Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981.
19
Hvað er á seyöium helgina?
Messur
Guðsþjónustur í
Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudaginn 29. nóv. 1981.
Fyrsli sunnudagur i aðveniu.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma i
safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 2. Aðventu-
kvöld á sama stað kl. 20.30. Meðal dagskráratriða:
Friðjón Þórðarson dóms- og kirkjumálaráðherra
flytur ræðu. Manuela Wiesler leikur cinleik á flautu.
Kolbrún á Heygum Magnúsdóttir syngur einsöng og
yngri kór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Áslaug-
ar Bergsteinsdóttur. Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl.
11 árd. Messa kl. 14. Altarisganga. Aðventukvöld
kl. 20.30 í Breiðholtsskóla. Kirkjukór Breiðholts-
sóknar syngur. Ræða, dr. Esra Pétursson, ein-
söngur, Halldór Vilhelmsson. Sr. Lárus Halldórs-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA 10 ára vigsluafmæli:
Guðsþjónusta kl. 11. Einsöngvari Ingveldur Hjalte-
sted.
Ávarp, Ásbjörn Björnsson form. sóknarnefndar.
Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Kl. 14 tón-
leikar kirkjukórsins. VeizlukafFi Kvenfélagsins
allan eftirmiðdaginn. Kl. 20.30 aðventukvöldið.
ræðumaður Guðlaugur Þorvaldsson rikissáttasemj-
ari. Bústaðakórinn og Lögreglukórinn syngja.
Ljósin tendruð. Sr. Ólafur Skúlason dómprófastur.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma i
safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Altarisganga.
Aðventusamkoma í Kópavogskirkju kl. 20.30. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa og altarisganga. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 2 fellur niður en kl.
20.30 er aðventukvöld með fjölbreyttri dagskrá, sem
frá er sagt annars staðar í blaðinu.
LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa. Organleik-
ari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmunds-
son.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl. 10. Prestur sr.
Árelius Níelsson.
FELLA- og HÓLAPRESTAKALL: Laugard.:
Barnasamkoma í Hóiabrekkuskóla kl. 2 e.h.
Sunnud.: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 f.h.
Guðsþjónusta i safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl.
2 e.h. Aðventusamkoma í Fellaskóla kl. 20.30. Sam-
koma nk. þriðjudag i safnaðarheimilinu kl. 20.30.
Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 2. Aðventu-
kvöldsamkoma kl. 20.30. Ræðumaður séra Kristján
Búason dósent. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl
Sigurbjömsson. Þriðjud. 1. des.: Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kirkju-
skóli barnanna er á laugardögum kl. 2 í gömlu kirkj-
unni.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jóns-
son.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kárs-
nesskóla kl. 11 árd. Messa í Kópavogskirkju kl. 11
árd. (Altarisganga). Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Óskastund barnanna kl.
9.30 (ath. breyttan tíma). Söngur, sögur, myndir.
Kl. 11 guðsþjónusta á vegum Alfanefndar. Það sem
flutt veröur er skýrt á táknmáli. Signý Sæmunds-
dóttir syngur einsöng, Kl. 2 afmælisguðsþjónusta.
Kór kirkjunnar ásamt einsöngvurunum Garðari
Cortes, Kristni Sigmundssyni og Ólöfu K. Harðar-
dóttur flytja kantötuna nr. 61 eftir Johann Sebastian
Bach. Fjáröflunarkaffi Kvenfélagsins kl. 3.00. Kl.
8.30 aðventuhátíð. Ræðumaður dr. Kristján Eld-
járn, kór Langholtskirkju flytur aöventutónlist.
KirkjukafFi. Organleikari Jón Stefánsson. Prestur
sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Safnaðarfélögin.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Messa kl. 2. Kveikt á aðventukransi. Altarisganga.
Þriðjudagur 1. des.: Bænaguðsþjónusta kl. 18.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardagur 28. nóv.: Samverustund
aldraðra kl. 3. Flokkur úr Þjóðdansafélagi Reykja-
vikur skemmtir. Viggó Nathanaelsson sýnir kvik-
mynd. Sunnud. 29. nóv.: Barnasamkoma kl. 10.30.
Ljósamessa kl. 2, sem fermingarbörn annast.
Kirkjukaffi. Aðventusamkoma kl. 4.00. Strengja-
sveit úr Tónlistarskóla Seltjarnarness leikur jólalög,
stjórnandi Hannes Flosason. Þáttur frá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar í máli og myndum. Kolbrún á
Heygum syngur nokkur lög við undirleik Reynis
Jónassonar organista. Sr. Frank M. Halldórsson.
SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta í ölduselsskóla
kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta á Seljabraut 54 fellur
niður vegna prófkjörs í salnum. Guðsþjónusta i
ölduselsskóla kl. 2. sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN: Kirkjudagur 1 Félags-
heimilinu. Ljósamessa kl. 11 árd. sem fermingar-
börn annast. Prestur sr. Frank M. Halldórsson.
Trompetleikur, Skarphéðinn Einarsson. Organisti
og söngstjóri safnaðarkórsins Sighvatur Jónasson.
Kl. 3 kökusala til fjáröflunar fyrir kirkjubygging-
una. Kl. 20.30 kvöldvaka. Skólakór Seltjarnarness.
stjórnandi Hlín Torfadóttir. Ræða, sr. Ólafur
Oddur Jónsson. Fjölskylduvernd og trúarlegt upp-
eldi. Einsöngur, Ólöf K. Harðardóttir. Undirleikari
Kolbrún Sæmundsdóttir. Hugvekja. Jóhann F.
Guömundsson deildarstjóri. Sóknarnefndin.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 2.
Guðsþjónusta án forms. Organleikari Sigurður
ísólfsson. Prestursr. Kristján Róbertsson.
FRÍKIRKJAN 1 Hafnarfirði: Kl. 10.30 barnatiminn.
Aðstandendur sérstaklega velkomnir. Kl. 14
guðsþjónusta. Altarisganga. Fermingarfólk og að-
standendur þeirra hvattir til þátttöku. Safnaðar-
stjórn.
Kirkjustarf
Kvenfélag
Háteigssóknar
heldur jólafund sinn þriðjudaginn 1. desember kl.
20.30 i Sjómannaskólanum. Sýndar verða kerta- og
blómaskreytingar. Mætið vel og stundvíslega, takið
með gesti.
Fréttatilkynning
frá Langholtssöfnuði
Næstkomandi sunnudag, 29. nóv. verður kirkju-
dagur haldinn í Langholtssöfnuði, sem á afmæli
þann dag. Við erum stolt af dagskránni, og bendum
þér á að úr mörgu er að velja:
KI. 9.30 er Óskastund barnanna.
Sögumaður er Slgurður Sigurgeirsson.
Það er sungið, talað og sýndar myndir.
Kl. 11 verður guðsþjónusta á vegum Alfanefnd-
ar. Þetta er upphaf vikunnar Líf og list
fatlaðra. Það sem flutt verður er skýrt á
táknmáli. Signý Sæmundsdóttir syngur
einsöng. Allireru velkomnir.
Kl. 2 afmælisguðsþjónusta.
Kór kirkjunnar ásamt einsöngvurunum
Garðarí Cortes, Krístni Sigmundssyni og
Ólöfu K. Harðardóttur flytja kantötuna
nr. 61 eftir Johann Sebastian Bach.
Kl. 3 er fjáröflunarkaffi Kvenfélagsins til
styrktar kirkjubyggingunni OKKAR.
Kl. 8.30 hefst aðventuhátíð. Formaður safnaðar-
stjórnar, Ólafur örn Árnason, flytur
ávarp. Dr. Krístján Eldjárn er ræðu-
maður kvöldsins, og Kór Langholts-
kirkju flytur aðventutónlist. Nemendur
úr Tónlistarskólanum lcika flautukvart-
ett eftir Mozart og Arngunnur Ýr Gylfa-
dóttir flytur franska tónlist á flautu.
Kirkjukaffi.
Taktu þátt i deginum með okkur, gerum hann að
sönnum hátíðisdegi. Safnaðarfélögin.
Aðventukvöld í
Kristskirkju
Félag kaþólskra leikmanna gengst fyrir aðventu-
kvöldi í Kristkirkju í Landakoti næstkomandi
sunnudag, 29. þ.m., kl. 20.30. Dagskrá kvöldsins
verður á þessa leið: Séra Ágúst K. Eyjólfsson flytur
ávarp, Ragnar Björnsson ieikur á kirkjuorgelið,
karlakórinn Fóstbræður syngur, Anna Júliana
Sveinsdóttir syngur einsöng og Lárus Sveinsson
leikur á trompet. Auk þess verður lesinn kafli úr
Maríu sögu, svo og jólaguðspjalliö.
Safnaðarfélag
Ásprestakalls
Kökusala er hjá safnaðarfélagi Ásprestakalls, laug-
ardaginn 28. nóv. kl. 14.00, að Norðurbrún 1.
Stjórnin.
Kvenfélag
Bústaðasóknar
biður konur i sókninni að muna eftir kaffisölunni á
kirkjudaginn sem er næstkomandi sunnudag og gefa
kökur eða brauð. Móttaka frá kl. 10.30 sunnudag-
inn 29. nóvember.
íþróttir
Islandsmótið í blaki
Föstud. 27. nóv.
kl. 21.00 ÍS — KA Íþrh. H.í. l.d.kv
Laugard. 28. nóv.
kl. 14.00 Þróttur — UMSE Hagaskóli Ll. d
kl. 15d.30 Vikingur — ÍS Hagaskóli 1. d
kl. 17.00 UBK — KA Hagaskóli 1 . d. kv.
kl. 16.00 Þróttur Nes — HK Neskaupst. 2. d.
kl. 15.00 Umf. Bjarmi — UMf. Samhygð Hafralæk
2.d.
Mán. 30. nóv. kl. 18.30 ÍS—Þróttur, Hagaskóli l.d.
kv.
mán. 30. nóv. kl. 20.00 ÍS—Þróttur Hagaskóli 1. d.
mán. 30. nóv. kl. 21.30 Þróttur 2—HK Hagaskóli 2.
d.
Fyrirlestrar
Frá Félagi áhugamanna
um heimspeki
Sunnudaginn 29. nóvember mun Revnir Axekson
stærðfræðingur flytja fyrirlestur á veRum Félags
áhugamanna um hcimspeki, hann nefiui iyiiilcsiui
inn „Knippafræði og frjáls vilji”. Verður hann
fluttur að Lögbergi, stofu 101, kl. 2.30. Er þetta
fyrsti fundur félagsins á þessu starfsári. öllum er
heimill aðgangur.
Tónlist
Tónleikar f
Akureyrarkirkju
Laugardaginn 28. nóv. kl. 20.30 mun málmblásara-
kvintett skipaður hljóðfæraleikurum í Sinfóníu-
hljómsveit íslands halda tónleika i Akureyrarkirkju.
Leikin verða verk frá ýmsum timum og m.a. verður
frumflutt verk eftir Jón Ásgeirsson. Kvintetltinn
skipa þeir: Lárus Sveinsson og Jón Sigurðsson á
trompett, Joseph Ognibene á horn, William
Gregory á básúnu og Bjarni Guðmundss. á túbu.
Föstudaginn 27. nóv. munu þeir félagar heimsækja
skóla á Akureyri, kynna hljóðfærin og leika fyrir
nemendur.
Söfnin
AÐALSAFN: — Utlánsdeild, Þingholtsstræti 29a,
sími 27155. Opið mánud.-föstud. kl. 9—21, einnig á
laugard. sept.-apríl kl. 13—16.
AÐALSAFN — Sérútlán, simi 27155. Bókakassar
lánaðir skipum, heilsuhælum og stofnunum.
AÐALSAFN — Lestrarsalur, Þingholtsstræti 27,
sími 27029. Opið alla daga vikunnar kl. 13—19.
Lokað um helgar i maí, júni og ágúst. Lokað júli-
mánuð vegna sumarleyfa.
SÓLHEIMASAFN — Sólheimum 27, sími 36814.
Opið mánud.-föstud. kl. 9—21, einnig á laugard.
sept.-april kl. 13—16.
SÓLHEIMASAFN — Bókin heim, sími 83780.
Símatími: mánud. og fimmtud. kl. 10—12. Heims-
endingarþjónusta á bókum fyrir fatlaöa og aldraða.
HUÓÐBÓKASAFN — Hólmgarði 34, simi 86922.
Opið mánud.-föstud. kl. 10—16. Hljóðbókaþjón-
usta fyrir sjónskerta.
HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16,
sími 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16—19. Lokað
í júlímánuði vegna sumarleyfa.
BÚSTAÐASAFN — Bústaðakirkju, sími 36270.
'Opið mánud.-föstud. kl. 9—21, einnig á laugard.
sept.-apríl kl. 13—16.
BÚSTAÐASAFN — Bókabilar, simi 36270, Viö-
komustaðir viðs vegar um borgina.
BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3—5, s.
41577. Opið mán.-föst. kl. 11—21, laugard. (okt.-
apr.) kl. 14—17. Sögustundir fyrir börn, 3—6 ára,
föstud.kl. 10—11.
Ameríska bókasaf nið
er opið frá kl. 11.30 til 17.30 alla virkadaga.
Haukur Hall við eina af fjölmörgum (eikningum sinum á sýningunni.
DB-mynd Bjarnleifur.
MYNDLISTARSÝNING HELGARINNAR
— Gallerí Lækjartorgi:
Tröllateikningar
á Lækjartorgi
— Haukur Hall sýnir f ram á sunnudagskvöld
,,Ég opnaði með pompi og prakt
hérna þann 7. nóvember og veitti
opnunargestum tröllatár,” sagði
Haukur Hall, er blaðamaður hitti
hann að máli í sýningasal Galleri
Lækjartorgs rétt fyrir verkfall bóka-
gerðarmanna. „Ég get ekki kvartað
yfir viðtökunum og hef selt mjög
vel,” bætti hann við.
Haukur sýnir 38 teikningar af
tröllum. Hann sagðist hafa verið á
fjórða ár að vinna þær myndir sem
eru á sýningunni. ,,Ég vinn þannig að
ég geri fjöldann allan af skissum og
vel síðan úr þeim það sem ég ætla að
vinna áfram. Ég á mýgrút af skessum
sem ég á eftir að vinna úr,” sagði
Haukur. Hann tók sem dæmi um
vinnubrögðin myndina Þursabit á
sýningunni. Hann teiknaði á fjórða
tug skissa af henni áður en loka-
vinnslan hófst.
„Það hefur komið upp sú liug-
mynd að fara með þessa sýningu til
Kanada. Þar er geysilegur áhugi lyrir
öllu þjóðlegu, sérstaklega hjá unga
fólkinu," sagði Haukur. „Enn er
þessi hugmynd aðeins á umræðu-
stiginu en það væri hægt að vinna
upp býsna skemmtilega sýningarlerð
með mörgum þjóðlegum atriðum. Til
dæmis upplestur úr þjóðsögunum,
þjóðlega tónlist og margt fleira.”
Haukur Hall hefur lengst af mynd-
listarferli sinum fengizt við auglýs-
ingateiknun. Alls i fjórtán ár. Hann
kvaðst vera búinn að fá nóg af slíku
og rekur nú Handmenntaskólann
með Einari Þorsteini Ásgeirssyni.
Sýning hans verður opin til sunnu-
dagskvölds.
-ÁT-
Skákmót helgarinnar—Hótel Esju:
Meðal keppenda eru
Swissair og Alþingi
— alls taka þátt 24 sveitir
Flugleiðir halda um helgina þriðja
skákmót sitt og eru að þessu sinni 24
sveitir sem mæta til þátttöku. Þar á
nieðal eru Alþingi íslendinga og
Svissneska flugfélagið Swissair sem
eru með í fyrsta skipti.
Mótið fer fram að Hótel Esju og
hefst það kl. 09.15 á laugardags-
morgun. Mótinu verður slitið með
verðlaunaafhendingu á sunnudag af
Sigurði Helgasyni forstjóra Flug-
Jeiða.
Aðalverðlaun eru einstaklings-
verðlaun fyrir beztan árangur á
hverju borði fyrir sig og eru það far-
miðar með Flugleiðum Reykjavik-
Kaupmannahöfn-Reykjavik. Einnig
verða veitt sveitaverðlaun fyrir þrjár
beztu sveitirnar.
Fyrirkomulag mótsins er að hverja
sveit skipa þrír aðalmenn og tveir
varamenn. Umhugsunartimi er
fimmtán mínútur á mann.
Sveitirnar sem taka þátt eru þessar:
Landsbanki Íslands, Trausti, félag
sendibifreiðastjóra, Sjónvarpið,
Taflfélag Vestmannaeyja. Þjóðvilj-
inn, Útvegsbanki islands, isi. járn-
blendifélagið, íslenzka álfélagið,
Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Veður-
stofan, Swissair, Verkamannabú-
staðirnir i Reykjavik, Skákfélag
Akureyrar, Einar Guðfinnsson hf.,
Bolungarvík, Búnaðarbanki íslands,
Flugleiðir, Strætisvagnar Reykja-
víkur, Skákfélag Eskifjarðar, Skák-
sveit frá Alþingi, Dagblaðið, Taflfé-
lag ísafjarðar, Jón Friðgeir, Bolung-
arvík. -EI.A.
r.
Ingvar Helgason ’ ’ fYr'rJnínð
Vonarlandi iSogamýri 6 simi 33560 0®*
Varahlutaverslun/ Rauðagerði Simar: 84510 & 84511 *