Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. 27 íþróttir íþrótt íþróttir íþrótt glæsilegt mark — Diisseldorf varð að sætta sig við jafntefli gegn Frankfurt Frá Viggó Sigurðssyni í Leverkusen: Atli Eðvaldsson átti mjög góðan leik með Fortuna Diisseldorf, þegar félagið varð að sætta sig við jafntefli (2—2) gegn Frankfurt í „Bundesligunni”. Atli kom Diisseldorf á bragðið — með glæsilegu marki á 67. mín. og stuttu síðar bætti Thomas Allofs öðru marki við. En Adam var ekki lengi í Paradís og má segja að Lothar Buchmann, þjálfari Frankfurt, hafi veðjað á réttan hest, þegar hann setti nýliðann Michael Kunast inn á. Kunast var óstöðvandi og skoraði hann tvö falleg mörk með skalla á 83. og 85. mín. og tryggði Frankfurt jafntefli. Austurríkismaðurinn Max Markel — orðhákurinn mikli sem tók við stjórn- inni hjá Karlsruhe á laugardaginn, rétt fyrir leik liðsins gegn 1. FC Köln, var orðlaus í sínum fyrsta leik með liðið. Hann vissi ekki hvað leikmenn hans hétu og þá var hann einnig orðlaus yfir stórleik 1. FC Köln. Rainer Bonhof skoraði fyrsta mark Köln á 21. mín. — úr vitaspyrnu sem var dæmd á Stefan Gross fyrir að fella Tony Woodcock, besta leikmann Köln. Aðeins 6 mín. siðar gerði Harald Schu- macher, markvörður Köln, sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Gross. Klaus Fischer skoraði 2—0 fyrir Köln með glæsilegum skalla á 37. mín., en síðan tókst Emanuel Gunther að skora fyrir Karlsruhe — úr vítaspyrnu. Þeir Tony Woodcock og Pirre Litt- barski gulltryggðu síðan sigur Köln, með góðum mörkum. 40 þús. áhorf- endur sáu leikinn. Gott hjá Bremen Leikmenn Werder Bremen mættu ákveðnir til leiks gegn Hamburger SV — ákveðnir að láta 2—9 tapið gegn Frankfurt ekki hafa áhrif á sig. Þeir byrjuðu eins og grenjandi ljón og þegar aðeins 8 mín. voru búnar af leiknum var Ulrich Stein, markvörður Ham- burger, búinn að hirða knöttinn tvisvar sinnum úr netinu hjá sér. Það var Uwe Reinders sem skoraði bæði mörkin — á5. og 8. mín. Leikmenn Hamburger SV léku langt undir getu — söknuðu greinilega Man- fred Kaltz, sem er meiddur. Daninn Lars Bastrup náði að minnka muninn fyrir Hamburger á 25. mín., en síðan gerði hinn 36 ára Erwin Kostedde út um leikinn — lék á Frans „keisara” Beckenbauer og skoraði gott mark — 3—1.40100 áhorfendur sáu síðan Mag- ath minnka muninn fyrir Hamburger (3—2) á 88. mín. Zebec ekki vinsœli 18 þús. áhorfendur sem sáu Dort- mund og Kaiserslautern gera jafntefli 2—2 í Dortmund, bauluðu á Branko Zebec, þjálfara Dortmund, eftir leik liðanna. Áhorfendum fækkar stöðúgt á leikjum Dortmund, sem komst yfir (2—0) — með mörkum frá Rudiger Abramczik og Lothar Huber. Leik- menn Kaiserslautern gáfust ékki upp — Werner Melzer og Erhard Hofeditz náði að jafna metin (2—2) og síðan var Dortmund heppið að sleppa með jafn- tefli. -Viggó/-SOS. I Atli Eflvaldsson og félagi hans, Theis, i búningi Fortuna Diisseldorf en þeir léku lika saman í fyrra — þá báðir í búningi Borussia Dortmund. Laval hrapaði um eitft sæti — en Lens áfram í botnbaráttu Karl Þórðarson — gerir það gott i Frakklandi. Laval sem Karl Þórðarson leikur með í frönsku knattspyrnunni tapaði 3—1 á heimavelli fyrir Paris SG í gær og Teitur Þórðarson og félagar í Lens töpuðu 2—1 fyrir Strasbourg úti. Laval hrapaði niður í 6. sæti við þetta tap og er nú með 22 stig en Paris SG er með 23. Efst er St. Etienne með 29 stig. Lens er í næstneðsta sæti og hefur gengið illa hjá Teiti að Finna netmöskvana hjá andstæðingunum að undanförnu. -klp- Tékkarí HM á Spáni Tékkar tryggflu sér farseðilinn til Spánar þegar þeir gerðu jafntefli 1—1 við Rússa í Bratislava i gær. 50 þús. áhorfendur sáu leikinn og var fögnuður mikill. Vojacek skoraði mark Tékka en Blochin skoraði fyrir Rússa. Wales-búar geta nú nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki lagt ísland að velli í Swansea. Lokastaðan varð þessi í riðlinum. Rússland 8 6 2 0 20—2 1 4 Tékkósl. 8 4 2 2 15—6 10 Wales 8 4 2 2 12—7 10 ísland 8 2 2 4 10—21 6 Tyrkland 8 0 0 8 1—22 0 Þá má geta þess að Júgóslavía lagði Grikkland að velli 2x 1 í 5. riðli HM. Júgóslavar og ítalir komast áfram til Spánar úr þeim riðli. -sos. Þrír þjálfarar hafa fengið pokann sinn Fallbaráttan fer harðnandi í „Bundesligunni” Frá Viggó Sigurðssyni í Leverkusen: — Það er nú farið að spila um mikla peninga hér í „Bundesligunni” þegar 15 umferðir eru búnar — og fallskrekkurinn er orðinn mikill. Fé- lög hika ekki vifl að láta þjálfara sína fara og að undanförnu hafa þrír þjálfarar verið látnir taka pokann sinn. WILLIBERT KREMER hjá Bay- ern Leverkusen hefur verið rekinn en hann var ráðinn til félagsins til 1983. Þar sem félagið hefur rift samningum við hann verður það að greiða honum 270 þús. þýsk mörk og þar að auki 3.700 þýsk mörk fyrir hvern leik sem félagið vinnur. MANFRED KRAFIT var rekinn frá Karlsruhe en hann var með samninga til ársloka 1983: Félagið verður að borga honum 13 þús. mörk á mánuði en nýi þjálfarinn, Max Markel, fyrrum þjálfari 1860Múnch- en, Núrnberg og Atletico Madrid, fær 25 þús. mörk á mánuði. Hann stjórnaði sínum fyrsta leik gegn 1. FC Köln á laugardaginn og þurfti hann að hafa blað með nöfnum leikmanna Karlsruhe á, því að hann þekkti engan þeirra. FRIEDHELM WENZLAFF þjálf- ari Duisburg var rekinn eftir að Duis- burg tapaði fyrir Darmstedt. Þá ér JURGEN SUNDERMANN, þjálfari Stuttgart, valtur í sessi. -Viggó/SOS j Pétur inná Frá Kristjáni Bernburg fréttaritara DB&Visis i Belgiu: — Arnór Guðjohnsen varð að yfirgefa völlinn eftir 20 mín. leik á milli Gent og Lokeren í 1. deildinni ígær. Hann lenti þar í samstuði og fékk högg á hægri augabrún. Bólgnaði hann allur upp og sá ekki hálfa sjón og yfirgaf þá völlinn. Leiknum lauk meðjafntefli 1 — 1. Anderlecht tapaði 3—1 fyrir Waregem á útivelli. Pétur Péturs- son kom inn á í síðari hálfleik í stað Danans Brille, en náði ekki að skora. Standard tapaði 3—1 fyrir Mal- ines og hrapaði i 6.—7. sæti en Anderlecht og Gent eru efst með 21 stig að loknum 15 umferðum í 1. deildinni. -klp- Þjálfari Bayern til Spánar? Sá orðrómur er nú uppi i V- Þýskalandi, að Pal Csernai, þjálf- ari Bayern Munchen, sé á förum til Spánar. Blöð í V-Þýskalandi hafa sagt að hann sé með tilboð frá Real Madrid. Spurningin er hvort Csernai fer fyrir áramót til Spánar eða eftir keppnistímabilið. -SOS Atli skoraði KANARir 13 dagar 21. des.-2. jan. Aðeins 6 Flufjferðir LAFERÐ Sólskinsparadís í skammdeginu. Glæsilegir gistístaðir, íslensk jólahátíð og nýársfagnaður. Fá sæti laus. Fararstjóri Guðni Þórðarson. —mmmmm—m nmniir^w i mmmmmmmm 1 dl dl OlJOn VJliOn Airtour IcélOTfU Midbæjamtarkadinum 2.hæó. Abalstræti 9 sinú10661.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.