Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Side 13
DAGBLAÐIÐ& VtSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982. 13 1. Þegar þú einu sinni hefur fengið ein- hverja flugu í hausinn, verður hún þar áfram hvað sem hver segir. Jafnvel þó flugan væri að fara í kringum heiminn á reiðhjóli! Þú myndir undirbúa ferð- ina mánuðum saman, þjálfa líkamann, læra tungumál, sem sagt hafa allt pott- þéttjfýrirfram. Og líklega leggurðu upp t ferðina fyrir rest því þú ofbýður aldrei eigin getu, þekkir þín takmörk upp á hár. Og sjálfstraustið óbifanlegt. Gættu þin þó, of mikið sjálfstraust verkar oft sem mont eða eigingirni ef það fer yfir markið. 2. Það er eins gott að þér verði ekki misboðið með því að láta þig i minni háttar verk. Þú ert hrikalega afkasta- mikill og duglegur og löngu eftir að þú ert farinn úr núverandi vinnu — líklega til að taka við forstjórastöðu annars staðar, verður fólk að tala ’um dugnað þinn! Samkvæmin sem þú heldur eru ógleymanleg fyrir það hversu mikið var í þau lagt af vinnu og vinnugleði. Þú hefur mikið sjálfsálit og þolir enda illa ef einhver mótmælirskoðunum þínum. Allir ættu að leita ráða hjá þér og eng- um öðrum! Þrátt fyrir allt tekst þér að koma upp álitlegum vinahópi og sýnir honum talsvert umburðarlyndi — þú sættir þig jafnvel við að annar fái- stundum að vera númer 1 líka. 3. Helzt af öUu kysirðu að byggja þér hreiður langt uppi í sveit og fá að vera þar í friði. Þú ert rólyndur og heima- kær og ekki gefinn fyrir glauminn. Að skrifa dagbók, lesa, dreyma — þar ertu í þínum eigin heimi og sáttur við hann og sjálfan þig. Detti einhverjum í hug að fá þig út fyrirvaralaust er hætt við að þú segir nei takk. Ástríðufull sam- bönd líkar þér illa heldur kýstu fremur skynsamlegt vinfengi þar sem höfuðið ræður meiru en hjartað. Og ef það er eitt sem þú ekki þolir þá er það stressað fólk. 4. Að berjast — það eru þínar ær og kýr. Og þú vilt berjast til sigurs og valda. Svo þú reynir alls staðar að berjast af miklum kynngikrafti. Gæti verið að einhver hafi baktalað þig eða skellt framan í þig andstyggileguheitum fyrir vikið. Þvi stundum vill brenna við að þú berjist án tilllits til annarra, án tillits til annarra, án þess að hugsa um hvort þú kynnir að særa einhvern eða styggja. Baráttugleði þín vill þó hverfa fyrir öðrum tilfinningum, ef einhver reynir að vinna þig með ást og hlýju, — þá áttu það til að flý ja af hólmi! Nú geta allir veriö sérfræóingar í því aö velja og kaupa notaöan bíl. Þió athugið útlit bílsins. ástand hjólbaröa og annað sem sést. og vió ábyrgjumst þaó sem ekki sést. Tryggið góö og örugg viðskipti. veljiö notaóan MAZDA BÍL MEÐ 6 MÁNAÐA ÁBYRGÐ. Viö erum eini aóilinn á landinu sem veitir' ábyrgó á öllum notuðum bilum. bg tryggir þannig öryggi í við- skiptum. BÍLABORG HB Smiðshöfða 23. sími 81299 því þú óttast ekkert meira en að vera bundinn og ekki lengur sjálfs þins herra. Temdu þér meiri nærgætni. 8. Þú horfir barnslegum augum á illsku heimsins, svona nokkuð passar ekki í þina heimsmynd. Þú heldur nefnilega að allir geti treyst öllum. Og að enginn þurfi að óttast einn eða neinn. Þess vegna kemurðu þér í aðstæður þar sem engin barátta fer fram, þar sem allt er með kyrrum kjörum og árekstralaust. Sjálfurgengurðu á undan meðgott for- dæmi — situr þegjandi undir reiði- lestrum yfirmanna þinna eða löngum leiðindasögum vina þinna án þess nokkum tímann að bera hönd fyrir höfuð. Innst inni grunar þig að þetta sé þó rangt og þess vegna ertu alltaf ofur- lítið áhyggjufullur og kvíðinn. 9. Þú ert sá sem vinur í vanda leitar til. Reyndar ekki bara vinir heldur hver sá sem á bágt ogþarfnast hjálpar. Þú ert góðlyndur og hjálpsamur, bæði heima og heiman og elskaður af mörgum fyrir vikið. Timunum saman geturðu hlustað á raunasögur án þess að á þér sjái óþolinmæði eða þreyta þvi þér er I raun og veru annt um að viðkomandi nái að lita lifið bjartari augum á nýjan leik. Auk þessa ertu mjög fljótur að aðlagast aðstæðum og lætur sjálfum þér aldrei leiðast. Þú ert liklega pott- urinn og þannan í ibúasamtökunum, góðgerðarfélaginu, i framfarafélaginu því þú þráir einmitt að lífið verði betra, ekki þitt eigið heldur allra hinna. 10. Ó, að lífið væri hvít sólarströnd með kampavínsbörum og sælkerastöðum! Þá værir þú í essinu þínu. Vandamál, vinna, vesen — þetta eru þér ókunn hugtök því þú ert nautnaseggur fram i fingurgóma og leiðir hjá þér öll leið- indi. Þú hefur áhuga á því fallega og sérstæða og hefur raunar ágætan smekk fyrir því. Þú er svo sem reiðu- búinn að leggja á þig hvunndagsamstur á borð við vænan yfirdrátt í bankanum en þá bara vegna þess að þú einfaldlega varðst að kaupa þennan ítalska lampa. 11. Þú ert eins og laukur — til að komast að kjamanum, til að kynnast þér í raun og veru, þarf að fara í gegn um ótal ótal mörg lög fyrst. En innst inni ertu hræddur og feiminn — hræddur við að sýna hver þú ert I raun og veru, gall- aður og misheppnaður að þér sjálfum finnst. Þess vegna áttu til að leika frá- hrindandi hrokafullan herradóm, setur á þig grimu. Gættu þín bara á að verða ekki einsamalli og einsamalli bak við grimuna. 12. Alls staðar ertu hrókur alls fagnaðar. Þú ert einfaldlega svo skapgóður, bjartsýnn og fyndinn. Þurfi að gera eitthvað gengurðu i það og það tekst undantekningarlaust. Þér finnst það stundum skrýtið en tekur ekkert það alvarlega að þú veltir því nánar fyrir þér — lukkan bara leikur við þig. Ef ekki — hvað með það? Sá sem felur þér stóra, ábyrga hluti er þó á villigötum því þú gerir aðeins það sem þér finnst skemmtilegt. Líklega er það þess vegna sem þér tekst það alltaf! Söiusýning á notuðum bílum frá 10-4 alla laugardaga 5. Þér er það mjög mikilvægt hvaö öðrum finnst um þig. Þú vilt vera virt- ur, dáður og elskaður. Raunar tekst þetta því þú hefur svo sannarlega sjarma til að bera og skrýtilegt litillæti — sem jaðrar við ládeyðu. Eiginlega læturðu flest koma aftan að þér og sýn- ir mjög sjaldan frumkvæði. En þetta finnst sumum hrífandi og njóta þess að fá að skipuleggja líf þitt fyrir þig. En gættu þín á frekjum og óhemjum, þær gætu gengið af þér dauðum! 6. Þú hefur mikið hugmyndaflug og byggir myndarlega loftkastala. Þeir eru þó sjaldnast raunhæfir og þér fellur því illa að sætta þig við tilveruna. Drauma- jobbið, draumakærastan, draumahús- ið, er alltaf á næstu grösum en aldrei þar sem þú ert nú. Verst er hversu illa þér er við að taka á þig ábyrgð — víkur þér of oft undan því vegna þess að þig grunar að takmai :,inu verði ekki náð hvort eð er. Bíttu á jaxlinn, byrjaðu á litlu hlutunum og þegar þeir rætast, reyndu að hrinda hinum í framkvæmd. 7. París í dag, New York á morgun — svona ætti lífið að vera hjá þér! Og helzt ertu með fulla dagbók af stefnu- mótum, ferðalögum o.þ.h. Og að loknum löngum vinnudegi ferðu beint f partíið rétt eins og ekkert sé. Alltaf þarf að vera nógu mikið um að vera og fullt af spennandi fólki í kring um þig. Þú ert makalaust opinskár, tilfinningai og leyndarmál borin beint á torg. Þí býður upp á baktal en lætur þig slík litlu skipta. En lendir þú í heitun ástum hefurðu vaðið fyrir neðan þi; IsS , Sveskjusulta Blönduð ávaxtasulta Appelsínumarmelaði Bláberjasulta og Jarðarberjas Sanitas sultan er nú fáanleg í m.a. 650 gr. og 800 gr. glerkrukkum í 5 tegundum. Sanltas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.