Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 16
^lagur'CEímtmt 16 -Þriðjudagur 24. desember 1996 Silfrastaðakirkja í Skagafirði, eins og hún leit út um miðja 19. öld. að er óhætt að full- yrða að margar og breytilegar minning- ar eru bundnar þessu aldargamla guðshúsi, Silfra- staðakirkju. Hér hefur fólk komið saman til að heilsast og kveðjast, til að njóta friðar og hvfldar um stund og til að til- biðja og vegsama Guð sinn — Guð okkar allra. Hér hefur ver- ið grátið og saknað, fagnað, vonað og glaðst. Hér hafa börn verið borin til heilagrar skírnar og síðar staðfest skírnarheit sitt. Hér hafa brúðhjón staðið fyrir altari og héðan hafa lík- amir lagt upp í sína hinstu för, bornir á höndum. Þá bregður allt í einu svo við, að kalla má að allir séu jafnir. Ekki munu vera öruggar heimildir fyrir því hvenær byggð hófst hér að Silfrastöð- um, þó trúlega fljótt eftir land- nám og er staðarins getið í ýmsum heimildum og á þann veg, að hér hefur verið stórbú. Ekki er heldur fullvíst, hvenær kirkja reis hér, en lfldega skömmu eftir kristnitöku. Árið 1188 er getið um kirkju hér og er hún helguð Guði og Jóhann- esi baptista, hinum heilaga krossi. Þeirri kirkju þjónaði prestur að nafni Flosi Þórodds- son og sat á Silfrastöðum. Bendir orðalag til þess, að hann sé ekki nýkominn. Fleiri prestar eftir hann eru til nefndir. Oftast virðist Silfrastaðakirkja vera annexía. Þó segir í Auðunar- máldaga, að prestur skuh þar sitja. Fyrstu kirkjur eftir kristni- töku voru byggðar af bændum og mun svo hafa verið mjög lengi síðan, enda er Silfrastaða- kirkja bændakirkja allt þar til eigandi, Jóhann Lárus Jóhann- esson, afhenti söfnuðinum kirkjuna til eignar árið 1958. Sökum þess að lítið er um heimildir, verður nú stiklað yfir langt tímabil og numið staðar við þá kirkju sem hér stóð á undan þessari sem nú er. En sú kirkja á sér merkilega sögu og óvenjulega og því ekki hægt annað en gera því máli nokkur skil. Hún hefur ekki látið sig muna um að hafa hamskipti og taka að sér gerólík hlutverk. Veit óg ógerla, hvort margar aðrar kirkjur hafa leikið það eftir. En þá er þar fyrst til að taka, að ekki er alveg fullvíst hvenær hún var byggð, en mjög sterkar likur benda til ársins 1806. Hins vegar er fullvíst að 1840 er hún endurbyggð að mestu. í skoðunargerð 1842 er getið um nokkra aflviði úr þeirri gömlu. Hins vegar var þessi endurbyggða kirkja ná- kvæmlega eins að allri gerð og sú fyrri. Hún stóð úti í kirkju- garði, var torfkirkja með tré- stöfnum, þiljuð í hólf og gólf. Hún er 6 stutt stafgólf, 12 álnir og 21 þumlungur á lengd, 6 álnir og 21 þumlungur á breidd. Hæð er 6 álnir og 2/3 úr alin, sem er 7 þumlungar rúm- ir. í skoðunargerð frá 1889 er nokkuð nákvæm lýsing á kirkj- unni. Þar segir að á stafni séu hæfilega stórir 6 rúðu gluggar beggja megin við altari og á sama stafni; hátt yfir altari er lítill tveggja rúðu gluggi, en á framstafni fjögurra rúðu glugg- ar litlir sinn hvorum megin við kirkjudyr. Yfir prédikunarstól er lítill fjögurra rúðu gluggi. Á þeirri tíð voru gluggar mjög litl- ir í flestum ef ekki öllum hús- um; er því óhætt að fullyrða að svo hafi verið, úr því fram er tekið. Gripir þessarar kirkju eru taldir: Áltaristafla með Krist á krossinum, lítil, lagleg tafla; 2 messingljósastjakar og járnljósasöx, altarisklæði, altar- isdúkur, rykkilín og hökull, allt laglegt; sömuleiðis nýlegt og eikarmálað altari. Þá er sexar- maður, fornfálegur ljósahjálm- ur, hangandi í snæri frammi við kórdyr. Kirkjan á 3 messu- söngsbækur frá 1871, hreinleg- ar en þó trosnaðar í bandi fyrir lélega meðferð, handbók presta í lagiegu standi frá 1864, 2 gömul nýjatestamenti, annað frá 1807, hitt titilblaðslaust; gömul, rifin Biblía, defect, þ.e. vantar í; þá er barnalærdóms- bók gömul frá 1825. Kirkjan á kaleik og patínu, ekki ólaglegt, en ekkert vínflát. Af graftólum á kirkjan 3 trérekur og 1 járn- skóflu, járnkarl og pálgarm; enn fremur er skírnarfat úr tini laglegt. Þá kemur lýsing kirkju- hússins að utan og er suður- veggur talinn hrörlegur og þak sólbrunnið á suðurhlið, að norðan er veggur og þak talið stæðilegt og brúklegt. Hirðing kirkjunnar er í öllum skoðunar- gerðum talin góð. (Kirkjureikn- ingar frá 1888-1889). Kirkjueigandi stendur í stórræðum Þar eð þetta er bændakirkja, er ábúandi og jarðareigandi einnig eigandi kirkju. Silfra- staðir voru í leiguábúð allt frá 1700, segir í Jarða- og búenda- tali Skagafjarðar. Árið 1882 flytja þangað Steingrímur Jóns- son og Kristín Árnadóttir og Guðmundur L. Friðfinnsson. ganga í hjónaband ári síðar. Þau kaupa jörðina 1891, selj- andi Maren Lárusdóttir Thorarensen, dóttir Lárusar sýslumanns í Enni. Prófastur hafði áður gert til- lögur um smíði nýrrar kirkju, en nú koma frá sókninni á- kveðnari kröfur þar um og er sérstaklega tilnefndur í því sambandi Sigurjón Bergvins- son, sem þá bjó 3 ár í Flata- tungu í tvíbýli við Þorkel Páls- son og var safnaðarfulltrúi Silfrastaðasóknar. Steingrímur var hins vegar vanbúinn að leggja í stórframkvæmdir, ný- búinn að kaupa Silfrastaði og mun hafa skuldað talsvert. Færðist hann því undan svo lengi sem auðið var og eru munnmæh þar um. Þó kirkju- bóndi hlyti að endurbyggja sína kirkju, þá mun sú kvöð hafa hvflt á sóknarmönnum að flytja allt efni á staðinn. Nú kom að því, að undan- færslur dugðu ekki lengur, en Steingrímur hins vegar ekki á því að láta sig. Er sagt að hann færi til Ólafs alþingismanns á Álfgeirsvöllum og leitaði ráða, en þeir voru kunnugir áður, því Ólafur var umboðsmaður selj- anda Silfrastaða þegar Stein- grímur keypti. Á því sumri, sem þetta gerð- ist, er sagt að gengju miklir ó- þurrkar. Nú var það ráð Ólafs, að þegar upp birti skyldi Stein- Bærinn og nýja kirkjan á Silfrastöðum 1907.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.