Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 5. FEBROAR1983. 9 Laugardags- pistill Ráðherrarnir Gunnar, Steingrimur og Pálmi voru brosmildir, meðan umræður stóðu um hvaiinn, enda greiddu þeir allir atkvæði eins — en urðu undir að lokum. Nú má búast við ýmsum leikfléttum. ... DV-mynd GVA. Hleypur Framsókn úr ríkisstjórii? aö við yrðum hreinlega að láta undan kúgun sterkra erlendra aðila. Svo aumir ættum við ekki að vera. Mér sýndist alþýðubandalagsmaðurinn Garðar Sigurðsson eiga við kúgun frá Bandaríkjunum, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagðist á þeim forsendum vera and- vígur, að banninu yrði mótmælt. Aörir þingmenn áttu þaö til að vitna til hins sama. Sú var tíðin, aö Þjóðviljinn vitnaði með aðdáun til þeirra Islendinga, sem stóðu gegn erlendu valdi fyrr á öldum, en það var vist áöur en flokkurinn komst í ríkisstjórn. Vaxandi vandi Ekki er úr vegi að ljúka þessum pistli með örfáum orðum um mat Seölabankans á stöðunni og leiöa hugann samtímis að því, sem fyrir liggur, hvort fella skuli bráða- birgðalögin eða ekki. „Þegar litið er yfir þróunina að undanfömu og stöðu þjóöar- búskaparins í dag, er ljóst, að þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda til þessa vantar mikið á, að efnahagsvandinn, sem magnaðist svo mjög á síðast- liðnu ári, hafi enn verið leystur. Haldi fram sem horfir, verður mjög mikill halli á viðskiptajöfnuöi einnig á þessu ári, og skuldastaöan við út- lönd mun komast á enn hættulegra stig. Jafnframt heldur veröbólga á- fram að magnast og grafa undan fjérhagslegu trausti og sparifjár- myndun, en háu atvinnustigi haldið uppi með erlendri skuldasöfnun og verðbólgumyndandi útlánum innan- lands. Við þessum vanda veröur að bregðast hið allra fyrsta, því hver mánuður er dýr í vaxandi erlendum skuldum, sem langan tíma tekur að greiða niður ...” Jú, vandinn er mikill, rikisstjómin hefur ekki beitt nógu hörðum aðgerðum, en þó aögerðum, sem eru skárri en engar. Hiö fyrsta þarf að taka á vandanum. Stjómmálamennirnir mega samt við því, úr því sem komið er, aö taka nokkra daga til aö koma fram leiöréttingu á misréttinu milli kjós- enda. Haukur Helgason. Staðan er flókin á skákborði stjómmálanna, og búast má við óvæntum leikfléttum. Við höfum að undanförnu þó frekar séö afleiki. Munu sjálfstæðismenn í stjórnar- andstöðu verða að sitja uppi með glæpinn og ábyrgð af því að fella bráðabirgðalögin, ásamt krötum? Hroðalegur var sá afleikur þeirra að nota ekki tækifærið, meðan Siggeir Björnsson, stuðningsmaöur bráða- birgðalaganna, sat þing í staö Egg- erts Haukdal. Þá áttu stjórnarand- stæðingar aö sjálfsögðu að sjá til þess, að atkvæði gengju um lögin, svo að þau yrðu samþykkt. Þeir hefðu unniö við það hvorttveggja að þurfa ekki að éta neitt ofan í sig og bera þó ekki ábyrgð á því stór- versnandi ástandi í efnahagsmálum sem fall laganna mundi fela í sér. Fall laganna yrði væntanlega til þess að verðbólgan magnaöist óöum og Seðlabankinn hætti að greiða af gengismun til styrktar atvinnuveg- unum. Núverandi stjórnarand- stæðingar gætu hugsanlega hlakkaö yfir slíku, séu þeir óábyrgir og ef núverandi stjórn gæti setið áfram lengi enn. Um slíkt er ekki að ræða, og jafnlíklegt að einhverjir þeir, sem nú era í stjómarandstööu, verði komnir i stjóm eftir nokkra mánuði og taki þá sjálfir við búinu. Býsna óviturlegt er því fyrir þessa menn að búa sér verra ástand en þarf. En þeir áttu kost á þokkalegum leik en léku hroðalega af sér í staðinn. Ekki fá foringjar þeirra verðlaun fyrir þá frammistööu. Fer að „leysast upp" „Ætli þetta fari nú ekki aö leysast upp,” sagði einn af foringjum stjórnarliðsins við mig fyrir nokkmm dögum, þegar rætt var um framhald stjómarsamstarfsins. En staðan á stjómarheimilinu er einnig býsna flókin og ekki séð, hvað verður, þegar þetta er skrifað. Sitthvað er þó ljóst um stöðuna. ÖU munum viö eftir þeim þrautum, sem stjómarbræöslan þoldi við að koma saman einhverjum efnahagsaðgerðum bæði siðastliðið sumar og áður. Framsóknarmenn og — vegna kjördæmamálsins sjálfstæðismenn í ríkisstjóm vildu réttilega, að aðgerðir í efnahags- málum yrðu harðari en varð, enda vandinn slíkur, að kák dugir ekki. Þeir urðu þó að lúffa fyrir Alþýðubandalaginu, þegar við stjórnarslitum lá. Framsóknar- menn hafa jafnan verið ókyrrir í ríkisstjórninni vegna dugleysis hennar í þessu, en Steingrímur haldið sínu liöi í herbúðunum. Nú hefur komið fram hjá Guömundi G. Þórarinssyni ítariegar, hve mikil óánægja sumra framsóknarmanna hefur verið. Guðmundur hverfur úr pólitík i bili, en þar kemur líka til barátta um vegtyllur í flokknum. Margir kjósendur Framsóknar hafa krafiö hana um ákveönari aðgerðir og minnt á loforð um niðurtalningu við síðustu kosningar. Flokkurinn á erfitt meö að sitja langtimum saman í ríkisstjóm, sem ekki gerir betur í viðureign við efnahagsvand- ann. En annað kemur nú til, sem heggur nær þingmönnum Framsókn- ar persónulega og vekur þá spurningu, hvort útkoman verði, að flokkurinn hverfi brátt úr stjórninni. Framsókn vill þingrof Líklegt er, að hinir flokkarnir gætu komið sér saman um breytingu í kjördæmamálinu, þannig að mis- réttiö veröi minnkaö. Framsókn græöir á núverandi skipulagi og því, að Reykvíkingar og Reyknesingar hafi ekki nema brot af atkvæðisrétti kjósendra sumra dreifbýlis- kjördæma. Því er freistandi fyrir Framsókn að nota glundroöann, sem nú ríkir, til aö reyna að hindra, að eitthvaö verði gert í kjördæmamál- inu fyrr en þá einhvem tíma seinna. Framsókn vildi því gjaman fá hið fyrsta þingrof og nýjar kosningar, áður en eitthvað yröi samþykkt í kjördæmamálinu. Þessa daga er reynt að ganga frá samkomulagi í kjördæmamálmu, þar sem Framsókn yrði með, verði unntaðsemja. Sjálfstæöismenn í stjómarand- stööu og alþýðubandalagsmenn hafa í marga mánuði ekki verið langt frá flokksins látið ráða. Alþýðubanda- lagiö vill ekki sleppa framsóknar- mönnum auðveldlega. Sjálfstæðismenn í stjómarand- stöðu eru einnig flestir áhugasamir um breytingar í kjördæmamálinu, og ekki verður áhuginn minni, þegar þess er gætt, að formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, gæti sem hægast reynzt sitja í fallsæti í næstu kosning- um. Báðir þessir flokkar vilja fyrir margra hluta sakir fjölga þing- mönnum Reykjavíkur og Reykja- ness eins fljótt og kostur er. Svipaö gildir um alþýðuflokks- menn. Ekki er auðséð, hve mikið þeir eiga eftir af ömggum sætum, miöað við núverandi kerfi, eftir brotthlaup Vilmundar. Einnig kratar vilja því tryggja sem skjótast fleiri þingsæti í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú gætu bráðabirgðalögin fallið en ríkisstjómin samt setið áfram um hríð, meðan leitað er lausnar í kjör- dæmamálinu. Því hafa sumir gælt við þá hugmynd síðustu daga, að þetta endi með því að Framsókn kljúfi sig út úr stjórninni til að reyna að flýta kosningunum. Auðvitað er of snemmt aö fullyrða, að sú verði út- koman, en vel má íhuga hana í tengslum við hina flóknu stöðu á skákborðinu. Gunnar Thoroddsen og hans menn, svo og alþýðubandalagsmenn, gætu þá samt setiö eitthvað, þætti þeim það rétt. Forsætisráðherra er talinn hafa mikinn áhuga á, að kjör- dæmamálið komist í höfn, meðan hann stýrir. Aumir þingmenn Skoðanir em skiptar um, hvort við heföum átt að mótmæla hvalveiði- banninu eða ekki. Friöunarmenn hafa mikið til síns máls, og víst er, að rannsóknir hafa ekki verið nægilegar til að við getum verið staðfastir í trú á, að stofnarnir hér séu ekki í hættu. Einnig má fullyrða, að við höfum betra af því aö vera með í alþjóðlegu samstarfi um auðæfi hafs. Þetta yrði of langt mál til að ræða hér að ráði, en ekki kemst ég hjá að nefna, hve aumkunarverð afstaða þeirra þingmanna var, sem vitnuðu til þess, Haukur Helgason samkomulagi sin i milli um lausn kjördæmamálsins. Meginþorri alþýðuflokksmanna er nú líklega reiðubúinn til að sam- þykkja eitthvaö í sama dúr. En hvað gerir Framsókn? Kannski fæst svar viö því nú um helgina. Enn talar hún bara um tUfærslu uppbótarmanna. Síðustu daga hefur Framsókn unnið að því að atkvæðagreiðsla færi hið skjótasta fram um bráða- birgðalögin og þing verði strax rofið og boöað til kosninga, faUi lögin. Við vitum ekki, hvort þau falla, þar sem erfitt er að ráða í, hvað Sigurlaug Bjarnadóttir hyggst fyrir. Hér hefur að framan verið drepið á, að faUi lögin, mun öngþveitið vaxa í efna- hagsmálunum, og er ljótt fyrir. Þó geta menn aUt eins búizt við, að þau falU. Framsókn mun gráta faU lag- anna þurmm tárum, leiði þaö tU þingrofs og aðgerðaleysis í kjör- dæmamálinu. Foringjar í fallsætum? Alþýðubandalaginu er mjög í mun að fá fram breytingar í kjördæma- máUnu. Ekki gerir þaö áhugann minni, að formaður þingflokksins, Olafur Ragnar Grímsson, gæti mætavel oröið í fallsæti í Reykjavík við næstu kosningar, verði forval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.