Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Blaðsíða 2
Aldur-
hniginn
málverka-
og bóka-
safnari
sóttur
heim
Hann kemur til dyra eins og hann
er klæddur, aldurhniginn, opnar dyrn-
ar aðeins örlítið, stingur nefinu út og
segir: „Já, hvað var það?”
Við segjum til okkar.
Það renna á hann tvær grímur og
hann segir: ,,Ég? Af hverju tala við
mig? Ég hef ekki frá neinu að segja.”
Við höfðum heyrt, að hann væri í
meira iagi bókhneigður?
,,Ja, maður á þetta tvö, þrjú þúsund
titla.”
Og við höfðum líka heyrt, að hann
ætti dálítið af málverkum?
,,Ja, maður á þetta, nokkra orgin-
ala.”
Megum við sjá?
Björninn var unnin, hann féllst á að
lofa okkur að sjá.
„Bflar eru bara
vitleysa "
Hann heitir Ketill Jónsson, er 78 ára
og býr í pínulítilli kjallaraíbúð í mið-
bænum, sem hann á sjálfur. Hann
fæddist að Hausthúsum í Hnappadals-
sýslu og þar bjó hann þar til hann
komst á fimmtugsaldurinn, að hann
tók sig upp og fluttist á mölina.
„Af hverju? Ég veiktist og þurfti að
leita mér lækninga í Reykjavík. Ég
hafði fram að því unnið við heyskap en
eftir að ég kom til borgarinnar fór ég í
verkamannavinnu þar til fyrir 3—4
árum aðég hætti að vinna.”
Ketill hefur aldrei gifzt, búið einn
alveg síðan hann kom til Reykjavíkur.
En leiðist honum ekki einveran?
„Nei, ég hef alltaf verið sjálfum mér
nægur. Ég vann náttúrlega alltaf hér
áður en eftir að ég hætti því læt ég tím-
ann líða við lestur og fer I göngutúra
eins oft og ég get. Ég hef reyndar
anzans ári lítið álit á bílum, þeir eru
bara vitleysa, og maður verður gamall
og stirður löngu fyrir aldur fram af að
notaþá.”
Bœkur í 50 ár,
málverk í 30
Það er ógrynni bóka og málverka í
Ibúð Ketils, miklu meira en kemst þar
fyrir. Veggir eru þaktir málverkum og
þeim, sem ekki komast á veggina, er
„Maður á þetta, nokkra
orginala. " Ketíll í stofunni
heima hjá sér.