Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 17

Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 17
ÍDagur-íEtmitm Þriðjudagur 24. desember 1996 -17 190 ár eru liðin síðan Silfra- staðakirkja sú, er nú er sýning- argripur og gift- ingarkirkja íÁr- bœjarsafni, var vígð. Af því til- efni var efnt til samkomu á Silfrastöðum og þeirrar kirkju minnst, sem og þeirrar sem nú stendur á hinum forna kirkjustað í Skagafirði. Þar fiutti Guðmund- ur L. Friðfinns- son rithöfundur erindi, sem hér er birt lítið eitt stytt. Millifyrir- sagnir eru blaðs- ins. grímur senda sóknarmönnum boð að flytja tafarlaust efni til kirkjusmíði. Steingrímur, sem var alla tíð hjúasæll og hafði nóga sendla, fylgdi þessu ráði. Á þeirri tíð var rúllubaggaöld ekki upp runnin og fóru bænd- ur hvergi frá heyjum sínum, þá loks kom þurrkur. Ef þessi saga er sönn — sem mér þykir trú- legt, þar eð ég var persónulega kunnugur Steingrími — hefur kirkjubygging líklega dregist um eitt ár af þessum sökum. Loks kom þó svo, að ekki varð lengur undan vikist. Réð þá Steingrímur til smíðinnar Þorstein Sigurðsson, sem þá bjó á Sauðárkróki og var kallaður kirkjusmiður; voru þeir Stein- grímur systkinasynir. Þorsteinn hafði siglt til Danmerkur til að fullnema sig í smíði og var þjóð- hagasmiður. Hann hafði mikil umsvif um þessar mundir, var með vinnuflokk, byggði margar kirkjur og fleiri hús og brýr. Silfrastaðakirkja er önnur kirkjan á landinu þessarar gerðar, þ.e.a.s. áttstrend; hin er á Auðkúlu í Ifúnaþingi og smíð- aði Þorsteinn hana skömmu áður. Fyrirmynd frá Skotlandi Menn hafa velt því fyrir sér hvaðan sú hugmynd er komin að teikna þessar tvær kirkjur á svo sérstæðan hátt. Séra Ágúst Sigurðsson er manna fróðastur um kirkjur og hringdi ég m.a. til hans til að afla mér heimilda. Hann segir mér að Stefán M. Jónsson, prestur að Auðkúlu, hafi komið í garðhús á Bret- landseyjum, líkiega í Skotlandi, sem var með þessu lagi og orð- ið mjög hrifinn af. Þorsteinn hafi síðan teiknað Auðkúlu- kirkju eftir fyrirsögn Stefáns. Ekki er þetta þó skjalfest. Eru þá hór koinnar helstu heimildir um tildrög og snu'ði þessarar kirkju á þeim stað er hún nú stendur. Til að fjár- magna verkið neyddist Stein- grímur til að selja Silfrastaðaaf- rétt ásamt Hálfdanartungum og Krókárgerði fyrir 25 hundruð. Silfrastaðakirkja, eins og hún lítur út í dag. Mynd GS Árbæjarkirkja er að stofni til gamla kirkjan á Silfrastöðum, sem byggð var 1806. Kirkjan í safninu er talsvert end- urbyggð og sáluhliðið er líka endurbyggt, en er nákvæmlega eins og það sem áður var við kirkjugarðinn á Silfra- stöðum, eins og sjá má ef Ijósmyndin og gamla teikningin eru bornar saman. Mun honum þó hafa boðist. hærra verð. Kaupandi var Upp- rekstrarfélag Akrahrepps. Þessi nýja kirkja var vígð 12. júlí 1896. Þá atliöfn annaðist Zóphanías Halldórsson, pró- fastur í Viðvík. Ekki er kirkjan þó fullfrágengin. Eftir er að ijúka við turn og klæða forkirkju að innan. Er því frestað að skrifa lýsingu kirkj- unnar að sinni uns hún er full- frágengin, segir í heimild þar um. Talsvert dróst að ljúka þessum frágangi; þó hafði Steingrímur jafnan góð orð um, þá að var fundið. Árið 1908 er kirkjan loks fullfrágengin, nema enn vantar prédikunar- stól og þannig man ég hana frá bernsku. Prédikunarstól þann, er hér stendur, smíðaði Eiríkur Jónsson, bóndi og smiður í Djúpadal, og man ég vel hvílík umbót það þótti. IJér hefur verið stiklað á stóru í langri sögu Silfrastaða- kirkna, og hef ég nær eingöngu dvalið við þær tvær síðustu og sé ekki ástæðu til að orðlengja frekar um það hús, sem allir mega nú sjá. Hins vegar er sögu þeirrar fyrri alls ekki lok- ið, þó þar væri um skeið hvorki altari né prédikunarstóll. Pró- dikunarstóll þeirrar gömlu gerðist nú læstur skápur í loftherbergi Steingríms. Steingrímur á Silfrastöðum var ekki einasta sérkennilegur maður svo af bar, bæði í orði og athöfn. IJef ég engan þekkt slík- an. Hann var stórhuga athafna- maður og fór sínar eigin leiðir, djarfmáll og hreinskiptinn; lét sig nær aldrei, hvorki fyrir mönnum og varla fyrir örlög- um. Um hann sagði Einar Benediktsson skáld, að Stein- grímur væri eini íslendingur- inn, sem hann hefði hitt á leið sinni frá Húsavík til Reykjavík- ur. Þótt Steingrímur væri á margan hátt merkur maður. verður þó ekki lengur dvalist við lífshlaup hans í þessu er- indi, en verðugt að hans væri minnst á einhvern sérstæðan hátt. í rauninni var það stór- virki, að einn maður skyldi leggja í slíkar framkvæmdir á þessum tíma, og hefði hann mátt vera stoltur af, þó aldrei yrði þess vart. Svo er að sjá að innviðir þessa kirkjuhúss hafi enst vel, því nú lét Steingrímur taka það niður og endurþyggja sem bað- stofu syðst húsa á Silfrastöðum. Þessa baðstofu man ég vel, því þar var búið til ársins 1951 og þar héldum við böll Lestrarfé- lags Silfrastaðasóknar og kvart- aði enginn um þrengsli. Um trú- ar- og kirkjulegan þankagang í þessu fyrrum heilaga húsi veit ég lítið, en aldrei sökk það. Silfrastaðakirkja — baðstofa — Árbæjarkirkja Ásamt Jóni Hallssyni, sem hér var lengi, hef ég riíjað upp livernig hér var til háttað á þeirri tíð, þegar Silfrastaða- kirkja gerðist baðstofa. Nú var þetta hús með torfstöfnum og með 4 gluggum á suðurhlið, ekki litlum. Uppað gluggum var torfveggur, en þil í milli. í vest- urenda var afþiljað herbergi með 2 rúmum. Gengið var í það herbergi úr baðstofu. f sjálfri baðstofu voru 6 rúm. Segja má, að þessi baðstofa væri á 2 hæð- um, því loftherbergi undir súð voru yfir hvorum enda og brú með handriði í milli. í norðvest- urhorni baðstofu, rétt við bað- stofu, var vinkilstigi með palli í horni og tvö þrep uppað. Á þessum palli sat Steingrímur oft á messudögum, blindur og handlék staf sinn. Þar heilsaði messufólk honum, þegar inn var gengið. Þá er nú komin, í stórum dráttum, lýsing þessa aldna, fjölhæfa guðshúss, eins og það leit út meðan það sinnti geró- líku hlutverki en þó inikilvægu, sem sé að veita fólki skjól og hægan sess við tóskap, rímna- kveðskap og aðra skemmtan og vinnu, ásamt næringartöku og kaffidrykkju, en síðast en ekki síst hvfld í viðkunnanlegu rúmi með draumum, hjásofelsi og til- heyrandi notalegheitum, eins og sjálfur Drottinn allsherjar bauð manneskjunni í öndverðu af sinni alkunnu rausn. Þannig gekk þetta til, þar til þessi baðstofa sem flestar aðrar hafði sungið sitt síðasta vers. En kirkjubaðstofan á Silfrastöð- um var ekki á því að láta sig, fremur en Steingrímur. Árið 1959 gefa þáverandi eigendur, hjónin Jóhann Lárus Jóhannes- son og Helga Kristjánsdóttir, Árbæjarsafni þetta hús og stendur hún nú í Árbæjarsafni í Reykjavík, endurfædd í sinni upphaflegu mynd og þjónar með sóma og sann sínu fyrsta og eiginlega hlutverki sem kirkja. Sjálfsagt mætti ýmsu hæta við sögu Silfrastaðakirkna, þó hér verði nú staðar numið, og lýk ég máli nu'nu með einlægri ósk um að blessun Guðs hvfli á- vallt yfir þessu liúsi, heimilun- um okkar hvarvetna, fólkinu og öllu lífi nær og ljær. Þess bið ég Drottin Guð okkar allra f Jesú heilaga nafni.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.