Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1982, Blaðsíða 6
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982. Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Vorgleði Fáskrúðsf irðinga í fullum gangi: KÓRARNIR MED TÓNLEIKA UM HELGINA — Leikfélagið frumsýnir bráðlega Frá Fáskrúdsfiröi. Bærínn er iðandi af menningarlifi um þessar mundir. Vorgleði Fáskrúðsfirðinga hófst fjórða april síðastliöinn með mál- verkasýningu Ólafs Th. Ólafssonar í grunnskóla staöarins. Á sýningunni eru tuttugu og sex myndir, unnar með olíu og blýanti. Hefur sýningin verið vel sótt. Fimmtudaginn áttunda apríl var haldið skemmtikvöld í félagsheim- ilinu Skrúð með blönduðu efni. Magnús Stefánsson kennari og Magnús Guðmundsson leikstjóri frá Neskaupstað fluttu ljóð. Einar Georg flutti ávarp. Samkór Fáskrúðsfjarðar söng undir stjórn Kjartans Ólafssonar og hljómsveit lék lög Óðins G. Jóhannessonar við texta Einars Georgs og fleiri. Þá voru gjörningar og á dagskrá. Meðal atriða á skemmtikvöldinu má einnig nefna upplestur Ólafs Bergþórssonar á Djáknanum á Myrká sem þótti ærið kynngi- magnaður. Vakti lestur Ólafs mikinn gauragang meðal tilheyrenda. Samkoman var vel sótt og skemmtu menn sér vel. Kynnir var Agnar Jónsson. Skákmót grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar var haldið niunda april og kepptu sex þriggja manna sveitir. Hlutskörpust þeirra reyndist vera sveit Einars Más, Guömundar Þorsteinssonar og Ólafs Bergþórs- sonar. Hlaut hún þrettán og hálfan vinning af fimmtán mögulegum. Sveit Guðmundar Hallgrímssonar hafnaði í öðru sæti og í þriðja sæti urðu Vignir Hjelm og hans menn. Annan páskadag héldu Manuela Wiesler flautuleikari og Þorkeil Sigurbjörnsson slaghörpuleikari tón- leika i félagsheimilinu Skrúð á vegum gleðinnar við góðar undirtektir áheyrenda. Loks má geta þess að Samkór Fáskrúðsfirðinga og karlakór Stöðvarfjarðar munu halda tónleika næstkomandi laugardag. Verða þeir haldnir i Skrúð. Einsöngvari á tónleikunum er Elín Ósk, en stjórn- andi kóranna Kjartan Ólafsson. Leikhópurinn Vera æfir auk þessa af fullum krafti gamanleikritiö AUra meina bót sem bráðlega verður tekið tU sýninga eða i lok þessa mánaðar. Leikstjóri verksins er Magnús Guðmundsson. -SER/Ægir, Fáskrúðsfirði. inisskilnings og hamagangs, eins og sæmir i ærsla- leik. Meö stærstu hlutverkin í leiknum fara þau Margrét Ólafsdóttir, Gbli Halldórsson og Emll Gunnar Guðmundsson, auk Kjartans Ragnarssonar, Aóalsteins Bergdal, Ragnheióar Steindórsdóttur og Guflmundar P&lssonar. Leikstjórí sýningarinnar er Jón Sigurbjömsson, en leikmynd geröi Jón Þórisson. A laugardagskvöld verður J6I eftir Kjartan Ragnarsson á fjölunum i Iönó, en þaö leikrit hefur veríö sýnt viö metaösókn i allan vetur. Jói, sem er þroskaheftur piltur veröur fyrir þvi aö missa móöur sína, og við það standa skyndilega aðrir fjölskyldu- meölimir frammi fyrir þeim vanda, hvaö beri aö gera og hver þeirra eigi að taka Jóa aö sór. Með stærstu hlutverkin fara þau Jóhann Slgurðarson, Hanna María Karlsdóttir og Sigurður Karlsson, auk Guðmundar Pálssonar, Þorsteins Gunnarssonar, Elfu Gisladóttur og Jóns HJartarsonar. Á sunnudagskvöld er 23. sýning á Sölku Völku eftir Halldór Laxness, sem frumsýnd var i janúar sl. i tilefni af 85 ára afmæli Leikfélagsins og 80 ára af- mælis skáldsins. Sýning Leikfélagsins hlaut mjög lofsamleg ummæli gagnrýnenda, og uppselt hefur veriö á allar sýningarnar til þessa. Meö stærstu hlut- verkin fara þau Guðrún Gisladóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jóhann Sigurðarson Þorsteinn Gunnarsson og Jón Slgurbjömsson, en alls taka 16 leikarar þátt í sýningunni. Hjalti Rögnvaldsson leikur skáldið og hlaut menningarverðlaun DV fyrír góða frammistöðu. Síðustu sýningar á „Húsi skáldsins" Nú eru einungis tvær sýningar eftir á uppfærslu Þjóöleikhússins á Húsi skáldsins, eftir Halldór Laxness og i ieikgerö Sveins Einarssonar. Siöustu sýningarnar veröa sunnudaginn 18. apríl og föstu- daginn 23. apríl en lokasýningin er einmitt sama dag og Halldór Laxness verður áttræöur. Þessi sýning var frumsýnd á jólunum og hafa 10.000 manns séð hana. Eyvindur Erlendsson er leikstjóri, leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson og lýsinguna annast Ingvar Björnsson. Þá hefur Jón Ásgcirsson samið sönglög við Ijóö Ljósvikingsins og eru þau sungin í sýningunni viö harmonikkuundirleik Grettis Björnssonar. — Sýning þessi hefur hlotið afar lof- samlega dóma og túlkun einstakra leikenda þótt tíö- indum sæta. Þjóðleikhúsið um helgina: Amadeus eftir Peter Shaffer veröur sýnt á föstu- dagskvöld og i 20. skiptiö á laugardagskvöld. Sýning þessi nýtur mikilla vinsælda hér sem erlendis. öfundarglæpur Salieris lætur engan ósnortinn og glæsileg tónlist Mozarts undirstrikar hina drama- tisku atburöi. Leikstjóri er Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson leikur Salieri, Siguröur Sigurjónsson leikur Mozart og Guðlaug María Bjarnadóttir leikur Konstönsu. Gosi barnaleikrit Brynju Benediktsdóttir eftir sög- unni sivinsælu sem Collodi samdi um þroskaferil spýtustráks veröur sýnt einu sinni nú um helgina, á sunnudag kl. 14.00. Árni Blandon leikur Gosa, Árni Tryggvason leikur Láka leikfangasmiö og Sigurður Sigurjónsson leikur Flökkujóa, samvisku Gosa. Nú fer hver aö veröa síöastur að sjá þessa vinsælu barnasýnineu. ___ Skemmistaðir BROADWAY: Föstudags- og laugardagskvöld veröur Heiöar Ástvaldsson með 18 manna dans- hópinn sinn, Jassport. HOLLYWOOD: Diskótekiö dynur alla helgina. SNEKKJAN: Dansbandiö leikur föstudags- og laugardagskvöld. Matsölustaðurinn Skútan opin sömu kvöld. HÓTEL BORG: Diskótekiö Dlsa sér um diskósnún- ‘ inga bæöi föstudags- og laugardagskvöld. Sunnu- dagskvöld veröur hljómsveit Jóns Sigurössonar með tónlist af vönduöu tagi sem hæfir gömlu dönsunum. LINDARBÆR: Laugardagskvöld, gömlu dansarnir. Valgeröur Þórisdóttir syngur undir Ieik hljómsveitar Rúts Kr. Hannessonar. ÓÐAL: Opiö öll kvöld helgarinnar, Fanney og Dóri skiptast á aö snúa plötunum viö. SIGTUN: Opið laugardagskvöld kl. 14.30, laugar- dag verður spilaö bingó. GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður i diskótekinu um helgina frá klukkan 10—03, þaö er diskósalur 74”, tónlistin úr safni feröadiskóteksins. Grétar býöur alla velkomna og óskar gestum góörar skemmtunar. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi í öörum sal hússins öll kvöld helgarinnar. ÞÓRSCAFÉ: Kabarettinn kætir alla. Galdrakarlar leika sin beztu lög, diskótek á neöri hæö, opiö öll kvöld helgarinnar. Matsölustaðir REYKJAVlK ASKUR, Laugavegi 28 B. Símar 18385 og 29355: Opiö kl. 9—24 alla daga. Vlnveitingar frá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnudögum. ASKUR, Suðurlandsbraut 14. Simi 81344: Opið ki. 11—23.30. BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, við Óðinstorg. Sími 25090: Opiö kl. 9—23.30 virka daga og 10—23.30 á sunnudögum. ESJUBERG, Hótel Esju, Suöurlandsbraut 2. Simi 82200: Opiö kl. 7—22. Vínveitingar. HLÍDARENDI, Brautarholti 22 (gengið inn frá Nóatúni). Borðapantanir i síma 11690. Opið kl. 11.30— 14.30 og 18—22.30. Vinveitingar. HOLLYWOOD, Ármúla 5. Boröapantanir i síma 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll kvöld vikunnar. Vínveitingar. IIORNIÐ, Hafnarstræti 16. Simi 13340: Opiö kl. 11—23.30. Eldhúsinu lokaö kl. 21. Léttar vínveit- ingar. HÓTEL HOLT, Bergstaðastræti 37. Borðapantanir i sima 21011. Opið kl. 12—14.30 og 19—23.30. Vin- veitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurflugvelli. Boröapantanir i sima 22321: Blómasalur er opinn kl. 8—9.30. (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. Vinveitingar. Boröapantanir i Súlnasal i sima 20221. Matur er framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 19—21. Vínveitingar. KAFFIVAGNINN, Grandagarði 10. Simar 12509 og 15932. Opið kl. 4 eftir miönætti til kl. 23.30. Vín- veitingar. KRÁIN við Hlemmtorg. Sími 24631. Opiö alla daga kl. 9—22. LÁUGAÁS, Laugarásvegi 1. Sími 31620. Opið 8— 24. MATSTOFA AUSTURBÆJAR, Laugavegi 116. Sími 10312. Opið kl. 8—21 virka daga og 9—21 sunnudaga. NAUST, Vesturgötu 6—8: Boröapantanir í síma 17759. Opið alla daga kl. 11—23.30. NESSÝ, Austurstræti 22. Simi 11340. Opiö kl. 11 — 23.30 alladaga. ÓÐAL við Austurvöll. Boröapantanir i sima 11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnudaga til fimmtudaga, kl. 21—03 föstudaga og laugardaga. SKRÍNAN, Skólavörðustíg 12. Simi 10848. Opiö kl. 11.30— 23.30. Léttar vinveitingar. VESTURSLÓÐ, Hagamel 67. Simi 20745. Opiö kl. 11— 23 virka daga og 11—23.30 á sunnudögum. Léttar vinveitingar. ÞÓRSCAFÉ, Brautarholti 20. Boröapantanir i sima 23333. Matur framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 20—22. Vínveitingar. AKUREYRI BAUTINN og SMIÐJAN, Hafnarstræti 22. Sími 96-21818. Bautinn er opinn alla daga kl. 9.30— 21.30. Smiðjan er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18.30—21.30. Föstudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 11.30—14 og 18.30—21.30. Vínveitingar. HÓTEL KEA, Hafnarstræti 87—89. Simi 96-22200. Opið kl. 19—23.30, matur framreiddur til kl. 21.45. Vinveitingar. KÓPAVOQUR VERSALIR, Hamraborg 4. Sími 41024. Opið kl. 12— 23. Léttar vinveitingar. HAFNARFJÖRDUR GAFL-INN, Dalshrauni 13. Simi 54424. Opiö alla daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er opinn veizlusalur með heita og kalda rétti og vinveitingar. SNEKKJAN og SKÚTAN, Strandgötu 1—3. Boröa pantanir i slma 52502. Skútan er opin 9—21 sunnu- daga til fimmtudaga og 9—22 föstudaga og iaugar- daga. Matur er framreiddur i Snekkjunni á laugar- dögum kl. 21—22.30. AKRANE8 STILLHOLT, Cííllholú 2. Sími 93-2778. Opið kl. 9.30— 21 virka daga og 9.30—22 laugardaga og sunnudaga. Léttar vínveitingar eftir kl. 18. Ævinlýrateiknlng eftir Theodor Kittelsen sem er meflal þeirra málara sem Ivar Orgland kynnir í fyrírlestrum sínum. Ivar Orgland gestur Norræna hússins — heldurtvofyrir- lestra þarsem hann kynnirnorska listamenn íslandsvinurinn og skáldið Ivar Orgland er gestur Norræna hússins um þessar mundir. Hann heldur tvo fyrirlestra í Norræna húsinu, þann fyrri laugardaginn 17. april kl. 16 og hinn síðari þriðjudaginn 20. april kl. 20.30. í fyrri fyrirlestrinum, sem nefnist „Kunstneren, naturen og eventyret”, kynnir Ivar Orgland norsku málarana Theodor Kittel- sen (1857—1914) og Christian Skredsvig (1854— 1924). Theodor Kittelsen er frægur fyrir ævintýrateikningar sínar, teiknaði skógartröll og myndskreytti ásamt fleirum ævin- týrasafn Asbjörnsens og Moes: „Norske folke- og huldreeven- tyr”. Christian Skredsvig lærði í Osló, Kaupmannahöfn, Mílnchen og París, hlaut gullverðlaun í „Salonen” í Parfs, og var það stærsti sigur norsks málara til þess dags í Evrópu, en síðar komu Edvard Munch og fleiri málarar. Segir Ivar Orgland frá heim- kynnum þeirra Kittelsen og Skredsvig í Sigdal og Eggedal og sýnir Utskyggnur af listaverkum þeirra og heimilum. Síðari fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 20. april kl. 20.30,, og nefnist „Dikter og miljo. Et möte með noen av Norges fremste diktere og miljo de levde i” og segir þar frá nokkrum helztu stór- skáldum Noregs og því umhverfi sem þeir lifðu i. Má nefna Henrik Ibsen, Bjarnstjerne Bjernson, Knut Hamsun, Sigrid Undset ásamt fleirum. Með erindinu verða sýndar litskyggnur. Svfþjóðarkynning í Norræna húsinu. Laugardagskvöldið 17. april kl. 20.30 verður kynning á Svíþjóð í myndum, máli og söng. Unnur Guðjónsdóttir og sonur hennar Þór Bengtsson hafa að undanförnu ferðazt víðs vegar um fsland á vegum Norræna félagsins og kynnt Svíþjóð. Unnur segir frá landi og þjóð og sýnir litskyggnur og Þór syngur sænsk lög og leikur undir ágítar. Unnur Guðjónsdóttir hefur verið búsett i Svíþjóð um árabil og hefur kynnt fsland í ótal borgum og bæjuin. Leikendur í Leikfélaginu sem fara með hlutverk i leikritinu, talið frá vinstrí: Guðrún Pétursdóttir, Arnhildur Jónsdóttir, Hanna Þóra, Júlía Ómarsdóttir, Ágústa Andrésdóttir, Gunnar Sigfússon, Oskar Guðjónsson, Reynir Sveinsson, Gunnlaugur Hauksson og Kristbjörg Ólafsdóttir. Frumsýning helgarinnar— Sandgerði: „Er ekki kalt að vera andi” — Leikfélagið sýnir Ærsladrauginn ,,Er ekki kalt að vera andi?” spurði karlmaðurinn á sviðinu dular- fulium rómi og beindi tali sínu að ungri konu i hálfgegnsæjum kjól þegar við rákum inn höfuðið í Félags- heimili Sandgerðinga eitt kvöldið í vikunni. Okkur brá svo við spurning- una að við gleymdum svarinu. Þarna var verið að æfa Ærsladrauginn eftir Noel Coward, undir stjórn Arn- hildar Jónsdóttur, en ætlunin er að frumsýna „drauginn” á föstudags- kvöldið (16. apríl) þarna á staðnum. Annars töldu sumir vissara að hafa sýninguna að degi til vegna myrk- fælni. Miðillinn í verkinu, Guðrún Pétursdóttir, leikur af slíkri innlifun að reimt er oröið í Félagsheimilinu. f öUu falli er afturgöngunum meinilla við myndatökur og hafa eyðilagt hverja filmuna af annarri af inni- myndunum. Ekki fannst þvi annað ráð vænna en að draga leikendur og aðra sem vinna að sýningunni út í dagsljósið kaldan páskamorgun og mynda þá undir húsveggnum, hvað sem hver draugur segði. Ærsladraugurinn er okkar sjötta verkefni á fjórum árum, sagði Óskar Guðjónsson, formaður leikfélagsins í Sandgerði. Meðal verkefnanna eru: Á yztu nöf, Skím, Markólfa, — mannmörg verk, en okkur hefur ald- rei gengið jafnilla að fá fólk i hlut- verkin og nú — og hefðum varla get- að fært upp Ærsladrauginn með sjö hlutverk ef þorskveiðibannið hefði ekki verið sett á. Þökk sé Steingrími, og nú kímdi Óskar um leið og hann varð að þjóta í símann. f einu hléinu töfðum við Arnhildi Jónsdóttur leikstjóra stutta stund en þetta er í annað sinn sem hún annast leikstjórn á Suðurnesjum. Fyrra verkið var Er á meðan er hjá Leikfélagi Keflavíkur fyrir nokkrum árum og hlaut mjög góða dóma. Arnhildur hefur síðan bæði fært upp og leikið, bæði á sviði og í kvikmynd- um, m.a. konu Steinars í Steinahlíð- um í Paradísarheimt.Einnig hefurhún unnið við brúðuleikhús svo að hún er flestum hnútum kunnug í leikmenn- ingunni og það kom vel í Ijós þegar hún fór yfir „nóturnar” ámilli atriða til að sniða af agnúana. Aðspurð var Arnhildur ánægð með samvinnuna við leikfólkið í Sandgerði. Æfingarnar væru stundaðar af miklum áhuga og allir legðu sig fram um að sýningin mætti takast sem bezt. Hins vegar væri sviöiö lítið og það háði leikendum dálítið, en með natni væri hægt aö vinna bug á þeim erfiðleikum. Og svo er bara að bíða og sjá hvað setur á f östudagskvöldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.