Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Qupperneq 3
DV. MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983.
21
42. gr.
„Ekkert gjald má greiöa af hendi nema heimild
sé til þess í f járlögum eða f járaukalSgum.
42. gr.
Greinin er óbreytt.
40. gr.
Engan skatt má á leggja né breyta né af taka
nema meö lögum. Ekki má heldur taka lán, er
skuldbindi ríkiö, né selja eöa meö ööru móti láta
af hendi neina af fasteignum landsins né afnota-
rétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
43. gr.
„Engan skatt má á leggja né breyta né af taka
nema meö lögum. Ekki má heldur taka lán er
skuldbindi ríkiö, né selja eða með öðru móti láta
af hendi neina af fasteignum ríkisjns, né afnota-
rétt þeirra, nema samkvæmt lagaheimild.”
Aður 40. gr. Greinin óbreytt nema í stað orðsins
landsins kemur ríkisins.
43. gr.
Sameinaö Alþingi kýs 3 yfirskoöunarmenn, og
skulu þeim veitt laun fyrir starfa sinn. Þeir skulu
kosnir með hlutfallskosningu. Yfirskoðunarmenn
þessir eiga aö gagnskoöa árlega reikninga um
tekjur og gjöld landsins og gæta þess, hvort tekjur
landsins séu þar allar taldar og hvort nokkuð hafi
verið af hendi greitt án heimildar. Þeir geta, hver
um sig, tveir eða allir, krafist að fá allar skýrslur
þær og skjöl, sem þeim þykir þurfa. Síðan skal
safna þessum reikningum fyrir hvert fjárhags-
timabil í einn reikning og leggja fyrir Alþingi
frumvarp til laga um samþykkt á honum og
athugasemdir yfirskoðunarmanna.
Rétt er yfirskoðunarmönnum, einum eða
fleirum, að fá að sjá reikninga og bækur ríkisfé-
hirðis og sömuleiðis stjórnarráðsins fyrir ár það,
sem er að líða eða liðið er. Þyki þeim nokkuð
athugavert, skulu þeir gera eftirmönnum sínum
vísbendingu um það skrif lega.
44. gr.
„Endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana
þess og ríkisfyrirtækja, skal fara fram á vegum
Alþingis og í umboði þess.
Þeir sem endurskoðun annast skulu eiga aðgang
að öllum skýrslum, skjölum og öðrum gögnum,
sem þeim þykir þurfa til þess að geta leyst
starfann af hendi.
Nánar skal fjallað um endurskoðun á fjár-
reiðum rikisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja í
lögum.”
Aður 43. gr. Meginatriði endurskoðunarvalds
Alþingis eru hér undirstrikuð, sérstaklega það að
þær stofnanir sem endurskoöunina annast heyri
beint undir Alþingi og greinin gerð styttri og
gleggri. Um framkvæmdaratriði endurskoð-
unarinnar skal siðan f jallað i lögum.
49. gr.
Meöan Alþingi stendur yfir, má ekki taka neinn
alþingismann fastan fyrir skuldir án samþykkis
þeirrar deildar er hann situr í, né heídur setja
hann i varðhald eða höfða mál á móti honum,
nema hann sé staðinn að glæp.
Enginn alþingismaður verður krafinn
reikningsskapar utan þings fyrir það, sem hann
hefur sagt í þinginu, nema þingdeildin, sem í hlut
á, leyfi.
| 45. gr.
| „Meðan Alþingi stendur yfir, má ekki setja
'neinn alþingismann í varðhald eða höfða mál á
hendur honum án samþykkis þingsins, nema hann
sé staðinn að giæp.
Enginn alþingismaður verður krafinn I
reikningsskapar utan þings fyrir það, sem hann
hefur sagt í þinginu, nema Alþingi ieyfi.”
Áður 49. gr. Greinin er óbreytt, nema hvað það
ákvæði er fellt niður að ekki megi taka alþingis-
mann fastan fyrir skuldir án leyfis þingsins.
Frelsissvipting sakir skulda hefir verið almennt
óheimil skv. lögum í tæpa öld, sbr. 1.19/1887.
þingsköpum krafist, að öllum utanþingsmönnum
sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort
ræða skuli málið í heyranda hljóöi eða fyrir
luktumdyrum.
48. gr.
„Fundir Alþingis skulu haldnir i heyranda
hljóði. Þó getur forseti, eða svo margir þingmenn,
sem til er tekið í þingsköpum, krafist þess að mál
skuli rætt fyrir luktum dyrum, og sker þá
iingfundur úr.”
Áður 57. gr. Efnislega óbreytt.
58. gr.
Þingsköp sameinaðs Alþingis og beggja deilda
>ess skulu sett með lögum.
49. gr.
„Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum.”
Áður 58. gr. Efhislega óbreytt.
59. gr.
Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema
með lögum.
V.
50. gr.
„Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin
nema með lögum.”
Áður59. gr. Obreytt.
51. gr.
„Hæstiréttur er æðsti dómstóll landsins. Skipun
hans, valdssvið og starfsemi skal ákveðin með
lögum. Hið sama gildir um aðra dómstóla lands-
ins.”
Grein þessi er ný. Rétt er og sjálfsagt að fjalla
um æðsta dómstól landsins í stjórnarskránni og
víkja á sama hátt að öðrum dómstólum landsins.
52. gr.
„Rikissaksóknari fer með ákæruvaldið. Skipun
hans, valdsvið og starfsemi skal ákveðin í lögum.
Rikissaksóknari er einungis bundinn af lögunum í
embættisstörfum sínum.”
Grein þessi er ný. Rétt þykir að binda í stjórnar-
skrá hver f ari meö ákæruvaldið og jafnframt taka
fram að ríkissaksóknari sé einungis bundinn af
lögunum í embættisstörfum sínum til þess að
undirstrika sjálfstæði embættisins.
61.gr.
. Dómendur skulu í embættisverkum sinum fara
eintmgis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem
ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, veröur ekki
vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða
þeir heldur flúttir i annaö embætti á móti vilja
þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að
koma nýrri skipan á dómstólana. Þó má veita
þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall,
lausn frá embætti, en eigi skal hann missa neins í
af launum sínum.
53. gr.
„Dómendur skulu í embættisverkum sínum
fara einungis eftir lögunum. Ekki má fela dómara
föst umboðsstörf nema með lögum.”
Fyrsta setning greinarinnar er samhljóða upp-
hafsákvæði núgildandi 61. gr. Akvæðið um að ekki
megi fela dómara föst umboðsstörf nema með
lögum er nýmæli. Þykir það eðlileg takmörkun á
því að dómurum séu falin ýmis störf, sem utan
dómstarfa liggja, af hálfu framkvæmdavaldsins
eða annarra aðila. Er ákvæðinu ætlað að tryggja
sjálfstæði dómara i störfum og aðgreiningu dóms-
valdsins frá öðrum greinum ríkisvaldsins.
60.gr.
Dómendur skera úr öllum ágreiningi um
embættistakmörk yfirvalda. Þó getur enginn, sem
um þau leitar úrskuröar, komið sér hjá að hlýða
yfirvaldsboði í bráö með því að skjóta málinu til
dóms.
55. gr.
„Dómendum hæstaréttar, öðrum umboðs-
starfalausum dómendum og rikissaksóknara
verður ekki vikið úr embætti nema með dómi.
Ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti
gegn vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að
verið er að koma nýrri skipan á dómstólana.”
Áður 61. gr. Við greinina er bætt ríkissaksókn-
ara í flokk þeirra, sem ekki verður vikið úr
embætti nema með dómi. Þykir eðlilegt að þessi
embættismaður njóti sömu verndar í starfi og þau
dómaraembætti sem núgildandi ákvæði taka til.
Fellt er niður ákvæði um launakjör hæstaréttar-
dómara sem lausn fær 65 ára eöa eldri.
76.gr.
Rétti sveitarfélaganna til að ráða sjálf málefn-
um sínum með umsjón stjórnarinnar skal skipað
með lögum.
VI.
56. gr.
„Landið skiptist í sveitarfélög, sem ráða sjálf
málefnum sinum með umsjón ríkisstjórnarinnar.
Stjómir sveitarfélaga skulu kjörnar í almennum,
leynilegum kosningum.”
Nú er mjög stuttlega fjallað um sveitarfélög i
stjómarskránni og aðeins í einni grein hennar, 76.
gr. Nýmæli er að landið skiptist í sveitarfélög og
jafnframt að stjómir þeirra skuli kjörnar í al-
mennum leynilegum kosningum. Er það til þess
að undirstrika rétt íbúa sveitarfélaga til þess að
velja sjálfir stjómir þeirra.
57. gr.
„Rétti sveitarfélaga til að ráða sjálf málefnum
sínum, sem og skipting á verkefnum sveitarfélaga
og rikisins, skal skipað með lögum. Um tekju-
stofna sveitarfélaga skal einnig f jallað í lögum.”
Hér er það nýmæli að tekið er fram að skiptingu
verkefna milli sveitarfélaga og rikisins skuli
skipað með lögum. Jafiiframt að hið sama gildi
um tekjustofiia sveitarfélaga.
58. gr.
„Rétti ibúa sveitarfélags til þess að óska eftir
atkvæðagreiðslu um málefni sveitarfélaga skal og
i skipað með lögum.”
Grein þessi er nýmæli. Veitir hún íbúum sveitar-
félaga rétt til þess að krefjast almennraratkvæöa-
greiðslu um málefni sveitarfélagsins, ef þeir telja
ástæðu til. Hér eru því lýðræðisleg réttindi íbú-
anna aukin og skulu tryggð í framkvæmd meö lög-
um. Má ætla að heimiidin veröi sérstaklega notuö,
þegar um umdeild mál er að ræða, sem íbúar
sveitarfélagsins vilja fá að segja álit sitt á áður en
til lyktar eru ráðin. Svipaðar heimildir hafa gefið
góða raun erlendis, m.a. í Bandaríkjunum og
Sviss.
62. gr.
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóð-
kirkja á íslandi, og skal ríkisvaldið að þvi leyti
styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
VII.
59. gr.
„Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera
þjóðkirkja á íslandi, og skal ríkisvaldið að þvi
leyti styðja hana og verada.
Breyta má þessu með lögum.”
Áður 62. gr. Greinin er óbreytt.
63. gr.
Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að
þjóna guði með þeim hætti, sem best á viö sann-
færingu hvers eins; þó má ekki kenna eða fremja
neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og alls-
herjarreglu.
60. gr.
„Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að
þjóna guði með þeim hætti, sem best á við sann-
færingu hvers og eins; þó má ekki kenna eða
fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og
alisherjarreglu.”
Fulltrúar Alþýðubandalagsins telja að ákveða
þurfi hvort og þá á hvern hátt fundir nefnda
þingsins skulu haldnir í heyranda hljóði.
38.gr.
Hvor deild hefur rétt til að bera fram og
samþykkja fyrir sitt leyti frumvörp til laga og
annarra samþykkta. Einnig má hvor þingdeild
eöa sameinaö Alþingi senda forseta lýðveldisins
ávörp.
44. gr.
Ekkert lagafrumvarp, að fjárlögum og
fjáraukalögum undanskildum, má samþykkja,
fjirr en það hefur verið rætt þrisvar sinnum í
hvorri þingdeild.
45. gr.
Þegar lagafrumvarp er samþykkt í annarri
hvorri þingdeild, skal það lagt fyrir hina deildina,
svo sem það var samþykkt. Ef þar verða breyt-
ingar á gerðar, fer frumvarpið aftur til fyrri þing-
deildar. Ef hér verða aftur gerðar breytingar, fer
það að nýju til hinnar deildarinnar.
Nú gengur enn eigi saman, og ganga báðar
deildirnar saman i eina málstofu, og er þá málinu
lokið með einni umræðu i sameinuðu Alþingi.
Þegar Alþingi skipar eina málstofu, þarf meira
en helmingur þingmanna úr hvorri þingdeild að
vera á fundi og eiga þátt í atkvæðagreiðslu, til
þess að fullnaðarsamþykkt verði lögð á mál;
ræður þá atkvæðafjöldi úrslitum um einstök máls-
atriði. En eigi ná þó lagafrumvörp, önnur en
frumvörp til fjárlaga og fjáraukalaga, fullnaðar-
samþykki, nema tveir þriðjungar atkvæöa þeirra,
sem greidd eru, séu með þeim.
53.gr.
Hvorug þingdeildin getur gert samþykkt um
mál, nema meira en helmingur þingdeildar-
manna sé á fundi og greiði þar atkvæði.
55.gr.
Hvorug þingdeildin má taka við neinu málefni,
nema einhver þingdeiidarmanna flytji það.
40. gr.
„Rétt til að flytja frumvarp til laga og tillögur
til þingsályktana hafa þingmenn, ráðherrar og
ríkisstjórn.
Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en
það hefur verið rætt þrisvar sinnum á Alþingi.
Meira en helmingur þingmanna þarf að vera á
fundi til þess að fullnaðarsamþykkt verði lögð á
mál við hverja umræðu, ræður þá atkvæðafjöldi
úrslitum um einstök málsatriði og lagafrum-
varpið í heild.”
Áður 38., 44., 45., 53. og 55. gr. Ákvæði38. og55.
greinar um frumkvæðisrétt deilda og þingmanna
til þess að bera fram mál hafa verið sameinuð í
þessari grein og þær því felldar niður. Þá erutekin
upp í þessa grein megin ákvæði 44., 45. og 53. gr.
núgildandi stjómarskrár um meðferð mála og
fullnaðarsamþykkt þeirra. Þar sem gert er ráð
fýrir í 29. gr. að Alþingi starfi aðeins í einni
málstofu er lagt til að þar fari fram þrjár
umræður um hvert mál, sem i deildum áður, og
hlýtur það fullnaðarafgreiðslu að þeim loknum.
Til afgreiðslu fjárlaga og fjáraukalaga þarf þrjár
umræður einnig og er það óbreytt frá því sem nú
er.
Falla því 44., 45. og 53. gr. núgildandi stjórnar-
skrár niður. Akvæði 45. og 53. gr. um tilskilinn
fjölda þingmanna á fundi haldast óbreytt, en
óþarft þykir að taka sérstaklega fram að þeir
skuli greiða þar atkvæði.
NYGREIN.
Fulltrúar Alþýðubandalags leggja til að á eftir
40. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
„Frumvarp til laga eða þingsályktunar sem
felur í sér að rikfsvaldið eða forræði íslenskra
stjóravalda sé að einhverju leyti selt í hendur
alþjóðlegrar stofnunar eða samtaka telst ekki
samþykkt nema hlotið hafi 5/6 hluta greiddra
atkvæða á Alþingi. Nú hlýtur frumvarpið ekki
tilskilinn meirihluta og getur þá ríkisstjórain
borið frumvarpið undir atkvæði allra kosninga-
bærra manna í landinu til samþykktar eða synj-
unar. Ef minnst 50% kosningabærra manna taka
þátt í atkvæðagreiðslunni og 2/3 hlutar þeirra
grciða atkvæði með frumvarpinu telst það
samþykkt.”
42. gr.
Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar er þaö
er saman komiö, leggja frumvarp til fjárlaga
fyrir þaö fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í
frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkis-
ins og gjöld.
Frumvarp til fjárlaga og fjáraukalaga skal
leggja fyrir sameinað þing og afgreiða þar við 3
umi'æður.
41. gr.
„Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal þegar er það
er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga
fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer. I frumvarp-
inu skal fólgin greinargerð um ráðgerðar tekjur
og gjöld ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja
næsta f járhagsár.”
Aður 42. gr. Hér er bætt við ákvæði um að í fjár-
lagafrumvarpi skuli einnig fólgin greinargerð um
ráðgerðar tekjur stofiiana ríkisins og ríkisfyrir-
tækja.
41.gr.
Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild
sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.
50. gr.
Nú glatar alþingismaöur kjörgengi, og missir
hann þá rétt þann, er þingkosningin hafði veitt
honum.
46. gr.
„Nú glatar alþingismaður kjörgengi og missir
hann þá rétt þann, er þingkosningin hafði veitt
honum.”
Aður50. gr. Greinin er óbreytt.
51. gr.
Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni
sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í
umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða
þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því
aðeins, aö þeir séu jafnframt alþingismenn.
47. gr.
„Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu
sinni sæti á Alþingi. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því
aðcins, að þeir séu jafnframt alþingismenn.”
Áður 51. gr. Greinin er óbreytt, nema hvað niður
er fellt ákvæðið um þátttöku ráðherra í umræðum,
en það á heima í þingsköpum fremur en í st jórnar-
skrá.
57.gr.
Fundir beggja þingdeilda og sameinaðs
Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur
forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í
54. gr.
„Dómstólar eiga úrskurðarvald um réttar-
ágreining, með þeim undantekningum, sem
ákveðnar eru i lögum. Þeir skera úr öllum ágrein-
ingi um valdmörk stjórnvalda og hvort lög brjóta í
bág við stjórnarskrá.
Enginn getur frestað framkvæmd stjóravalds-
boðs með því að skjóta málinu til dóms.”
Aður 60. gr. Upphafsákvæðið er nýtt en þar er
skilgreint hvert meginhlutverk dómsvaldsins er. I
núgildandi grein segir að dómendur skeri úr öllum
ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda.
Gleggra þykir að nota hér orðið valdmörk, enda
hafa dómstólar jafnan túlkað ákvæðið á þá lund.
Þá er það nýtt ákvæöi að dómstólar skeri úr því
hvort lög brjóta í bág við stjómarskrá. Fyrir því
er hinsvegar löng réttarvenja, sem aðeins er stað-
festmeðákvæðinu.
61.gr.
Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara
elnungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem
ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki
vikiö úr embætti nema með dómi, og ekki verða
þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja
þeirra, nema þegar svo stendur á, áð veriö er að
koma nýrri skipan á dómstólana. Þó má veita
þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall,
lausn frá embætti, en eigi skal hann missa neins í
af launum sínum.
Áður63. gr. Greinin eróbreytt.
64.gr.
Enginn má neins í missa af borgaralegum og
þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða
sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast
undan almennri félagsskyldu.
Enginn er skyldur til að inna af hendi persónu-
leg gjöld til neinnar annarrar guðsdýrkunar en
þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist.
Nú er maður utan þjóðkirkjunnar, og geldur
hann þá til Háskóla Islands eða einhvers styrktar-
sjóðs við þann skóla, eftir því sem á verður
kveðið, gjöld þau, er honum ella hefði borið að
greiða til þjóðkirkjunnar, enda heyri hann ekki til
öðrum trúarbragðaflokki, er viðurkenndur sé í
landinu.
Breyta má þessu meðlögum.
61. gr.
„Enginn má neins í missa af borgaralegum og
þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða
sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast
undan almennri félagsskyldu.
Enginn er skyldur til að inna af hendi persónu-
leg gjöld til neinnar annarrar guðsdýrkunar en
þeirrar, er hann s jálf ur aðhyllist.
Nú er maður utan þjóðkirkjunnar, og geldur
hann þá til Háskóla íslands eða einhvers viður-
kennds styrktarsjóðs, er hann sjálfur tilnefnir,