Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Blaðsíða 3
DV. FEMMTUDAGUR 7. APRlL 1983. 3 A efri myndinni tekur Guðni Kolbeinsson við bókmennta verðlaunum Fl-æðsluráðs fyrir bestu frumsömdu barnabókina 1982 en á þeirri neðri tekur Ólafur Haukur við sínum verðlaunum. DV-myndir GVA. GUÐNIOG ÓLAF- UR VERDLAUNAÐIR - fyrir bestu barnabækur síðasta árs Guðni Kolbeinsson og Olafur Hauk- ur Símonarson hlutu bókmenntaverð- laun Fræðsluráðs fyrir bestu frum- sömdu bamabókina og best þýddu bamabókina á árinu 1982. Davíð Oddsson borgarstjóri afhenti þeim verðlaunin og hlaut Guðni 15 þús- und krónur en Olafur Haukur 10 þús- und. Guðni Kolbeinsson fékk verðlaunin fyrir fyrstu bamabók sína, Mömmu- strák, sem kom út fyrir síðustu jól. Olafur Haukur fékk verðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Veröld Busters eftir danska rithöfundinn Bjarna Reuter. ás Framkvæmdum við Suðurlínu hætt —38 starfsmönnum RARIK sagt upp Landsvirkjun hefur orðið að stöðva allar framkvæmdir við Suðurlínu sem liggur frá Sigölduvirkjun að spenni- stöðinni aö Hólum í Hornafirði. Fyrir- hugað var að ljúka framkvæmdum við línuna í lok þessa árs. Af þessum sök- um hafa Rafmagnsveitur ríkisins orðið að segja upp 38 starfsmönnum sínum sem störfuðu við þessar framkvæmdir. Verkið hefur verið stöðvað þar sem ekki hefur tekist að tryggja nægilegt fjármagn til framkvæmdanna. Lands- virkjun fór fram á heimild til að taka lán að upphæö 285 milljónir króna með það fyrir augum að ljúka verkinu á þessu ári. Við undirbúning lánsfjár- laga á Alþingi var þessi upphæð hins vegar skorin niður í 160 milljónir. Að sögn Halldórs Jónatanssonar, að- stoöarframkvæmdastjóra Lands- virkjunar, verður því að draga strax úr framkvæmdunum og er búist við að þær verði algerlega stöðvaðar á miðju ári þegar uppsagnarfrestur starfs- manna Rarik er runninn út. Halldór sagöi að stöðvun fram- kvæmdanna þýddi að ekki tækist að ljúka hringtengingu landsins á þessu ári eins og stefnt hafði verið að og drægi úr afhendingaröryggi á raf- magni frá Landsvirkjun. „Það gæti komið til olíukostnaðar í ýmsum lands- hlutum ef til bilana kemur sem ella hefði verið hægt að forðast með hring- tengingunni. Tilkoma Suðurlínu hefði aukið rekstraröryggið mjög mikið bæði á Austfjörðum og á Norðurlandi,” sagði Halldór. Hann sagði ennfremur að Landsvirkjun myndi endurskoöa þessa stöðvun ef heimildir yrðu gefnar fyrir auknum lántökum. Fram hefur farið athugun á því hvort hægt væri að f jármagna Suðurlínu með því að flytja fjármagn milli verka eöa nota ónýttar heimildir f rá f yrri tíð en ekki er sýnt að þaöberiárangur. ÖEF Þingvallastrætismálið: „Dómurinn hefur sömu áhrif og eignarupptaka” — segja hin dæmdu íbréfi til ráðherra Hjónin Danielle Somers og Ölafur Rafn Jónsson, sem hæstiréttur dæmdi hinn 25. mars sl. til að rýma íbúð sína að Þingvallastræti 22, hafa skrifað dómsmálaráðherra bréf. Þar gagnrýna þau dóm réttarins, afskipti fógetaembættisins og lögreglunnar á Akureyri af málinu og fleira. Segir1 m.a. í bréfi þeirra að þar sem stefn- andinn í málinu hafi a'drei látið skipta eigninni Þingvallastræti 22 lögform- lega geti þau ekki selt eignarhluta sinn. „Dómur hæstaréttar hefir af þessum ástæðum sömu lagaleg áhrif og eignarupptaka,” segir í bréfi þeirra. Biðja þau dómsmálaráðherra um að hann „grípi hið bráðasta til allra tiltækra ráða til aö leiðrétta það óheillaástand er hér hefir skipast í réttarfarslegutilliti.” -ás. SHil ' I M i\ . . I JKja Ármúla 20 - Sími 84630 og 84635. VIÐ BJÓÐUM Skilrúmin fástmeð: BÓKASKÁPUM. STOFUSKÁPUM, GLERSKÁPUM O.M.FL. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT - BIÐJIÐ UM MYNDALISTA Árfellsskilrúm og handrið sérhönnuð fyrir yður. LA NDSÞJÓNUS TA Óteljandi mögu/eikar. Þú gerbreytir íbúð þinni með okkar aðstoð. EIK og ASKUR í mörgum litum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.