Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 15
^Hagnr-Œmnrm Þriðjudagur 24. desember 1996 -15 Óli J. Jónsson lyndur og húsfreyjan prúð og virðuleg. Meðal barna þeira var Sigurður Ólason lögfræðingur, þekktur maður, fróður og vin- sæll. Frásögn Oscars af spila- mennsku á Stakkhamri: Einu sinni urðu þeir brœð- urnir, séra Árni prófastur Þór- arinsson og Ágúst kaupmaður, veðurtepptir á Stakkhamri, og mun það hafa verið á fyrstu árum prófastsins vestra, en þá var hann búsettur í Miklaholti. Þeir spiluðu allan daginn við húsbóndann og Jjórða mann, sem ég man ekki hver var. Séra Árni var mikill spila- maður og spilaði oft dag eftir dag á vetrum, bœði heima og þar sem hann var gestur. Nú urðu brœðurnir eitthvað ósáttir út af spilamennskunni og lenti í þjarki þeirra á milli. Fyrir aft- an stólinn, sem húsbóndinn á Stakkhamri sat á, var drag- kista, og í efstu skúffunni voru spil sams konar og þau, sem þeir voru að spila á. Meðan þeir brœðurnir þref- uðu, vék Óli sér við á stólnum og náði tígulkónginum úr spil- unum í skúffunni og smeygði honum í stokkinn á borðinu, svo að ekkert bar á. Ágúst gaf nœst, en þegar prófasturinn at- hugar spilin, Jleygir hann þeim snöggt á borðið og segir: Oscar Clausen „Ah, Guð almáttugur! Ég spila ekki meira í dag!“ Hann hafði sem sé fengið tvo tígulkónga á höndina, en það er gömul trú, að komi tveir tíg- ulkóngar í spilin, haji sjálfur djöfullinn verið þar að verki. Séra Árni stóð við orð sín, og hann snerti ekki spil nœstu þrjár vikur — og vissulega hef- ur það verið honum mikil sjálfsafneitun. Samantekt OÓ Kiríkur ot> • 1 • ° svikm unnustiim Maður nokkur sem fór til vers gisti um nótt á Vogsósum. Hann var mjög hryggur. Eiríkur kallaði hann afsíðis og bað hann segja sér hvað að honum gengi. Hann var tregur til þess en sagði honum loksins að unnusta sín hefði sagt sér upp áður en hann fór og bað nú Eirík ásjár. Hann kvað það allóhægt. Um kvöldið lætur Eiríkur sinn mann hátta í hverju rúmi og er sjálfur á ferli. Nú er barið að dyrum og fer Ei- ríkur til dyra. Þar er komin stúlka í skyrtu og nærpilsi renn- vot, því rigning var úti. Hún Fagur bœr við Jjallsins rót, fjarðarins bárur glitra. í dögun blikar dalsins fljót, dagstjörnur bjartar titra. Náttúran vaknar nóttu frá, nœði ei lengur hljóta má. Lifna til lífs og elju þá lœkir sem hjala og sitra. Lítillfugl á laufsins grein lyftir höfði undan vœng. Andamóðir unga’ á hlein ýtir út af dúnsins sœng. Angan blóma ilmar sterk, undanskilur hvergi kverk. Guðs vors konungs kraftaverk krjúpa skal með virðing, sœmd. Bærinn vaknar, bjallan glymur, börn þín rísa verka til. Glymja vélar, glæðist ymur, gleðistrengja ómar spil. Ennþá ert í muna meiri, minning þína stöðugt heyri. Undurfagra Akureyri, ávallt þig ég muna vil. Arnar Einarsson, skólastjóri Húnavallaskóla. heilsar presti og baðst gistingar, kvaðst vera dauð úr kulda. Hann lætur hana koma inn og spyr, hvernig á ferð hennar standi. Hún mælti: „Ég fór út í kvöld hálfháttuð, því mér kom í hug að vita, hvort þvottur hefði verið tekinn inn, þegar regnið kom. Ég ætlaði þangað, sem hans var von, en villtist í myrkrinu og komst loksins hingað." Eiríkur mælti: „Nú er ekki gott að gjöra, hér er húsfyllir af fólki, og geturðu hvergi komist, nema ef þú vilt fara upp fyrir manninn þarna í rúminu,“ og benti til ferðamanns- ins sem lá grafkyrr. Hún kvaðst gjarnan vilja það heldur en deyja úr kulda. Fer hún nú upp fyrir ofan manninn og þekkti hann þar unnustu sína og hún hann. Hún var hjá honum um nóttina og kom þeim vel saman. Þar á eftir giftust þau og urðu góðar sam- farir þeirra. Uppvakn- ingurinn Tveir piltar komu einu sinni til Eiríks prests og báðu hann að sýna sér hvernig hann færi að vekja upp drauga. Hann bað þá fylgja sér til kirkjugarðs. Þeir gjörðu svo. Hann tautar eitthvað fyrir munni sér og koma þá moldargusa upp úr leiði. En pilt- um brá svo við að annar hló en annar grét. Eiríkur mælti við hann: „Far þú heim, heillin góð, og þakkaður fyrir að þú heldur vitinnum. Hinum vræri gaman að kenna.“ En ekki er þess getið hvort úr því varð. Gandreiðin Einu sinni hvarf Eiríkur prest- ur og vissi enginn hvar hann var í nokkra í daga. Á meðan voru piltar 2, sem voru í kennslu hjá honum, sendir fram til kirkju og er þeir ljúka henni upp sýnist þeim Eiríkur prestur liggja höf- uðlaus á gólfinu. Annar vill þreifa á honum en hinn þverbannaði það. Degi síðar kom Eiríkur aftur, og þakkaði hann piltuinum fyrir að hann lét hann ósnertan, kvaðst hafa farið á gandreið á VestQörðu og finna kunningja sína. „Hefði ég nú verið snertur, þá hefði ég aldrei komist í samt lag aftur.“

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.