Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 2
Laugardagur 14. desember 1996-11 H U S I N B Æ N U M Freyja Jónsdóttir skrifar Milli Dalatanga að sxmnan og Álftavíkurtanga að norðan er Seyðisfjarðar- flói. Inn úr honum ganga tveir firðir, Seyðisfjörður og Loðmund- arfjörður. Þrátt fyrir miklar nátt- úruhamfarir í áranna rás er blómleg byggð á Seyðisfirði. Feg- urð staðarins heldur í þá sem þar hafa slitið barnsskónum. Á Seyðisfirði eru frábær hafn- arskilyrði, aðdjúpt og skjólgott. Þaðan eru siglingar frá fslandi til Norðurlanda á sumrin með Smyril Line. Á sumrin, í skjóli fjalla, grær í hvömmum og lautum gróskumik- ill og fjölbreyttur gróður og Bjólf- urinn sýnist meinleysislegur á lognkyrrum sumardegi. En þegar vetur konungur tekur völdin, hafa gerst þar hörmulegir og ó- bætanlegir atburðir, snjó- og krapaflóðin, sem hafa höggvið skarð í byggðina, tekið mannslíf og skilið eftir djúp sár í hjörtum eftirlifandi ættingja og vina. Húsin á staðnum, sem hafa verið byggð um aldamótin síð- ustu, voru mörg hver kennd við eigendur sína. Húsið, sem fjallað verður um hér á eftir, hefur gengið undir ýmsum nöfnum: Björnshús, Bergþórshús, Kálfa- tjörn, Hóll og stundum kallað Inn á Bakka. Frá 1925 hefur húsið verið númer 13 við Vesturveg. Árið 1907 byggði Björn Þor- valdsson sér hús á svokallaðri Fjarðaröldu, sem liggur inn með Fjarðará, sem nú er Vesturvegur 13. í brunavirðingu sama ár er húsinu lýst þannig: „Hús Björns Þorvarðarsonar á Fjarðaröldu er 10 x 6 álnir að stærð, 5 1/2 alin á hæð. Það er með timburgrind, klætt utan með tvöfaldri borða- klæðningu með pappa í milli. í húsinu eru þrjú herbergi, eldhús og gangur, allt þiljað inn- an. í húsinu er múrpípa úr kalki sem gengur upp í gegnum mæn- inn; í hana ganga einn ofn og ein eldavél. Bak við panil á veggjum og lofti er pappalag. Undir hús- inu er hár kjallari úr sements- steypu, í honum eru þrjú skilrúm. Við húsið er inngönguskúr úr timbri, 2x2 1/2 alin að stærð.“ Björn fluttist frá Mjóafirði til Seyðisfjarðar og er talið að hann hafi aðeins búið þar í fimm ár. Á meðan hann átti húsið var það nefnt Björnshús. í manntali frá árinu 1910 eru taldir til heimilis í Björnshúsi: Björn Þorvarðarson, fæddur 25. september 1879 að Einholti í Vestur-Skaftafellssýslu; Snjófríð- ur Gísladóttir, kona hans, fædd 15. febrúar í Holti í Rangárvalla- sýslu; Sigurjón Sigurjónsson, fæddur 16. október 1903 að Stuðlum í Norðfirði; Ingibjörg Björnsdóttir, dóttir hjónanna,. fædd 23. júlí 1907 að Stuðlum í Norðfirði; Sveinbjörn Sigurjóns- son, fæddur 19. ágúst 1885 í Mjó- afirði í Suður-Múlasýslu; og Vil- hjálmur Helgason, fæddur 26. september 1888, einnig í Mjóa- firði, Suður-Múlasýslu. Næsti eigandi er Bergþór Björnsson, en hann er skráður eigandi að húsinu 1912; hann átti húsið á þriðja ár. Um tíma var húsið kallað Bergþórshús. Talið Vesturvegur 13. Vesturvegur 13 Seyðisfírði Anna, Andrés bakari og Rósalinde. Ingibjörg og Sigvaldi. er að Bergþór Björnsson hafi síðar gerst bóndi að Eystri-Krók- um í Suður-Þing- eyjarsýslu. Árið 1915 kaupir Hermann Þorsteinsson skó- smiður húsið, en mun ekki hafa búið í því og seldi það Þorsteini Árnasyni skip- stjóra, sama ár. Þorsteinn var fæddur 24. októ- ber 1884 að Ríp í Rósalinde. Hegranesi. For- eldrar Þorsteins voru séra Árni Þorsteinsson, fæddur 17. mars 1851, prestur að Ríp í Hegranesi og að Kálfatjörn á Vatnsleysu- strönd. Sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu um margra ára skeið. Móðir Þorsteins var Ingi- björg Valgerður Sigurðardóttir frá Þerney, fædd 21. desember 1848. Sóra Árni Þorsteinsson lést 15. ágúst 1919. Ingibjörg Valgerður lést 14. júní 1925. Kona Þorsteins Árnasonar var Natalie Vilhelmine Rósalinde Jörgensen, faðir hennar var And- ers Jörgensen bakari á Seyðis- firði, fæddur á Sjálandi, Dan- mörku, 1. október 1855. Móðir hennar var Johanne Lene Caroline Johansen, fædd 30. á- gúst 1857 í Kaupmannahöfn, en þar bjuggu foreldrar hennar. Anders Jörgensen og Johanne Lene Caroline eignuðust tíu börn, en þau komust ekki öll upp. Rósalinde, kona Þorsteins Árnasonar skip- stjóra, var elsta barn þeirra. í krapaflóð- inu mikla, sem kom úr Bjólfin- um kvöldið 13. janúar 1882, sýndi Anders Jörgensen mikla karl- Þorsteinn Árnason skipstjóri. mennsku þegar hann bjargaðist úr flóðinu. Þegar flóðið skall á bakaríinu, sem var í kjallara hót- elsins, var Anders Jörgensen þar einn við vinnu sína. Flóðið flutti húsið til um þrjár álnir og laskaði það mikið. Kjallarinn fylltist af krapa og vatni og hlaupið um- turnaði öllu á efri hæð hússins, þeim megin sem að íjallinu vissi. Talið er að Jörgensen hafi komist upp á kassa, en krapið mun samt hafa náð honum í háls og varð að rjúfa gólfið til að bjarga honum. Ekki liðu nema rúm þrjú ár frá krapaflóðinu þar til stærsta og ægilegasta snjóflóð, sem fallið hefur úr Bjólfinum, féll á Seyðis- flörð að morgni öskudags 18. febrúar 1885. í því flóði fór hús Anders Jörgensen bakara, en íjölskyldan bjargaðist. Anna Hel- ena, næst elsta barn bakarahjón- anna, var þá á fyrsta ári og í vöggu. Vaggan með barninu heilu á húfi fannst úti á firðinum og hafði spýta úr húsinu fest í vögg- unni og haldið henni á floti. Þorsteinn Árnason var mikill athafnamaður, hann lærði skip- stjórnarfræði í Danmörku. Ásamt því að vera skipstjóri var hann til margra ára skipaskoðunarmaður á Seyðisfirði. Frá Seyðisfirði flutti fjölskyld- an til Raufarhafnar 1931 og bjó þar þegar Þorsteinn varð fyrir slysi og missti heilsuna. Eftir það fluttu hjónin til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við dyra- og hús- vörslu hjá Agli Benediktssyni og Margréti Árnadóttur, systur sinni, í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Þorsteinn Árnason og Rósa- linde (Rósa) eignuðust tvær dæt- ur: Ingibjörgu Steinu og Karoline Helenu, sem lést á unglingsárum. Ingibjörg Steina er ákaflega kát og skemmtileg kona, sem ber aldurinn vel. Hún hefur nýverið komið fram í auglýsingum í sjón- varpinu og einnig í þætti hjá Hemma Gunn. Maður Ingibjargar Steinu var Sigvaldi Sigurberg Sveinbjörns- son, skipstjóri og útgerðarmaður, sem nú er látinn. Hann var fædd- ur 1. janúar 1904 að Gerðum í Garði. Þorsteinn Árnason lést 22. maí 1946. Eftir að Rósalinde varð ekkja flutti hún til dóttur sinnar og tengdasonar í Hafnarfirði að Mjósundi 3 og síðan að Brekku- götu 12. Hún lést 7. janúar 1961. í manntali frá 1920 er húsið kallað Þorsteinshús. Þá búa þar: Natalie Vilhelmine Rósalinde Jörgensen, Þorsteinn Árnason, skipaskoðunar- og útgerðarmað- ur, dætur þeirra: Ingibjörg Steina, fædd á Kálfatjörn, og Karoline Helena, fædd á Seyðis- firði. Enn fremur er þar vetrar- stúlka, Rebekka Skaftadóttir, fædd 23. desember 1870 í Vest- mannaeyjum. Þorgils Baldvinsson eignaðist húsið 1931 og átti það til ársins 1939, en þá kaupir það Guðfinn- ur Jónsson frá Hvammi, sem er næsta hús fyrir utan. Bróðir hans, Sigurbjörn Jónsson, kaupir húsið af honum 1947. Sigurbjörn byggði við húsið 1948 og við það lengdist það um þrjá metra. Efn- ið, sem notað var í viðbygging- una, var úr húsi ljósmyndastofu Eyjólfs Jónssonar, en Sigurbjörn keypti það hús til niðurrifs og notaði timbrið í viðbygginguna. Á sama tíma og byggt var við húsið var það klætt járni. Núna eru í húsinu eitt íbúðarherbergi, þvottahús og geymsla niðri. Uppi eru tvær samliggjandi stofur, tvö svefnherbergi, eldhús og bað. Nýir gluggar voru settir í húsið 1992, en þeir eru ekki með upp- runalegu sniði. Innandyra eru innréttingar og flest annað með upprunalegu sniði. Þetta er fal- legt og vel hirt hús á fögrum stað. Núverandi eigandi er Guð- munda Guðmundsdóttir. Heimildir frá Þjóðskjalasafni, Húsasögu Seyðisfjarðar, með leyli höfundar Þóru Guðmundsdóttur. Konráðs Bjarnasonar, Carstens Jörgensen og hjónanna Þor- steins Sigurbergs Sigvaldasonar og Guð- leifar Jóhannesdóttur.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.