Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Síða 2
20 DV. MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983. Enga samninga má gera er hafa í sér fólgið af- sal eða kvaðir á landi, landhelgi eða lofthelgi, eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkis- ins nema samþykki Alþingis komi til. Gera skal Alþingi grein fyrir gerð allra samninga við önnur ríki.” Áður 21. gr. Til þess að koma í veg fyrir misskiln- ing er nú fram tekið að það er ríkisstjórnin sem gerir samninga við önnur ríki, ásamt forseta. Varðandi afsal eða kvaðir á landi eöa landhelgi er lofthelgi nú bætt við. Þá er það hér nýmæli að gera skal Alþingi grein fyrir gerð allra samninga við önnur ríki. Nú kemur aöeins lítill hluti samninga fyrir Alþingi. 22. gr. Forsetinn stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveður, hvenær því skuli slitið. Þingi má eigi slíta fyrr en fjárlög eru samþykkt. Forseti lýðveldisins kveður Alþingi til aukafunda, þegar nauðsynertil. 21. gr. „Forseti stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveður hvenær því skuli slitið að tillögu forsætis- ráðherra. Þingi má eigi slíta fyrr en fjárlög eru samþykkt. Forseti kveður Alþingi á sama hátt til aukafunda þegar nauðsyn er til.” Áður 22. gr. Við er bætt að forseti vinnur umget- in störf að tillögu forsætisráðherra, svo ekki verði um misskilning i því efni að ræða. Fulltrúar Alþýðuflokks gera tillögu um að greinin verði svohljóðandi: „Forseti Alþingis stefnir saman Alþingi ár hvert.” 23. gr. Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Al- þingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrígða frá þessum ákvæðum. 22. gr. „Forseti getur að tillögu forsætisráðherra frest- að fundum Alþingis tiltekinn tima, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til af- brigða frá þessum ákvæðum.” Áður 23. gr. Sama viðbót er hér gerð og lýst var um21. gr. Fulltrúar Alþýöuflokks gera tillögu um að greinin verði svohljóðandi: „Forseti Alþingis getur frestað fundum Alþingis í allt að tvær vikur, en þó eigi oftar en tvisvar á ári. Alþingi sjálft getur þó samþykkt afbrigöi frá þessum ákvæðum en þó eigi samþykkt lengri frestun en nemur 4 mánuöum á ári. Forseti Alþingis getur kallað saman Alþingi, þó frestur hafi verið ákveðinn, telji hann brýnt að kveðja Alþingi saman til fundar.” 24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áöur en 2 mánuöir séu liðnir, frá því aö það var rofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en 8 mánuöum eftir að þaðvarrofið. 23. gr. „Forseti getur rofið Alþingi með samþykki þess og skal þá stofnað til nýrra kosninga áöur en 45 dagar eru liðnir frá því að það var rofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en 4 mánuöum eftir að það var rofiö. Alþingismenn skulu halda um- boði sínu til kjördags.” Áður 24, gr. Hér er gerð sú meginbreyting á að ekki er unnt að rjúfa Alþingi nema með samþykki þess sjálfs. Oddviti ríkisstjórnar sem væri t.d. komin í minnihluta á þingi getur því ekki lengur beitt þingrofsréttinum. Þá er því ákvæði einnig bætt víð að alþingis- menn halda þingmennskuumboði sinu allt til kjör- dags, þótt þingrofiö taki gildi mun fyrr. Veröur því landið aldrei þingmannalaust, eins og komið hef ur fyrir. Fulltrúar Alþýðuflokks gera tillögu um að greinin verði svohljóðandi: „Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi ef Al- þingi samþykkir tillögu þar um og skal þá ganga tll nýrra kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá dagsetningu þingrofsúrskurös. Alþingi komi saman eigi síðar en innan tveggja mánaða frá því kosningar fara fram í kjölfar þingrofs.” 26.gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síöar en tveim vikum eftir að það var sam- þykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síöur lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæöi allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjaö, en ella halda þau gildi sínu. 24. gr. „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta eigi síðar en þremur vikum eftir að það var samþykkt. Aður en forseti tekur ákvörðun um staðfestingu frumvarpsins, getur hann óskað eftir því, að um það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða frá þvi að ósk um hana var borin fram. Sé frumvarpið fellt, er forseta heimilt að neita að staðfesta það.” Áður 26. gr. Á grein þessari hafa verið gerðar verulegar breytingar. Áður hafði forseti rétt til þess að neita að rita undir samþykkt lagafrum- varp og skjóta því þá til þjóðarinnar. Nú getur hann hinsvegar óskað eftir þjóöaratk væðagreiöslu um frumvarpið áður en hann tekur ákvöröun um það hvort hann staðfestir það eða ekki. Er slíkur háttur eðlilegri því ella þurfa forseti og meirihluti þings að standa að þjóðaratkvæöagreiöslunni sem andstæðingar. 27. gr. Birta skal lög. Um birtingarháttu og fram- kvæmd laga fer að landslögum. 25. gr. „Birta skal lög. Lög öðlast ekki gildi fyrr en þau hafa verið birt. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum. Einnig skal birta mikUvægar stjórnvalds- ákvarðanir, sem hagsmuni almennings varða.” Áður 27. gr. Greinin er gerð skýrari með því að fram er tekið að lög öðlast ekki gildi fyrr en þau hafa verið birt. Sú regla er löngu staðfest af dóm- stólum. Hinsvegar er það nýmæli að einnig skuli birta mikilvægar ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmuni almennings varða. Er það til þess að auðvelda þjóðinni að fýlgjast með ákvörðunum yf irvalda sem hana skipta miklu. 28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráöabirgðalög milli þinga. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Nú samþykkir Alþingi ekki bráðabirgðalög, og f alla þau þá úr gildi. Bráðabirgöafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt f járlög fyrir fjárhagstimabilið. 26. gr. „Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forseti að tillögu ráðherra gefið út bráðabirgðalög milli þinga, en efni þeirra skal áður kynnt fyrír viðkom- andi þingnefnd. Ekki mega þau þó brjóta í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi í upphafi þings. Nú hefur Alþingi ekki samþykkt bráðabirgðalög 3 mánuðum eftir að þing er sett, og falla þau þá úr gildi.” Áður 28. gr. Hér hefur vald ríkisstjómar til út- gáfu bráðabirgðalaga verið vemlega þrengt, en ekki þótti rétt að afnema ákvæðið með öllu. Gert er að skilyrði aö bráðabirgðalög verði ætíð lögð fyrir þing í upphafi þings. Og hafi Alþingi ekki samþykkt þau innan 3 mánaða falla þau sjálfkrafa úr gildi. Er hér um nýjar takmarkanir á valdi ríkisstjómar aö ræða, auk þess sem nú skal kynna efni bráðabirgöalaganna fyrir viökomandi þing- nefnd áður en þau eru sett. Gefur það ma. stjómarandstöðunni tækifæri til að taka afstöðu til laganna áður en gildistaka þeirra á sér stað. Fulltrúar Alþýðuflokks leggja til að greinin falli niður. 29. gr. Forsetinn getur ákveöiö, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náöar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema meö samþykki Alþingis. 27. gr. „Forseti getur, að tillögu ráðherra, náðað menn og veitt almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan refsingu, sem hæstirétt- ur hefur dæmt vegna málshöfðunar Alþingis, nema með samþykki þess.” Áður 29. gr. Sú efnisbreyting hefur verið ein gerð á þessari grein að afnumið er vald forseta til að ákveða að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla. Eftir að sérstökum embættismanni, rikissaksókn- ara, var faliö ákæmvaldið, sem dómsmálaráð- herra fór áður með, þykir ekki ástæða til að unnt sé að fella niður saksókn sem hann hefur ákveðið. Þá segir nú í greininni að forseti náði menn að tillögu ráðherra. Er það engin efnisbreyting en á að koma í veg fyrir þann algenga misskilning að forseti hafi einn heimild til að náða menn. m. 31.gr. [Á Alþingi eiga sæti 60 þjóökjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum, þar af: a. 25 þingmenn kosnir hlutbundinni kosningu í 5 fimm manna k jördæmum: Vesturlandskjördæmi: Borgarfjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla. Vestfjarðakjördæmi: Barðastrandarsýsla, Vestur-Isafjarðarsýsla, Isafjarðarkaupstaöur, Norður-Isafj arðarsýsla,- Strandasýsla. Norðurlandskjördæmi vestra: Vestur-Húna- vatnssýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Skaga- fjarðarsýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Siglu- fjarðarkaupstaður. Austurlandskjördæmi: Norður-Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaupstaður, Suður-Múlasýsla, Neskaupstaður og Austur-Skaftafellssýsla. Reykjaneskjördæmi: Gullbringu- og Kjósar- sýsla, Hafnarfjarðarkaupstaður, Keflavíkur- kaupstaður og Kópavogskaupstaöur. b. 12 þingmenn kosnir hlutbundinni kosmngu í 2 sex manna k jördæmum: Noröurlandskjördæmi eystra: Eyjafjarðar- sýsla, Akureyrarkaupstaöur, Olafsfjarðar- kaupstaður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavíkur- kaupstaður og Norður-Þingeyjarsýsla. Suðurlandskjördæmi: Vestur-Skaftafells- sýsla, Vestmannaeyjakaupstaður, Rangár- vallasýsla og Ámessýsla. c. 12 þingmenn kosnir hlutbundinni kosningu í Reykjavík. d. 11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafiþingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sípa við almennar kosningar. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára. Á hverjum framboðslista skulu að jafnaði vera tvöfalt fleiri menn en kjósa á í því kjördæmi, og skulu vara- menn, bæði fyrir kjördæmakosna þingmenn og landskjörna, vera svo margir, sem til endist á •listanum. 1 ]. III. 28. gr. Nefndin hefur gert sérstaka skýrslu um kjör- dæmamálið. Varáður 31.gr. 32. gr. Alþingi skiptist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. Á þriðjungur þingmanna sæti í efri deild, en tveir þriðju hlutar í neðri deild. Verði tala þingmanna þannig, að ekki sé unnt að skipta til þriðjunga í deUdimar, eiga þeir þingmenn, einn eða tveir, sem umfram eru, sæti í neðri deild. 29. gr. „Alþingi starfar í einni málstofu.” Áður 32. grein. Lagt er til að deildaskipting Alþingis verði aftiumin. Jafnframt er þá ljóst að um leið þarf að gera gjörbreytingu á störfum þing- nefnda. Er slík breyting lögð til í 39. gr., auk þess sem víðtæk breyting á lögum um þingsköp mun verða nauðsynleg. Fulltrúar Alþýðubandalagsins gera þann fyrir- vara við tillögur um afnám deildaskiptingar Alþingis að jafnhliða því að slík breyting er sam- þykkt þurfi aö nást samkomulag milli þingflokka um meginatriöin í þeim breytingum á starfshátt- um Alþingis og þingsköpum sem fylgja skulu af- námi deildarskiptingarinnar. 33. gr. [Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir, karlar sem konur, sem eru 20 ára eða eldri, þegar kosning fer fram, hafa íslenskan ríkis- borgararétt og eiga lögheimili hér á landi. Þó getur enginn átt kosningarrétt, nema hann hafi óflekkað mannorð og sé eigi sviptur lögræði. Kosningalög setja að öðru leyti nánari reglur um alþingiskosningar. 2 ]. 30. gr. „Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir, sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram, hafa íslenskan ríkisborgararétt, eru eigi sviptir lögræði og hafa átt lögheimili hér á landi á síöustu 4 árum fyrir kjördag. Kosningalög setja að öðru leyti nánari reglur um alþingiskosning- ;ar.” Áður 33. gr. Miklar breytingar eru gerðar á þessari grein. Kosningaaldur er lækkaður og ákvæðið um að enginn geti átt kosningarrétt nema hann hafi óflekkað mannorð fellt burt. Er það ekki lengur í samræmi við réttarvitund nútímans. Þá mega menn nú kjósa ef þeir hafa átt hér lögheimili cinhvem tímann á síðustu 4 ámm fyrir kosningar. Kemur þetta ákvæði til móts við hagsmuni náms- manna eriendis og þeirra mörgu sem ráða sig til vinnu erlendis um skeið. Glatast kosningarréttur- innnúekkisemfyrr. 34. gr. Kjörgengur við kosníngar til Alþingis er hver ríkisborgari, sem kosningarrétt á til þeirra. Þeir dómendur, sem ekki hafa umboösstörf á hendi, eruþóekkikjörgengir. 31. gr „Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver rikisborgari, sem kosningarrétt hefur til Alþingis. Hæstaréttardómarar og rikissaksóknari eru þó ekki kjörgengir.” Aður 34. gr. Fram er nú beinlínis tekið aö hæsta- réttardómarar séu ekki kjörgengir, þótt svo hafi áður verið í reynd (umboðsstarfalausirdómarar). Hétt bótti að hið sama gilti um ríkissaksóknara. 35. gr. Reglulegt Alþingi skal saman koma ár hvert hinn 15. dag febrúarmánaðar eða næsta virkan dag, ef helgidagur er, hafi forseti lýðveldisins ekki til tekið annan samkomudag fyrr á árinu. Breyta má þessu með lögum. 32. gr. „Reglulegt Alþingi skal koma saman ár hvert hinn 10. október eða næsta virkan dag, ef helgi- dagur er, hafi forseti að tillögu forsætisráðherra ekki tiltekið annan samkomudag fyrr á árinu. Breyta má þessu með lögum.” Áður 35. gr. Ákvæðið um samkomudag Alþingis 15. febrúar er löngu úrelt orðið og hér tekinn upp sá samkomudagur þess sem lengi hef ur tíðkast og er nú gert ráð fyrir í lögum, sbr. 1. nr. 3/1967. Fulltrúar Alþýðuflokkslns gera tUlögu um að greinin verði svohljóðandi: „Reglulegt Alþingi skal koma saman ár hvert hinn 10. dag októbermánaðar eða næsta virkan dag, ef helgidagur er, og skal hvert þing standa þar tU næsta reglulegt Alþingi kemur saman.” 36. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi. 33. gr. „Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þessnéfrelsi.” Áður36. Greinin eróbreytt. 37. gr. Samkomustaöur Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti .lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öörum staö á Islandi. 34. gr. „Samkomustaðui- Alþingis er i Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti að tiUögu forsætisráðherra ákveðið að Alþingi skuU koma saman á öðrum stað á íslandi.” Áður 37. gr. Greinin er efnislega óbreytt. 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr þvi, hvort þingmaöur hafi misst kjörgengi. 35. gr. „Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafimisst kjörgengi.” Áður 46. gr. Greinin er óbreytt. 47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna eið eða drengskaparheit að stjómarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 36. gr. „Sérhver nýr þingmaður skal vinna eið eða drengskaparheit að stjóraarskránni, þegar er kosníng hans hefur verið tekin gUd.” Aður 47. gr. Greinin er óbreytt. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sinum. Embættismenn þeir, sem kosnir verða til Alþingis, þurfa ekki leyfi stjóraarinnar til þess að þiggja kosninguna, en skyldir eru þeir til, án kostnaðar fyrir ríkissjóö, að annast um, að embættisstörfum þeirra verði gegnt á þann hátt, sem stjómin telur næg ja. 37. gr. „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sann- færingu sína.” Aður 48. gr. Upphaf fyrri málsgreinar er óbreytt. Sú síðari er felld brott þar sem talið er nú óþarft að taka fram að embættismenn sem kosnir eru á þing þurfi ekki leyfi stjómarinnar til að þiggja kosninguna. 52. gr. Hvor þingdeild og sameinað Alþingi kýs sjálft forsetasinn. 38 gr. „Alþingi kýs forseta sinn, og stýrir hann störfum þess.” Aður 52. gr. Efnislega óbreytt. 39. gr. Hvor þingdeild getur skipað nefndir innan- deildarþingmönnum til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Þingdeildin getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættis- mönnum og einstökummönnum. 39. gr. „Alþingi kýs fastanefndir til upphafs næsta þings til þess að athuga þingmál. Um starfsháttu þeirra skal nánar fjallað í lögum. Alþingi getur falið slikum þingnefndum að kanna mikilvæg mál, er almenning varða og veitt þeim rétt til þess að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, af opin- berum stofnunum, starfsmönnum og einstökum samtökum eða fyrirtækjum. Þá getur Alþingi kjörið sérstakar nefndir þingmanna til að rannsaka mál, þegar brýn ástæða þykir til, og skal í lögum kveðið á um réttindi, skyldur og starisháttu slíkra nefnda.” Áður 39. gr. I þeirri grein eru eingöngu ákvæði um sérstakar rannsóknamefndir deilda. Ákvæði um fastanefndir þingsins hefur með öllu skort og er hér úr þvi bætt. Þá er það einnig mikilvægt nýmæli að þingið getur veitt slíkum nefndum heimild til að kanna mikilvæg mál og heimta skýrslur af stofnunum, starfsmönnum og fyrirtækjum. Auðveldar það þinginu að hafa eftir- lit með framkvæmd laga. Ákvæðið um hinar sérstöku rannsóknarnefndir helst í greininni. Fulltrúar Alþýðuflokks gera tillögu um að greinin verði svohljóðandi: „Fundir í nefndum Alþingis skulu haldnir i heyranda hljóði, nema nefnd ákveði annað. Nefndir Alþingis hafi rétt til að heimta skýrslur, munnlega og bréflega, af embættismönnum og opinberum aðilum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.