Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Qupperneq 4
Laugardagur 7. desember 1996 - IV
SÖGUR O G SAGNIR
jOa gur-'CÍItmrmt
Önnur
grein um
„beinamál-
ið“ fyrir
hálfri öld
Islendinga skorti þá ræktar-
og framtakssemi að sýna
leiði Jónasar Hallgrímsson-
ar í Hjástoðargarðinum í
Kaupmannahöfn þann sóma að
setja þar upp minningarmark.
Hefði það verið gert, var ólík-
legra að þar væri grafið enn og
aftur, síðast 1907. Var það á
hátíðarári í aldarminningu
skáldsins. Gengist var fyrir
söfnun og samskotum og varð
svo vel við, sem vænta mátti um
hið ástsæla skáld, að Einar
Jónsson myndhöggvari var
fenginn til að gera líkneski af
Jónasi, og var það sett á fótstall
fyrir framan Landlæknishúsið
austanvert við Lækjargötu í
Reykjavík og afhjúpað á hund-
rað ára minningardaginn, hinn
16. nóvember. Er styttan nú í
Hljómskálagarðinum sem
kunnugt er. Nokkurt fé var af-
gangs og var það geymt í sjóði,
en ekki auðvelt um að setja leg-
stein á leiðið í Höfn þá, vegna
þeirra 4 líka sem þar höfðu
verið jörðuð, fyrst 30, loks 42
árum eftir útför hins íslenska
náttúrufræðings. Varð slíkt ekki
heimilt fyrr en 1928, þegar
sendiráð Islendinga í Höfn fekk
umráðaréttinn yfir Iegstaðnum
leigðan til langs tíma. Mikill
misskilningur er það hins veg-
ar, að leiði Jónasar Hallgríms-
sonar væri með öllu týnt. Hver
einasta útför í kirkjugarðinum
er skráð frá upphafi 1760 og
allt til þessa með nafni og núm-
eri. Fyrstu kistunum, sem sökkt
var djúpt í mýrlenda jörð
garðsins, var ekki alltaf fundið
það leg, sem nákvæmlega hent-
aði síðara skipulagi. Er þær því
að finna að hluta undir síðari
greftri, eins og sýnt er á teikn-
ingum með fyrra þætti og þess-
um, jafnvel undir gangstígum.
Slíkt er einnig algengt hér á
landi, þar sem gjarna er mis-
lagt og skásett.
Með árunum var æ sjaldnar
hugsað til þess, hvar bein lista-
skáldsins góða lægi í moldu f
höfuðborg ríkisins, sem var
heimastaður Jónasar Hall-
grímssonar fremur en nokkur
annar, nema bernskubyggðin í
Öxnadal, sæludalur hans í ljóði
og sveitin best í huga. Kirkju-
staðurinn á Bakka, vestan
Öxnadalsár, suðlægt að sjá
gegnt Steinsstöðum, þar sem
Jónas átti sitt heima og íjöl-
skyldu alla ævi, þótt ekki væri
þar á sálnaregistri eftir 1823,
en á því hausti fór hann á
Bessastaðaskólann og var ekki
heima á Steinsstöðum, nema á
sumartíð eftir það, en að loknu
stúdentsprófi 1829 varð hann
ritari landfógeta og sigldi til há-
skólanáms í Höfn 1832.
Faðir hans, síra Hallgrímur
Þorsteinsson prests síðast í
Stærra-Árskógi, var aðstoðar-
prestur síra Jóns Þorlákssonar
þjóðskálds á Bægisá, og þjónaði
hann Bakkasókn frá 1803 til
fyrir oss aðstæðurnar, ef þeir
væri þar einir sveinarnir og
faðir þeirra horfinn undir
vatnsborðið í strengdu netinu.
Líkið náðist og jarðsöng skáld-
presturinn á Bægisá kapelán
sinn að Bakkakirkju hinn 13. á-
gúst.
Alkunnar eru hendingar
Jónasar í tregaljóðinu um föð-
urmissinn: „Þá var eg ungur, /
er unnir luku / föðuraugum /
fyrir mér saman. / Man eg þó
missi / minn í heimi / fyrstan og
sárstan, / er mér faðir hvarf.“
Og þetta í kvæðislok: „— hið
brennheita / brjóstið kalt. / Von-
. Hluti handritanna varð eftir í Kaupm.höfn. Ekki
mun að heldur endurheimtur sá hluti beina
Jónasar Hallgrímssonar, sem eftir varð í Hjá- i
stoðarkirkjugarði fyrir 50 árum. Strikalínan
sýnir hið rofna grafarstæði skv. heimildum —
og, hvað eftir varð: bein öll ofan brjóstmáls og i
| höndur a.m.k. (teikn. Alda Sverrisdóttir).
1________________________________________________________I
Sigurjón Pétursson glímukappi
kom með bein Jónasar norður að
Möðruvöllum í haustmyrkri fyrir 50
árum. Mistök hans og löghlýðni
embættismanna nyrðra gerðu ætl-
unarverk hans að engu.
LEIFAR I
TVEIMUR
LÖNDUM
^ir^niwnrm- /
Prestshúsið á Möðruvöllum 1946. Sigurjón vakti í bílnum aðfaranótt hins 6. október yfir beinakistunni að
bæjarbaki (teikn. e. máðri mynd: Alda Sverrisdóttir).
dauðadags hinn 4. ágúst 1816,
er hann drukknaði við silungs-
veiði í Hraunsvatni. Presturinn,
samt þaulvanur þessum veið-
um, flæktist í netinu. Er mjög
aðdjúpt, grunnið aðeins örfáir
faðmar og uppsprettuvatnið ís-
kalt. Veiðiferðin var farin eftir
messu á Bakka og er talið, að
fleiri væri í för en síra Hall-
grímur og drengirnir hans, Þor-
steinn 15 ára, Jónas 8 ára. Hef-
ur löngum verið til þessarar
slysfarar höfðað, er skýra á
taugaveiklun einkum Þorsteins,
en átakanlegastar sjáum vér
arstjarna hvarf í dauðans djúp,
/ en Drottinn ræður.“
Bjuggu síra Hallgrímur og
Rannveig Jónasdóttir kona
hans, frá Hvassafelli í Eyjafirði,
fyrstu árin í Hrauni, en á
Steinsstöðum frá 1809. Lifði frú
Rannveig mann sinn í full 50 ár.
Rak hún sjálf búskapinn á
Steinsstöðum fyrstu árin eftir
að hún varð ekkja, en tók ráðs-
mann 1823, Tómas Ásmunds-
son frá Silfrastöðum. Kvæntist
hann Rannveigu dóttur þeirra
síra Hallgríms áður langt leið
og fekk ekkjufrúin þeim brátt
jörðina alla. Frá vori 1825 var
frú Rannveig á Möðruvöllum
hjá Grími Jónssyni amtmanni í
tvö ár. Fyrri veturinn brann hin
mikla stofa, sem Stefán amt-
maður Þórarinsson hafði látið
reisa, er hann tók við embætt-
inu 1787, en hann húsaði stað-
inn allan veglega. Anna
Margret, yngsta barn prests-
hjónanna á Steinsstöðum, fædd
ári áður en faðir hennar dó,
fylgdi móður sinni út að Möðru-
völlum, en þær komu báðar
heim aftur 1827. Stundum er
tahð, að eitthvað hafi bagað
Önnu Margreti, nokkuð svo al-
varlegt, úr því að hún giftist
ekki, en vegna virðingar og í
hlífð geti þess ekki, hvað að var,
í húsvitjunarbók Bægisárpresta.
Hvað, sem um það er, var Anna
Margret vel skýr og snemma
prýðilega lesandi, „gott barn“,
en taugaveiklun gat þó hafa
verið skuggi hennar allt til
dauðans um Jónsmessuskeið
1866. Þá er hún skráð dóttir
ekkjunnar á Steinsstöðum og ó-
gift stúlka. Eftir lát 51 árs
barnsins, gat frú Rannveig
sofnað í friði. Hún fekk hægt
andlát hinn 7. september á
sama sumri. Söng síra Arnljót-
ur á Bægisá mæðgurnar til
moldar á Bakka við hlið gamals
leiðis síra Hallgríms. Á fyrri öld
var mikill siður, að vígðir
venslamenn talaði við útför
merkismanna og mágafólks. Er
ekki að efa, að síra Jón E.
Thorlacius í Miklagarði í Eyja-
firði hafi einnig staðið yfir
moldum mæðgnanna á Steins-
stöðum, enda alfaraleið milli
nágrannasóknanna að Mikla-
garðs- og Bakkakirkjum allvel
sækjandi um Kambsskarð að
sumarlagi. Síra Jón í Mikla-
garði var tengdasonur Tómasar
og Rannveigar Hallgrímsdóttur
á Steinsstöðum, átti Kristínu
Rannveigu, sem fædd var í
Öxnadal 1837.
Tómasi bónda og um hríð
hreppstjóra frá Silfrastöðum
lýsir Eiður Guðmundsson á
Þúfnavöllum svo, að hann væri
höfðingi mikill, gleðimaður með
afbrigðum, hvers manns hug-
Ijúfi og afar vinsæll. Hann var
og góðbóndi og sátu mæðgurn-
ar allar þrjár í hagsældarbúi
hans á hinni fríðu en heldur
landþröngu jörð í þéttbýlum
dalnum. Ári eftir lát Tómasar,
1855, giftist Rannveig Stefáni
Jónssyni á Syðri-Reistará, um-
boðsmanni Eyjaíjarðarsýslu-
jarða og þingmanni, en Stefán
sat öll löggjafarþing Alþingis
1845-1873. Annálaður merkis-
maður og bjó við rausn og
allsnægtir á Steinsstöðum og
bókasöfnun mikla. Þau Rann-
veig voru barnlaus, enda var
hún komin á sextugsaldur, þeg-
ar þau giftust. Meðal niðja
hennar og Tómasar skal getið
síra Tómasar Hallgrímssonar á
Völlum, sem var listamaður í
lund og hætti, svo að þókti
minna á Jónas skáld frænda
sinn í tilhaldi og töktum. Rann-
veig dó á aðventu jóla þjóðhá-
tíðarárið á 73. aldursári. Þegar
sveitungarnir höfðu sungið
sálminn um dauðans óvissan
tíma eftir síra Hallgrím bróður
Guðrúnar formóður hennar, og
presturinn kastað rekunum í
reit Steinsstaðafólksins í