Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Afvopnunarumræðan f Evrópu: Snertir auman blett á Japönum Afvopnunarviöræöur stórveld- anna hafa veriö eitt helsta fréttaefni sl. ára, allt frá því Helsinki-sam- komulagiö var gert á sinni tíö. Nú ný- lega hefur mest kveöið aö deilum milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna 'um „núll-lausnina” svokölluðu, sem Sovétmönnum hefur þótt meö öllu óaögengileg og síöast varð þaö frétta, aö Yuri Andropov, helsti valdamaöur í Kreml, kallaöi Reagan Bandaríkjaforseta lygara og tillögur hans sýndartillögur. Síöan varö sá óvenjulegi atburöur aö Andrei Gromyko, forsætisráöherra Sovét- ríkjanna, hélt blaðamannafund þar sem hann hafnaði hugmyndum Bandaríkjamanna, en geröi þó til- slakanir frá fyrri afstööu Sovét-> manna, svo sem þegar hann sagöi aö eölilegra væri, í þessum viðræöum, aö miða viö fjölda kjamaodda en f jölda flauga. Þessar umræður hafa þó til þessa að mestu snúist um Evrópu. En á blaðamannafundi Gromykos lét hann falla orö sem hafa valdiö japönskum stjórnvöldum óróa og gætu víkkaö út sviö umræönanna. Á fundinum sagöi Gromyko aö japanska eyjan Okinawa væri geymslustöö fyrir kjarnorkuvopn og aö Sovétmenn áskildu sér allan rétt til þess aö flytja SS-20 eldflaugar frá Evrópu til Asíu. Þessi ummæli voru tekin mjög alvarlega í Tokyo og japanski sendiherrann í Moskvu gekk á fund Gromykos til aö mót- mæla þessum ummælum og lýsa áhyggjum japanskra stjómvalda vegna þeirra. Aö loknum fundinum með Gromyko sagöi sendiherrann aö fundurinn heföi veriö árangursríkur. En burtséö frá því aö sendiherrann náöi fundi Gromykos (Sovétmenn hafa ekki látið mjög meö japanska sendiherrann til þessa), telur frétta- skýrandi breska útvarpsins, William Horsley, ekki aö fundurinn hafi dugaö til þess aö hreinsa loftiö í viðskiptum þjóöanna. Ógnuníaustrí Það er helsta áhyggjuefni Japana aö Sovétmenn noti sér oröróm þess efnis aö Bandaríkjamenn geymi kjarnorkuvopn á japanskri grund sem afsökun og tylliástæöu til þess aö efla kjarnorkuvígbúnaö sinn í Austurlöndum fjær. Japanir harö- neita því aö kjarnorkuvopn séu geymd á þeirra landi. En ummæli Gromykos hafa aukiö hræöslu Jap- ana viö þaö aö Sovétmenn, vel búnir kjamorkuvopnum, líti Japan hýru auga. Þessi ótti hefur veriö látinn í , ljós af stjórnvöldum og komiö greini- lega fram í japönskum fjölmiölum. Forsætisráöherra Japana, Naka- sone hefur tvívegis vikið aö ummæl- um Gromykos opinberlega. I fyrra skiptiö geröi hann þaö aöeins til þess að vísa þeim frá, en í seinna skiptiö var hann diplómatískari í oröavali, en lét þó á sér skilja, svo aö ekki varö um villst, aö Japanir teldu ummæli Gromykos óþolandi. Genfar-vandi leysturíAsíu Nú er taliö að Sovétmenn hafi á aö skipa 108 SS-20 eldflaugum í Síberíu. Samband Japana og Sovétmanna hefur lengi veriö slæmt (deilur um Kúríleyjamar m.a.) en þó munu hugmyndir um aö Sovétmenn leysi einhvern vanda í viðræðunum í Genf, meö því aö flytja hluta SS-20 flauga sinna austur á bóginn, ofbjóöa Japönum. Og Japanir finna sig knúna til þess aö gera eitthvað í mál- inu áöur en ástandið versnar enn. Þaö má segja, meö tilvísun í sögu Japana, aö Sovétmenn hafi ein- hverja ástæöu til þess aö hræöast Japani. Og ummæli Nakasone for- sætisráöherra þess efnis aö hann vildi breyta Japan í flugmóöurskip, ásamt yfirlýsingum hans um efldar landvarnir Japana, hafa varla hjálp- aö þar upp á sakimar. Nú einbeita japönsk stjómvöld sér aö því aö leiöa athygli manna frá þessum um- mælum forsætisráöherrans og þeim hugmyndum um sterkar japanskar landvarnir sem þar liggja aö baki. En ummæli Gromykos hafa snert viðkvæman blett hvaö varðar rök- semdafærslu Japana. Utanríkisráö- herra Japana, Abe, hefur upp á síö- reiöi sig á kjarnorkuvopnavamir Bandaríkjanna og að kjarnorku- Viðræður um afvopnun í Evrópu hafa valdið óróa i japönsku ríkis- stjórninni, undir forsæti hlaka- sone. vopnabúnaður Bandaríkjanna sé þar meö hluti af varnarkerfi Japans. En Japanir viija einnig aö sín rödd heyrist í viðræðum stórveldanna um afvopnun eða takmörkun víg- búnaöar. Og nú eiga þeir á hættu aö ekki veröi hlustað á þá. Kosninga beðið í Bretlandi: FYRIRSJAANLEGA ■ ■ r___ HORÐ BARATTA Næstu þingkosningar í Bretlandi gætu orðiö innan þriggja mánaöa eða þá ekki fyrr en eftír eitt ár. En þaö fer ekkert á milli mála að kosn- ingabaráttan er byrjuö og aö hún verður hörö. Menn velta því fyrir sér hvort Margrét Thatcher for- sætisráðherra muni boða kosningar meö litlum fyrirvara, einhvem tím- ann í júní eöa fljótlega eftir þaö, og stjórnmálaflokkarnir haga sér eins og kosningar vofi yfir. Kjósendur í Bretlandi hafa þegar fengiö forsmekkinn af því, hvernig kosningabaráttan verður háð. Ný- lega réöst Michael Foot, formaöur Verkamannaflokksins harkalega aö Thateher, mun harkalegar en hingað til hefur gerst. Þrátt fyrir tilvist kosningabandalags Jafnaöarmanna- flokksins og Frjálslynda flokksins, er Verkamannaflokkurinn enntalinn helsti andstæöingur ríkisstjórnar Ihaldsflokksins og formaöur Verka- mannaflokksins kallaöi Thatcher táknmynd nútíma íhaldsstefnu og sagöi hana vilja efla samkeppnis- kerfið eins og þaö gerðist ómanneskjulegast. „Hún tilbiöur gróöafíknina, pen- inga. Ekkert annað, engin önnur verömæti teljast með,” sagöi Foot. „Hún lofar verömætamat Viktoríu- tímans, án þess aö hún skilji á nokkurn hátt þær þjáningar og mannfyrirlitningu, sem verkalýöur- inn mátti þola á þessum tímum, áður en lýðræðið var ofan á.” Þessi orö ritar Foot í formála aö kosningastefnuskrá Verkamanna- flokksins. I þessu fimmtán þúsund oröa plaggi boöar Verkamannaflokk- urinn snarpa vinstrisveiflu, komist hann til valda. Stefnuskráin hefur veriö kölluö sú vinstrisinnaöasta sem Verkamannaflokkurinn hefur nokkru sinni lagt fram eftir síöari heimsstyrjöld. Línur skerpast Thatcher, sem nú er að byrja lokaár hins fimm ára kjörtímabils, sagöi viö frammámenn í Ihalds- flokknum aö valið stæöi milli stjórn- ar hennar og Verkamannaflokksins. Þrátt fyrir þaö að í Bretlandi hafi nú orðið til miöflokkabandalag jafnaö- armanna og frjálslyndra hafa kjós- endum líklega aldrei veriö settir svo afgerandi kostir. Thatcher mun sækjast eftir stuðn- ingi viö efnahagsstefnu sinnar hægri- sinnuöu stjómar, sem miöar aö því aö vinna bug á veröbólgu, þrátt fyrir þaö mikla atvinnuleysi sem af að- geröum stjómarinnar leiöir. Hins- vegar berst Verkamannaflokkurinn fyrir nánast ómengaðri sósíalískri stefnu sem miðar aö auknum ríkisaf- skiptum. Og á milli þessara tveggja flokka standa jafnaðarmenn og frjálslyndir og reyna aö losa um tök flokkanna á bresku þjóölífi. Leiðtogar stjómarandstööunnar hafa lengi gert sér grein fyrir því aö kosningabarátta þeirra verö- ur aö beinast gegn Thatcher per- sónulega, ef þeir eiga að gera sér nokkrar vonir til þess aö vinna sigur í kosningunum. „Annaöhvort tekst Verkamannaflokknum aö brjóta niö- ur trúveröugleika Thatcher eöa þá Verkamannaflokkurinn hrynur.” Þetta segir stjómmálafréttaskýr- andinnBrian Walden. Þetta heföi ekki þótt óvinnandi verk fyrir ári. Þá var hún sam- kvæmt skoðanakönnunum óvinsæl- asti forsætisráöherra í sögu Bret- lands. En mat almennings á henni breyttist stórlega meðan stóö á Falk- landseyjastríöinu. Hún varö þá, og er enn, mest áberandi einstaklingur- inn í breskum stjórnmálum og vaida- mesti forsætisráöherra Bretlands síöan Winston Churchill stýrði bresku þjóöinni í síðari heimsstyrj- öldinni. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar i Bretlandi gera sór grein fyrir þvi, að til þess að vinna sigur i kosningum verða þeir að eyðileggja trúverðugleika Thatcher. Heppilegt stríð I Falklandseyjastríöinu styrkti Thatcher stjóm sína og völd innan flokksins. Umræöa um hugsanlega andstööu gegn henni í flokknum koðnaði niöur, og aörir valdamiklir einstaklingar innan flokksins féllu í skuggann fyrir henni. Lengi héldu fréttaskýrendur því fram að þaö hefði verið Falklandseyjastríöiö, sem efldi svo vinsældir Thatcher, jafnvel löngu eftir aö stríöinu lauk. En nú virðast vinsældir hennar síst minnka þó að ár sé liðið. Thatcher, sem kosin var fyrsti kvenkyns forsætisráöherra í Evrópu, 3. maí 1979, hefur lýst því yfir opin- berlega aö hún muni ekki hugleiða það að boöa til kosninga, fyrr en á síðasta ári kjörtímabils síns. Þaö myndi reyndar passa ágætlega því að sveitarstjómarkosningar veröa 5. maí næstkomandi og úrslit þeirra munu gefa vísbendingar um styrk- leika flokkanna. Aö vísu benda skoö- anakannanir til þess aö Ihaldsflokk- urinn hafi 15% forskotí fylgiframyf- ir hina flokkana, en Thatcher hefur hingað til neitaö aö láta uppi fyrir- ætlanir sínar um kosningar, jafnvel nánum samstarfsmönnum sínum. Þaö er augljóst aö hún hefur skemmtun af því aö láta menn geta sér til um kosningadag og hún stríðir fréttamönnum meö því aö gefa ýmis- legt í skyn um fyrirætlanir sínar. En hún veit einnig hvaöa áhrif þessi óvissa um kjördag hefur á gengi pundsins á gjaldeyrismörkuðum, en þar hefur hallað undan fæti nýlega. Hún viöurkenndi nýlega í útvarps- viðtali aö þessi óvissa kæmi sér illa. Og áhrif slíkrar tilkynningar á gengi pundsins veröa henni eflaust ofar- lega í huga, þegar aö því kemur aö ákvöröunin veröur tekin og gerö opinber.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.