfang mjög
við veiði þessa. En húð selsins
var níu feta löng og sjá var jar-
tein mjög í gegn eðli að óstyrk
kona skyldi geig gera svo mikl-
um sel. En þessir menn höfðu
lengi verið undir umsjá hins
sæla Þorláks biskups og bjuggu
á hans löndum og var þeirra
ráð ávallt síðan björgulegra er
þau komu undir hans áraburð
en áður hafði verið. Þökkuðu
þau guði þessa jartein og hin-
um sæla Þorláki biskupi."
Þessi guðrækilega saga sýnir
vel hve notadrjúgur selurinn er,
þegar farið er að honum með
réttu hugarfari. Konan ráða-
góða, sem vann selinn með til-
styrk trúar sinnar á heilagan
Þorlák, átti mikla ómegð með
bónda sínum, eins og fram
kemur í sögunni. Það þýðir að
ættbogi hlýtur að vera frá henni
kominn og hann ekki smár, því
öruggt er að hver einasti ís-
lendingur er frá henni kominn.
Svo getum við velt fyrir okkur
hvað hefði orðið ef henni hefði
ekki hugkvæmst að leita full-
tingis hins sæla Þorláks til að
vinna selinn og öll börnin hefðu
dáið úr bjargarskorti.
Það hefði orðið efni í öðruvísi
sögu.
(Jarteinasagan er sótt í út-
gáfu Þorlákssjóðs. OÓ)