Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1982, Page 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 16. APRtL 1982.
19
Hvað er á seyðium helgina Hvað er á seyði um helgina
Messur
Gaðiþjónustur i ReykJavikurprófutsdKmi sunnu-
daginn 18. april 1982.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma i Safn-
aöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Ferming-
arguösþjónusta i Safnaöarheimilinu kl. 2. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa aö Noröurbrún 1, kl. 2.
Kaffisala Safnaöarfélagsins eftir messu. Sr. Arni
Bergur Sigurbjömsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma i
Ðreiöholtsskóla kl. 11. Fermingarguösþjónusta i Bú-
staðakirkju kl. 13.30. Altarisganga. Sr. Lárus Hall-
dórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Fermingarguösþjónusta kl.
10.30. Altarisganga þriöjudagskvöld kl. 20.30. Sr.
Ólafur Skúlason, dómprófastur.
DIGRANESPRESTAKALL: Fermingarguðsþjón-
usta i Kópavogskirkju kl. 10.30. Barnasamkoma i
Safnaðarheimilinu kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
DÓMKIRKJAN: Fermingarguösþjónusta á vegum
Hóla- og Fellaprestakalls kl. 11. Altarisganga. Sr.
Hreinn Hjartarson. Fermingarmessa kl. 14. Altaris-
ganga. Sr. Þórir Stephensen.
LANDAKOTSSPÍTALI: Guðsþjónusta kl. 10 f.h.
Organisti Birgir Ás Guömundsson. Sr. Þórir
Stephensen.
ELLIHLIMILIÐ GRUND: Messa á sunnudag kl.
14. Sr. Brynjólfur Gislason í Stafholti prédikar. Fé-
lag fv. sóknarpresta.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur:
Barnasamkoma i Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu-
dagur: Ðarnasamkoma i Fellaskóla kl. 11 f.h. Ferm-
ing og altarisganga I Dómkirkjunni kl. 11 f.h. Sam-
koma í Safnaöarheimilinu aö Keilufelli 1, n.k.
þriðjudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Fermingarguðsþjónusta kl.
10.30. Organleikari Ámi Arinbjamarson. Altaris-
ganga þriðjudaginn 20. april kl. 20.30. Sr. Halldór
S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson. Þriöjudagur 20. apríl, kl. 10.30
fyrirbænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum. Kirkju-
skóli barnanna er á laugardögum kl. 2.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
HATEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2. Ferming l Selja-
sókn. Sr. Valgeir Ástráðsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma i Kárs-
nesskóla kl. 11 árd. Fermingarguösþjónusta i Kópa-
vogskirkju kl. 2. Atlarisganga nk. miðvikudags-
kvöld kl. 20.30. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Óskastund barnanna kl.
11. Söngur, sögur, myndir. Fermingarguðsþjónusta
kl. 13.30. Prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson,
organleikari Jón Stefánsson. Altarisganga 19. aprll
kl. 20. Sóknamefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Laugardagur 17. aþril:
Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð kl. 11. Sunnu\
dagur 18. april: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl.'
14. Tónleikar kl. 17, Halldór Vilhelmsson og Gústaf
Jóhanncsson flytja verk eftir Gunnar Reyni Sveins-
son. Þriöjudagur 20. april: Bænaguðsþjónusta kl.
18. Fimmtudagur 22. april, sumardagurinn fyrsti:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á vegum Laugarnes-
og Ássafnaðar. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardagur 17. apríl: Samverustund
aldraðra kl. 15. Hjónin Dómhildur Jónsdóttir og sr.
Pétur Ingjaldsson koma i heimsókn. Sunnudagur
18. apríl: Ðarnasamkoma kl. 10.30. Fermingarmess-
ur kl.1 11 og kl. 14. Þriðjudagur 20. april: Bibliulest-
ur kl. 20. Æskulýðsfundur kl. 20.30. Miðvikudagur
21. apríl: Fyrirbænamessa kl. 18.15. Sr. Frank M.
Halldórsson.
SELJASÓKN: Barnaguösþjónusta að Seljabraut 54,
kl. 10.30. Barnaguösþjónusta i ölduselsskóla kl.
10.30. Fermingarguðsþjónusta i Háteigskirkju kl.
14. Sóknarprestar.
FRtKIRKJAN I REYKJAVlK: Messa kl. 2. Organ-
isti Siguröur isólfsson, prestur sr. Kristján Róberts-
son.
Kvikmyndir
Kvikmyndasýning
MÍR
Sunnudaginn 18. apríl kl. 16 veröur kvikmyndasýn-
ing i MÍR-salnum, Lindargötu 48. Sýnd vcrður kvik-
myndin „Hvitur fugl með svartan dil”, gerð i Dovt-
sjenko-kvikmyndaverinu í Kíev 1972. Leikstjóri:
Júrí Ilienko. Sagan sem myndin byggir á gerist í
Karpatafjöllum rétt fyrir og í siðustu heimsstyrjöld.
Þetta er breiðtjaldsmynd i litum. Skýringatextar á
ensku. Aðgangur öllum heimill.
Gallerf 32,
Hverfisgötu 32
Laugardaginn 17. april opnar Snorri G. Árnason
(órækja) málverkasýningu i Galleri 32 að Hverfis-
götu 32, sýningin mun standa yfir til 30. apríl. Þetta
er fyrsta opinbera sýning listamannsins i Reykjavlk,
en Snorri er Norðlendingur i húð og hár, fæddur og
uppalinn á Dalvik.
Snorri sýnir oUumftlverk og pastelmyndir í
Galleriinu til 30. april eins og fyrr greinir og verður
sýningin opin frft kl. 14.00—22.00.
ókevnis aðsansur.
Edenf
Hveragerði
Málverkasýningu Jónasar Guðmundssonar sem
staðið hefur yfir i Eden i Hveragerði lýkur nú um
hdgina. Á sýningunni eru vwk sem Jónas sýndi ný-
veriö á sýningu l Luxemborg. Sýningin hefur vakið
mikla athygli og aösókn verið mjög góð.
Listasaf n Alþýðu
Grensósvegi 16
Á laugardaginn opnar örn Þorsteinsson sýningu á
málverkum, teikningum, lágmyndum og skúlptúr.
öm er fæddur i Reykjavik ftriö 1948, hann stund-
Orgettónleikar f
Ffladeltíukirkjunni
—Antonio Corveiras leikur
aði nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands árið
1966—’71 og framhaldsnám við listaskólann i
Stokkhólmi.
Sýningin veröur opin daglega frá klukkan 14.00—
22.00 og stendur yfir til 9. maí.
NORRÆNA HÚSIÐ: Helgi Guðmundsson heldur
málverkasýningu. Á sýningunni eru 52 oliumftlverk.
Þetta er 4. einkasýning Helga en hann hefur ftður
sýnt í Bogasal árið 1964 og 1968 og í Keflavík árið
1970. Sýningin verður opin til 20. april frá klukkan
14.00—22.00.
KJARVALSSTAÐIR MIKLATÚNI: Á laugar-
daginn opnar Höskuldur Björnsson málverkasýn-
ingu. Á sýningunni eru náttúrulifs- og landslags-
myndir. Sýningin verður opin daglega frá klukkan
14.00—22.00. Henni líkur 2. mai.
ASMUNDASALUR, FREYJUGÖTU: Engin
sýning fyrr en 26. apríl.
Djúpifl
Engin sýning.
Antonio Corveiras er Spánverji
sem lengi hefur verið búsettur hér á
landi. Hann hefur um árabil verið
organisti í Hallgrimskirkju, kennt við
Tónlistarskólann í Keflavík og
Tónskóla þjóðkirkjunnar i Reykja-
vtk. Hann tekur fyrir verk sem santin
hafa verið fyrir orgel. Orgel það sem
hann leikur á hefur tvö hljómborð og
fótspil, alls 22 raddir. Á því eru 1.528
pipur allt frá 2,5 m niður í 8 mm.
Tónleikar þessir eru þeir síðustu af
þremur. Antonio hefur safnað saman
tónverkum eftir tónskáld sem fædd
eru fyrir tíma Bach. Voru þau á
fyrstu tónleikunum. Verk eftir Bach
lék hann laugardaginn 10. aprU. En
kl. 17.00 laugardag 17. april verða
leikin verk etir tónskáld, sem eru
yngri en Bach, eða fædd 1686 og
síðar. Það tók langan tíma að safna
saman tónverkum því Antonió raðar
tónskáldunum eftir fæðingarárum.
Litið er að finna af tónverkum hér á
landi. Hefur hann því farið víða um
heim tU að afla sér þessara gagna.
Antonio Corveiras hefur leikið á
orgel í 25 ár og eru þetta síðustu
tónleikar hans að sinni, þar sem hann
heldur utan í vor. Tónleikarnir verða
í FUadelfíukirkjunni kl. 17 á laugar-
dag og er aðgangur ókeypis.
-RR.
Spánverjinn Antonio Corveiras organisti heldur þriðju tónleikana, þar sem hann
tekur fyrir sögu orgelsins.
Gaileri Kirkjumunir, Klrkjustræti lO.Sigrún Jóns-
dóttir sýnir batik og kirkjuskreytingar. Opið virka
daga frá kl. 9.00—18.00 og um helgar frá kl. 9.00—
16.00.
Gallerí Langbrók, Amtmannsstig 1: Sýning á
verkum einnar Langbrókarinnar.
Llstmunahúsið Lækjargötu 2: Vignir Jóhannsson
myndlistarmaöur sýnir verk sin i Listmunahúsinu.
Sýningin mun standa yfir til 25. aprii og er opin alla
virka daga nema mánudaga frá klukkan 10—18. Um
helgar verður sýningin opin frá klukkan 14—20.
Valgarflur sýnir olíumólverk
í Nýlistasafninu
Valgarður Gunnarsson sýnir i Nýlistasafninu
Vatnsstig 3b. Sýningin verður opin kl. 16—22 virka
daga og kl. 14—22 um helgar. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 18. april.
Valgarður Gunnarsson útskrifaöist úr Myndlista-
og handiðaskóla íslands árið 1979. Stundaði fram-
haldsnám viö State University of New York og
Empire Sute College ftrin 1979—1981.
Þctta er fyrsta einkasýning Valgarðs, en hann
hefur ftður tekið þfttt í tveimur samsýningum.
Sýnd eru olíumftlverk, unnin á striga.
Norræna húsið á sunnudag:
Leiklistamemendur fflytja
dagskrá í tilefni af af mæli
Halldórs Laxness
t tilefni af 80 ára afmæli Halldórs
Laxness flytja nemendur 3. bekkjar
Leiklistarskóla íslands, i samvinnu
við Norræna húsið, samfellda dag-
skrá úr ljöðum skáldsins í Norræna
húsinu kl. 17.00 sunnudaginn 18.
K
1 tilefni af 80 ára afmæli Laxness flytja
nemendur úr Leiklistarskóla tslands
samfellda dagskrá I Norræna húsinu á
sunnudag úr Ijóðum skáldsins.
april.
Dagskráin, sem ber heitið Ó, hve
létt er þitt skóhljóð, er að mestu
byggð á Kvæðakveri Halldórs sem
kom fyrst út árið 1930 og olli miklu
fjaðrafoki og hneykslan. Kvað þar
við nýjan tón þar sem hefðbundnum
kveðskap var varpað fyrir róða,
bæði hvað varðar yrkisefni og form.
Þá eru einnig flutt ljóðin úr skáld-
sögunum sem skáldið prentaði i
síðari útgáfum Kvæðakversins.
Brotum úr blaðagreinum og öðrum
verkum skáldsins er skotið milli
ljóðanna og sungin eru lög eftir Jón
Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Jón
Laxdal, Áskel Másson og Eyþór
Árnason, en hann er úr hópi
nemenda. Flytjendur auk hans eru:
Edda Heiðrún Backmann, Helgi
Björnsson, Kristján Franklin
Magnús, María Sigurðardóttir,
Sigurjóna Sverrisdóttir og Vilborg
Halldórsdóttir. Þórhallur Sigurðsson
hefur tekið dagskrána saman og
stjórnar flutningi ásamt Fjólu Ólafs-
dóttur, sem æft hefur söngva. Undir-
leik annast Páll Eyjólfsson gitar-
leikari.
Leiklistamemar munu endurtaka
flutninginn í Norræna húsinu næst-
komandi mánudagskvöld kl. 20.30
og i ráði er að heimsækja nokkra
staði utan Reykjavíkur.