Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983.
„Öll mál eru kvennamál"
„ Túnabundm fotréttmti”
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir á beinni línu til DV
Síminn glumdi stöðugt þann tíma sem Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir, fulltrúi Samtaka um kvennalista, var ú
beinu línunni til DV í goerkvöldi. Greinilegt var að lesendur
vildu kynnast stefnu kvennalistanna í komandi kosningum
sem best. f svörum Sigríðar Dúnu kom fram að hún taldi öll
múl kvennamúl. Svör Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur við
spurningum lesenda DV fara hér ú eftir. Þeir blaðamenn
sem unnu við beinu línuna voru: Pétur Ástvaldsson, Ólafur
E. Friðriksson, Kristjún Múr Unnarsson, Sigurður Þór
Salvarsson, Jón Baldvin Halldórsson og Gunnar V.
Andrésson.
-JH.
Valddreifing
ístað
miðstýringar
Sigríöur Örlygsdóttir, Reykjavík,
sagöi aö mikið væri talað um valddreif-
ingu á stefnuskrá Kvennalistans og
spurði í framhaldi af því hvar og
hvernig væri hægt að draga úr mið-
stýringu.
Sigríður Dúna: „Þegar við tölum um
valddreifingu eigum viö fyrst og
fremst við það að á sem flestum
sviöum þurfi fólk ekki að framkvæma
hlutina eftir skipunum sem koma að
ofan. Valddreifing felur einfaldlega í
sér að þaö sé tekið tillit til aöstæðna á
hverjum stað og hverju sinni, að það sé
farið eftir eöli mála, hvemig þau eru
vaxin og þannig að sem flestir geti haft
áhrif á umhverfi sitt og það sem verið
er að ákveða hverju sinni.
Við teljum að þetta sé afskaplega
mikilvægt mál til þess að konur geti
beitt sér við ákvarðanatöku. Konum
hentar ákaflega illa að starfa innan
rígbundins kerfis og með því að
ákvarðanir séu teknar í smærri
einingum geta konur frekar beitt sér
en ella.
Það væri helst hægt að draga úr mið-
stýringu í skóla- og félagsmálum og
menningar- og heilbrigðismálum. En
það er mikið verk fyrir höndum að
kanna það hvernig þetta verður best
framkvæmt.
Við leggjum til að hver skóli hafi
sjálfsforræði með það fjármagn sem
hann hefur til byggingar og til rekstrar
og aö stjóm skólans sé í ríkum mæli í
höndum kennara, nemenda og for-
eldra. Við viljum að þeir sem vinna í
skólanum, þeir sem sækja skólann og
þeir sem eiga börn í skólanum geti haft
áhrif á það hvernig stofnun þetta er. ”
Konurílistum
Ásrún Kristjánsdóttir í Reykjavík
spurði hvernig Kvennalistinn ætlaði að
stuðla að bættum hag kvenna í listum.
Sigríður Dúna: „Hugmyndir okkar í
menningarmálum almennt eru til
dæmis þær aö leggja niður listamanna-
laun í sinni núverandi mynd, enda eru
þau skrípaleikur og koma á sjóða-
kerfi. Annars vegar sjóðum sam-
kvæmt þeirri fyrirmynd sem rithöf-
undar hafa, starfslaunasjóðum, sem
listamenn gætu sótt í. Hins vegar væru
sjóðir sem menn gætu sótt um til
ákveðinna verkefna. Slík sjóðakerfi
meö viðunandi fjármagni ætti að gera
konum auðveldara með að stunda sína
list. Eins og stendur núna er aögangur
að slíku fé afskaplega takmarkaður.
Við leggjum mikla áherslu á að fé til
þessara mála verði stóraukið. ”
Hvað er
kvennapólitík?
Anna Gyða Gunnlaugsdóttir í
Reykjavík spurði: „Hvað er þetta sem
þið kallið kvennapólitík? ”
Sigríður Dúna: „Kvennapólitík felst
í því að skoða öll mál út frá sjónarhóli
kvenna og viö alla ákvarðanatöku aö
leggja verðmætamat og lífsgildi
kvenna til grundvallar. Nú gætir þú
spurt hvort um sé að ræða önnur lífs-
gildi en hingaö til hafa verið ráðandi.
Við teljum aö svo sé. Reynsla okkar
kvenna er önnur en karla, viö höfum
gegnt öðrum hlutverkum í þessu sam-
félagi, gegnt heimilisstörfum, alið
börn og annast þau og þessi félagslega
reynsla okkar leggur okkur til annað
verðmætamat og aöra lífssýn heldur
en körlum.
Það er vitaskuld fjöldamargt sem
markar konum og körium stööu á
svipaðan máta en það er ýmislegt sem
markar okkur konum stöðu á annan
máta en körlum. Það er þetta sem við
leggjum áherslu á í okkar kvennapóli-
tík.”
Stefnan
íefnahags-
málunum
Kristján Möller, Siglufirði, spyr:
„Hver er stefna Kvennahstans í efna-
hagsmálum?”
Sigriður Dúna: „Við höfum enga sér-
staka patentlausn á efnahagsvandan-
um en við leggjum áherslu á að þaö
verður að skoða öll þessi mál í sam-
hengi. Viö mótun efnahagsstefnu
leggjum við til grundvallar stefnu
hinnar hagsýnu húsmóður. Hún felst í
því aö viö reynum að svo miklu leyti
sem mögulegt er að lifa á eigin fram-
leiöslu, aö eyöa ekki um efni fram og
að slá ekki lán til óþarfa. I framhaldi
af því viljum við leggja mikla áherslu
á það að við eflum hér íslenskan smá-
iönað til innanlandsnota, að við full-
vinnum hér útflutningsvörur okkar,
fisk og landbúnaðarafurðir og að viö
notum aukna tækni og þekkingu til að
stytta vinnutímann almennt frekar en
að atvinnutækifærum fækki. Annað
mjög mikilvægt atriði varðandi efna-
hagsstefnu Kvennalistans er hvað er
lagt til grundvallar í arðsemisútreikn-
ingum. Þegar ákvarðanir eru teknar í
efnahagsmálum viljum við að hin
mannlegu verömæti séu einnig lögð til
grundvallar en ekki einungis efnahags-
leg verðmæti eins og gert hefur verið
hingað til. Þannig eigum við að spyrja
okkur í hvert sinn sem ákvarðanir eru
teknar í efnahagsmálum, hvaöa áhrif
hefur þessi ákvöröun á líf okkar og um-
hverfi. Þetta er mikilvægt atriði að
okkaráliti.”
Vandinn íhús-
næðismálum
Sigurborg Matthíasdóttir, Reykja-
vík: „Hver er stefna Kvennalistans í
húsnæðismálum og hvaö viljið þið gera
til að leysa þann vanda?”
„Þaö er alveg ljóst að það er neyðar-
ástand ríkjandi í þessum efnum. I
fyrsta lagi viljum við að ríkið standi
fyrir stórfelldri byggingu á leiguhús-
næði, svo fólk hafi eitthvert val um
þaö hvort það býr í leiguhúsnæði eða
sínu eigin húsnæði. Eins finnst okkur
ef um kaup á húsnæði er að ræða að
greiðslukjör verði f jölbreytileg, að fólk
geti valið milli ýmiss konar greiðslu-
kjara eftir efnahagsástandi fjölskyld-
unnar hverju sinni.
Mér líst vel á þær hugmyndir sem
fram hafa komið um að lána fólki, sem
er aö koma sér upp þaki yfir höfuöiö í
fyrsta sinn, 80% af andvirði eignarinn-
ar, þeir sem þessar hugmyndir hafa
eru yfirleitt meö útfærða útreikninga
um þaö hvert veita eigi fjármagni, og
mér sýnist þar ekki vera gert ráð fyrir
fjármagni til þessa málefnis. En auð-
vitað myndi ég styðja allar slíkar hug-
myndir. Alþýðubandalagið talar um að
hafa sérstakan sjóð fyrir ungt fólk,
sem út af fyrir sig er gott og gegnt, en
það er ekki minnst á það hverjir teljist
ungir og hverjir ekki.”
Kvenna-
framboð
Kvennalisti
Páll Jónsson, Reykjavik, spyr: ”Er
einhver streita milli Kvennaframboðs
og Kvennalista eða ríkir þar sam-
vinnuandi?”
Sigriður Dúna: „Kvennaframboð og
Kvennalisti eru aöskilin samtök, en
þær okkar sem starfa meö Kvennalist-
anum og störfuðu með Kvennafram-
boði munu halda starfi sínu þar áfram
af fullum krafti um leið og tími gefst til
að aístöðnum kosningum. Eg held að
mér sé óhætt að fuliyrða að það ríki
mjög góður samvinnuandi þarna á
milli.”
Stjórnar-
þátttaka?
Jón Baldvin Halldórsson i Reykja-
vík spurði hver afstaöan yrði til stjórn-
armyndunar og stjómarþátttöku ef
Kvennalistinn kæmi manni á þing?
Sigríður Dúna: „Það er ekki verið
að kjósa um samstarfsaðila í þessum
kosningum heldur væntanlega mál-
efni. Hins vegar get ég lýst þeirri
persónulegu skoðun minni að mér þyk-
ir ákaflega ólíklegt að Kvennalistinn
geti gengið til stjómarsamstarfs viö
aðra framboðsaðila því allar okkar
hugmyndir og málefni ganga þvert á
hugmyndir og stefnu annarra flokka.
Eg á bágt meö að ímynda mér stjórn-
málaforingja vora fylkja sér undir
merki „femínismans.”
Hin hagsýna
húsmóðir
Sóley Jónsdóttir í Reykjavík vildi
vita hvað fælist í stefnu hinnar hag-
sýnu húsmóður.
Sigríður Dúna: „Það er ósköp
einfaldur hlutur. Við leggjum til'
grundvallar hvað hin hagsýna hús-
móöir gerir til að láta enda ná saman
við heimilisreksturinn. Hún reynir að
framleiða sem mest sjálf ef hún býr
við kröpp kjör, hún reynir að eyða ekki
um efni fram og hún slær ekki lán fyrir
óþarfa.
Þetta leggjum við til grundvallar viö
mótun okkar efnahagsstefnu. Við
viljum að Islendingar lifi sem mest á
eigin framleiöslu, við viljum að þeir
hagi útgjöldum í samræmi við tekjur
og slái ekki lán sem þeir geta ekki
staðið undir.
I framhaldi af þessu viljum við stór-
efla innlendan iðnað, smáiönað til
innanlandsnota, viö viljum fullvinna
hér útflutningsvörur okkar, sjávar-
afurðir og landbúnaðarafurðir og sem
sagt nýta þaðsem við höfumhér.”
Launamál
kvenna
Ragnheiður Jónsdóttir, Reykjavik:
„Hvað vill Kvennalistinn gera í launa-
málum kvenna?”
„Það sem við getum beitt okkur fyrir
í launamálum á þingi er að setja á
laggirnar gagngert endurmat á störf-
um kvenna. Að farið verði í gang með
að skoða hvaða störf það eru sem kon-
ur vinna, hvemig þau eru metin, hvað
þar er lagt til grundvallar og síðan aö
endurmeta þau störf á nýjan leik. Við
erum sannfærðar um að þau störf eru
mjög vanmetin.
Um allt annaö sem upp kann að
koma á þingi og snertir launamál
kvenna munum við standa vörð, vita-
skuld.
Það er líka rétt að benda á það að
það eru mannleg verðmæti sem við
viljum að tekið verði tillit til, fyrst og
fremst, þegar verið er að meta og vega
störf kvenna.”
Náttúruvernd
og rall um
hálendið
Geirfinnur, ísafirði, spurði um af- !
stöðu Kvennalistans til náttúru-
vemdarmála; stórvirkjanir og stór-
iðju, ferðir manna, innlendra sem
erlendra, um viðkvæm svæði landsins,
rall um hálendi og bilferjurnar, aukinn
fjölda bíla um hálendið af þeim sök-
um:
„Ef við tökum fyrst stóriðju þá erum
við á móti allri stóriðju, erlendri sem
innlendri, meðal annars af náttúru-
vemdarástæðum. Hvað varðar umferð
um landið þá er það alveg ljóst að þar
er brýnna aðgerða þörf. Landið er við-
kvæmt og það þarf mjög strangt eftir-
lit með hvers konar umferð er um land-
ið. Rallinu erum við auðvitaö gersam-
iega á móti. Okkur finnst það ganga
brjálæði næst að ímynda sér að leyfa
slíka umferð um þetta viðkvæma land.
Hvað bílferjurnar varðar þá er það al-
veg ljóst að þaö þarf að hafa mjög .
strangt eftirlit meö því hvers konar far-
artæki fara inn á landið og hvert þau
fara. Hvemig á að framkvæma það er
ekki alveg ljóst.
I öllum málum viljum við ávallt taka
fullt tillit til umhverfisverndarsjónar-
miöa. Þaö á jafnt viö um stóriðju og
stórvirkjanir, fiskveiðar og landbúnað.
Fiskiskipastól og veiöar þarf að miða
við þol fiskistofna. I sambandi við
landbúnað þarf að afstýra ofbeit á
stórum svæðum landsins. Einnig þarf
að afstýra fyrirhyggjulausri mann-
virkjagerð af hvaða tagi sem er, hvar
sem er. Við erum náttúruvemdarkon-
ur miklar enda kannski náttúruvemd
heföbundið kvennastarf,” sagði
Sigríður Dúna.
Geirfinnur spurði einnig hvort kon-
urnar myndu beita sér gegn fyrirhug-
aðri virkjun á Austurlandssvæðinu:
„Við höfum ekki athugað það mál
sérstaklega. En ég myndi svara því
játandi á þeirri forsendu að sú virkjun
er fyrirhuguö til að afla orku til stór-
iðju,” svaraði Sigríður.
Móti íþróttum?
Hafsteinn Einarsson, Garðabæ,
spurði hvort kvennaframboðið væri á
móti íþróttum:
„Nei. Við erum ekkert á móti
íþróttum, að fólk stundi íþróttir sér til
skemmtunar eða aukins heilbrigðis.
En okkur finnst ef til vill að heldur stór
hluti af því fé sem varið er til iþrótta
fari í keppnisíþróttir. Það er auðvitaö
ljóst líka að í keppnisíþróttum eru
konur í miklum minnihluta.
Fóstureyðingar
Ásta Sigurðardóttir í Keflavík spurði
hver væri stefna Kvennalistans í fóst-
ureyðingarmálum?
Sigríður Dúna: „Við teljum það, og
sjálf er ég um það sannfærö, aö fóstur-
eyðing er neyöarúrræöi fyrir hverja
konu og við leggjum til grundvallar að
svo sé. Fóstureyðing getur aldrei verið
getnaðarvörn en við leggjum mikla
áherslu á að hver kona njóti þeirra
sjálfsögðu mannréttinda aö ákveöa
sjálf, ef hún verður barnshafandi fyrir
slysni eða annað, hvort hún á þetta
barn eöa ekki og hvort sem það er af
félagslegum ástæðum eða ekki. Við er-
um að berjast fyrir að konur hafi raun-
verulegt val um sitt líf á öllum sviðum,
líkaþessu.”
Af hverju ekki
30. mars
mótmæli?
Steinunn Jóbannesdóttir i Reykjavik
sagði að sér hefði skilist á kvennalista-
konum að baráttan fyrir friði og
afvopnun væri hagsmunamál kvenna
og bama. — Hvers vegna neituðuð þið
að taka þátt í mótmælum herstöðva-
andstæðinga fyrir framan alþingis-
húsið 30. mars síöastliðinn sem
beindust gegn kjarnorkuvopnum og
hernaðarbandalagi?
Sigríður Dúna: „Friöarumræðan
hér á landi á þeim grundvelli er tiltölu-
lega ný. Hingað til hefur alltaf verið
rætt um málið út frá „herinn hér eða
ekki hér” og við viljum einfaldlega
reyna að ræða þessi mál á nýjum
grundvelli og ekki lenda í þeim flokks-
pólitíska flokkadrætti sem alltaf hefur
einkennt þetta mál fyrir hverjar
kosningar.”