Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. 24 FREEPORTKLÚBBURINN heldur fund í safnaðarheimili Bústaða- kirkju fimmtudaginn 3. desember nk. Gestur fundarins og frummælandi verður Ólafur Ólafsson landlæknir. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Sendið mér □ upplýsingar um veski og dagbók fyrir árifl 1982. Nafn............................................... Heimíisfang....................................... Póstnúmer.......................................... Pöntunarsími 21090 Kirkjufell Klapparstíg 27,121 Reykjavík. íþróttir íþróttir íþró „Féllum ofan í þá gryfju að vanmefa Norðmenn” — sagði Ólaf ur Jónsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins, sem tapaði 20-21 — Við féilum ofan í þá gryfju að vanmeta Norðmenn. Við vorum lengi í gang og réðum ekki við þann hraða sem við keyrðum upp, sagði Ólafur Jónsson, fyririiði íslenska lands- liðsins, sem mátti þola tap (20—21) fyrir Norðmönnum f Laug- ardalshöllinni í gœr. — Við munum sýna betri leik þegar við mætum Norðmönnum á mánudagskvöldið, sagði Óiafur. — Ég er að sjálfsögðu óánægður I með þennan leik. Fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur en strákarnir léku þokkalega í seinni hálfleiknum. Við fengum þá tækifæri til að gera út um leikinn en nýttum okkur þau ekki, sagði Hilmar Björnsson, þjálfari lands- liðsins. Léleg byrjun íslenska liðið byrjaði mjög illa — það vantaði alla yfirvegun í sóknarleik liðsins og þá var varnarleikurinn lé- legur og markvarslan eftir því. Norðmenn komust yfir4—Oog þeim mun héldu þeir út fyrri hálfleikinn. Staðan var 13—9 fyrir Norðmenn í leikhléi en þeir komust síðan yfir 15— Njarðvík vann íslandsmeistarar Njarðvikur í körfuknattleik heimsóttu Akureyri um helgina og léku þar við styrkt lið Þórs, sem var undir stjórn Gylfa Kristjáns- sonar,” hins nýja Bob Starr í 'dslenskum körfuknattleik”, eins og út- varpið sagði á laugardag. Tim Higgins frá Keflavík lék með Þór á laugardag og sigraði Njarðvík þá 73—62. Á sunnudag lék Higgins og Danny Shouse með Þór. Ekki var eins mikil alvara yfir þeim leik og Njarðvík sigraði einnig þá, með 88 stigum gegn 77. -klp- 10 og þegar staðan var 17—12 fyrir Norðmenn, fóru leikmenn íslenska liðsins í gang. Góður kafli Páll Ólafsson tók þá Tore Helland úr umferð, en Helland hafði þá skorað 8 mörk — var potturinn og pannan í sóknarleik Norðmanna. Leikmenn ís- lenska liðsins jöfnuðu metin 17—17, síðan 18—18, 19—19 , 20—20. Ekki tókst íslensku leikmönnunum að komast yfir þrátt fyrir mörg góð tæki- færi til þess. Það var Terje Andersen sem skoraði sigurmark Norðmanna 1,03 mín. fyrir leikhlé. Leikmenn íslenska liðsins náðu ekki góðum leik gegn Norðmönnum — mættu of sigurvissir til leiks og því fór sem fór. Þorbergur Aðalsteinsson og Páll Ólafsson voru bestu leikmenn liðs- ins og svo Kristján Sigmundsson mark- vörður sem varði þrjú vítaköst í leiknum. Kristján varði mjög vel i seinni hálfleiknum — alls 10 skot. Varnarleikur íslenska liðsins var mjög slakur og þá var sóknarleikurinn ekki nógu yfirvegaður. Leikmenn gerðu sig seka um mörg mjög slæm mistök. Þeir leikmenn sem skoruðu mörkin í leiknum voru: Þorbergur 7, Sigurður Sveinsson 5(3), Páll Ólafsson 3, Þorgils Óttar 2, Þorbjörn Jensson 1, Alfreð 1 og Steindór 1. Norska liðið var ekkert sérstakt. Besti leikmaður liðsins var Helland, sem skoraði 8 mörk, og Terje Ander- sen. -SOS. Stew með í næsta leik KR „Ég verð með í næsta leik KR,” sagði Stew Johnson, körfuknatt- leiksmaðurinn snjalli, sem slasaðist illa á hendi með KR liðinu i haust. „Við eigum leik við Njarðvik og ÍS á næstu dögum og þá verð ég með. Ég hef hlaupið og æft allan tímann sem ég hef verið frá en ég hef ekkert átt við boltann svo það verða kannski einhver vandræði með hann fyrir mig svona í byrjun,” sagði Bandaríkja- maðurinn stóri. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.