Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. 23 Sjónvarp Sjónvarp „Kuskið” segir frá ungum manni á uppleið, sem lendir í hringiðu at- burða, sem fljótlega verða honum hættulegri en hann hugði. Hann er sakaður um eiturlyfjabrask oglendir í gæzluvarðhaldi. Árni Ibsen leikur þennan náunga, sem reyndar heitir Eiríkur, en Elfa Gísladóttir Dagrúnu konu hans. En alls eru leikarar um 30. Leikstjóri er Andrés Indriðason. Davíð Oddsson hefur skrifað eitt sjónvarpsleikrit áður. Hét það ,,Róbert Elíasson kemur heim frá út- löndum”. Ef okkur misminnir ekki, átti Róbert þessi ótrygga eiginkonu. Yfirmaður hans blandaðist í málið og girntist konuna. Hún var tilkippileg, og Róbert þurfti að velja á milli þess að loka augunum eða að missa vinnuna. Leiksk&ldið, sjúkrasamlagsforstjór- inn og borgarfulltrúinn Davíð Odds- son. T Davíð er forstjóri Sjúkrasamlegs Reykjavíkur og borgarfulltrúi. f nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðis- manna til næstu borgarstjórnarkosn- inga varð Davíð efstur af öllum. Hvað ritferil hans snertir þá hófst hann upp úr 1970, þegar Davíð, Þórarinn Eldjárn og Hrafn Gunn- laugsson skrifuðu röð af útvarpsþátt- um, sem þeir kölluðu Matthildi og voru bráðfyndnir. Þeir félagar gerðu seinna revíuna ,,Ég vil auðga mitt land” fyrir Þjóðleikhúsið. Og loks skrifuðu þeir Davíð og Hrafn revíuna „íslendingaspjöll” fyrir Leikfélag Reykjavíkur. „Kusk á hvítflibbann” er fyrsta leikritið af sex, sem sjónvarpið lætur vinna sem árangur af námskeiði fyrir leikritahöfunda, sem haldið var á sin- um tíma. Verður spennandi að sjá hvernig til hefur tekizt. Þess má geta að höfundur er grunaður um að sækja vissar fyrirmyndir til raun- verulegra atburða, sem nýlega hafa gerzt. -ihh. Mánudagur 28. desember 19.45 Fréttaágripátáknm&li. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 Björgunarbátar. Mynd um meðferð gúmbjörgunarbáta, sem Siglingamálastofnun ríkisins hefur látið gera. Umsjón: Hjálmar R. Bárðarson. Þulur: Guðbjartur Gunnarsson. 20.55 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 21.25 Við vorum þó heppin með veður. Sænskt sjónvarpsleikrit í léttum dúr um listina að fara í frí. Fjölskyldan er að fara i frí og allt á þetta að ganga snurðulaust og af- slappað fyrir sig. Það er þó hægara sagt en gert. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.25 Börn/Foreldrar. Kanadisk fræðslumynd um ófrjósemi og tilraunir, sem gerðar eru með frjóvgun eggja utan líkama komu og „tilraunaglasavörn”. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.50 Dagskrárlok. »iinM>MiHit>uunuu>t»utHiM>ancMmntuuunnuu»nuuH HMunnH 21.05 Kusk á hvítflibbanum. Sjón- varpsleikrit eftir Davíð Oddsson. Leikstjóri: Andrés Indriðason. Helstu persónur og leikendur: Eiríkur Arni Ibsen, Dagrún-Elfa Gísladóttir, Móðir Dagrúnar- Þóra Friðriksdóttir, Nikulás-Jón Sigurbjörnsson, Ester-Ragnheiður Arnardóttir, Páll-Sigurður Sigur- jónsson, Guðrún-Jóhanna Norð- fjörð, Fréttastjórinn-Borgar Garðarson, Loftur, blaðamaður- Gunnar Rafn Guðjónsson, Leó- Steindór Hjörleifsson, Valgeir fangavörður-Róbert Arnfinns- son. Eiríkur er ungur og fram- sækinn maður í góðri stöðu. At- vikin haga því svo að á hann fellur grunur um eiturlyfjabrask, og hann verður að sæta gæsluvarðhaldsvist, á meðan málið er rannsakað. Leikritið lýsir tilraunum hans til þess að ljúga sig út úr óþægilegu máli í upphafi, og viðbrögðum fjölskyldu og sam- verkamanna, þegar í óefni er komið. Myndataka: Ómar Magnússon. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Ingvi Hjörleifsson. Stjórn upptöku: Andrés Indriðason. 22.00 Dick Cavett rabbar við ABBA. Rabb- og tónlistarþáttur með bandaríska sjónvarps- manninum Dick Cavett og sænsku popphljómsveitinni ABBA. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 22.50 Sagan af Cable Hogue. (The Ballad of Cable Hogue). Banda- rískur vestri frá 1970. Leikstjóri: Sam Peckinpah. Aðalhlutverk: Jason Robards, David Warner og Strother Martin. Myndin lýsir því hvernig utangarðsmaður vinnur ástir konu með vafasama fortíð. Þýðandi: Björn Baldursson. 00.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 27. desember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Agnes Sigurðardóttir, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Níundi þáttur. Hjónaerjur. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.00 Saga járnbrautalestanna. Annar þáttur. Breskur mynda- Sjónvarp annan dag jóla kl. 22.00: DICK CAVETT RÆÐIR VIÐ MEÐLIMIABBA KUSK Á HVÍTFLIBBANN— sjónvarpsleikrit annan íjólum kl. 21.05: Nýtt sjónvarpsleikrit eftir borgarfulltrúa í Reykjavík Þó vinsældir ABBA-flokksins hafi dalað eitthvað hér á landi undan- farin ár er ekki sömu sögu að segja í öðrum löndum. ABBA-skífurnar renna alltaf út eins og heitar lummur |og enn er flokkurinn dáður víðs veg- ar um heim. Nú eru liðin sjö ár frá því ABBA- flokkurinn kom, sá og sigraði í Evrópusönglagakeppni sjónvarps- stöðva. Að vísu hefur margt breytzt innbyrðis hjá flokknum en áfram gefur hann út hljómplötur sameigin- lega. Á annan dag jóla sýnir sjónvarpið nýja samtalsþátt bandaríska sjón- varpsmannsins, Dick Cavett, við meðlimi ABBA-flokksins. Dick Cavett er frægur sjónvarpsmaður vestanhafs og þá sérstaklega vegna góðra viðtala sem hann hefur tekið við ýmsa fræga menn. Þau Agnetha, Annifrid, Björn og Benni eru einnig sögð hress og þáttur- inn á annan dag jóla ætti því að lofa góðu. Þá kannski sérstaklega fyrir aðdáendur ABBA-flokksins. -ELA flokkur um járnbrautalestir og fólk, sem vinnur við þær og ferðast með þeim. Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Þulur: Friðbjörn Gunnlaugsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjón: Bryndís Schram. Upptökustjórn Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 20.55 Tónlistarmenn. Sigriður Ella Magnúsdóttir, óperusöngkona. Egill Friðleifsson ræðir við Sigríði Ellu og hún syngur nokkur lög. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.35 Eldtrén í Þíka. Fjórði þáttur. Vinir á æðri stöðum. Breskur framhaldsmyndaflokkur um land- nema í Afríku. Þýðandi: Heba Júliusdóttir. 22.25 Jóiakvöld Krúgers. Leikin bandarísk jólamynd um aldraðan ABBA-flokkurinn vinnur enn saman þrátt fyrír ýmsar persónulegar breytingar hjá þvi góða fólki. Hér er hópurínn saman kominn ásamt sjónvarpsmanninum góðkunna, Dick Cavett einstæðing í stórborg. Persónur myndarinnar eru gamall húsvörður og lítil stúlka, sem hefúr týnt vettlingunum sínum. Með aðalhlutverk fer James Stewart. í myndinni syngur Mormónakórinn i Utah. Þýðandi: Hermann Jóhannesson. 22.55 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 23.25 Dagskrárlok. Annan í jólum sjáum við nýtt vetur . „Kusk á hvítflibbann” heitir íslenzkt sjónvarpsleikrit, það fyrsta í þaðogereftirDavíðOddsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.