Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 7
|Dagúr-'38ntimt Laugardagur 14. désember 1996 - VII MINNINGARGREINAR Kristinn Beck Kristinn Beck eða Eyjólfur Kristinn, eins og hann hét fullu nafni, fæddist að Kollaleiru í Reyðarfirði 16. maí 1903. Hann lést á Landspítalan- um 3. desember sl. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Beck, bóndi að Kollaleiru, f. 1866, d. 1945, og Þuríður Eyjólfsdóttir, f. 1868, d. 1962. Hann var 4. í röð 10 systkina, sem öll eru nú látin nema Steinunn, sem er elst, f. 1.1. 1899, og Sæbjörg, f. 13.2. 1902. Kristinn kvæntist 26.9. 1931 Ingu Nilsen, f. 31.1. 1898, dóttur hjónanna Nils Nilsen frá Noregi og Kristínar fsleifsdóttur. Inga lést 22.6. 1987. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu, f. 10.6. 1933. Ilún býr í Reykjavík, gift Sigurði Jónssyni, tannlækni þar, f. 16.5. 1932. Börn þeirra eru: 1) Inga, kennari í Reykjavík, f. 25.5. 1956, gift Þórði Þórðarsyni, f. 26.6. 1955. Þau eiga þrjú börn: Kristínu f. 1980, Helgu f. 1983, og Magnús Örn f. 1988. 2} Jón Örn, símsmiður í Reykjavík, f. 31.12. 1964, kvæntur Ragnheiði Gunn- arsdóttur, f. 26.4. 1966. Þau eiga dótturina Berglindi f. 1995. Kristinn stundaði lengst af akstur leigubifreiða, en jafnframt akstrinum vann hann ýmis störf að viðhaldi húsa í sinni heima- byggð, enda handlaginn með af- brigðum og eftirsóltur tU alls kyns handverks. Hann hlaut iðn- bréf í járnsmíði 1938. Eftir lát Ingu 1987 bjó Kristinn einn í íbúð þeirra í ValhöU á Reyðarfirði, uns hann varð fyrir óhappi síðsumars 1995. Fór hann þá á sjúkrahúsið í Neskaupstað og dvaldist þar fram í mars á þessu ári. Þá fluttist hann á Hrafnistu í Reykjavík, en dvöl hans þar varð ekki nema rúm- lega hálft ár. Hann lést, eins og áður segir, hinn 3. desember sl. Útför hans verður gerð frá Reyð- aríjarðarkirkju í dag kl. 14. Mikill höfðingi hefur verið af heimi kallaður. Höfðingi mikils hagleiks, meistari mikillar frásagnarlistar, trúr þegn og trygglyndur, vinsæll og vel virtur af sínu samferðafólki, margfróður vel og vandaður í hví- vetna, ljúfri lund og leikandi glettni við brugðið. Gott er hverjum þeim að kveðja sem svo hefur lifað langa ævi og á við leiðarlok svo ljómandi sögu. Allt fram undir það síðasta lét hann í litlu hlut sinn fyrir elli kerl- ingu, átti sína heiðu hugsun og bærilega líkamskrafta þó aldur væri orðinn hár, kominn allnokkuð á tíunda tug. Kristinn Beck er þeim minnis- stæður mjög er með honum áttu samfylgd um ævina, gegnheill og grandvar með græskulausa kímni að farsælum fórunaut. Hann var hóglátur maður og hæverskur vel, en skaplyndi skýrleiks og festu átti hann og þannig ávann hann sér allra traust og trúnað. Vináttu hans var gott öllum að eiga, hlýr í lund í hógværð sinni, á hann var óhætt að treysta, orð hans stóðu. Kristni var margt til lista lagt. Hann lærði á sínum tíma járn- smíði, en sinnti henni ekki mikið, þó vandaðir og vel unnir væru munir þeir er hann gerði. Hann var mikill hagleiksmaður, fékkst við ýmsa iðn með ágætum, smíð- aði, málaði, lagfærði og mjög róm- að handbragð hans í hverju einu. Ilann átti eðh góðbónda í ríkum mæli. Meðan hann átti fé þótti það einkar vænt og vel fram gengið; þar eins og í öðru lagði hann að alla sína alúð. Hins vegar mun hans án efa um Austurland og enn víðar minnst sem hins bráðsnjalla bifreiðarstjóra sem aldrei hlekktist á, en Kristinn var um ianga hríð með leigubifreið og ók vítt um vegi og vegleysur raunar, þar sem þá var ástand vega allt annað en í dag. Hann þótti með afbrigðum farsæll sem slíkur og fjölmargir sem tóku sér helst ekki far með öðrum en honum. Gestir á Austur- landi, sem hann ók um firði sem Hérað, vildu engan annan en Kristin ef kostur var, væru þeir áður búnir að aka með honum, og segir það sína sögu af vinsældum hans. Var hvort tveggja að hann var afar fróður um byggðir sem búendur og svo var hann auðvitað svo einstaklega skemmtilegur í viðræðum, kryddaði léttri kímni kjarnyrtar frásagnir svo hrein unun var á að hlýða. Öryggi hans og ökuleikni öll víðkunn og verð- skulduð. Fáa sögumenn heíl ég heyrt fara svo á kostum í frásögn- um öllum og efst þó ætíð einlæg velvild í garð þeirra sem getið var. Á löngum leiðum og oft erfiðum yfirferðar var ekki amalegt að eiga slíkan samræðusniiling við stjórn- völ um leið og menn fundu að hjá honum voru þeir í góðum höndum hins gætna en jafnframt áræðna bifreiðarstjóra. Kristinn var af einstaklega miklu kjarnafólki kominn í báðar ættir, svo ekki féll eplið langt frá eikinni, enda ef velja ætti honum verðugt heiti þá væri það val- menni. Faðir minn og Kristinn voru systrasynir og góð frændsemi með þeim. Minnisstætt er mér frá bernsku, þegar faðir minn lá fár- veikur heima og um tíma vart hugað h'f, að þá var Kristinn kom- inn þar til hjálpar og hughreyst- ingar, ásamt því að sinna aðdrátt- um að heimilinu. Foreldrar mínir mátu þetta afar mikils og minntust oftlega þessarar elskulegu hjálp- semi Kristins á erfiðum stundum. Greiðvikni og hjálpsemi voru hon- um eðlislægir kostir, sem sam- ferðafólk hans mat eðlilega að verðleikum. Kristinn var enda vinmargur, vinfastur og frændrækinn, vina- og frændgarður hans fjölmennur og hann hrókur alls fagnaðar heima sem heiman, glaðsinna góðvild hans gjöful mörgum. í öllu sínu einkalífi var hann góður gæfumaður, eignaðist af- bragðsgóða og hæfdeikaríka konu, heimili þeirra hlýlegt og bar smekkvísi beggja hið besta vitni. Þangað var löngum gestaíjöld gott að koma, enda hjartarúm húsráð- enda mikið. Þau voru bæði félags- lynd hið besta og féll vel að blanda geði við aðra. Dóttirin Kristín var augasteinn þeirra og samband þeirra feðgina fágætlega gott. Þegar ég hitti Kristin síðsum- ars, fann óg að honum var veru- lega brugðið, þó æðrulaus gengi hann mót örlögum sínum. Hann var orðinn saddur lífdaga, þegar íjör og kraftur voru á svo hröðu undanhaldi, en reisn hugans söm við sig. Þeim sem þannig er farinn að fjöri lífsins heilsar dauðinn sem líknsamur og kærkominn gestur. Hann gat litið yfir farsælan ævi- veg, honum hafði lífið fært marga góða gjöf og hann var hlutverki sínu hið besta trúr. En það er vissulega sjónarsviptir að slíkum höfðingsmanni hollra viðhorfa, heillyndis og heiðrikrar lífssýnar. Við Hanna þökkum fylgd góða um fjöimörg ár, sendum okkar góðu vinum, Kristínu og Sigurði og þeirra fólki öllu, okkar einlægustu samúðarkveðjur. Kristinn Beck skilur eftir sig margar minningaperlur. Þar fór drengur góður, er með dug og dáð dvaldi með okkur ærið langan ævi- dag. Hann átti sína einlægu og bjargföstu trúarvissu og honum fylgja hlýjar kveðjur og þakkir yfir til þeirra ódáinslanda eilífðarinnar sem öll hans vissa stóð til. Blessuð sé bjarmandi góð minning. Helgi Seljan. Kveðja frá tengdasyni Iiinsta ferðin hafin er hjá heiðursmanni snjöllum. Glaður þessafór hannfer, fegnastur af öllum. Marga áður fór hann ferð, flutti „mann og annan ". Eignaðist við það vinamergð, því vini í öllum fann hann. Milli ferða fékkst hann við aðfegra hús og bœta. Hans var auðþekkt handbragðið á handverkinu mœta. Er segja tók hann sögurnar, sálar léttist byrði, því kímnigáfa Kristins var kunn um alla firði. Um þrítugs aldur, að ég tel, fór lnga að „gefa tóninn“. í Valhöll bjuggu lengi vel þau valinkunnu hjónin. Ég votta þeim í þessu hér þökk og virðing mína. Pau gáfu auk alls annars mér einkadóttur sína. Með söknuði ég Kristin kveð, en klukkur lífsins tifa. Ég þakka að hafa honum með nœr hálfa öld mátt lifa. Blessuð veri minning Kristins Beck. Sigurður Jónsson. Kristín Sigvaldadóttir Kristín Sigvaldadóttir var fædd 25. október 1906 á Gilsbakka í Öxarflrði. Hún lést í Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík 1. desember sl. Foreldrar hennar voru Elíseus Sigvaldi Sigur- geirsson, bóndi á Gilsbakka, f. 3. júb' 1871, d. 7. okt. 1922, og kona hans Sigurlaug Jósefsdóttir hús- freyja, f. 13. febr. 1874, d. 20. nóv. 1959. Kristín var sjötta í röðinni af 12 systkinum. Þau eru: Benjamín, f. 3. sept. 1895, d. 23. aprfl 1971, Sig- urður, f. 18. október 1897, d. 15. okt. 1907, Friðgeir, f. 6. maí 1899, d. 11. mars 1966, Sigrún, f. 31. okt. 1900, d. 24. jan. 1975, Halldór, f. 27. nóv. 1902, d. 27. sept. 1988, Ás- fríður, f. 26. sept. 1904, d. 20. maí 1980, Sigurður Óskar, f. 6. des. 1908, Rakel, f. 23. júní 1910, Guðný Ingibjörg, f. 15. okt. 1911, d. 21. nóv. 1988, Sesselja, f. 28. jan. 1913, og Guðbjörg, f. 11. febr. 1915, d. 21. okt. 1989. Þá tók móðir þeirra til sín sem sitt cigið barn Margréti H. Vilhjálmsdóttur. Þann 20. júlí 1926 giftist Kristín Jóni Pálssyni frá Svínadal í Keldu- hverfi, f. 29. ágúst 1900, d. 2. mars 1966. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Áslaug, f. 26. febr. 1927, hún býr í Kópavogi. Hún var gift Aðalsteini Gíslasyni, f. 16. júní 1913. Börn þeirra eru: Kristín. f. 8. maí 1946, gift Hallgrími Indriða- syni; Tryggvi Þór, f. 27. júní 1950, kvæntur Svanhvíti Ingóifsdóttur; og Vilborg, f. 9. okt. 1954, gift Áskcli Þórissyni. Dóttir Áslaugar með Gísla Guðmundssyni er Ásrún Björk, f. 22. növ. 1963. 2) Sigvaldi, f. 1. júlí 1928, hann býr á Ilúsavík. Hann er kvæntur Áslhiidi Guð- mundsdóttur, f. 1. júlí 1928. Börn þeirra eru Guðmundur, f. 14. aprfl 1954, kvæntur Torfhildi Stefáns- dóttur, hann var áður kvæntur Álf- heiði Jónínu Styrmisdóttur; Kristín, f. 30. okt. 1955, gift Vilberg Rúnari Jónssyni; Páll, f. 15. febr. 1960, og Óskar, f. 10. okt. 1962, kvæntur Lindu Hildi Leifsdóttur. 3) Páll Þór, f. 1. des. 1930, býr í Keflavík. Fyrri kona hans var Guðmunda Sigríður Óskarsdóttir, f. 11. júní 1938. Börn þeirra eru: Eygló Erna, f. 19. nóv. 1958, gift Gunnari Magnússyni, og Jón Örn, f. 30. júlí 1960, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur. Síðari kona hans er Sólveig Ilulda Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1934. Börn þeirra eru: Guðbjörg Jóna, f. 12. sept. 1959, gift Sigurði Hallmari ísleifssyni; Magnús Valur, f. 28. mars 1962, sambýiiskona Jóna Guðrún Jóns- dóttir; Þórður, f. 27. mars 1963, kvæntur Rhonda Graham, og Krist- inn Þór, f. 11. júní 1966. 4) Ey- steinn, f. 3. mars 1935, býr í Kefla- vík. Hann er kvæntur Öidu Þor- valdsdóttur, f. 26. des. 1941. Börn þeirra eru: Jón Þorvaldur, f. 1. febr. 1960; Sigurður Þór, f. 23. mars 1961, d. 1. júní 1961; Sigríður Kristín, f. 6. maí 1963, sambýlis- maður Jónas llciðdal Helgason; Ei- ríkur Bjarki, f. 15. júlí 1965, sam- býliskona Hafdís Kjærncsted Finn- björnsdóttir. 5) Jóhann, f. 6. febr. 1948, býr í Vestmannaeyjum. Hann er kvæntur Guðbjörgu Engilberts- dóttur, f. 31. dcs. 1950. Börn þeirra eru: Heiðrún l.ára, f. 8. febr. 1968, og Þröstur, f. 6. aprfl 1976. Langömmubörn Kristínar eru 37 og langaiangömmubörn eru tvö. Kristín var húsfreyja í Svínadal í Kelduhverfi 1926-1936, síðan í Þór- unnarseli í sömu sveit til ársins 1963. Þá flutti hún til Reykjavíkur. Hún vann fyrst í mötuneyti Sam- vinnutrygginga, en lengst af í eld- húsinu á Flókadeildinni. Árið 1987 fluttist Kristín til Húsavíkur og síð- ustu árin dvaldi hún á Hvammi, heimili aldraðra þar í bæ. Amma mín, Kristín Sigvaldadótt- ir, er látin. Löngu lífi er lokið. Hún ætlaði sér að verða níræð og halda veislu. Það var hennar síðasta tak- mark og mikil gleðistund. Ekkert veitti henni ömmu meiri ánægju en veita vel og vita af nógum mat í skápum og búri. Hún gladdist mest ef aðrir nutu veitinga hennar og gjafa. Hún amma var gjöful, en ekki einungis á mat og sokkaplögg. Ég fæddist á kvistinum hjá henni og öll sumur bernsku minnar var ég hjá henni og afa. Það var gæfa mín. Það var alltaf sumar og sól. Aldrei man ég að hafi rignt, hvað þá blásið. Amma sagði frá, hún sagði mér frá lífinu og við hverju mætti búast. Það er mér minnisstætt. Amma sagði mór líka frá bernsku sinni, sem var með afbrigðum erflð. Barn að aldri vann hún hvíldarlaust frá morgni til kviilds. Átta ára gömul var hún lán- uð, vann erfið verk og slítandi, varð oft veik og örmagna af þreytu. Fólkið var ekki vont við hana, sagði hún. Hún var send út í stórhríð til að leysa hey, fór með hesta á milli bæja. Hún skældi, því hún var svo lúin í hnjánum og óttalega kalt. Ellefu ára fékk hún að fara í skóla hjá lærðum kennara í sex vik- ur. Kennarinn var góður við hana, sagði að skriftin væri góð; hann sagði: „Þið eigið að skrifa eins og þessi stúlka.“ Henni fannst stórkost- legt að hann skyldi segja þetta. Þetta var í eina skiptið sem ég man ömmu tala um það sem hún gerði vel. Ilún sagðist aldrei gleyma hve dýrlegt veðrið var þegar hún fór fyrst fram í Svínadal í Vesturdal, átján ára gömul. Það var logn og sól- skin, hún fékk ásl á náttúrunni þarna innfrá. Hún hafði ráðið sig sem ráðskonu hjá Páli bónda í Svínadal. Þetta var vinna og vökur, en sumariö það besta sem hún hafði lifað, lítil úrkoma og mikið þurrkað af heyi. Hún giftist elsta syni Páls, Jóni. Með honum átti amma fimm börn. Oft hef óg undrast hvernig afi og amma komust af í Svínadal, svo langt frá allri byggð. í Svínadal tók hún á móti hópum af útlendu ferða- fólki, sem var að skoða undur ís- lenskrar náttúru. Enginn gerði boð á undan sér. Hún bauð þeim nýbakað brauð, smjörið sem hún strokkaði, heimagerða osta, kjötið sem hún hafði soðið niður, mjólkina sem hún mjólkaði um morguninn og skyrið sem hún gerði. Þegar ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig hægt var að birgja sig upp til margra mán- aða í senn, sagði amma að sig hefði aldrei skort mat. Því til sönnunar sagði hún að kvöld eitt snemma vors, þegar tíu Englendingar og íslenskur fararstjóri stóðu á hlaðinu í Svínadal, hafi hún spurt: „Hvort má bjóða ykk- ur kaldan mat eða heitan?“ Eftir 11 ára búskap í Svínadal fiuttu afi og amma í Þórunnarsel. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu til Reykjavíkur. Erillinn og asinn varð afa um megn, stuttu síðar veiktist hann og dó. Amma aðlagaðist lífinu í Reykjavík, hélt áfram að baka og bjástra, seldi kleinur og flatkökur kaupmanninum á næsta horni, tók þátt í starfi kvenfélaga og sinnti vin- um og ættingjum. Ilún vann mikið og ferðaðisl til útlanda að minnsta kosti árlega. Það hafði hana aldrei dreymt um. Síðustu æviárin bjó amma á Húsavík og naut þar einstakrar um- hyggju Ásthildar tengdadóttur sinn- ar og sonar síns Sigvalda. Líf ömmu minnar er eins og ann- arra íslendinga, sem lifað hafa frá upphafi þessarar aldar, saga mikilla breytinga. Það fannst henni sjálfri. Ilún var þakklát og bjart var yfir minningum hcnnar. Ég segi eins og dóttir mi'n, sem skrifaði um langömmu sína níratða: „í hugum okkar sem höfum lært siigurnar hennar eru gljúfrin, dalurinn og tóft- ir gamla bæjarins kennileiti í sögu hennar og sögu okkar sjálfra." Kristín Aðalsteinsdóttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.