Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983. ^ t DAGBLADIÐ-ViSiR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og úlgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.' Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022. Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Áfram á villigötum Landsfeöurnir eru á villigötum í síðustu aðgerðunum í sjávarútvegi. Samkvæmt bráðabirgðalögum skal ríkinu heimilt að taka 120 milljón króna lán í Seðlabankanum og lána til um 40 fyrirtækja í sjávarútvegi, sem eiga við erfiðleika að etja. „Það eru náttúrlega innan um fyrirtæki, sem eru ekki nægilega vel rekin, en fyrir þessari aðstoð eru sett ýmis skilyrði, til dæmis þau að fyrirtækin verði að auka eigin fjármagn eða að fjárfesta í einhverjum ákveðnum hlut, ” sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra í viðtali við blað sitt, Tímann. Steingrímur lagði áherzlu á að veita þessa aðstoð fyrir kosningar. En slíkir kosningapeningar eru ekki skynsam- leg leið út úr vandamálum í sjávarútvegi. Aðferð Stein- gríms er þó ekkert sérstök. Því miður tíðkast það mest í svokallaðri stjórnun ráðherra hérlendis, að þeir sletta lánum og styrkjum til fyrirtækja, sem eiga við erfiðleika að stríða, í stað þess að beita almennum reglum. Stjórnendur Landssambands íslenzkra útvegsmanna segjast ekki hafa beðið um þessi bráðabirgðalög. Þeir hafi óskað eftir betri almennum starfsskilyrðum. Gert hafi verið ráð fyrir að mæta erfiðleikum með skuldbreyt- ingu, þar sem allir sætu við sama borð. Stefnan í sjávarútvegi er í ógöngum. Nú viðurkenna að vísu flestir offjárfestinguna í þessari grein, einkum í fiskiskipum, en stjórnvöld halda að mestu áfram sínum gömlu aöferðum. Hér hefur í alltof ríkum mæli gilt svonefnd „meðaltals- regla”. Horft er á, hvemig ákveðnar greinar koma út að meðaltali, Verst reknu fyrirtækin draga þetta meðaltal að sjálfsögðu niður. Innan um eru fyrirtæki svo illa rekin, að þau eiga ekki tilverurétt, ef hugsað er til hagsmuna þjóðarinnar allrar. Eftir að forráðamenn ákveðinna fyrirtækja hafa kvartað og kveinað, svo að stjórnvöldum þykir nóg, er rokið til með einhverjar millifærslur og peningar settir í greinina. Með því móti lafa verst reknu fyrirtækin áfram um sinn, þar til nýir kveinstafir byrja. Þjóðin ber tapið af þessu framferði. Erlendu lánin, sem tekin eru, allar millifærslurnar, lenda á bökum skattgreiðenda. Sumpart er þessu velt yfir á komandi kynslóðir í erlendum skuldum. Með þessu er ekki sagt, að kveinstafir atvinnugreina geti ekki átt rétt á sér. Stjómvöld eru gjarnan alltof sein til að leiðrétta starfsskilyrði greinanna almennt. Með þessu er verið að segja, að meðaltalsreglan, sem stuðzt er við, getur verið hættuleg og hefur kostað okkur drjúgt. Þótt meðaltalsreglan sé vafasöm, er þó miklum mun verra að sletta aðstoð í þau fyrirtæki, sem eiga í erfiðleik- um innan greinarinnar, einstök fyrirtæki og einstaka menn, sem hafa fundið náð fyrir augliti einhverra stjóm- valda, ráðherra, ráða og nefnda. Þótt undantekningar kunni að finnast , er í stórum dráttum verið að halda mestu tapfyrirtækjunum gangandi. Þeirra hagur er bætt- ur með stundarreddingum, þar til næst kemur að því, að enn þarf að veita þeim aðstoð. I því tilviki, sem hér um ræðir, er sagt, að mál hafi ver- ið vandlega athuguð og einkum eigi að veita stuöning til ákveðinnar hagræðingar. í aðalatriðum er verið að leysa til skamms tíma erfið- leika nokkurra tuga fyrirtækja og manna. Meiri skyn- semd fæst ekki á rekstur fyrirtækja hér á landi, hvorki í útvegi né annars staðar, fyrr en þeim er leyft að fara á höfuðið, sem ekki spjara sig í samkeppni. Haukur Helgason. Ofbeldi gegn konum— kvennaathvarf Stofnun kvennaathvarfs Síðastliöið sumar voru stofnuð Samtök um; kvennaathvarf. Stofnfél- lagar voru á annað hundraðog allir sem aö þessu máli stóðu voru sam- mála um nauðsyn þess aö koma á fót og reka hér athvarf fyrir konur sem beittar eru líkamlegu og andlegu of- beldi. Samtökin létu ekki sitja við orðin tóm og hinn 6.12. sl. var athvarfið opnað. Daginn eftir kom fyrsta kon- an í athvarfið. Á næstu 3 mánuöum dvöldu þar 34 konur og 31 barn. Meðaldvalartími hefur verið um ein vika og að jafnaöi hafa veriö 3 konur og 4 börn í athvarfinu í senn. Auk þessa hafa rösklega 40 konur hringt í athvarfið til að fá upplýsingar og að- stoð. Það er því greinilegt að stofnun Samtaka um kvennaathvarf hér á landi var meira en tímabær engu síður en í öðrum löndum. Ofbeldi gegn konum er alþjóölegt fyrirbæri og hefur lengi verið þekkt, en um það hefur verið þagað, það dulið og gert aö einstaklingsbundn- um vanda þeirra kvenna sem fyrir því verða. Kvennaathvörf hafa verið opnuð í flestum stærri borgum á Norðuriönd- Annars vegar að veita þeim kon- um sem þangað leita tímabundiö skjól þannig að þeim veitist tóm til aö hugsa ráð sitt. Margar konur snúa aftur heim að lokinni dvöl í athvarfi, Kjallarinn Guðrún Jónsdóttir aðrar ákveða að nú sé mælirinn fullur, að þær verði að leita nýrra leiða. ,Það er ekki fyrr en kvennaathvörfin komu til að þagnarmúrinn um ofbeldi gegn konum fer að rofna.” um,Bretlandi, Þýskalandi og Banda- Hins vegar er megintilgangur rikjunum. Alls staðar hefur það sýnt kvennaathvarfa sá að draga fram í sig að þörfin fyrir stofnun þeirra og dagsljósið og opinbera það ofbeldi rekstur er ótvíræð. Jafnskjótt og kvennaathvörf eru opnuð hafa leitað þangað konur sem oft á tíðum hafa sætt hinu hrikalegasta ofbeldi af hendikarla. Markmið kvennaathvarfa Segja má að megintilgangur með rekstri kvennaathvarfa sé tvíþættur. sem konur sæta í þjóðfélaginu i dag. Ofbeldi er hefur verið dulið og gert að einkamáli hverrar konu fyrir sig. I kvennaathvarfi verður þeim kon- um sem þangaö leita Ijóst að þær eru ekki einar um vandann og það gefur þeim oft hugrekki og kraft til að tak- ast á við hann. Kvennaathvarf verð- ur því oft fyrsta skrefið til sjálfs- hjálpar. I þessum skilningi gegnir starf- semi kvennaathvarfs miklu máli. Kvennaathvarf er tæki í kvenfrels- isbaráttu. Rekstur þess tryggir kon- um nauösynlegt skjól, stuðlar aö því að konur öðlist sjálfsvirðingu á ný, vitneskju um að þær eru ekki einar á báti, að um er að ræða samfélagslegt vandamál, ekki bara einkavanda vel falinn í nafni friðhelgi fjölskyldunn- ar. Ofbetdi gegn konum Ofbeldi gegn konum hefur veriö eitt af þeim málum sem þagaö hefur verið um. Það hefur verið þagað um það opinberlega og i einkalíf inu. Karlinn sem beitir konu ofbeldi þegir um það og konan sem fyrir því verður þegir oft líka. Ástæður þess eru margar. Konan er oft fjárhagslega háð ofbeldis- manninum, hún hefurí engan staðaö leita og finnst hún bregðast fjölskyld- unni segi hún frá. Ættingjar og vinir beita jafnvel þrýstingi til að halda ástandinu leyndu. Konan óttast hefnd og enn frekara ofbeldi leiti hún aðstoðar. Svo langt getur gengið að í vitund fólks virðist það skammar- legra aö vera beitt ofbeldi en að beita því sjálfur. Oft er það því ekki fyrr en ofbeldið beinist líka að börnunum að kona tekur þá ákvörðun að leita aðstoðar. Opinberir aöilar svo sem lögregla, slysaþjónusta og félagsmálastofnan- ir hafa ekki getað veitt þá aðstoð sem konur þurfa á að halda við þessar að- stæður. Það er ekki fyrr en kvenna- athvörfin komu til að þagnarmúr- inn um ofbeldi gegn konum fer að rofna. En hvernig stendur á því að karl- ar misþyrma konum? Að mínu mati er orsakanna að leita í stöðu kvenna í samfélaginu og í f jölskyldunni. Konur eru undirokað- ar. Á okkur er á margan hátt litið sem annars flokks borgara. Okkar sjónarmið og reynsla eru lítils metin. Uppeldi okkar og skólaganga viö- heldur þessu misrétti. Störf okkar á heimili og utan eru illa launuð kvennastörf og lítils metin sem sam- félagslegt f ramlag. Þessi grundvallannismunur á stöðu kvenna og karla endurspeglast oft í þeim væntingum og þeim við- horfum sem einkenna samband konu og karls í einkalífi þar sem karlinn í krafti samfélagslegrar stööu sinnar kúgar hinn undirokaða. Skýringa á ofbeldi gegn konum er því að mínu mati að leita í sam- félagslegri undirokun kvenna, en of- beldi er grófasta form þeirrar undir- okunar. Starfsemi kvennaathvarfa hefur sannað að ofbeldi gegn konum er ekki bundið þjóðfélagslegri stétt eða menntun karla. Ofbeldismenn koma úr öllum hópum þjóöfélagsins og þeir beita ofbeldi þó þeir séu ódrukknir. Ofbeldi gegn konum kemur því öll- um við og hvaða kona sem er getur orðið fyrir því. Munum að þær konur sem leitaö hafa til Kvennaathvarfs- ins í Reykjavík hafa komiö þangað eftir að hafa sjálfar verið beittar langvarandi ofbeldi á heimilum sín- um, verið hótað morði og eftir að hafa horft upp á böm sín beitt ofbeldi 'af maka eða sambýlismanni. Styrkjum því öll starfsemi Kvennaathvarfsins, það er mann- réttindamál. — Söfnun til reksturs þess ferfram8. og 9. aprílnk. Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.