Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Qupperneq 10
ÍDagitr-®ímmn
Laugardagur 7. desember 1996-X
MINNINGARGREINAR
Ingimar Bogason
Ingimar Bogason var fæddur
að Syðra-Skörðugili á Lang-
holti í Skagafirði 18. maí 1911.
Hann andaðist í Sjúkrahúsi Skag-
firðinga 19. maí sl. og var jarð-
settur frá Sauðárkrókskirkju 25.
maí. Foreldrar Ingimars voru
hjónin Bogi Gíslason, bóndi á
Syðra-Skörðugili, og Þorbjörg Ó-
lafsdóttir. Tóku þau við búi á
Syðra-Skörðugili af foreldrum
Þorbjargar, Ólafi Eyjólfssyni og
Guðrúnu Jóhannsdóttur, en for-
eldrar Boga voru Gísli Arason
bóndi í Geitagerði og Sigurlaug
Jónsdóttir. Börn þeirra Boga og
Þorbjargar voru fjórir synir og
var Ingimar þeirra næst elstur.
Tveir bræðurnir, Steinberg og
Sigurjón, dóu í bernsku, en Ólaf-
ur Guðvin lést árið 1935, nítján
ára að aldri.
Ingimar kvæntist 30. maí 1943
Engilráðu Sigurðardóttur frá
Hvammi í Svartárdal í Austur-
Húnavatnssýslu. Engilráð lést 23.
febrúar 1988 og var það Ingimari
þungt högg. Þau hjón eignuðust
fjóra syni, sem alÚr eru á lífi.
Elstur er Gunnar Hörður, f.v.
kaupmaður, búsettur á Sauðár-
króki. Kona hans er Margrét J.
Gunnarsdóttir. Þá Bogi Björgvin,
aðstoðarskólameistari við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla í Reykja-
vík, kvæntur Birnu Helgadóttur.
Næstur er Ólafur Ragnar, yfir-
læknir sjúkrahússins á Sauðár-
króki, og er kona hans Verónika
Jóhannsdóttir. Yngstur er Sigurð-
ur Haukur, framkv.stj. hjá Jó-
hanni Ólafssyni og Co., búsettur í
Reykjavík, kvæntur Elinóru
Jósafatsdóttur. Allir eru þeir
bræður miklir manndómsmenn.
Barnabörn þeirra Ingimars og
Engilráðar eru tólf og barna-
barnabörnin tvö.
Ingimar ólst upp hjá foreldrum
sínum á Syðra-Skörðugili, en móð-
ur sína missti hann árið 1927.
Bjuggu þeir feðgar áfram á
Skörðugili til ársins 1936. Jafn-
framt því að stunda bústörfin með
fóður sínum, vann Ingimar öðru
hverju utan heimilis, svo sem við
vegagerð. Þá var hann og vetrar-
maður bæði í Bólstaðarhlíð og á
Kagaðarhóli í Ilúnaþingi.
Ingimar yfirgaf íoðurleifð sína
1936. Heimili átti hann fyrst í eitt
ár á Reykjarhóli hjá þeim Guð-
mundi Gíslasyni, fóðurbróður sín-
um, og konu hans Sigríði Gísladótt-
ur. Síðan vinnumaður og til heimil-
is á Víðimýri hjá Gunnari Valdi-
marssyni og Amelíu Sigurðardóttur
til ársins 1940 og batt Ingimar
ævilanga vináttu við Gunnar og
Amelíu. Á árunum 1937-1939
bjuggu Jón Björnsson, bóndi og
söngstjóri, og kona hans Sigríður
Trjámannsdóttir á Reykjarhóli.
Bogi, faðir Ingimars, var hjá þeim
seinna árið á Reykjarhóli eða þar
til þau fluttu í Hafsteinsstaði. Ingi-
mar átti þau hjón Jón og Sigríði að
ævilöngum vinum, en Jón hafði
Ingimar þekkt allt frá frum-
bernsku. Á árum Jóns söngstjóra á
Sauðárkróki var hann tíður gestur
á heimili Ingimars og fylgdi Jóni á-
kafi og snerpa sem ungur væri. Var
þá oft glaður góðra vina fundur.
Frá Víðimýri flutti Ingimar í
Halldórsstaði þar sem faðir hans
var þá til heimilis. Þar bjó þá Hall-
dór Gíslason, frændi hans, ásamt
konu sinni Guðrúnu Sigurðardótt-
ur. Þar kynntist Ingimar konu
sinni Engilráðu, systur Guðrúnar,
og voru þær systur dætur þeirra
hjóna, Sigurðar Guðmundssonar
og Elínar Pétursdóttur, sem lengi
bjuggu í Hvammi í Svartárdal.
Árið 1945 fiuttu þau Ingimar og
Engilráð frá Halldórsstöðum og til
Sauðárkróks. Þar stóð heimili
þeirra upp frá því, lengst af á
Freyjugötu 34.
Nokkru áður en þau hjón flutt-
ust frá Halldórsstöðum hafði Ingi-
mar farið að vinna hjá Mjólkur-
samlaginu á Sauðárkróki og vann
þar í tvö ár. Er þeirri vinnu lauk,
sinnti hann næstu árin ýmiss kon-
ar störfum, svo sem almennri
verkamannavinnu og bifreiða-
akstri. En árið 1956 réðst hann til
starfa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
Og þar var ekki tjaldað til einnar
nætur, því hjá Kaupfélaginu vann
Ingimar í 30 ár, eða þar til hann
varð 75 ára. Fékkst hann jöfnum
höndum við afgreiðslu og skrif-
stofustörf og leysti hvortveggja af
hendi með ágætum, enda ná-
kvæmni hans og snyrtimennsku
við brugðið. Rithönd hafði Ingimar
afburða góða, sem kom sér vel
þegar flest var handskrifað.
Ingimar var frábitinn því að
láta á sér bera í samfélaginu. Mér
fannst hógværð hans og hlédrægni
jafnvel stundum um of. En hann
var að eðlisfari ákaflega félags-
lyndur og ávallt reiðubúinn að
leggja hönd á plóg, þegar til hans
var leitað um liðsinni. Það var í
samræmi við lífshugsjón Ingimars
„að vernda æ hinn lægri garð“ og
af því leiddi að hann tók drjúgan
þátt í verkalýðsbaráttunni. Hann
sat í stjórn verkamannafélagsins
Fram á Sauðárkróki um árabil og
var formaður þess um skeið. Hann
átti sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks
frá 1950-1954. Hann tók mikinn
þátt í störfum Verslunarmannafé-
lags Skagafjarðar og var um árabil
formaður þess. Hann var heilhuga
samvinnumaður og var fulltrúi á
aðalfundum Kaupfélags Skagfirð-
inga áratugum saman. Formaður
Dýraverndunarfélags Skagafjarðar
var hann í tvo áratugi og um skeið
formaður klúbbsins Öruggur akst-
ur. Ilann söng með Karlakórnum
Heimi um árabil og var formaður
hans frá 1937-1940. Þegar Heimir
minntist 50 ára afmælis síns, flutti
Ingimar honum þakkarávarp í
ljóðum og segir þar m.a.:
Ég minnist hinna löngu liðnu daga,
þá Ijúfir tónar glöddu huga minn.
Hugþekk verður mörgum söngsins saga
um sól og vor og bjartan himin inn.
Svo vildi til, að ég kynntist Ingi-
mari fyrst í Heimi og þá á
nokkrum örlagatímum fyrir kór-
inn. Þegar Heimismenn komu
saman haustið 1937 til þess að
undirbúa starfsemi kórsins á kom-
anda vetri varð ljóst, að einungis 9
söngmenn höfðu tök á því að
halda starfinu áfram. Nú, jæja,
þetta var þó tvöfaldur kvartett og
einum manni betur og að því leyti
virtist áframhaldandi starf engin
frágangssök. Hitt var lakara,
hversu misskipt mönnum var í
raddir. Að vísu voru þrír í öðrum
bassa: Halldór á Fjalli, Björn í
Reykjahh'ð og Tobías á Hellu; þrír í
fyrsta bassa: Gísli í Mikley, Sigurð-
ur Kristófersson og Ingimar Boga-
son; tveir í öðrum tenór: Björn á
Krithóli og Vigfús á Brekku, en að-
eins einn í fyrsta tenór, Gunnlaug-
ur í Ilátúni. Enginn vildi þó að ó-
reyndu leggja árar í bát, allra síst
formaðurinn Ingimar, og söng-
stjórinn, Jón Björnsson, heldur
skyldi þess freistað að fá í hópinn
þrjá nýliða, einn í annan tenór og
tvo í þann fyrsta. Og þetta tókst.
Gísli Jónsson, seinna á Víðivöllum,
gekk til liðs við þá Björn og Vigfús
í öðrum tenór, en við Þorsteinn í
Stokkhólma settumst undir arar
með Gunnlaugi í fyrsta tenór. Það
sagði Ingimar mér síðar, að hann
hefði ekki mátt til þess hugsa, að
kórinn hætti störfum. Ég er ekki
bær að dæma um söng þessa fá-
menna flokks né er þar heldur
hlutlaus aðili. En það man ég að
kórinn söng alloft opinberlega
þennan vetur og við góðar undir-
tektir.
Mér þótti ákaflega gaman að
taka þátt í þessari söngstarfsemi
og félagsskapurinn var alveg frá-
bær. Allir bundumst. við vináttu-
böndum, sem entust ævilangt. Eins
og að líkum lætur, er þessi þrettán
manna flokkur farinn að þynnast.
Eftir lifa aðems fjórir. Nú síðast
leysti Ingimar landfestar.
Ingimar var þeirrar gerðar, að
maður mat hann því meir sem
kynnin urðu nánari. Hann var
íluggreindur, víðlesinn og fróður,
svo að ógjarnan var þar komið að
tómum kofum. Hafði gaman af að
velta fyrir sér ráðgátum tilverunn-
ar og komst þá stundum að ný-
stárlegri og eftirtektarverðri nið-
urstöðu. Glettinn var hann og
stundum grunnt á gáskanum.
Skáldmæltur vel, en hélt því lítt á
lofti. Einstakt snyrtimenni og hall-
aðist þar ekki á um þau hjón, svo
sem heimili þeirra bar gleggstan
vott um. Og það var oft mann-
kvæmt á Freyjugötunni hjá þeim
Ingimari og Engilráðu. Þar sátu
glaðværð, gestrisni og greiðasemi í
öndvegi. Þar rökræddu menn og
leituðust við að brjóta til mergjar
hin margvíslegustu mannfélags-
mál, en þau voru húsráðendum
mjög hugleikin. Þarna var gott að
koma. Frá þessum „kvöldvökum"
og öðrum samfundum okkar Ingi-
mars á ég margar minningar. Þær
eru góð eign. Og fyrir þær vil ég
þakka nú við leiðaskil.
Magnús H. Gíslason,
Frostastöðum.
Bryndís Kristjánsdóttir
Bryndís Kristjánsdóttir fæddist
á Húsavík 11. desember
1964. Hún lést á Landspítal-
anum 2. desember síðastliðinn.
Foreldrar hennar eru Ragnhild
Hansen, f. 19.04. 1943 í Reykjavík,
og Kristján Sigurðarson frá Lund-
arbrekku, f. 18.07. 1942. Bryndís
giftist 2. október 1993 Gísla Rafni
Jónssyni, f. 20.04. 1964, frá Víkur-
nesi í Mývatnssveit. Synir þeirra
eru Arnar Rafn, f. 26.12. 1991, og
Fannar Rafn, f. 11.05.1996.
Útför Bryndísar fer fram frá
Reykjahlíðarkirkju í dag, 7. desem-
ber, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Vinkona okkar og fyrrum vinnufé-
lagi, Bryndfs Kristjánsdóttir, er látin,
aðeins 31 árs að aldri.
í endurminningunum sem leita á
hugann er sólskin og heiðríkja í Mý-
vatnssveit. Bryndís hafði lengi
hlakkað til að taka á móti okkur
vinnufélögunum og eyða með okkur
degi í sveitinni sem var henni svo
kær. í velheppnaðri vinnustaðarferð
sýndu þau Gísli Rafn okkur náttúru-
undur ýmiss konar og gömul mann-
virki og fræddu okkur eins og þeim
var báðum svo vel lagið. Að því
loknu var slegið upp veisluborði á
heimili foreldra hans og að sjálf-
sögðu boðið upp á reyktan Mývatns-
silung, nýorpin egg og annað hnoss-
gæti. Þá var hún hrókur alls fagnað-
ar eins og ávallt endranær.
Bryndís var öðrum duglegri að
efna til mannfagnaða og veita gest-
um sínum af því besta sem hún átti.
Þau hjónin voru einstaklega glæsileg
þegar þau gengu að hljóðfærinu;
hún söng negrasálma fyrir gesti sína
hljómmikilli röddu og hann spilaði
undir.
Við kynntumst Bryndísi fyrst þeg-
ar hún kom sem félagsráðgjafanemi
í starfsþjálfun á Félagsmálastofnun
Akureyrar. Hún sýndi strax hvaða
hæfileikum hún bjó yfir, varð undur-
íljótl hagvön og tengdist okkur sam-
starfsfólkinu sterkum böndum.
Eðliskostir hennar komu síðan enn
betur í ljós, þegar hún kom tii starfa
á stofnuninni að loknu námi. Bryn-
dís var ákaflega dugleg, fumlaus og
afkastamikil, hugrökk og gagnrýnin,
og hún hikaði ekki við að taka af
skarið þegar henni þótti ástæða til.
Bryndís deildi með okkur gleði og
sorg, og við hrifumst af mannkostum
hennar.
Okkur er sérlega minnisstætt
þegar Bryndís fór á slægjuball í Mý-
vatnssveit og kynntist mannsefninu
sínu. Milli þeirra mynduðust strax
sterk og innileg tengsl, byggð á
gagnkvæmri virðingu og væntum-
þykju. Hún heillaðist af mörgu í fari
hans, meðal annars því hvað hann
sagði fallega frá. Ekki hefði hún get-
að valið sonum sínum betri fóður:
laginn við börn, umhyggjusaman og
þolinmóðan. Þau Gísli Rafn voru ein-
staklega samhent og heimilið, fjöl-
skyldan og börnin sátu í fyrirrúmi
hjá þeim báðum. Úr varð að þau
settust að í Mývatnssveit og saman
byggðu þau sér reisulegt hús á
bökkum Mývatns og hafði Bryndís
sérstaklega á orði að ekki þyrfti
málverk á veggi í svona fallegri
sveit. Bryndís smitaðist af áhuga á
Qölskyldufyrirtækinu og ásamt
tengdaforeldrum hennar færðu þau
út kvíarnar og hófu rekstur gisti-
þjónustu. Sú vinna lék í höndum
hennar, skipulögð og gestrisin eins
og hún var og með hugann fullan af
framtíðaráformum.
Nú er hún öll, hrifin á braut með
sviplegum hætti. Við vissum að hún
átti við veikindi að stríða síðustu vik-
urnar, og þau reyndust alvarlegri en
nokkurn grunaði.
Elsku Gilli, nú er okkur orða
vant. Við sendum þér og sonunum
ungu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd vinnufélaganna,
Guðrún, Valgerður og Hulda.
Kenndu mér klökkum
að gráta
kynntu mér líftð í svip
Fœrðu mér friðsœld
í huga
finndu mér leiðir á ný
Og sjáðu hvar himinn heiður
handan við þyngstu ský
er dagur sem dugar á ný
(Sigmundur Ernir Rúnarsson)
Elsku Bryndís.
Það er erfiðara en orð fá lýst að
standa frammi fyrir því að þú sért
farin. Við sem vorum rétt að byrja
að fóta okkur á ný eftir fráfall elsku
mömmu. Það er ekki á okkar vaidi
að skilja hvers vegna þú í blóma lífs-
ins varst hrifin burt frá Gilla og litlu
drengjunum ykkar.
Mig langar að þakka fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman
bæði í sveitinni okkar, fyrst í Víkur-
nesi og síðar í fallega húsinu ykkar,
Arnarnesi, og hjá okkur á Akureyri.
Þær stundir voru stundum erfiðar,
eins og í veikindum mömmu, oftar
skemmtilegar en alltaf góðar. Þær
munu geymast í minningunni og
verða okkur enn dýrmætari þegar
sárasta sorgin dvínar. Mig langar
líka að þakka þér fyrir hversu vel þú
reyndist alltaf Jóni Árna mínum,
sem átti heimili sitt hjá ykkur tvö
síðastliðin sumur og var að passa
Arnar Rafn, frænda sinn.
Við munum öll reyna að standa
þétt saman, vera Gilla styrkur og
vaka yfir litlu drengjunum ykkar af
fremsta megni. Ég veit, elsku Bryn-
dís, að mamma mín hefur tekið á
móti þér og að hún mun leiða þig og
hjálpa eins og svo oft hérna megin.
Takk fyrir allt og megi góður Guð
gæta þín á ókunnum stigum og
styrkja og blessa elsku bróður minn
og litlu strákana ykkar.
Solla.
Elsku amma.
Við trúum því varla að þú sért
farin, eða kannski viljum við bara
ekki trúa því. Það er svo skrítið að
hugsa til þess að þú sért ekki lengur
í Hamragerðinu, þar sem þú hefur
alltaf verið síðan við munum eftir
okkur, tilbúin með kaffi og konfckt
handa þeim sem litu inn, og alltaf
kandís handa okkur.
Það eru ekki ófáar minningarnar
sem við eigum um þig, elsku amma,
eða „amma lalli" eins og við kölluð-
um þig alltaf. Við munum aldrei
gleyma því hvernig þú hélst í hend-
urnar á okkur þegar við vorum litlar
og söngst fyrir okkur „Létt stígur
lalli". Við vorum daglegir gestir hjá
þér þá, og þótt við höfum vaxið mik-
ið síðan þá breyttist þú aidrei, þú
varst alltaf bara hún „amma okkar
lalli" og þannig munum við alltaf
muna þig.
Þetta verða lfka skrýtin jól, án
þín. Skrýtið að þú komir ekki í mat
með afa á aðfangadagskvöld, og
skrýtið að við munum aldrci framar
hittast öll í jólakaffinu í Hamragerð-
inu eins og hefð er fyrir, og fá að
smakka kakóið þitt, það gat enginn
gert jafngott kakó og þú. Já, það er
svo margt sem breytist nú þegar þú
ert farin, margar hefðir sem liíðu
með þér og verða aldrei eins án þín.
Við trúum þessu varla, allt í einu
ertu farin. En við munum aldrei
gleyma þér, og við trúum því að þú
munir alltaf vera hjá okkur. Þú lifir í
hjörtum okkar, „elsku amma lalli“.
Blessuð sé minning þín.
Arna og Halla.