Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR5.FEBRtJAR 1983. 21 — Af fréttastofunni feröu til Dags, þar sem þú tekur viö ritstjóm. Hvemig kom þaö til? Varstu ekki aö taka niður fyrir þig í mannviröingastiganum?! „Já, ég hef nú aldrei hugsaö út í þaö, enda leit ég aldrei stórt á mig sem fréttamann. Þaö var hringt í mig frá Degi og þeir hittu á mig í fýlukasti á frétttastofunni. Starfiö þar var sveiflu- kennt. Stundum var gaman en stund- um var líka hundleiðinlegt. Þaö var niöursveifla þegar Dagsmenn hringdu og viöræöur okkar uröu síðar til þess að ég ákvaö aö fara norður. Stöðnun eins og ríkti á fréttastofunni er eitur í mínum beinum. Þeir ættu bara aö reyna að stoppa mig hér á Degi. Ef ekki er hægt aö þróa og bæta blaðið þá hef ég ekkert hér aö gera lengur.” — Hver er stefna Dags í efnisupp- byggingu og efnismeðferð? „Dagur er málgagn Framsóknar- flokksins og samvinnuhreyfingarinn- ar, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en hann er líka málsvari lands- byggðarinnar og sem betur fer eiga þessir skjólstæðingar hans ágætlega saman. En kaupendur blaðsins ná langt út fyrir raöir framsóknarmanna og viö þessa lesendur höfum við skyldur. Þess vegna drögum við línu á milli frétta og pólitískra skrifa. Það heyrir til undantekninga aö hægt sé að lesa pólitíska línu út úr fréttum Dags og blaðamenn mínir hafa frjálsar hendur á meðan þeir fara ekki aö skrifa árásargreinar á Framsóknar- flokkinn og samvinnuhreyfinguna”. — Áttu viö að Dagur sé „frjáls og óháöur” allt þar til aö skinni Framsóknar og samvinnuhreyfingar- innar eru komiö? ,,Sko, blöð eru aldrei „frjáls og óháð”. Þaö eruslagorð. Þau verða allt- af háö skoöunum þeirra sem skrifa þau og eigenda sinna. Mogginn, Tíminn og Þjóðviljinn eru mun pólitískari blöö en Dagur; við komumst ekki með tærnar þar sem þau eru með hælana. DV skammar heldur ekki Sjálfstæðisflokk- inn, nema þá til aö sýnast, og þá er helst ráöist aö einstaka mönnum innan hans.” — Nú er Valur Arnþórsson for- maöur blaðstjórnar Dags. Hann er líka framkvæmdastjóri KEA og stjómar- formaður sambandsins. Markar þessi staðreynd þér ekki ákveðinn bás sem ritstjóra? „Það má náttúrlega leggja dæmið svona fyrir, en ég hef ekki oröið fýrir þrýstingi frá Val eða öðrum blað- stjórnarmönnum. Ef til vill vegna þess, aö skoðanir okkar fara saman. Viö erum að vinna aö framgangi sam- eiginlegra hugsjóna.” — En öllum veröa á mistök, líka Framsóknarflokknum og samvinnu- hreyfingunni. Værir þú tilbúinn að gagnrýna slík mistök í Degi? „Eg er sjálfsgagnrýninn. Ég skoöa eigin verk, gagnrýni þau og reyni aö gera betur. Ég ber ekki þá gagnrýni á torg, hún kemur innanfrá. Ég geng ekki fram í því að ráöast meö offorsi á Framsóknarflokkinn og samvinnu- hreyfinguna á opinberum vettvangi. Það eru nógu margir aörir til þess. Fyrst kem ég gagnrýninni á framfæri innan Framsóknarflokksins og sam- vinnuhreyfingarinnar og reyni að koma á úrbótum. Það eru eðlilegri vinnubrögð heldur en aö ráöast á yfir- menn sína opinberlega — í fjölmiöli sem þeir hinir sömu hafa gert að því sem hann er. Blaðamennimir hafa sjálfræði, en þeir fá þá líka sjálfir skömmina fari þeir út fyrir ramm- ann.” \ — ErDagurdeildíKEA? „Það eru margir sem álíta þaö, en það er mikill misskilningur. Ég er ekki að gera lítið úr stuðningi KEA viö Dag um tíöina, en sá stuðningur hefur verið gagnkvæmur. Sannleikurinn er sá, að Dagur þarf ekki á KEA aö halda rekstrarlega. KEA auglýsir til aö mynda fyrir lítiö meira í Degi á ári hverju heldur en verslanir eins og Chaplin, Cesar, og Hagkaup er aðsækja sig, svo einhverj- ar séu nefndar. Þeir sem auglýsa sjá sér einfaldlega hag í aö auglýsa í Degi. Þar ná þeir til flestra neytenda. Miöaö viö umfang KEA þá ætti félagið aö auglýsa margfalt meira í blaðinu. Nei, Dagur er ekki deild í KEA og blaðið stendur undir rekstri sínum — og vel þaö — þrátt fyrir miklar fjár- festingar á siöustu árum. Aratugalöng uppbygging er aö skila sér og hér starfar ungt fólk sem ætlar sér að halda þeirri uppbyggingu áfram.” — Erdagblaöísjónmáli? „Þeir sem stofnuöu Dag 12. febrúar 1918 hafa eflaust átt draum um dag- blað þegar þeir völdu blaðinu nafn. Eg rakst á dögunum á 40 ára afmælisblað Dags og þar ræddu menn um dagblaðs- drauminn. Þetta er því ekki ný hugmynd, og hún hefur aldrei veriö nær því aö veröa aö veruleika en nú. Viö erum aö kanna alla möguleika fyrir dagblað og máliö veröur skoðað grannt. Þaö verður nefnilega ótækt aö snúa viö eftir aö af staö er fariö. Ef grundvöllur finnst, þá er ekki að vita nema Dagur veröi dagblaö fyrr en varir.” — Þú ert fréttamaöur sjónvarps á Akureyri samhliða ritstjórastarfinu. Var þaö dúsa frá Framsóknarflokkn- um sem fylgdi ritstjórastarfinu ? , ,Nei, ekki aldeilis, það var flokknum algerlega óviðkomandi, en ég hef svo sem fengið að heyra þetta áður. Þegar ég vann á fréttastofunni sá ég stundum um kastljósþætti í sjónvarpinu. Einn síðasti þátturinn sem ég sá um fjallaði um hjartaáföll. Þar fjallaði ég um fyrstu viðbrögð viö hjartaáfalli og setti á sviö hjartaáfall kvikmyndatöku- mannsins. Þennan þátt sá Emil Björnsson fréttastjóri sjónvarps og sá hann ástæöu til að hringja í mig og þakka mér fyrir þáttinn. Hann haföi þá haft spurnir af því að ég væri á förum til Akureyrar. Þaö var svo til þess að hann réöi mig sem fréttaritara hér. Pólitík kom þar hvergi nærri. ” — Er engin togstreita á milli rit- stjórans og fréttamannsins um góðar fréttir? „Nei, þetta hefur aldrei stangast á, enda eru fréttir unnar á allt annan hátt í s jónvarp heldur en í blöð. Þaö er hægt að f jalla mun nánar um hlutina í blöð- um. Ég hef aldrei setið á fréttum til sjónvarpsins þar til þær hafa birst í Degi. Þeir hafa fengið allar þær fréttir sem þeir hafa viljaö strax og mögulegt hefurveriö. Hins vegar er tilhneiging á frétta- stofum ríkisfjölmiðlanna til aö líta á fréttamenn úti á landi sem einhvers- konar 2. flokks fréttamenn. Þaö er gjarnan hringt í okkur þegar litiö er um fréttir og sagt; gerið þiö bara eitt- hvaö, þaö vantar fréttir. Detti svo einhverjar fréttir inn „fyrir sunnan” þá er okkar fréttum ýtt til hliöar. En þetta hefur lagast gagnvart mér eftir aö Akureyrarútvarpiö kom til sögunn- ar og ég vona aö þess veröi ekki langt að bíða að sjónvarpið ráöi hingað starfsmenn.” — Hvert er mottó Hermanns Svein- bjömssonar? „Að láta hverjum degi nægja sína þjáningu, í stað þess að vera búa sér til áhyggj urmeðþvíaö skipulegg ja allt of langt fram í tímann. Að sjálfsögðu get ég ekki með nokkm móti staðið við þetta. En það má samt ekki verða stöönun í lífi mínu. Eg verö aö finna þróun í kringum mig og í sjálfum mér. Annars grípur mig óyndi.” GS/Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.