Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Qupperneq 18
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982. Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð : FALL FIFLDJARFA FLUGMANNSINS Afgreiðslustúlkan i gestamóttökunni i Carriage House Motel ó eystri borgar- mörkum Lubbock Texas leit upp frá vinnu sinni og virti fyrir sér hávaxna, granna konu með sitt, slegið ljóst hár en hún nálgaðist afgreiðsluborðið. „Get ég aðstoðað yður?” spurði af- greiðslustúlkan. ,,Ég þarf á herbergi að halda til einn- ár nætur,” svaraði konan. Þegar konan hafði skráð nafn sitt sem R. Grier i gestabókina afhenti af- greiðslustúlkan henni lykil að herbergi 910. Siðan kvittaði hún fyrir móttöku skráningarinnar með upphafsstöfum sinum og dagsetningunni, 5. nóvember 1980. Hinn nýskráði hótelgestur gekk nú út úr hótelafgreiðslunni og um leið varð afgreiðslustúlkunni litið á klukkuna í afgreiðslunni. Hún var hálf ellefu. „Aðeins hálftími eftir af vaktinni,” muldraði afgreiðslustúlkan með sjálfri sér. Þremur dögum síðar um klukkan hálf tvö aðfararnótt 8. nóvember voru tveir unglingspiltar að stelast til þess að leika sér með riffll sem annar þeirra hafði tekið ófrjálsri hendi heiman að frá sér. Þeir gættu þess vei að halda sig vel utan við alfaraleið svo ekki heyrðist til þeirra og upp kæmist um athæfið. Til þess að geta verið vissir um að verða óáreittir óku þeir til gamallar kalksteinsnámu sem var um tíu kíló- metra fyrir utan Lubbock og hafði ekki verið starfrækt í mörg ár. Eftir að hafa hleypt af nokkrum skotum af handa- hófi ákváðu piltarnir að finna sér gott skotmark sem þeir gætu reynt hæfni sína á. Þeir höfðu ekki gengið lengi þegar þeir snarstönzuðu og stóðu um stund sem frosnir í sömu sporum. 1 grunnri gryfju rétt við fætur þeirra lá maður samanhnipraður eins og hann væri að skýla sér gegn næturkuldanum. Nánari athugun piltanna leiddi í ljós að maðurinn var látinn og hafði verið um tíma. Skelfingu lostnir piltarnir stein- gleymdu með öllu að iðja þeirra varð- aði við lög og þutu eins og fætur tog- uðu aftur til bílsins og óku i loftinu á næstu lögreglustöð. Þar tilkynntu þeir varðstjóra um hinn óhugnanlega fund í námunum. Sveitir lögreglumanna voru brátt komnar á staðinn. Svæðið var girt af um leið og í ljós kom að grunur pilt- anna hafði verið á rökum reistur. Mað- urinn hafði verið myrtur. Hann hafði verið skotinn að minnsta kosti tveimur skotum, einu sinni í höfuðið og einu sinni í brjóstið. Báðar kúlurnar höfðu komið frá vinstri og verið skotið af stuttu færi. Maðurinn virtist vera um þrítugt með mikið dökkt hár og skrautlegt yfir- varaskegg. Einkum varð lögreglu- mönnunum starsýnt á klæðaburð mannsins. Hann var klæddur í smók- ing en í stað hinnar hefðbundnu smókingskyrtu var hann í köflóttri lit- skrúðugri vinnuskyrtu og á ská yfir andlit hans héngu sólgieraugu þeirrar gerðar sem flugmenn nota í starfi sínu. í vösum hins myrta fundust ýmis gögn. Þar á meðal ökuskírteini i nafni Richard Grier Lester með mynd af hin- um látna, einnig atvinnuflugmanns- skírteini skráð á sama nafn og flug- rekstrarleyfi i Bandarikjunum og Saudi Arabíu. Úr vösunum kom einnig lítil vasabók með fjölda símanúmera og að lokum lykill að herbergi 910 í Carriage House Motel. Að krufningu lokinni var því lýst yfir að Lester hefði látizt af skotsárum. Hlaupvídd morðvopnsins hefði verið .38 eða .357. Kúlunni sem hafði verið skotið í höfuð Lesters hafði verið hleypt af úr minna en hálfs metra fjar- lægð og hafði hún farið í gegnum höfuðið. Þeirri kúlu hafði greinilega verið hleypt af fyrst því að síðari kúlan, sem hafði verið skotið af örfárra senti- metra færi, hafði farið inn um brjóstið og síðan niður í líkamann, líkast því að morðinginn hefði í fáti hleypt af öðru skoti þegar líkami Lesters féll í átt til hans eftir fyrsta skotið. Staðsetning kúlnanna benti til þess að morðinginn hefði setið við hlið Lest- ers þegar skotunum var hleypt af og samankreppt staða líksins benti til þess að líkinu hefði þegar eftir morðið verið troðið á einhvern þröngan stað eins og t.d. farangursgeymslu bifreiðar. Því hefði líkið stirðnað á þennan einkenni- lega hátt. Líkskoðarinn sagði morðið hafa verið framið tveimur til tveimur og hálfum sólarhring áður en líkið fannst. Þar af leiðandi hlaut morðið að hafa verið framið annað hvort siðla dags 5. nóvember eða mjög snemma morguns hinn 6. Nú lögðu rannsóknarlögreglumenn- irnir leið sina til hótelsins sem Lester hafði verið skráður á. Það var ekki löng skoðun sem leiddi í ljós að þó svo R. Grieger hefði verið skráður sem bú- andi á herbergi 910 þá hafði hann aldrei dvalið þar. í herberginu var ýmislegt af eigum Lesters, ferðatösk- ur, fatnaður og skjöl og meira að segja 1.500$ í peningum. Töskurnar lágu opnar en við engu hafði verið hreyft hvorki farangrinum né nokkru í her- berginu sjálfu. Afgreiðslustúlkan skýrði frá því við yfirheyrslu að hún hefði aldrei séð kon- una nema þetta eina sinn þegar hún skráði R. Grier inn á hótelið. Ekki hefði hún heldur séð neinn karlmann í fylgd með konunni. Enginn á hótelinu hafði orðið var við að farið væri með farangur inn á herbergi 910. Greinilegt var að lögreglan komst ekki nær lausn málsins á þessari braut. Næst lá þá fyrir að afla upplýsinga um manninn Richard Grier Lester. Hver var hann, hver var ferill hans og hverja hann hafði umgengizt. í skjölum hins látna kom fram að hann bjó í Spice- wood, smábæ rétt fyrir utan höfuð- borgina Austin í Texas. Þar rak hann eigið fyrirtæki sem hafði leiguflug með höndum. Tveir rannsóknarlögreglumenn gerðu sér ferð til Spicewood og tóku Vernon Gilmore og Samantha Davidson í fylgd lögreglukonu á flugvellinum I Lubbock eftir handtöku þeirra við landamœri Kanada.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.