Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR5. FEBROAR1983. væri kennarinn! Það var alveg hræði- legt!” Og Meryl Streen heldur áfram: „Ég átti mjög erfitt og enn þann dag í dag verð ég alveg miður mín, ef einhver segir að nefið á mér sé eins og skögultönn! Eg kem aldrei til meö að leika neinar fegurðardísir, en ég hugga mig við það að fegurðmínkomiinnanfrá.” Meryl átti i miklum þrenginum um tíma. Þaö var þegar sambýlismaður hennar háði dauðastríðið við bein- krabba. Þaö var leikarinn John Cazale sem lék meöal annars í mynd Ai Pacino, Dog Day Aftemoon, einnig lék hann Fredo í myndunum um Guðfööurinn. Þegar Meryl lék í The Deer Hunter var Cazale mjög veikur og þótt þau vissu bæði hvert stefndi, reyndu þau að láta á engu bera. Þegar tökunum á þeirri mynd lauk, hófust tökur á sjón- varpsmyndaflokknum Holocaust. Og enn hrakaðiJohn. „Þetta var alveg hræðilega erfiður tími,” segir Meryl. „Það eina sem ég vildi var að vera hjá John, en ég gat ekki rift samningnum. I tvo og hálfan mánuð stóðu tökurnar og mér fannst ég vera í fangelsi. Loksins lauk tökunum en þá var John kominn á spítala í New York, var orðinn alveg rúmfastur. Ég fékk leyfi til að flytja inn á spítalann til að hjúkra honum.” John lést í apríl 1978. Síðustu mánuöina vék Meryl ekki frá sjúkra- beöi hans og tók engu hlutverki sem henni bauðst á meðan. Hún var mjög langt niöri eftir lát John og það liöu fjórir mánuðir, þar til hún tók að sér hlutverk. „Eg var að verða vitlaus,” segir hún. „Eg ákvað að taka að mér hlut- verk í The Seduction Of Joe Tynan. Eg sökkti mér í vinnu en enn þann dag í dag skil ég ekki hvernig ég komst frá þessu.” Meryl var þó ekki ýkja lengi aö ná sér, því að hálfu ári eftir dauöa Cazales giftist hún höggmynda- smiðnum Don Gummer, sem er æsku- vinur Harry bróður hennar og gamall fjölskylduvinur. Hún á einn son, Henry ,Theö Don Gummer. Meryl Streep hefur náð langt á skömmum tíma Meryl lagði stund á fatahönnun og leikritagerð á menntaskólaárunum í Vasser og Dartmouth, en það var fyrst þegar hún hóf nám í leiklistardeild TÖFRA MÁTTT Hún kom, sá og sigraði. Það var strax tekið eftir henni í fyrstu mynd- inni sem hún lék í. Og ekki leið á löngu þar til hún var útnefnd til óskarsverð- launa og hreppti hnossið. Sagan segir að fáir hafi náð svo sk jótum árangri og frama. .. .ogstaðiðundirnafni. Hún er engin önnur en Meryl Streep. Um þessar mundir er verið að sýna glænýja mynd með henni, Still Of The Night heitir hún og leikstjóri er Robert Benton, sá sem leikstýrði Kramer Vs Kramer fyrir nokkrum árum og færði Streep óskarinn, sem áður er getið. Og aðra er verið aö frumsýna, Sophies Choice, en fyrir leik sinn í þeirri fékk Meryl Golden Globe-verðlaun fyrir skömmu. „Ég var alltaf litli, Ijóti andarunginn!" Hún var skírð Mary Louise Streep og foreldrar hennar voru hollenskir. Hún átti áhyggjulausa æsku, ólst upp í millistéttarúthverfi í Basking Ridge á New Jersey. „Eg var alveg hræðilega ófrýnilegur krakki,” segir hún. „Ég minnti alltaf sjálfa mig á litla ljóta andarungann, enda var ég alltaf með gleraugu og með spangir á tönnunum. Þegarég var átta ára leit ég alveg eins út og núna og ég man, að þegar þaö komu nýir krakkar í skólann, héldu þeir, að ég DV. LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR1983. Dustin Hoffman og Meryl Streep i alvarlegum samræöum um yfirráðarétt yfir syninum iKramer Vs Kramer. Meö Justin Henry i Kramer Yale-skólans sem hún fékk verulegan áhuga á leiklist. Eftir þriggja ára nám þar var tekið eftir henni. Það var í skólaleikriti í Yale. Á áhorfendabekk sat Joe nokkur Papp, frægur leiklistar- frömuður frá New York. Fyrir tilstilli hans fékk Meryl aö reyna sig á fjölunum á Broadway. Hún þótti standa sig vel og fleiri hlutverk fylgdu íkjölfarið. Þar kom að henni bauðst hlutverk í kvikmynd Fred Zinnemanns, Julia. Á eftir kom sjónvarpskvikmyndin The Deadliest Season þar sem hún var í aöalhlutverki. Björninn var unninn. Woody Allen bauð henni hlutverk í Manhattan þar sem hún lék lesbíska eiginkonu. Þar á eftir lék hún á móti Dustin Hoffman í Kramer Versus Kramer og fékk óskar fyrir, eins og fyrr segir. Næsta mynd var The French Lieutenants Woman, þar sem Meryl lék hina frægu Söru Woodruff og var hún útnefnd tU óskars fyrir leik sinn þar þótt hún fengi hann ekki í þaö skipti. Eins og áður segir heitir nýjasta myndin sem Meryl leikur í StUl Of The Night, sem verið er að sýna um þessar mundir. Þar leikur hún hina glæsilegu Brooke Reynolds. Roy Scheider leikur á móti henni og er hann í hlutverki sál- fræðings, en það er einmitt sjúklingur hans sem er drepinn. Það veröur tU að setja tUveru sálfræðingsins á annan endann og hann reynir að komast að hinu sanna í morðmálinu. Þar rekst hann á Brooke Reynolds, en hún liggur undir grun í morðmálinu. Þá hefur enn önnur mynd verið frumsýnd, þar sem Meryl Streep er í aöalhlutverki. Það er kvikmyndin Sophies Choice, sem sögð er mesta ástarsaga síöustu ára, og fjallar senn um traustan vinskap og mUda ógæfu. Jack Kroll, einn helsti gagnrýnandi Bandarikjamanna, hefur sagt um Meryl Streep að hún sé einhver mesti og besti leikari, sem sjáist á hvíta tjaldinu um þessar mundir. Og að hún gefi stórstimum á borð við Dustin Hoffman, Jack Nicholson, Robert DeNiro og A1 Pacino ekkert eftir. Það er samdóma álit aUra að Meryl Streep hafi náö ótrúlega langt á skömmum tíma. Hún þykir ná undra- verðum tökum á þeim ólíku kven- persónum í hinum ólUcu kvikmyndum, sem hún hefur fengist viö til þessa. Svo það undrar fáa, sem annar banda- rískur kvikmyndagagnrýnandi lét hafa eftir sér fyrir skömmu: „Ameríka eignast ekki leikara á borð við Meryl Streep nema einu sinni á öld, ef það er þá svo gott! ” „Ég kvíði alftaf jafnmikið fyrir frumsýningunni!" Meryl Streep þykir búa yfir einstök- um hæfileikum tU aö ná fram við- brögðum hjá áhorfendum. Með svipbrigðunum einum saman getur hún komið fram tárunum á áhorf- endum og látið þá svo skeUa upp úr í sömu andránni. „Ég reyni að lifa mig inn í þá persónu sem ég er að fást við hverju sinni, reyni að kryf ja hana til mergjar og skUja. Eg reyni aö vera hún í vöku og svefni þann tíma sem ég er að leika hana. Þannig geri ég mitt besta,” segir hún. Og hún heldur áfram: „Annars er það svo skrýtið að ég kvíði alltaf jafnmikið fyrir hver ju hlut- verki, sem ég tek að mér. Eg er alltaf tvístígandi, hvort ég eigi að taka það að mér eða ekki. Mér finnst aUtaf eins og ég sé alls ekki manngerðin í þetta eða hitt hlutverkið. En þegar á hólm- inn er komið, reyni ég hvað ég get að gera sem best. Þegar svo kemur að frumsýningu, ætlar frumsýningar- skjálftinn mig Ufandi að drepa. Svei mér þá, ef hann versnar bara ekki meö árunum! Eg einhvem veginn venst því aldrei að sjá sjálfa mig á hvíta tjaldinu.” -KÞ þýddi. A OÐRUVISI VEISLUR Leigid sögufrœgt hús- nœdi undir veislur og einkasamkvœmi. Aukin þjónusta. Örskot frá horginni í skíðaum- hverfi. Það varAlan Alda, sem lók á móti Streep i The Seduction OfJoe Tynan. Upplýsingar í síma 99-4414. HVEKflböWn 1 Moryl Streep s/appar af heima við. HEFUR ÞÚ FENGIÐ ÞENNAN SEÐIL? Undirrilaður kjósandi i næstu alþingiskosningum hvetur stjórn- völd til eftirfarandi aðgerða i stjórnarskrármálinu: 1. Þingmönnum verði □ fjölgað □ fækkað □ hvorki fjölgað né fækkað 2. Atkvæðavægi eftir búsetu verði Q jafnað að fullu □ jafnað að hluta Q látið óbreytt 3. Ef jafna á atkvæðavægið, verði það gert með þvi að 0 breyta þingmannafjölda núverandi kjördæma 0 skipta landinu i jafnfjölmenn einmenningskjördæmi 0 gera landið að einu kjördæmi □ ________:____*________________________;____ Nafn: Heimilisfang: (loghcimiii) Merkið með krossi í viðeigandi reiti og póstleggið seðilinn eða skilið honum a næstu bensinstöð í Reykjavik eða Reykjanes- kjördæmi innan hálfs mánaðar frá móttöku. Þeim kjósendum sem hafa ekki fengið seðilinn sendan heim er bent á að hafa samband við skrif- stofu okkar að Suðurlandsbraut 12, Reykjavík. Skrifstofan er opin frá kl. 1 til 8 e.h. Allir sem komnir eru á kosningaaldur eru hvattir til þátttöku i þessari könnun, sem jafnframt er áskorun til stjórnvalda. Hverjum og einum er í sjálfsvald sett, hvort hann svarar öllum spurningunum eða einungis einni eða tveimur. Slepptu ekki þessu tœkifæri til að láta skoðun þina í Ijósi! SAMTÚK ÁHUGAMANNA UM JAFNAN KOSNINGARÉTT Suðuriandsbraut 12, R. Sími 82048. SKOÐANAKONNUN UM KJÖRDÆMAMÁLIÐ Sendist til: Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt Biðpóstur, póstútibúinu Hlemmi, 105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.