Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 2
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. Sjónvarp Sjónvarp LESTARRAUNIR—sjénvarp jóladagskvöld kl. 21.25: EIN FREMSTA LEIKKONA BRETA LEIK- UR STÓRKOSTLEGA GAMLA FREKJU Myndin „Lestarraunir” er alveg ný. Peggy Ashcroft leikur þar fulltrúa evrópskrar yfirstéttar, sem nú er liðin undir lok. Á járnbrautarferðalagi hittir hún ungan mann og hann fær ekki flóarfrið fyrir henni. „Alveg frábær mynd,” segir þýð- andinn, Dóra Hafsteinsdóttir, um „Lestarraunir”. Hún gerist í járnbrautarlest eins og skarpskyggnir lesendur munu þegar hafa getið sér til. Járnbrautarlest er að leggja af stað frá Ostende í Belgíu yfir þvera Evrópu til Vínarborgar. Ungur mað- ur er að koma sér fyrir í henni. Hann er farinn að gera sér bjartar vonir um að fá að vera einn í klefa með ókunnri bandarískri stúlku. En þegar minnst vonum varir ryðst inn til þeirra gömul þýzkumælandi yfirstéttarfrú. Hún er geysilegt stór- veldi og byrjar samstundis að snúa piltinum í kringum sig. Hún vill fá að sitja við gluggann, þar sem hann er búinn að koma sér fyrir. Síðan á hann að sækja fyrir hana blöðin, borða með henni og yfirleitt standa og sitja eins og hún vill. Hann er auðvitað sáróánægður en hefur einhvern veginn ekki í tré við þessa stórkostlcgu, en um leið dular- fullu og spennandi frekju. Samspilið milli þessara tveggja er túlkað af mjög góðum leikurum. Strákurinn er leikinn af Michael Kitchen. Gamla gribban af Dame Peggy Ashcroft, einhver bezta Shake- speare-leikkona Englendinga. Hún er nú 74ra ára gömul. Á árunum milli striða varð hún fræg fyrir hlutverk eins og Júlíu í „Rómeó og Júlíu”. Þar var John Gielgud leikstjóri. Það var 1935. En 1930 hafði hún leikið Desdemónu í „Óthelló” á móti Paul Robeson, svarta söngvaranum fræga. Hún lék mörg aðalhlutverk á sviði Old Vic og einnig í bandarískum leikhúsum. í seinni tíð hefur hún leik- ið minna. Peggy Asnhcroft var sæmd aðals- nafnbót fyrir leik sinn árið 1956. ihh Jólastundin f sjónvarpssal: Jólaball með Omari, Binna, jólasveininum og Þórði gamla —eitt hundrað krakkar dansa í kringum jólatré Jólastundin okkar verður að vanda á jóladag með jólaballi, jólasveinum og tilheyrandi. Að þessu sinni verða 100 börn í sjónvarpssal sem dansa í kringum jólatré og syngja með Bryn- dísi og Þórði gamla. Annars er Þórð- ur hálfruglaður er hann sér alla þessa prúðbúnu krakka í sjónvarpssal. Fleiri gestir koma í jólastundina. Þrjátíu og fimm börn úr tónlistar- skóla Rangæinga koma í heimsókn og syngja og leika. Þá kemur einnig presturinn þeirra, sr. Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti, og flytur hugvekju um jólin. Stjórnandi barnakórsins er Sigríður Sigurðardóttir og undirleikari Friðrik Guðni Þorleifsson. Um tónlistina að öðru leyti sér Tríó Guðmundar Ing- ólfssonar. Jólasveinninn (Jón Sigur- björnsson) syngur um sjálfan sig og aðra jólasveina. Texta gerði Herdis Egilsdóttir. Þá kemur Ómar Ragnarsson í heimsókn og syngur nokkur lög, auk þess sem hann ræðir við Þórð gamla. Að lokum má geta góðs vinar úr veizluna. Jólastundin okkar er rúm- Stundinni okkar, Binna brandara- lega klukkustundar löng. bankastjóra, sem mætir óvænt í -ELA þú bara giftist, ef þú giftist mér. . . Um eitt hundrað börn eru samankomin i sjónvarpssal i Jólastundinni og þangað mæta að sjálfsögðu margir góðir gestir. Bjarnason. Umsjón: Ómar Ragnarsson. 20.55 Sinfónían í. Skálholti. Sinfóníuhljómsveit íslands flytur lag á G-streng eftir J.S. Bach, orgelkonsert op. 4 nr. 6 eftir Hándel og næturljóð eftir Mozart. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Árni Arinbjarnar. Tónleikar sveitarinnar voru teknir upp í Skálholtskirkju. Stjórnandi upptöku: Tage Ammendrup. 21.25 Lestarraunir. Breskt sjónvarpsleikrit etir Stephen Poliakoff. Leikstjóri: Peter Duffell. Aðalhlutverk: Peggy Aschcroft, Michael Kitchen og Wendy Raebeck. Leikritið fjallar um samskipti frekrar, gamallar hefðarfrúar frá Vín, ungs eigin- gjarns manns og ungrar, laglegrar stúlku frá Bandaríkjunum, í lestinni á leiðinni frá Óstende til Vínar. Alla leiðina lendir gömlu frúnni og unga manninum saman, og áform hans um að stíga í vænginn við amerísku stúlkuna virðast vonlítil. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.45 Dagskrárlok. Laugardagur 26. desember Annardagur jóla 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Fimmti þáttur. Spænskur mynda- flokkur um flökkuriddarann Don Quijote og Sancho Panza, skósvein hans.Þýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip ó táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ættarsetrið — Jólaþáttur. Sérstakur jólaþáttur Ættar- setursins með nágrönnunum Audri Horbes-Hamilton og Richard DeVere. Að þessu sinni liggur við að ágreiningur þeirra spilli jólafriðnum, en allt fer þó vel. Áudrey verður upp full af góðum vilja gagnvart mannkyni, en einkum og sérílagi beinist hann að einum manni. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. „Hvornig kemur þú garðsláttuvólinni i goHpokann Frímann?" „Við erum íbíla- ogbónstöðvaleikpabbi.'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.